Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 17. desember 1991 Bandalag starfsmanna ríkis og bæja mótmælir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og segir: Hvergi hreyft við fjármagnsokrinu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja mótmælir harðlega tillögum ríkisstjórnarinnar, sem Iiggja fyrir um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Varað er við tillögum um flatan niðurskurð á launa- og rekstrar- gjöldum. Þær bitna harðast á þeim stofnunum, sem best eru reknar og geta ekki dregið saman seglin án þess að skerða þjónustu. Áformum stjórnvalda um fjöldauppsagnir op- inberra starfsmanna er harðlega mótmælt. Nái þessar tillögur fram að ganga, mun það óhjákvæmilega koma niður á félagslegri þjónustu velferðarkerfisins. Á sama tíma og rúmlega hálfur milljarður er tekinn úr vasa barna- fólks og annað eins frá sjúklingum og einstaklingum, sem þurfa á læknishjálp að halda, er hvergi hreyft við fjármagnsokri, hvað þá að fjármagnstekjur séu skattlagðar eða á nokkurn hátt hróflað við gróðaöfl- unum. Óverulegar hækkanir til tekjulægsta barnafólksins breyta ekki því að með aðgerðum sínum eru stjómvöld að rýra kjör barna- fólks og sjúklinga. Ástæða er til að vara við blekkingum í þessu efni. Þessar ráðstafanir ríkisstjómarinn- ar eru ranglátar og vanhugsaðar og taka engan veginn á þeim vanda, sem menn standa frammi fyrir. Þess- ar tillögur munu torvelda kjara- samninga, nái þær fram að ganga, enda er augljóst að þær munu rýra kjör almennings og leiða til endur- skoðunar á kröfugerðum. -js Kennarasamband íslands mótmælir niðurskurði í ríkisfjármálum og fyrirhuguðum breytingum á grunnskólalögum: Valdiö frá Alþingi til ráðuneytis Kennarasamband íslands mót- mælir harðlega þeim tillögum rík- isstjómarinnar, sem birtast í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þær auka á kjara- skerðingu launafólks, vega að starfsöryggi þess og draga úr þjón- ustu velferðarkerfísins. Kennarasamband íslands vísar á bug öllum tillögum um flatan nið- urskurð á launa- og rekstrarkostn- aði ríkisstofnana, sem nú þegar búa við alltof þröngan kost og geta margar hverjar ekki sinnt verkefn- um sínum sem skyldi vegna fjár- skorts. Einkum á þetta við um skóla- og heilbrigðiskerfið, en ein- mitt þar er lagt til að niðurskurð- urinn verði mestur. Nái tillögur ríkisstjómarinnar um niðurskurð fram að ganga, er aug- Ijóst að þær munu enn torvelda samningagerð og auka líkur á frek- ari átökum launafólks og vinnu- veitenda. Kennarasambandið skor- ar á Alþingi að standa vörð um hagsmuni almennings, vemda og bæta félagslega þjónustu en láta ekki gróða- og markaðshyggju ráða ferðinni. Kennarasamband íslands varar eindregið við hugmyndum ríkis- stjórnarinnar um ráðstafanir í rík- isfjármálum, sem nú liggja fyrir Al- þingi. Þar koma fram tillögur um breytingar á lögum um gmnn- skóla, sem Alþingi samþykkti sam- hljóða síðastliðið vor og varða m.a. lengingu skóladags, fjölda nem- enda í bekkjardeildum, stjómun gmnnskóla, námsráðgjöf og fleira. Ekki verður betur séð en að með tillögum ríkisstjómarinnar séu gerðar gmndvallarbreytingar á grunnskólagjöldum í skjóli ráðstaf- ana í ríkisfjármálum. Það á sérstak- lega við um þær tillögur, sem fram koma um að taka lögbundin ákvæði um fjölda kennslustunda út úr lögum en heimila ákvörðun þeirra með reglugerð. Þannig verð- ur ákvörðun um kennslustunda- fjölda í höndum ráðherra og starfs- manna hans á hverjum tíma, en ekki Alþingis eins og lög gera ráð fyrir, og opin leið fyrir stjómvöld til niðurskurðar í gmnnskólum án samráðs við Alþingi. Mjög hæpið er að þær tillögur, sem fyrir liggja, verði til spamaðar í skólakerfinu þegar á heildina er litið, auk þess sem þær vega gróf- lega að hagsmunum nemenda og foreldra þeirra og gera skólanum enn erfiðara en nú er að sinna lög- boðnum skyldum sínum. Kennara- samband íslands skorar á Alþingi að standa við ákvarðanir sínar frá síðastliðnu vori og koma í veg fyrir að gerðar verði breytingar á gmnn- skólalögum, sem ríkisstjómin ger- ir nú tillögu um. -js Talið frá vinstri: fulltrúar Marítech Systems A/S, Tore Bjöma, Magni Veturliðason og Odd Folland, ásamt Geir A. Gunniaugssyni, Þórði Ingasyni og Þórólfi Árnasyni frá Marel. Söluaukning hjá Marel í Noregi Föstudaginn 29. nóvember síðast- liðinn afhenti Geir A. Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri Marel, full- trúum Maritech System A/S í Nor- egi viðurkenningu fyrir mestu sölu- aukningu Marelumboðs á milli ára. Söluverðmæti Mareltækja í Noregi nemur liðlega 70 milljónum fsl. króna árið 1991, og horfur em mjög góðar á áframhaldandi söluaukn- ingu næsta ár. Starfsmenn Maritech System A/S em 23, en u.þ.b. helm- ingur þeirra vinnur við sölu og þjónustu á Marelvömm. -js Evrópusöngvakeppnin er framundan: Tíu lög hafa verið valin Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evr- ópu 1992. AIls bárust um 150 lög í keppnina eftir nokkm færri höf- unda. í síðustu keppni bámst um 100 lög og í fyrra vom lögin um 200. Lögin verða kynnt í sjónvarpi í janúar og febrúar þar sem lag ís- lands verður valið í aðalkeppnina, en hún fer fram í Sviþjóð í maí á næsta ári. Lögin tíu heita „Nótt sem dag“ eftir Skúlptúr, „Einn með þér“ eftir Sig- þrúði Fróðan, „Eva“ eftir Tinna og Sófa, „Þú mátt mig engu leyna" eftir Haf, „Mig dreymir" eftir Reyk og bófa, „Nýr heimur" eftir Hrelli, „Ein- felt mál“ eftir Lalla og TValla, ,J4ei eða já“ eftir Nordbass og 31. febrúar, „Þú — um þig — frá þér — til þín“ eftir Hnokka og „Karen“ eftir Halla og Palla. Eins og sjá má, dyljast lagahöfund- amir á bak við dulnefni. Þeir munu síðan birtast undir réttum nöfnum, þegar úrslit keppninnar liggja fyrir. I dómnefndinni, sem valdi lögin, sátu tónlistarmennimir Helga Möll- er, Kristinn Svavarsson, Magnús Ein- arsson, Magnús Kjartansson og Jón Ólafsson. Jón er jafnframt tónlistar- stjóri í keppninni hér heima. -EÓ Atvinnuástand í nóvember: MANNS ÁN VINNU dag kl. 11.00 kemur jóla- sveinninn Askasleikir í heimsókn á Þjóðminjasafn- ið ásamt barnakór Vestur- bæjarskóla. 2000 í nóvember voru skráðir tæplega 44.000 atvinnuleysisdagar á land- inu öllu, nálega jafnt skipt milli kynja. Það svarar til þess að 2000 manns hafí verið án vinnu í nóvem- ber, hálft annað prósent af áætluð- um mannafla samkvæmt talningu Þjóðhagsstofnunar. Þetta kemur fram í yfirliti Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins um atvinnuástand. Samkvæmt þessu hefur skráðum atvinnuleysis- dögum fjölgað um 9000 frá í októ- ber, og reyndar einnig um 9000 frá sama tíma fýrra árs. Atvinnuleysi eykst á öllum skráningarsvæðum, nema Suðurnesjum þar sem það er jafn mikið og áður. Atvinnuleysi sem hlutfall af mannafla hefúr aukist um 0.2% sem telst innan marka árstíða- sveiflna. Ef rýnt er aðeins nánar í tölurnar eftir svæðum og kynjum kemur þetta í ljós: Svæði: kv. kk. alls Höbo 0.7% 0.9% 0.8% VL 3.0% 1.0% 1.8% VF 1.8% 0.5% 1.0% NV 2.8% 2.95 2.9% NE 3.0% 2.7% 2.8% AL 5.2% 2.1% 3.3% SL 3.0% 1.8% 2.2% SN 7.9% 2.0% 4.3% Landið 1.9% 1.3% 1.5% Landsby 3.8% 1.9% 2.7% Það sem af er árinu, hafa verið skráðir 429.000 atvinnuleysisdagar á landinu. Á sama tíma í fyrra voru þeir 539.000, árið þar áður 495.000. Atvinnuleysi verður því varla meira á þessu ári en hinu næsta á undan, þó gera megi ráð fyrir að það aukist nú í desember jafnvel umfram venju, eins og Vinnumálaskrifstofan bendir á. -aá. Bílvelta við Tíðaskarð: FJÓRIR FLUTTIR A SLYSADEILD Ökumaður og þrír farþegar voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans, eftir að bifreið fjórmenninganna fór útaf og valt á Vesturlandsvegi rétt norðan Tíðaskarðs um klukkan 20.30 á sunnudagskvöld. Mikið hvassviðri var á þessum slóðum. Vegurinn var auður að mestu, en þar sem bifreiðin fór útaf hafði myndast svell á stuttum kafla og þeytti vind- urinn bifreiðinni útaf veglnum. Fólkið, sem flutt var á slysadeild, mun ekki hafa slasast illa. -PS Landssamband iðnaðarmanna: Ríkisstjórnin hviki ekki frá settu marki Landssamband iðnaðarmanna lýsir í meginatriðum stuðningi við boð- aðar ráðstafenir ríkisstjómarinnar til að draga úr ríkisútgjöldum og fyr- irsjáanlegum halla á rekstri ríkis- sjóðs. Landssambandið hvetur stjómina til að hvika ekki frá settu marki um að afgreiða fjárlög með ekki meiri halla en 3.5 milljörðum króna. Landssambandið telur halla á ríkis- sjóði helstu ástæðu ójafnvægis í bú- skap þjóðarinnar, viðskiptahalla og hárra vaxta. Lækkun þeirra sé for- senda uppbyggingar og nýsköpunar. Vextir verði hins vegar ekki hand- leiddir niður, eða knúðir niður með fortölum; ráðast verði gegn rótinni, útþenslu og halla á rekstri ríkissjóðs. í því ljósi séu aðgerðir ríkisstjómar- innar jákvæðar. -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.