Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.12.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. desember 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Jóhannes R. Snorrason flugstjóri: Flutningur löggjafar- og dómsvalds úr landi flytur okkur aftur í aldir, er uppgjöf Nokkrír lögfróðir menn hafa opinberlega iátið í ljós efasemdir um, að með EES-samningi fari ekki fram afsal hluta fullveldis þjóðarínnar og að ekki sé um brot á stjómarskrá lýðveldisins að neða. Óþarft ætti að vera að taka fram, að í stjóraarskrá íslenska lýðveldisins segir að löggjafarvaldið skuli vera í höndum Alþing- is og forsetans. Verði þetta vaid gefíð erlendum stofnunum, hlýt- ur það að kalla á breytingu á stjóraarskránni; um það mun hinn almenni borgarí á íslandi ekki efasL Dr. Gunnar G. Schram segir um aðild íslands að EES, þann 26. janúar s.l. í grein í Morgunblað- inu, m.a. þetta: „Kjarni málsins er einfaldur. Hann er sá að með aðild að EES, samþykkja EFTA-ríkin mjög verulegan hluta Rómars- amningsins, en hann er grundvall- arlög Evrópubandalagsins. Með því eru þau í mörgum þýðingar- miklum efnum komin á sama bát og EB-ríkin og lúta sömu lögum og þau.“ Þetta ætti að vera nokkuð Ijóst fyrir hvern sem er að skilja. Um EES-dómstólinn segir dr. Gunnar G. Schram þetta, í sömu grein: „Hér verður með öðrum orðum í aðalatriðum um sambæri- legan dómstól að ræða og EB- dómstóllinn í Lúxemborg er. Á störfum þeirra verður enginn eðl- ismunur. Innan Evrópubandalags- ins hefír EB-réttur forgang um- fram landslög." Eins og kunnugt er þá varð um það samkomulag að EFTA-ríkin samþykktu lagagrunn EB og gerðu að sínum. Þá ætti flestum að vera Ijóst, að EES- dómstóllinn, sem skipaður verður 5 dómurum frá EB-löndunum en aðeins 3 frá EFTA-löndunum, á einn að hafa vald til þess að dæma í deilumál- um sem upp kunna að koma milli samningsaðila vegna fullnustu EES- reglna. Þetta ættu íslending- ar að hugleiða vel. Þar sem hinir haldlitlu eða hald- Iausu almennu fyrirvarar, sem ís- lendingar virðast hafa sætt sig við, munu verða sniðgengnir í bak og fyrir, og að það muni koma til kasta EES-dómstólsins að skera úr ágreiningi, þá væri ekki úr vegi að minnast þess, að í sjálfum samn- ingnum í fyrsta hluta, um Mark- mið og meginreglur, 4. gr., segir: „Hverskonar mismunun á grund- velli ríkisfangs er bönnuð á gildis- sviði samnings þessa nema annað leiði af einstökum ákvæðum hans.“ Það hlýtur að liggja í aug- um uppi að öll mismunun þegna innan EES-svæðisins verði illa séð og þótt einhver almennur íyrirvari af Islands hálfu sé til staðar, þá muni EES-dómstóIlinn án efa reyna að forðast ill fordæmi og mismunun þegnanna. Fyrirvar- arnir munu því falla hver á eftir öðrum, þ.e.a.s. þeir sárafáu sem ekki hefir þegar verið fallið frá. Þann 2. desember s.l. var athygl- isvert viðtal í Ríkisútvarpinu við Guðmund Alfreðsson, þjóðréttar- fræðing og doktor í þjóðarrétti frá Harvardháskóla. Þetta viðtal varð til þess að vekja margan íslending- inn til alvarlegrar umhugsunar um þær fullyrðingar sumra stjórn- málamanna, að ekki sé um neitt fullveldisafsal að ræða með samn- ingnum um EES, jafnvel þótt í stjórnarskrá lýðveldisins standi að Iöggjafarvaldið skuli vera í hönd- um Alþingis og forsetans eins og áður sagði. Varðandi fullveldisafsal og lög- gjafarvald, í tengslum við væntan- legan EES-samning, segir doktor- inn m.a. í nefndu viðtali, þar sem hann svarar spurningunni um vald eftirlitsstofnunar EFTA og EES- dómstólsins og hugsanlegt valda- afsal í sambandi við samkeppnis- reglur samningsins: „Þarna virðist útlent vald, hvort sem það er fram- kvæmda- eða dómsvaldið hjá EFTA eða EES, fá heimild til þess að taka ákvarðanir sem þá gildi ekki bara í þjóðarrétti heldur líka í landsrétti. Og það eina, sem kemur f hlut inn- lendra aðila, er þá að fullnægja niðurstöðunni að utan, og maður spyr: Er þetta hægt? Er þetta leyfi- legt miðað við ákvæði stjómar- skrárinnar um innlent fram- kvæmda- og dómsvald?" Væri kynning hins opinbera á þessum samningi hlutlaus og eðli- leg, myndi þjóðinni verða gerð grein fyrir áliti hins hámenntaða manns í þjóðarrétti, sem hér er vitnað til, í stað þess að sýna ein- göngu þær hliðar samningsins sem snúa að fallvöltum viðskipt- um og stundarhagnaði fyrirtækja, og hampa honum sem einskonar Guðsgjöf framan í landsmenn. Fullveldjsafsal hlýtur það að vera að samþykkja að lúta erlendum lögum og dómsúrskurðum sem ekki verður hægt að áfrýja, ekki aðeins þeim lögum sem nú eru í gildi, heldur öllum þeim lögum sem kunna að verða sett í tengsl- um við hið umfangsmikla samn- ingssvið um EES, og það sem ef til vill er alvarlegast, við getum engin áhrif haft á gerð þeirra laga, verð- um að kyngja þeim, rétt eins og ís- lendingar máttu þola áður en Al- þingi öðlaðist löggjafarvald á því herrans ári 1874. BÓKMENNTIR William Shakespeare William Shakespeare: Leikrit l-VIII. Helgi Hálfdanarson þýddi. Reykjavík — Mál og menning — Almenna bókafélag- ið 1982-1991. Árið 1956 hófst útgáfa leikrita Shakespeares hjá Máli og menn- ingu í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar, alls komu út sex bindi til árs- ins 1975. Síðan tók Almenna bóka- félagið við útgáfunni, og hófst hún með útgáfu I. bindis 1982 og lauk með V. bindi 1987. Síðan tók Mál og menning aftur við útgáfunni og gefur nú út öll átta bindin 1991. íslenskar bókmenntir í merking- unni skráð verk, hefíast með þýð- ingum, þýðingum helgum, um og eftir kristnitöku. Fram til þess tíma höfðu varðveist kvæði og sögur í munnlegri geymd, en þau eru ekki skráð fyrr en eftir kristnitöku, svo vitað sé. Bókleg menning berst hingað til lands með kristninni og bókagerð hefst með latínukunnáttu og þýð- ingum helgra rita kirkjunnar. Staf- róf úr latínuletri, nokkuð breytt, var gert á 12. öld, sem var eins- dæmi í Evrópu, þar sem ritmálið var latína. Með íslenskum letur- hætti varð greið leið til að rita á þjóðtungunni og þýða. Miðaldaþýð- ingar og þýðingar Biblíunnar í heild á 16. öld og útgáfa Guðbrands biskups er af mörgum talin hafa valdið þáttaskilum um framhald ís- lenskrar tungu sem bókmáls hér á landi. Á 19. öld eru þýdd og gefin út af Bókmenntafélaginu tvö stórvirki, Messías Klopstocks og Paradísar- missir Miltons, þýdd af Jóni Þor- lákssyni. Síðar á öldinni þýðir Steingrímur Thorsteinsson Þús- und og eina nótt Auk þessara rita þýddu höfuðskáld þjóðarinnar á 19. öld mikið af kvæðum erlendra skálda. Matthías Jochumsson þýddi nokkur. Ieikrit Shakespeares og Sveinbjöm Egilsson Kviður Hóm- ers. Allar þessar þýðingar urðu hluti íslenskra bókmennta, frjóvg- uðu þær og auðguðu málið. Magn- ús Ásgeirsson átti ekki lítinn þátt í auknum fíölbreytileika í ljóðagerð íslendinga á 20. öld með hinum snjöllu þýðingum sínum. Þýðingar hans vom sýnishom margs þess besta, sem ort var í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar. Og nú hefur Helgi Hálfdanarson þýtt öll leikrit Shakespeares, öll harmleikjaskáld Hellena, auk fíöl- margra Ijóða úr ýmsum málum. Með þýðingu leikrita Shakespeares hefur Helgi Hálfdanarson unnið það afrek að koma mesta orðsnill- ingi og þeim, sem dr. Johnson kall- ar „natural poet“, yfir á íslensku með þeim ágætum að í rauninni gætir þess ekki að um þýðingu sé að ræða, en það er aðall bestu þýð- inga úr einu máli á annað. Óhemju fíöldi bóka og ritgerða hefur verið skrifaður um Shakespe- are og verk hans. Þau hafa verið þýdd á flestar tungur Evrópu og höfuðskáld álfunnar hafa nefnt hann óviðjafnanlegan furðumann heimsbókmenntanna. Shakespeare lifði þá tíma þegar mikil gerjun stóð sem hæst í ensku þjóðfélagi. Hann var fæddur 1564; þá voru 17 ár liðin frá dauða Hin- riks VIII, en hann hafði valdið meiri og gjörtækari breytingum á ensku þjóðfélagi en nokkur annar enskur valdsmaður fyrr eða síðar. Hann var alvaldur, hann sveifst einskis, lét taka af lífi tvær drottningar sínar, gerði upptækar allar eignir kirkj- unnar, lét eyðileggja klaustur og kirkjur, brenna bókasöfn klaustra og kirkna og eyðileggja listaverk í stórum stíl, lét pynta andstæðinga sína og brenna eða hengja og stofn- aði eigin kirkju með valdboði. Áhrifin af gjörðum þessa konungs urðu langæ og menn minntust hryllingsstjómar hans, að minnsta kosti þeir hópar sem verst urðu úti. Grimmd, hatur og gjörspilling var ekki í felum á 16. öldinni á Eng- landi. Andstæðurnar í sál mann- anna voru augljósar: hræsni, lygi og fals annars vegar og hins vegar tryggð, hollusta, ást og unaður. Eftir blóði drifna sögu fyrri hluta 16. aldar hófst skeið útþenslu og upphafs bresks heimsveldis í krafti aukinnar velmegunar og stórbætts efnahags. Saga breskra yfirráða yfir höfunum hófst eftir að flotinn ósigrandi 1588 var sigraður af veðri og vindum og breskum sjóreyfur- um. Svartnættið og dagrenningin kristallast í verkum þessa mikla snillings og magna málfar hans og auka skilning á mennsku eðli, sem á sér fáar hliðstæður. Hann nær til allra, eins og Helgi Hálfdanarson skrifar í ágætum inngangi, „hann er handgenginn körlum og konum allra stétta, gjörþekkir hag þeirra, og veit hvers manns hug í hverjum vanda". Og Helgi heldur áfram: „Hann var bam síns tímá', hann Helgi Hálfdanarson. gjörþekkti gleggra öðrum andstæð- umar í mennsku eðli, einmitt vegna þess sem hafði gerst og þess sem var að gerast. Söguleikrit, harmleikir, gleði og gamanleikir, ástarharmleikir og hreinir ævin- týraleikir skiptast á í skáldferli Shakespeares. Eliot (T.S.) skrifar að verk hans séu ein heild og þá fyrst skynji lesandinn höfundinn allan, þegar hann hafi lesið öll verk hans; verkin séu þráður í stórkostlegasta hugarheimi aldanna. Og persón- urnar eru allar lifandi; þær eru per- sónur, ekki týpur eða persónugerv- ingar vissra kennda, heldur persón- ur af holdi og blóði. Á þessum tímum trúarbragða- deilna og átaka, er ljóst að ástæður þeirra átaka hafa ekki snert Shake- speare; hann er trúlaus, og það má vera að trúleysi hans hafi magnað kennd hans fýrir „kviku mannlegr- ar sálar". Hann leitar ekki svara í tengslum við yfirskilvitleg öfl, held- ur í sálardjúpum mannsins eins. En hvað um það. í inngangi Helga segir: „Sá, sem fylgir honum eftir, hvort sem hann svífur um bláan himin ástar og unaðar, eða kafar rautt vítismyrkur angistar og hat- urs, er djúptækri reynslu ríkari; sá sem sér honum undir hönd, er skyggnari á sinn eigin heim... finn- ur í sjálfum sér þelið, sem draumar spinnast úr.“ Helgi Hálfdanarson hefur fundið í þýðingu sinni þelið sem draumar spinnast úr. Hann hefur töfrað verk þessa töframanns á eigið móður- mál. Og með þessu afreki og þýð- ingum grísku harmleikjanna hefúr hann auðgað íslenska tungu, ís- lenskar bókmenntir og miðlað þjóð sinni þeim auði sem mölur og ryð fá ekki grandað. Siglaugur Brynleifsson Vinakynni á fjöllum Þytur — bamabók Höf.: Jóhanna Á. Steingrimsdóttir Teikningar: Hólmfríður Bjartmarsdóttir Bókaútgáfan Björk 1991 Þessi fallega barnabók hefur þau meðmæli með sér til lesenda að hún hlaut nú í ár verðlaun þau, er bókaútgáfan Björk efndi til í tilefni af fimmtíu ára afmæli útgáfunnar. Að öðru leyti hefur sagan margt sér til ágætis og þar á meðal það að hún gerist í umhverfi íslenskra heiðalanda og gefur sögusviðið til- efni til að lýsa fyrir hinum ungu lesendum ýmsum þeim undrum umhverfisins sem á fíöllum er að finna. Þessu gerir Jóhanna Á. Steingrímsdóttir skil í skýrum og sterkum náttúrulýsingum, sem ekki verða langdregnar en ættu að auka orðaforða barna og þroska hugmyndaheim þeirra. Hér segir frá lítilli stúlku og at- vikum, sem leiða til þess að hún f ferð með foreldrum sínum kynnist hreindýrum á öræfunum, einkum litla hreindýrskálfinum Þyt, sem henni tekst að bjarga úr háska. Um leið og á nærfærinn hátt er sagt frá því vinasambandi, er þannig myndast, er lýst hegðun og háttum hreindýranna og verður það til að auka enn á gildi sögunnar. Þessi kynni endurnýjast með ævintýra- legum hætti á jólakvöld er hreinn- inn vitjar vinkonu sinnar aftur. Óþarft er að rekja nánar sögu- þráðinn, sem er ljós og einfaldur sem hæfir. En helstu kostir aðrir eru hugnæmur tónn frásagnarinn- ar, sem ætti að eiga greiða Ieið að barnshjartanu og ágætt málfar, sem ekki er svo einfalt að bömun- um verði ekki ávinningur af lestr- inum. Teikningar Hólmfríðar Bjartmarsdóttur em snotrar og lit- fagrar og falla vel að því efni sem þeim er ætlað að þjóna. Letur er stórt og gott og gerð bókarinnar öll hin vandaðasta. AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.