Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 1
Alger óvissa ríkir nú um afdrif EES-samn- ingsins eftir að EB-dómstóllinn úrskurð- aði að samningurinn bryti í bága við Rómarsáttmálann, grunnsáttmála Evr- ópubandalagsins. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra telur raunar enn ekki tímabært að gefa samninginn upp á bátinn, en viðurkennir að svo kunni að fara að leita þurfi eftir tvíhliða samn- ingum við EB, eftir að það hafi klúðrað sínum málum með þessum hætti. Stein- grímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði eftir utanríkis- málanefndarfund í gær að athugasemdir EB-dómstólsins virtust vera mjög víð- tækar og erfitt væri að sjá með hvað hætti bjarga ætti þessum EES-samningi. ís- lensk stjórnvöld, sem og stjórnvöld ann- arra EFTA-ríkja, bíða nú skýringa og við- bragða frá EB, en fyrr en eitthvað slíkt liggur fyrir er erfitt að ákveða framhald málsins. • Blaðsíða 2 GÍFURLEGT ANNRÍKI var á pósthúsum í gær og er talið að nálægt 3 milljónir bréfa og böggla hafi verið póstlögð á þessum eina degi. Ástæðan er sú að í gær rann út fresturinn, sem pósturinn ábyrgist að koma bréfum á áfangastað innanlands fyrir jói. Engu að síður munu talsverðar líkur á því að svo fari, þó bréf séu póstlögð í dag. Eins og sjá má var mikið um að vera í pósthúsinu við Ármúla í Reykjavík. Tfmamynd: Ámi Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.