Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. desember 1991 Tíminn 5 Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ætlar að flytja inn mjólkurduft. Bændasamtökin kalla það brot á búvörulögum og í ósamræmi við búvörusamninginn. Hákon Sigurgrímsson: Leitum réttar okkar „Innflutnmgur á mjólkurdufti er bannaður samkvæmt búvörulög- um. Það er ekki heimilt að breyta þeim nema leita álits Framleiðslu- ráðs og vöruna vanti hér innan lands. Auk þess væri innflutningur ótvírætt í ósamræmi við búvörusamninginn, og ef af þessu verður munum við leita réttar okkar. Fyrst hjá landbúnaðarráðherra, en það er alveg til í dæminu að við förum með málið fyrir dómstóla, ef önn- ur ráð duga ekki, því samningurinn er alveg skýr,“ segir Hákon Sig- urgrímsson, framkvæmdastjórí Stéttarsambands bænda. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra stór hluti af allri starfsemi mjólkur- lýsti því yfir á Alþingi í fyrrinótt að ríkisstjómin hefði samþykkt að leyfa innflutning á mjólkurdufti. Félag ís- lenskra iðnrekenda brást ókvæða við, þegar ríkisstjómin kynnti það sem hluta af ráðstöfunum sínum til að minnka halla á rekstri ríkissjóðs að niðurgreiðslum á mjólkurdufti yrði hætt Yfirlýsing Jóns er svar við gagn- rýni iðnrekenda. Hann segir að þar sem niðurgreiðslum verði hætt, sé innflutningur eina leiðin til að tryggja iðnaðinum mjólkurduft á heimsmarkaðsverði. Skrefið verði að stígatilfulls. Ekkivirðistþófúllsam- staða um málið í ríkisstjóm og óljóst hvort málið hefur borið á góma þar. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra neitaði fullyrðingum Jóns um að málið hefði verið rætt í ríkisstjóm. Hann hefúr enn ekki kyngt yfirlýs- ingu Jóns og það gera heldur ekki margir þingmenn. Að sögn Páls Svavarssonar, mjólkur- bússtjóra á Blönduósi, þar sem megn- ið af mjólkurduftinu er framleitt, fara um 2.5 milljón lítra af mjólk í duft á ári á landinu öllu. „Það er 45% af þeirri mjólk sem við tökum á móti. Innflutningur mjólkurdufts þýðir einfaldlega að 30 af rúmlega 60 bændum þyrftu að hætta mjólkur- ffamleiðslu hér á okkar svæði,“ segir Páll. Framleiðsla mjólkurdufts er það búsins á Blönduósi að vart er um ann- að að ræða en að loka því, ef fram- leiðsla mjólkurdufts leggst þar af. Starfsmenn mjólkurbúsins á Blöndu- ósi eru tólf. „Yfirlýsingamar um þetta mál koma nú svo ört að það er erfitt að bregðast við. Fýrst var talað um að skera niður- greiðslur niður um þriðjung. Síðan að hætta þeim alveg og það nýjasta er að flytja eigi duftið inn. Ég veit ekki hvort menn átta sig á því magni mjólkur, sem liggur að baki þessari framleiðslu. í eitt kíló af mjólkurdufti fara 8.5 lítrar af mjólk og í eitt kíló af undanrennudufti 11.6 lítrar af und- anrennu. í eitt kíló af súkkulaði eru notaðir 2 lítrar af nýmjólk og tæpir tveir af undanrennu. Þetta yrði veru- Iegt áfall fyrir mjólkurframleiðendur. Það væri líka mikið áfall fyrir sæl- gætisiðnaðinn, ef niðurgreiðslumar verða felldar niður. Ég bjóst nú við því að þegar álversframkvæmdum var frestað, myndu stjómvöld hlúa að þeim litla iðnaði sem er f landinu. Ég trúi því í raun ekki enn að þetta verði að veruleika. Það, sem menn miða við, er marg- niðurgreitt og tímabundið offram- boðsverð á mjólkurdufti sem varir um óákveðinn tíma. Duft er að hækka í Evrópu. Hér hafa menn skamm- tímasjónarmið að Ieiðarljósi. Miðað við yfirlýsingar iðnaðarráðherra hef- Markús Öm Antonsson borgarstjóri tók viö nýrri bók með myndum Jóns Hetgasonar viö opnun sýningar á verkum hans í Gallerí Ný- höfn í Reykjavfk. LJósmynd: Hrsinn Hrsinsson Myndir af gömlu Reykjavík í bók Út eru komnar tvær bækur um for- tíð Reykjavíkur á vegum Árbæjar- safns og íslandsmynda h.f. Þetta eru bækumar „Reykjavfkurmyndir Jóns Helgasonar. Vesturbærinn og aust- urbærinn" og „Gamla Reykjavík". Þetta er önnur og þriðja askjan með sérprentuðum myndum eftir Jón Helgason biskup (1866-1942) sem út kemur, en sú fyrsta, sem heitir „Gamli miðbærinn", kom út á síðastliðnu ári. í öskjunum er einn- ig bók þar sem greint er frá ævi og starfi Jóns, auk þess sem sögulegar skýringar eru með öllum myndun- um eftir Guðjón Friðriksson sagn- fræðing. Fyrstu eintökin af öskjunum voru afhentar Markúsi Emi Antonssyni borgarstjóra, og erfingjum Jóns Helgasonar við hátíðlega athöfri laugardaginn 7. desember í lista- salnum Nýhöfn í Hafnarstræti í Reykjavík. Þann dag opnaði Árbæj- arsafn sýningu þar á úrvali af Reykjavíkurmyndum hans. BB ur hann annað hvort ekki kynnt sér málið eða byggir á röngum upplýs- ingum. Þeir eru feikilega duglegir að reikna sig fram og til baka, þessir menn, en gleyma að taka með í reikn- inginn á hverju við eigum að lifa í þessu landi, þegar búið er að rústa landbúnaðinum og sveitunum. Það verður ekki snúið við úr slíkri stöðu. Ég held líka að iðnaðurinn ætti að velja íslenskL Það eru sameiginlegir hagsmunir sælgætisiðnaðarins og mjólkuriðnaðarins og þjóðarinnar allrar að íslenskt mjólkurduft verði áfram notað í framleiðslunni," segir Páll. -aá. Utvarpsráö treystir Frið- riki Rafnssyni lltvarpsráð lýsir fyllsta trausti til Friðriks Rafnssonar og annarra þeirra, sem fjalla um bðkmenntir á vegum Ríkisútvarpsins. Út- varpsráð mótmælir óréttmætri gagniýni á starfsmenn sína, sem einkum og sér í lagi er komin frá útgáfunni Fjölva. Útvarpsráð telur gagnrýni þá hvorki byggða á rökum né þekk- ingu og tekur fram að fjarri fari að bækur séu bannaðar, eins og Fjölvi vill meina. Bækur frá Fjölva fái sömu meðferð og aðrar bækur. -aá. NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA úr týndulandi Ásgeirjakobssai Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur aö geyma smösögur eftir hann, sem skrifaðar eru ó góðu og kjarnyrtu móli. Þetta eru bröðskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn gamansamar og með alvar- legum undirtóni. M.Scott Peck Leiðin til andlegs þroska Öll þurfum við að takast á við vandamál og erfiðleika. Það er oft sársaukafullt að vinna bug á þessum vandamálum, og flest okkar reyna á einhvern hátt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœft erfið- leikum og vandamálum og öðlast betri skilning á sjálfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. PÉTUR ZOPMONÍASSON 1 VIKINGS IÆKjARÆITV Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTT V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðriðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðar œttarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma á nœsta ári (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. Finnhosi GuAmundsMX) Gamansemi ^norra ^turlusonar Nokkur valin dæmi Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skáldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz, í henni er meðal annars sagt frá ummœlum fluggáfaðs íslensks lœknis, sem faldi sig fara sálförum að nœturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frásögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. Sluawí Finnbogi Guðmundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ár síðan Árni beiskur veitti Snorra, Sturlusyni banasárí Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir í verkum hans. Myndirí bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Auðunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi frá kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJA Bókabúð Olivers Steins sf NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA nirÍQARTÍÍR ÓGNÞRUNGIN ÖRLAGASAGA ÚR BYGGÐUM ÍSLENDINGA EFTIR JANE SMILEY Á GRÆNLANDI Bókaútgáfan Hildur AUÐBREKKU 4 - 200 K0PAV0GUR SÍMAR 91-641890 0G 93-47757

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.