Tíminn - 20.12.1991, Qupperneq 3

Tíminn - 20.12.1991, Qupperneq 3
JÓLABLAÐ 1991 Tíminn 3 ir fyrirgreiðslu fyrir Samband- ið. Oft kom það fyrir að þeir leituðu ráða hjá okkur sem vorum í forystu fyrir atvinnu- lífinu. Forystumenn Fram- sóknarflokksins kölluðu mig stundum á sinn fund, þegar þeir voru í ríkisstjórn, til skrafs og ráðagerða, enda má segja að ég hafi haft hendina á púlsin- um í efnahagslífi þjóðarinnar og vissi því best hvar skórinn kreppti. Starfsemi Sambands- ins var svo fjölþætt að hún náði yfir allar höfuðgreinar at- vinnuveganna. Gylfi Þ. Gísla- son ráðfærði sig einnig við ýmsa menn úr viðskiptalífinu þegar hann var viðskiptaráð- herra. Ég mætti ósjaldan á fundi hjá honum. Ég hef oft verið spurður hvort því hafi ekki fylgt mikil völd að vera forstjóri stærsta fyrirtækis landsins og hafa ítök í næst- stærsta stjórnmálaflokki landsins. Ég hef alltaf undrast þessa spumingu, því fyrir mér var þetta ekki spurning um völd. Ég skynjaði það hvorki þá né nú, þegar ég lít til baka, að ég væri einhver valdakóngur. Ég var fyrst og fremst að vinna að hagsmunum samvinnu- hreyfingarinnar eftir þeim leiðum, sem þurfti að fara á hverjum tíma, og samráð við æðstu valdamenn þjóðarinnar og þátttaka í stjómmálum var aðeins hluti af því verkefni. í starfi mínu hjá Sambandinu og með þátttöku í Framsókn- arflokknum kynntist ég mörg- um eftirminnilegum stjóm- málamönnum. Hermann Jón- asson varð forsætisráðherra ár- ið 1956. Ég kynntist honum nokkuð, en ég hafði ekki mikil samskipti við hann fyrir Sam- bandið, því Eysteinn Jónsson, sem var varaformaður stjómar Sambandsins á þessum ámm, sá að mestu um tengsl okkar við Framsóknarflokkinn, enda var hann þar sjálfur framarlega í flokki. Hermann var myndarlegur maður og skörulegur. Á sínum yngri ámm var hann vaskur glímumaður. Ég heyrði góða sögu af honum þegar ég var í Bandaríkjunum. Þar kynntist ég tveimur íslenskum stúlkum og hafði önnur þeirra verið rit- ari hjá Hermanni þegar hann var lögreglustjóri í Reykjavík. Hún sagði mér að Hermann hefði alltaf byrjað daginn á því að fara úr skónum og stökkva jafnfætis upp á skrifborðið sitt. Þetta gerði hann nokkmm sinnum. Hann lét þau orð falla við stúlkuna að þegar að því kæmi að hann gæti ekki hopp- að upp á skrifborðið myndi hann segja starfi sínu lausu sem lögreglustjóri. Mér finnst stundum að of mikið sé gert úr líkamlegum burðum Hermanns Jónassonar og karlmannlegri framgöngu hans, þegar ferill hans er rifj- aður upp. Hermann var að mínum dómi einn af mestu stjómmálamönnum íslands á þessari öld. Hann var íhugull og framsýnn stjómmálamaður. Hann var á sínum tíma mjög á varðbergi gagnvart uppgangi nasismans og ég vil þakka hon- um það að komið var í veg fyr- ir að þýska flugfélagið Luft- hansa fengi aðstöðu hér á landi fyrir stríð. Ég held að hann hafi þá séð ófriðarhættuna fyrir og viljað koma í veg fyrir að ísland blandaðist inn í átökin. Á fýrstu ámm mínum hjá Sambandinu vom miklir erfíð- leikar í íslenskum þjóðarbú- skap, þótt byrlega hafí blásið í fyrstu. Rekstur Sambandsins gekk misjafnlega, en það var þó rekið með hagnaði öll árin og ráðist var í ýmsar nýjungar. Ég Á sextugsafmæli Erlendar færði Þingflokkur Framsóknarmanna honum gjöf og er myndin tekin þegar Steingrímur Hermannsson afhenti hana. minnist þess tíma með ánægju. Sambandið vann marga sigra, bæði í sókn og vöm. Það var þó endalaus glíma við að láta endana ná saman, sem mæddi mest á mér og ég fjallaði oftast um í ræðu og riti. í ársskýrslu Sambandsins fyr- ir árið 1959 lét ég eftirfarandi orð falla. Þau lýsa ástandinu á þessum árum vel: „Fjármagnsskortur var mikill á árinu 1959, bæði hjá Sam- bandinu og mörgum kaupfé- laganna. Verðbólgan undanfar- in ár hefur étið upp sjóði, sprengt upp vörubirgðir og kostnað við framkvæmdir. Verðlagsákvæði, sem vart munu eiga sinn líka í veröld- inni, hafa líka komið í veg fyrir söfnun eiginfjár.“ ® OG FARSÆLT KOMANDI AR MEÐ ÞÖKK FYRIR ÁNÆGJULEG SAMSKIPTIÁÁRINU 0 KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.