Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. desember 1991 Tíminn 3 Nýr útgerðarrisi í fæðingu í Vestmannaeyjum, með vænt- anlegri sameiningu Fiskiðjunnar og Vinnslustöðvarinnar. Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar: Sala fasteigna. tilfærsla kvóta og skipin úreld Grunnur hefur verið lagður að stofnun eins stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækis landsins, í Vestmannaeyjum, en á laugardag- inn undirrituðu forráðamenn Fiskiðjunnar hf. og Vinnslustöðvar- innar hf. viljayfirlýsingu um sameiningu fyrirtækjanna og dóttur- fyrirtækja þeirra. Gert er ráð fyrir að sameiningin verði um áramót- in. Sameiningin er gerð í hagræðingarskyni vegna samdráttar í út- gerð og vinnslu, og að sögn Guðmundar Karlssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar, verður hagræðing fólgin í sölu fasteigna, úreldingu fiskiskipa og tilfærslu kvóta. „Við héldum sameiginlegan stjóm- arfund á laugardaginn og gengum þar frá viljayfirlýsingu um samein- ingu félaganna, ásamt dótturfélög- unum. Það, sem rekur okkur út í þetta, em vaxandi erfiðleikar í fisk- vinnslu á fslandi og minnkandi kvóti. Þá er lítil bjartsýni um aukinn afla. Allt virðist benda til að það sé langt í land með að afli aukist aftur og að menn geti búist við auknum kvóta. Allt, sem við féum frá fiski- fraeðingum, er heldur neikvætt, bæði hvað varðar þorsk og ýsu,“ sagði Guðmundur í samtali við Tím- ann í gær. Guðmundur sagði ennfremur að það væri mikil vinna framundan. Það væri verið að gera upp fyrirtæk- in og meta stöðu þeirra fjárhagslega. 30. desember verða haldnir hlut- hafafúndir í báðum félögunum og verður endanleg ákvörðun tekin þar. Hann sagði að menn væru ekki fam- ir að sjá fyrir sér eignarhlut í fyrir- tækjunum, en það myndi skýrast í framhaldi af könnun á fjárhagsstöðu fyrirtækjanna. „Það hafé ekki fleiri fyrirtæki kom- ið inn í þessa umræðu, en reyndar hafa menn frá öllum sjávarútvegs- íyrirtækjum í Vestmannaeyjum ver- ið að tala saman óformlega í langan tíma, en ekki fundist neinir fletir á því,“ sagði Guðmundur. Hann sagði ennfremur að á næsta ári verði farið í hagræðingu á rekstri fyrirtækisins, enda væri það tilgangur sameining- arinnar. Hann sagði að ekki væri gert ráð fyrir uppsögnum í vinnsl- unni eða á bátum fyrirtækisins, en hagræðingin fælist fyrst og fremst í sölu fasteigna, úreldingu fiskiskipa og tilfærslu á kvótum. „Við sjáum ekki fram á að við þurfum að segja neinum upp af verkafólki eða sjó- mönnum, en það verður einhver breyting í sambandi við stjómunar- störf," sagði Guðmundur Karlsson. Hið nýja fyrirtæki mun ráða yfir 12.000 tonna þorskkvóta, auk 6000 tonna kvóta í fyrirtækjum tengdum þvf. Þá hefur félagið yfir að ráða sfld- arkvóta, loðnukvóta og leyfi til út- hafsrækjuveiða. Þá hefur fyrirtækið yfir að ráða tveimur vinnsluhúsum, loðnubræðslu FIVE og Lifrarsam- lagi Vestmannaeyja. Þá verða í hinu sameinaða fyrirtæki þrír togarar, sjö vertíðarbátar og tveir loðnubátar. Þá gæti farið svo að verslunin Gunnar Ólafsson og Co. félli inn í hið nýja fyrirtæki, en verslunin er dótturfýr- irtæki Fiskiðjunnar hf. -PS UNDIRBÚNirUGUR AÐ UTGAFU SIMA- SKRARirurUAR 1992 er ruu HAFiruru Breytingar og viðbætur, svo sern ný aukanöfn þurfa að hafa borist eigi síðar en 31. desember n.k. Breytingar á heimilisfangi þarf ekki að tilkynna sérstaklega. SÉRSTÖK ATHYGLI ER VAKIN Á ÞVÍ AÐ ÞEIR SÍMNOTENDUR SEM HAFA FARSÍMA, FAX, TELEX EÐA BOÐTÆKI, EIGA KOST Á AUKASKRÁNINGUM í NAFNA- OG ATVINNUSKRÁ SÍMASKRÁRINNAR, GEGN GREIÐSLU GJALDS KR. 243.- M/VSK FYRIR HVEHJA LÍNU. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-63 66 20 kl. 8-l6virkadaga. PÓSTUR OG SlMI SÍMASKRÁ, 150 REYKJAVÍK Avextir GRÆNMETI Ardmona bl. ávextir 1/1 ds . 119,- Ardmona perur 1/1 ds 108,- Ardmona ferskjur 1/1 ds . 113,- Krakus jarðarber 1/1 ds . 119,- Dole ananasmauk 1/2 ds 68,- Maling sveppir heilir 184 gr • 99,- Maling sveppir skornir 415 gr .... 84,- Maling aspas hvítur heill 430 gr 120,- Beauvais rauðkál 570 gr 99,- Beauvais rauðrófur 570 gr • 99,- Ora grænar baurtir 1/1 ds . 113,- Ora grænar baunir 1/2 ds 68,- Ora grænar baurtir 1/4 ds . 54,- Ora maís 1/2 ds . 119,- Ora rauðkál glös 670 gr 125,- Ora rauðrófur glös 580 gr . 112,- Ora agúrkusalat 149,- Ora sveppir sneiddir 380 gr • 91,- Ora sveppir sneiddir 290 gr . 66,- Munið AFSLATT í fatadeild! t spumingl . öll leikföng A 10% AFSI /FTTT xTL iv /U xjLJ.. l/Ju/X-i JL JL Jl ' 3-1 ETfHHI VORUHUS KA SÉRTIVORU- DEILD Ilmvötn við allra hæfi Fyrir herrann Marbert Samba Colors Sung Etíenne Aigner Rockford Fyrir cCömuna Marbert Samba Colors Sung Etienne Aigner Cassine Einnig mjög falleg semelíusett og ný sending af gull- og silfurskartgripum. Bamailmvötn með Bangsa og margt fleira spennandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.