Tíminn - 20.12.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
JÓLABLAÐ 1991
Séö yfir Akureyrarpoli ofan úr Vaðlaheiði.
Bókin Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði eftir Jón Hjaltason komin út:
Bretarnir höfðu engan
áhuga á íslendingum
né samneyti við þá
Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina „Hernámsárin
á Akureyri og Eyjafirði", eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. í
henni er m.a. fjallað um hvenær hermenn komu í Eyja-
fjörð, hvaðan þeir voru og hvar þeir settu niður herbúðir
sínar og hver viðbrögð Eyfirðinga voru við gestakomu
þessari. Jón Hjaltason fjallar um hernámsárin á Akureyri
og í Eyjafirði í bókinni. Hin viðkvæmustu mál eru reifuð,
svo sem „ástandið", nasismi, bretavinna og njósnaveiðar
hernámsliðsins.
Akureyri er í þungamiðju frásagnar-
innar, enda voru þar höfuðstöðvar
setuliðsins, fyrst þess breska og síðan
hins bandaríska. Jafriframt því að
draga upp ljóslifandi mynd af hemámi
kaupstaðarins fer höfundur í fótspor
hemámsliðsins, og fylgir því eftir utan
frá Grenivík þar sem einkennilegt
tundurdufl rekur á fjömr, inn á Mel-
gerðismela og Hrafnagil, út í Öxnadal
og Hörgárdal, eftir strandlengjunni
um Dagverðareyri, Hjalteyri og Ár-
skógssand og út í Hn'sey. Á Dalvík leita
hermenn eftir óþekktri „laddí" og
fyrsta dauðsfallið í stríðinu á íslandi á
sér stað. Fyrir tilviljun tekur stríðið
land á Ólafsfirði, en á Siglunesi reisa
Bandaríkjamenn stóra ratsjárstöð.
Breska hemámsliðið kemur til Siglu-
(jarðar með síldinni, hreiðrar þar um
sig og brátt skerst í odda með her-
mönnunum og Siglfirðingum. Aðra
sögu var að segja af nyrstu „herstöð"
setuliðsins, en hún var úti í Grímsey;
þangað komu vestur- íslenskir her-
menn og vom hvers manns hugljúfi.
Bókina prýðir mikill fjöldi Ijósmynda,
sem margar hverjar em nú prentaðar í
fyrsta sinn. Stór hluti þeirra kemur úr
söfnum í Bretlandi og Bandaríkjun-
um, nokkrar frá Life- útgáfunni, aðrar
úr einkasöfnum breskra og banda-
rískra hermanna og íslenskra áhuga-
manna um stríðsárin.
Hér á eftir fer kafli úr bók Jóns Hjalta-
sonar Um hemámið í Eyjafirði og
nefnist hann:
Hermannalíf
Hemámsliðið, sem steig á land á Ak-
ureyri í maí og júní 1940, var að hluta
til ættað frá borginni Sheffíeld, en
heita mátti að allir liðsmenn Hallams-
hire Battalion of the York and Lancas-
hire Regiment komu hins vegar úr
sveitahémðum Norður-Englands og
höfðu lítið haft af stórborgum og þétt-
býli að segja. Fyrir þeim var Akureyri
stór kaupstaður og hefúr það sjálfsagt
ekki orðið til þess að draga úr einstæð-
ingsskap þeirra. En hvort sem her-
mennimir vom úr sveit eða borg, var
þeim það flestum sameiginlegt að vera
ungir að ámm og óhamingjusamir.
Þeir höfðu verið teknir úr faðmi fjöl-
skyldunnar og sendir til ókunnugs
lands. Villt náttúran, víðáttan, jöklam-
ir og djúpir dalimir, allt var þetta svo
frábmgðið heimkynnum þeirra sem
mest mátti verða. Þeir höfðu alls enga
þekkingu á íslandi og lítinn áhuga á að
kynnast íslendingum; um borð í
R.M.S. Andes á leið til eyjarinnar
höfðu hermennimir skeggrætt um
það er beið þeirra; myndu Eskimóar í
snjóhúsum og heimskautabimir taka
á móti þeim? Hvaða tungumál skyldi
þessi furðuþjóðflokkur tala? Dönsku
héldu þeir er mest vissu. Hermennim-
ir ungu höfðu ekki farið víða og ættar-
mótið var sterkt Um þá mátti segja
það sama og Guðmundur Friðjónsson
orti um ekkjuna við ána: „Hún elskaði
ekki landið, / en aðeins þennan blett, /
af ánni nokkra faðma / og hraunið
svart og grett“.
Hvort heldur þeir voru frá Yorkshire,
Lincolnshire eða Lancashire voru
skapgerðareinkennin þau sömu: þeir
sóttust ekki eftir að kynnast ókunn-
ugu fólki, höfðu lítinn áhuga á siðum
annarra þjóða og skorti víðsýni þess er
víða hefur farið og margt reynt Um
Yorkshire- búa skrifaði Emest Gould,
en hann var ritstjóri The Arctic Times,
vikublaðs sem setuliðið gaf út á Akur-
eyri: „Þeir eru fyrst og fremst Yorks-
hire-menn og síðan Englendingar.
Þeir em þöglir og trúa því statt og
stöðugt að gmnnir dalir Yorkshire séu
fegurstu náttúmfyrirbrigði vetrar-
brautarinnar. Það tekur þá langan
tíma að viðurkenna að nokkur, sem
ekki er fæddur í Yorkshire, geti verið
mennskur."
Eflaust hafa þessi skapgerðareinkenni
auðveldað setuliðsstjóminni að halda
hermönnunum frá íslendingum.
Enda þótt hún gripi aldrei til þess ráðs
að banna óbreyttum hermönnum
samskipti við íslendinga, var það engu
að síður ljóst að herforingjamir vildu
síður að óbreyttir liðsmenn þeirra
blönduðu geði við landsmenn. Og her-
mennimir fóm ekki í neinar grafgötur
um að þeir vom í hemámsliði, óvel-
komnir og án boðskorts af nokkm
tagi. Áhersla var lögð á að setuliðið
væri sjálfbjarga um sem flesta hluti:
fæði, klæði, varahluti í bíla, byggingar-
efni, læknisþjónustu og bensín. Á
sunnudögum lofsungu hermennimir
guð sinn í Akureyrarkirkju. Enskur
herprestur stjómaði messunni og her-
menn sáu um tónlist og söng.
Þessi sjálfsþurftarstefna varð óneitan-
lega til þess að samskipti Englendinga
og íslendinga urðu minni en ella hefði
orðið. Ólík tungumál þjóðanna stuðl-
uðu ekki heldur að nánum kynnum,
en vom þó ekki óyfirstíganlegt vanda-
mál. „Vill you plís gjöra svo vel að Iána
mér telefón?“ bað Þorsteinn Svan-
laugsson enskcm varðmann, þegar bfll