Tíminn - 20.12.1991, Qupperneq 2

Tíminn - 20.12.1991, Qupperneq 2
2 Tíminn JÓLABLAÐ 1991 / Ur ævi- minningum Erlends Einarsson- ar, fyrrver- andi for- stjóra SÍS. Kjartan Stefáns- son skráði endalausa glíma Erlendur og kona hans Margrót Helægadóttir. Myndin er tekin á heimili þeirra hjóna 1980. Þegar Sambandið varð íimmtíu ára 1952, var ákveðið að stofna Menningarsjóð Sambandsins. Hins vegar hafði því ekki verið sinnt sem skyldi að láta fé renna í sjóðinn, þannig að hann var lítils megnugur. Ég hafði mikinn áhuga á því að fólk gæti tengt Sam- bandið við annað og meira en verslunarrekstur, enda lifa mennirnir ekki á brauði einu saman. Það kom því í minn hlut að endurvekja sjóðinn. Árlega á aðalfundum var sam- þykkt að láta peninga í sjóðinn og síðan var styrkjum úthlutað til margs konar menningar- og líknarmála. Þótt Sambandið hefði eflaust mátt gera meira á þessu sviði, vona ég að þessi viðleitni hafi komið að gagni og stutt við menningarlífið í landinu. Hér áður fyrr voru tengslin á milli stjórnmálaflokka og at- vinnulífs miklu meiri en síðar varð. Á mínum yngri árum var ég ekki mjög pólitískur. Ég hneigðist þó helst til vinstri í stjórnmálum, eins og ég hef minnst á, og var um tíma hall- ur undir Alþýðuflokkinn. Foreldrar minir báðir höfðu mikinn áhuga á þjóðmálum og stjórnmál voru oft rædd á heimili mínu. Kjarninn í þeim boðskap, sem ég nam í föður- húsum, var sá að menn ættu að vinna saman að því að leysa aðkallandi verkefni, en menn ættu ekki að níða skóinn niður hver af öðrum. Framsóknar- flokkinn bar oft á góma og for- eldrar mínir studdu hann heilshugar. Það má því segja að ég sé að nokkru leyti fæddur inn í Framsóknarflokkinn. Annars fannst mér bæði Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn feta þennan æskilega gullna meðalveg. Mér fannst að þessir flokkar hefðu getað starfað meira saman, en ákveðinn hagsmunaágreining- ur var þeim óþægur Ijár í þúfu. Jafnaóarmenn studdu verka- menn, en Framsóknarflokkur- inn var á þessum tíma fyrst og fremst bændaflokkur. Framsóknarmenn og jafnað- armenn náðu til dæmis oft að starfa vel saman innan sam- vinnuhreyfingarinnar, þótt stundum kastaðist í kekki út af Atkvæðamiklir samvinnumenn Myndin var tekin árið 1977. kjaramálum og neytendamál- um. Þessi hagsmunaágreining- ur kom síður fram að því er neytendamálin varðaði, vegna þess að landbúnaðarafurðirnar voru verðlagðar af opinberum aóilum. Átökin um verðlagn- inguna fóru fram utan sam- vinnuhreyfingarinnar og þess vegna gátu fulltrúar bænda og neytenda setið þar hlið við hlið í sæmííegri sátt. Ég tók ekki þátt í stjórnmál- um þegar ég starfaði í Lands- bankanum, en eftir að ég byrj- aði hjá Samvinnutryggingum gekk ég til liðs við Framsókn- arflokkinn. Og þegar ég varð forstjóri Sambandsins var ég kjörinn í miðstjórn Framsókn- arflokksins. Seinna var skipu- lagi flokksins breytt og fram- kvæmdastjórn komið á fót. Sat ég í henni i mörg ár. Þó að Framsóknarflokkurinn og samvinnuhreyfingin byggðu á sömu hugsjónum og þó að margir forystumenn samvinnuhreyfingarinnar gegndu trúnaðarstörfum inn- an Framsóknarflokksins, voru tengsl Sambandsins og Fram- sóknarflokksins ekki eins mikil og bein og margir hafa viljað vera láta. Sambandið studdi Framsókn- arflokkinn að vísu fjárhags- lega. Slíkt var ekki óeðlilegt, þar sem flokkurinn studdi við bakið á samvinnuhreyfing- unni. Stuðningur var líka veittur öðrum flokkum. Það tíðkaðist að fulltrúar flokkanna kæmu til okkar með góðan bunka af happdrættismiðum sem Sambandið keypti. Menn frá öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðisflokknum komu til okkar. Ég hefði án efa keypt einhverja miða af sjálf- stæðismönnum, ef þeir hefðu boðið þá til sölu. En Sjálfstæð- isflokkurinn þurfti ekki að leita til Sambandsins um fjárhags- legan stuðning, enda haft á önnur mið að róa. Þá veitti Sambandið Tímanum fjár- hagslegan stuðning með því að láta blaðið fá auglýsingar fram yfir það, sem telja mátti eðli- legt út frá viðskiptalegu sjónar- miði. Tíminn átti það skilið, því hann var eina dagblaðið sem studdi Sambandið í hinni hörðu umræðu sem oft fór fram í fjölmiðlum um starf- semi samvinnuhreyfingarinn- ar. Það leiddi af sjálfu sér að framsóknarmenn voru mjög hliðhollir samvinnuhreyfing- unni og liðkuðu fyrir starfsemi Sambandsins eins og þeim var unnt. Það var þó langt því frá að Sambandið nyti einhverra sérstöðu eða forréttinda í þjóð- félaginu, sem gerði gæfumun fyrir rekstur þess. Hins vegar voru oft gerðar meiri kröfur til Sambandsins um fórnir og þjóðhollustu á erfiðum tímum heldur en til einkafyrirtækja, en við fengum einnig að gjalda þess, og það stundum ótæpi- lega, þegar andstæðingar Framsóknarflokksins sátu í ríkisstjórn. Afskipti mín af pólitík byggð- ust fyrst og fremst á því að vinna að hagsmunum sam- vinnuhreyfingarinnar og at- vinnulífsins yfirleitt. Ég beitti mér fyrir því að framsóknar- pólitíkin gæti stuðlað að betra rekstrarumhverfi fyrir at- vinnuvegina. Oft á tíðum þurfti ég að standa í stappi við stjórn- málamennina um að fá breytt og bætt rekstrarskilyrði, og ég var ekki alltaf ánægður með ráðstafanir Framsóknarflokks- ins í efnahags- og atvinnumál- um. Ég held að ég hafi oft á tíð- um haldið fram svipuðum sjónarmiðum og formaður Verslunarráðsins varðandi sjálf starfsskilyrði atvinnuveganna. Samskipti mín við stjórn- málamennina voru ekki öll á þann veg að ég væri að leita eft- Erlendur forstjóri SÍS, og Eysteinn Jónsson stjórnarformaður.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.