Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. desember 1991 Tlminn 9 FIB, Bílgreinasambandið og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra: MÓTMÆLA HÆKKUN AÐFLUTNINGSGJALDA FÍB, Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra og Bílgreinasamband íslands hafa sent frá sér fréttatilkynningar þar sem mótmælt er harðlega fyrirhuguðum hækkunum á aðflutningsgjöldum, sem eru hluti af efnahagsaðgerðum rfldsstjórnarinnar. Aðgerðir hennar munu aðallega eiga að beinast að jeppasölu, en inni í hækkununum lenda einnig dieselbflar, sem leigubflstjórar nota nær eingöngu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segist vera að leita hóf- anna með aðgerðir af einhveiju tagi, en ekkert sé enn ákveðið. Sig- fús Bjamason, formaður BÍSL, segist vona að ekki þurfi að koma til aðgerða til að rfldsvaidið sjái að sér. „Ég er að leita hófanna með einhvers konar samstarf við atvinnubílstjóra um aðgerðir til að mótmæla þessum hækkunum, en það er á viðræðustigi og ekkert hefur verið ákveðið," sagði Runólfur. Hann bendir á að mikið af fólki frá landsbyggðinni hafi haft samband við skrifstofu FÍB og Iýst óánægju sinni með fyrirhugaðar breytingar. Þar sé algengt vegna ástands vega og veðurfari þannig háttað að aldrifsbílar og aflmeiri bílar séu nauðsynleg samgöngutæki. Þetta sé því hrein aðför að þeim. í fréttatilkynningu FÍB segir, að enn ætli stjómvöld að ganga í vasa bif- reiðaeiganda til að stoppa upp í gat í fjárlögum. Félagið bendir á, að hækk- unin komi til með hafa mikil áhrif á kostnað atvinnubílstjóra, þar sem þeir aki um á þungum bifreiðum og kostnaðarauka þurfi að mæta með hækkun ökugjalds. í niðurlagi frétta- tilkynningarinnar segir: „Skattagleði landsfeðranna gagnvart þessum eina liðf lífsháttum landsmanna á sér eng- in takmörk. Er ekki mál að linni?“ Bandalag íslenskra leigubifreiða- stjóra tekur undir þetta og segir í sinni tilkynningu „... að það sé óskilj- anlegt, að það skuli vera stefna stjóm- valda að leigubifreiðastjórar skuli þurfa að sæta því að greiða lúxustolla af sínum atvinnutækjum." Að sögn Sigfusar Bjamasonar, formanns BILS, þá átti hann fund með fjármála- ráðherra um málið á miðvikudag, þar sem hann ásamt fulltrúum BILS lagði áherslu á að málið leystist í eitt skipti fyrir öll og að bílar til leiguakst- urs yrðu teknir alfarið út úr einka- bílatollum. „Við fengum engin loforð hjá ráðherra, en hann sagðist ætla að athuga málið og ég vona að það þurfi ekki að koma til neinna aðgerða af okkar hálfu. Mér skilst, að hækkun- um á aðflutningsgjöldum nú sé fyrst og fremst stefnt gegn jeppum. Nú sé mikið flutt inn af þeim og ríkisstjóm- in ætli að grípa einhverja peninga þar. En þeir átta sig ekki á því að dieselbíl- ar lenda inn í þessu einnig," sagði Sigfús í samtali við Tímann. BILS bendir á að þetta eigi sérstaklega við um dieselbifreiðar, því þær hækki meira en bensínbifreiðar, sem eru ekki algengar í leigubflaakstri. Sem dæmi má nefna bifreið, sem er algerig tegund í leigubílaakstur og kostar ódýrasta gerðin um 1.600 þúsund. Sú bifreið myndi hækka um á bilinu 80- 90 þúsund. Bílgreinasambandið tekur undir þetta í sinni fréttatilkynningu, en bendir jafriframt á að það sé vandséð hvemig hækkunin umrædda eigi að skila sér í auknum tekjum í ríkissjóð, þegar þessar hækkuðu álögur á bíla koma á sama tíma og bifreiðainn- flutningur hefúr dregist vemlega saman og hækkanimar örvi ekki þann innflutning. -PS Landsvirkjun bregst við aukinni notkun díselvéla til rafmagnsframleiðslu: Refsigjaldið verði lækkað eftir áramót Landsvirkjun hyggst í janúar og febrúar lækka refsigjald, sem al- menningsrafveitum er gert að greiða fyrir raforkunotkun sem er umfram umsamin mörk. Þetta er gert vegna þess að að undanfomu hafa almenningsrafveitur, sem kaupa raforku í heildsölu af Lands- virkjun, séð sér hag í að framleiða rafmagn með díselvélum þegar raf- magnsnotkunin er mest. í upphafi þessa árs breytti Lands- virkjun gjaldskrá sinni. Að sögn for- ráðamanna fyrirtækisins var þetta gert til að fá kostnaðarréttari gjald- skrá, sem mundi m.a. gera nánast að engu þann hvata sem var í eldri gjaldskrá fyrirtækisins til keyrslu díselvéla á afltoppa í viðskiptum Landsvirkjunar og almenningsraf- veitna. Forráðamenn Landsvirkjun- ar segja að þetta markmið hafi náðst og dregið hafi úr notkun díselvéla. Þetta fer ekki saman við það sem stjórnendur rafveitnanna segja, en þeir hafa margir hverjir sett upp nýj- ar díselvélar til að framleiða raf- magn þegar notkunin er hvað mest. Forráðamenn Landsvirkjunar segja að breytingin á gjaldskránni í byrjun þessa árs hafi verið gerð í samráði við almenningsrafveitur og jafn- framt að ákveðið hafi verið að end- urskoða gjaldskrána að nýju eftir að reynsla hafi fengist af hinni nýju gjaldskrá. Þrátt fyrir að reynslutím- inn sé ekki enn liðinn, hefur for- stjóri Landsvirkjunar ákveðið að leggja til á næsta stjórnarfundi fyrir- tækisins að refsigjaldið verði lækk- að. -EÓ SAGA LEIKLISTAR Á AKUREYRI AÐ KOMA ÚT í marsmánuði á næsta ári verður gefín út „Saga leiklistar á Akur- eyri“, sem Haraldur Sigurðsson hefur tekið saman. Útgefandi er Leikfélag Akureyrar, og er bókin gefin út í tilefni af 75 ára afmæli fé- lagsins 19. apríl 1992. Bókin verð- ur gefín út f sama broti og „Saga Akureyrar“, og verður um 350 blaðsíður. í kynningarriti frá Leikfélagi Akur- eyrar segir að „Saga leiklistar á Ak- ureyri" sé ítarlegt heimildarrit, skreytt fjölda mynda. Þar verður ekki einungis getið allra leikrita, sem Leikfélag Akureyrar hefur sett á svið, og einstaklinga sem þar hafa komið við sögu, heldur einnig ann- arra félaga á svæðinu sem unnið hafa að uppsetningu leikrita, allt frá fyrstu leiksýningum á Akureyri árið 1860 til frumsýningar á Islands- klukkunni í mars 1992. Flestum leikritum fylgja hlutverkaskrár, ljós- myndir og umsagnir úr bæjarbíöð- um. Einnig er í bókinni heildaryfir- lit um allar sýningar Leikfélags Ak- ureyrar (eldra og yngra), Leikfélags Menntaskólans, Leikklúbbsins Sögu og fleiri leikfélaga. MikiII fjöldi fólks kemur við sögu og sægur mynda prýðir bókina, sem spannar meira en heila öld. Bókin er þróunarsaga, jafnt leiklistar sem vaxtar bæjarins sjálfs, þar sem byrjað var með tvær hendur tómar. En þetta 250 manna hálfdanska þorp rétti úr kútnum og fékk kaupstaðarréttindi árið 1862.1 kjölfar grósku bæjarins fylgdi leik- listin, sem átt hefur drjúgan þátt í menningarlífi Akureyrar æ síðan. Þess má geta að lysthafendum er gefinn kostur á að kaupa bókina í áskrift á mun lægra verði en í versl- unum og fá um leið nöfn sín letruð í bókina sem sérstakir styrktaraðilar. Áskriftartilboðið gildir til áramóta. hiá-akureyri. Sjómannasamband (slands mótmælir skeröingu sjómannaafsláttar. Verður mætt af hörku Framkvæmdastjóm Sjómanna- sambands íslands mótmælir harðlega þeim áformum ríkis- stjómarínnar að skerða kjör sjó- manna með því að lækka sjó- mannaafslátt. Á sama tíma og sjómenn standa frammi fyrir tekjurýrnun vegna aflasamdráttar, leggur ríkis- stjórnin til að sjómannaafsláttur verði lækkaður um rúm 30%. Sjómannaafsláttur er og hefur um áratuga skeið verið hluti af kjörum sjómanna. Ekkert í þjóð- félaginu hefur breyst á þann veg að slík aðför að kjörum geti verið réttlætanleg. Sjómenn fallast á að bera sömu byrðar og annað launafólk í land- inu, vegna þeirra þrenginga sem að þjóðarbúinu steðja um þessar mundir. Sjómenn eru hins vegar ekki tilbúnir til að taka á sig sér- staka skeröingu umfram annað launafólk. Öllum órökstuddum árásum á kjör sjómanna með Iækkun sjómannaafsláttar mun því svarað af fullri hörku. -js Skipstjórafélag Norðlendinga: Athugið hverjir eru með Stjórn Skipstjórafélags Norð- fjölskyldur í landinu að fylgjast lendinga samþykkti þann 12. grannt með hvernig þingmenn desember síðastliðinn eftirfar- greiða atkvæði um skerðingu sjó- andi áskorun: mannaafsláttar, við afgreiðslu „Stjórn Skipstjórafélags Norð- fjárlaga, og leggja það rækilega á lendinga skorar á allar sjómanna- minnið." -js Bæjarráð Sauðárkróks: Mótmælir fyrirætlun- um ríkisstjórnarinnar Bæjarráð Sauðárkróks hefur af hálfu ríkisvaldsins gagnvart sent frá sent yfirlýsingu þar sem sveitarfélögunum. Það eigi jafnt ráðið mótmælir harðlega þeim við, hvort heldur er um að ræða fyrirætlunum ríkisstjómarinnar skerðingu á tekjum þeirra, eða að flytja ný verkefni yfir á sveitar- flutning nýrra verkefna til sveitar- félögin í landinu um leið og tekj- félaganna án þess að tekjur fylgi. ur sveitarfélaganna verða skertar. Ályktun bæjarráðsins var sam- Þá skorar bæjarráð Sauðárkróks þykkt á fundi bæjarstjómar þann á stjórn Sambands ísl. sveitarfélga 12. þ.m. að standa fast gegn öllum kröfum -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.