Tíminn - 10.12.1991, Page 7
Þriðjudagur 10. desember 1991
Tíminn 7
■■SS BÓKMENNTBR
Siglaugur Brynleifsson:
ÚR MÝRDAL
Eyjótfur Guðmundsson á Hvoll: Minn-
Ingar úr Mýrdal l-tl. Þórður Tómasson [
Skógum bjó til prentunar. Öm og Örlyg-
ur 1990-91.
Eyjólfur Guðmundsson fæddist 31.
ágúst 1870 og lést 16. október 1954.
Hann starfaði við búskap, að félags-
málum og kennslu, en höfuðáhuga-
mál hans virðast hafa verið skriftir
og söfnun frásagna um starf manna
og háttu í heimabyggðum og ná-
grannasveitum. Árið 1941 kom út
hjá Máli og menningu bókin „Afi og
amma“, sem Halldór Laxness vakti
athygli á. Þar er lýst „mannlífi og
aldarfari undir Eyjaifjöllum og í Mýr-
dal undir lok 18. aldar og framan af
19. öld..." (Inngangur að Minningar
úr Mýrdal eftir Þórð Tómasson.)
Annað bindi frásagna Eyjólfs kom
út árið 1944 „Pabbi og mamma".
Sögusviðið er mannlíf á þessum
slóðum og ekki sfst frásagnir af sjó-
róðrum. „Vökunætur" komu út á ár-
unum 1946-47 og 1948 „Lengi man
til lítilla stunda". Þar segir Eyjólfur
frá ævi sinni fram undir tvítugL Eyj-
ólfur hélt dagbók frá 1892 og eftir
hann liggur auk þess mikið safti
handrita. Meðal þeirra handrita er
hluti eigin ævisögu frá árunum
1892 til 1903. Þessi síðasttöldu
handrit hefur Þórður Tómasson bú-
ið til prentunar og koma þau nú út í
tveimur bindum. Fyrra bindið kom
út 1990 og það síðara 1991.
Frásögnin hefst í Laxnesi í Mos-
fellssveit, landnyrðingur og austan-
rigning hafði staðið dag eftir dag.
„Þurrastrembingur var í Mosfells-
dalnum. Við bræðumir, Halldór og
ég, vorum að tyrfa fjárhús í Tungu-
túni..."
Höfundurinn er, þegar hér er kom-
ið, 22ja ára, hefur lokið námi í
Flensborg og hyggst undirbúa sig
undir menntaskóla.
En nú verða skil í lífi hans, faðir
hans kemur úr langferð og hefur
ráðið hann sem barnakennara í Mýr-
dalnum næsta vetur, að honum for-
spurðum. Eyjólfur hlýðir þessu og
vetrardvöl hans er ráðin. Ferðafélagi
hans er kunnugur í Mýrdalnum og
„Við héldum á iausamannaskjögti,
að mér fannsL beint út í bláinn frá
menntahugsjónum mínum ... aust-
ur í svarta Mýrdal, en þar voru þó
mín heimatún og í Fellsbæjarlæk
var fjárstafur minn... Af Kambabrún
glórði f Suðurlandsundirlendið, það
glitti í vötn og ósa..." Og þeir fara yf-
ir ölfusá á brú Tryggva Gunnarsson-
ar, hún hafði verið smíðuð árið áður;
þeir félagar blessa TVyggva og þá
þegar var tekið að ræða það að brúa
Bolafljót. Lýsing höfundar á ferðinni
er fjörleg og lifandi og mannlýsing-
amar eru knappar en lýsandi.
Svo hefst kennslan við fremur
frumstæðar aðstæður og úrtölur
margra sem töldu að bóknám drægi
unglinga frá vinnu og áhuga á bú-
störfum. Kennslan gekk ágætlega
og áfram er haldið. Slys breyta
áformum höfúndar og hann tekur
að gefa sig að ýmsum félagsmálum í
heimabyggð sinni, kaupskapur,
bindindisfélag, blaðaútgáfa og breyt-
ingar frá hefðbundnum lífsmáta, allt
er þetta vísir að nýrri öld, sem hann
og margir yngri menn sjá f hilling-
um. Kennslan var ekki lítill þáttur í
vakningu til nýrrar aidar og þótt
skólinn væri á hrakhólum, þá tókst
kennaranum að gera bömin læs og
skrifandi og kenna þeim „grundvall-
aratriði reiknings". Og þau gátu
auðveldlega komið fyrir sig orði,
þama var ekkert um hálflæsa og
vart skrifandi nemendur eftir skóla-
göngu sem stóð þó aðeins nokkrar
vikur á ári. Heimanfylgja og áhugi
og þekking kennarans fóru hér sam-
an.
Höfundur kynntist fjölda heimila
og átti samskipti við fleiri en ella
vegna starfs síns; hann vann megin-
hluta ársins að ýmsu sem til féli.
Þjóðhættir og þjóðtrú krydda frá-
sögnina og vel gerðar náttúrulýsing-
ar á svaðilförum í suddaveðmm og
hrakviðrum.
Annað bindið hefst með þessari
setningu: „Sitthvað hafði ég nú bor-
Eyjólfur Guömundsson.
ið við að gera. Kennslustarfið var
létt og löðurmannlegt, það fannst
mér. Til verslunarstarfa vantaði mig
klókskap og fann brátt að þar var ég
ekki á réttri hillu ..." Afrakstur
þriggja missera dvalar í Mýrdalnum
var fremur rýr, svo að höfundur
ákveður að halda til Reykjavíkur,
læra eitthvað í ensku og halda síðan
til Ameríku.
Hann leggur af stað til Reykjavíkur
og á samleið með öðrum hluta leið-
arinnar; aðra fer hann einn og þá
leitar hann skjóls f byl á bæ sem
hann áleit að hlyti að vera útilegu-
mannabýli. Lýsingin á þeirri gist-
ingu og fólkinu sem hann bjó hjá er
einstök og minnisstæð. Ekkert varð
úr Ameríkuferðinni og höfundur
hélt, eftir nokkra dvöl syðra, aftur
austur á heimaslóðir. Hann lýsir
fólki og atburðum, þar á meðal jarð-
skjálftunum í ágúst-september 1896
— Suðurlandsskjálftanum. Hann
gerist sjómaður í Reynishöfn, lýsir
veiðum í Reynisfjalli, ferðum með
hreppstjóra og fleirum, en ferðalög
„voru mér ómissandi til upplffgun-
ar“ og hann skrifar kafla: ,diugleið-
ingar um gömlu ferðalögin". Víða
getur hann hests síns, sem hann
nefndi íbis; þetta var kostagripur og
var samband þeirra mjög náið. Bar-
áttan við vatnsföllin og lffsbjargar-
streðið er tíundað af íþrótt frábærs
sagnamanns. Og svo fagnar hann
nýju öldinni á nýársdag 1901 á Suð-
ur-Víkur heimili. Frásögninni lýkur
með giftingu höfundar og hann hef-
ur búskap á Hvoli. Viðbætir er eftir
einn heimildarmanna Eyjólfs, Vig-
fús Þórarinsson, bónda á Ytri-Sól-
heimum í Mýrdal. Og í lokin er
registur. Gott safn mynda fylgir báð-
um bindunum.
Höfúndurinn lýsir búskapnum sem
stöðugu „vogunarspili"; hann var
háður veðri, vertíð og veiðiskap.
„Við dymar lágu heyleysi, hordauði,
taðleysi, kuldi, matarskortur og í
bænum vom svöng böm.“ Þannig
lýsir hann kjörum fátækari bænda á
þessum árum.
í þessum skrifum kemur einnig
fram aldamótaglóðin, sem varð ung-
um mönnum hvatning f upphafi
nýrrar aldar; aldamótakynslóðin var
komin til sögunnar og Eyjólfúr
Guðmundsson á Hvoli var einn
þeirrar kynslóðar og hefur manna
best lýst þeim tfmum og fortíðinni
með skrifúm sínum. Þórður Tómas-
son f Skógum hefur fetað slóð Eyj-
ólfs sem safnari gamalla muna og
sem safrivörður eins fjölbreyttasta
byggðasafns hérlendis f Skógum og
sem sagnamaður og höfundur og
útgefandi merkra rita og þar með
þessara „Minninga úr Mýrdal“.
ÚR VIÐSKIPTALÍFINU
HOLLENSKII
MAASTRICHT-
TILLÖGURNAR
Holland er nú í forsæti í Evrópuráð-
inu og lagði í síðustu viku október
s.l. fram til fyrirhugaðrar ráðstefnu í
Maastricht tillögur sínar, 87 bls. um
„samfellingu evrópskra efnahags- og
peningamála" (Emu). Frá tillögun-
um sagði The European 1.-3. nóv-
ember 1991: „Helstu atriði samn-
ings (tillagnanna) eru:
Samsetning evrópsku gjaldmiðils-
einingarínnar (ecu): Gagnkvæm
gengi gjaldmiðla hennar skulu
komin í óhagganlegar skorður, þeg-
ar samsetning hennar verður fryst
1. janúar 1991.
Samræming efnahagsmála: í sér-
legri bókun segir, að (upptaka gjald-
miðils/í evrópsku gjaldmiðilseining-
una) verði bundin því skilyrði, að
landið standist þær kröfur um við-
varandi stöðugt verðlag, að verð-
hækkanir (á undanfarandi ársskeiði)
hafi ekki verið meira en 1,5% um-
fram þær í þeim þremur löndum,
sem bestan viðgang hafa haft. — Að
auki þarf (gjaldmiðli) lands að hafa
verið haldið innan sveiflumarka
Gangverks gengja undanfarandi tvö
ár „án strangrar áreynslu“ (severe
tension). Og gengi gjaldmiðils þess
má það engu sinni hafa verið lækkað
á undanfarandi tveimur árum.
Um vexti: ... á síðasta undanfar-
andi ári fyrir skoðunina skal hæð
langtímavaxta í aðildarlandi alls
ekki hafa verið meira en 2% yfir
þeim í þeim þremur löndum, sem
bestan viðgang hafa haft. í sérlegri
bókun segir, að óviðhlítandi skuli
talið, að (fjárlaga)halli fari fram úr
3% vergrar þjóðarframleiðslu og
ríkisskuldir upp yfir 60% hennar.
Býr það vanda löndum með miklar
ríkisskuldir, Belgíu (128%), Ítalíu
(103%), Grikklandi (86%). Lönd,
sem láta mikinn (fjárlaga)halla við-
gangast, skulu sæta viðurlögum, svo
sem sektun og útilokun frá lánum
Evrópumyntln ECU.
úr Evrópska fjárfestingarbankanum.
— Fyrir 1. janúar 1994 skal Efna-
hagsbandalagið (Evrópsku samfé-
lögin) hafa útfært þessi ákvæði.
Gengi: Ef fjármagnsflutningar
kunna að valda alvarlegum vand-
kvæðum fyrir „samfellingu evr-
ópskra efnahags- og peningamála",
getur Evrópuráðið einróma gripið
til skammtíma ráða til að hindra
boðaföll (disruptions) á alþjóðlegum
peningamörkuðum.
Sameiginlegur gjaldmiðill: Evr-
ópuráðið (sem í sitja leiðtogar ríkja
og ríkisstjórna) þarf ekki að taka af
skarið fyrir árslok 1996 um um-
breytingu evrópsku gjaldmiðilsein-
ingarinnar í sameiginlegan gjald-
miðil (single currency), og ef um
hana tekst ekki samkomulag, verður
þeirri ákvörðun skotið á frest til
tveggja ára.“
FRÍMERKI
Nýju verðlistarnir
Frímerkjaverðlistar haustsins
streyma nú á markaðinn. Að því er
ísland varðar, er þar um litla breyt-
ingu að ræða hjá erlendu verðlist-
unum. Nokkur hækkun er þó á
nýrri frímerkjum eins og Evrópufrí-
merkjunum, allt frá 1983. Annars er
varla um að ræða eðlilega hækkun
miðað við verðbólgu, sem þó var lág.
Fadt1992
Facit 1992 er útgefinn af Katalog-
intressenter A/B og fylgir að þessu
sinni með nýprentun af 80 aura
merkinu með mynd Gústafs V. í
kynningarbréfi Gunnars Joos, sem
fylgir með listanum, segir meðal
annars: „Vítt of veröld er litið á Fac-
it sem „Biblíuna" þegar kemur að
skandinavískri frímerkjafræði. Að
þessu sinni er Iistinn 696 blaðsíður."
Meðal nýjunga í listanum að þessu
sinni er skráning allra íslenskra frí-
merkjahefta. Er fengur að því að þau
eru verðlögð og geta menn þá gert
sér grein fyrir verðmismun á nýj-
ustu heftunum eftir prentun þeirra
og hvort svart merki er á kili heftis-
ins eða ekki. Þetta er verðlagning
sem íslenskir safnarar hafa lítt treyst
sér til að framkvæma til þessa.
íslenskir unglingar verðlaunaðir í
Svíþjóð
Þrír ungir íslendingar unnu til
verðlauna á Landssýningu Svía, sem
haldin var í Motala í Svíþjóð, helgina
23.-25. ágúst síðastliðinn. Unnu þeir
til verðlauna, sem eru: Gyllt silfúr,
silfur og silfrað brons.
Það voru þeir Björgvin Ingi Ólafs-
son, sem vann til Vermeil- verð-
launa, eða gyllt silfur, fyrir safn sitt
„Fuglar Evrópu". Eru það hæstu
verðlaun, sem íslenskur unglingur
hefir fengið á erlendum vettvangi.
Kári Sigurðsson fékk silfurverðlaun
fyrir safn sitt, ,J4erkir íslendingar".
Loks fékk svo Ólafur Kjartansson
silfrað brons fyrir safn sitt, „Evrópsk
blóm“.
Það var landssýning sænska ung-
Iingasambandsins, sem er aðili að
Landssambandi frímerkjasafnara í
Svíþjóð, sem hét „Frim-Ö-91“ sem
var haldin þarna. Hafði íslenskum
unglingum verið boðin þátttaka í
henni.
Unglingar þessir hafa á undanförn-
um árum starfað í unglingadeild
Klúbbs Skandinavíusafnara og Fé-
lags frímerkjasafnara í Reykjavík.
Hafa þeir Jón Salewski og Guðni
Gunnarsson starfað með þeim og
fengið ýmsa aðstoðarmenn með sér.
Telja verður þennan árangur frá-
bæran og veitir hann öllum drengj-
unum rétt til þátttöku í alþjóðlegum
sýningum. Þannig hefir starfið með
þessa unglinga, á vegum frímerkja-
klúbbanna, gefið af sér ríkulegan
ávöxt, ekki aðeins í ánægjunni sem
felst í starfinu, heldur einnig í bein-
um verðlaunum til drengjanna sem
taka þátt í því að sýna. Höfundur frí-
merkjaþáttarins vill því nota tæki-
færið og óska bæði drengjunum og
leiðbeinendum þeirra til hamingju
með árangurinn.
Sigurður H. Þorsteinsson