Tíminn - 20.12.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 20.12.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn JÓLABLAÐ 1991 fjölda. Bíósalurinn sjálfur var þó ekki til neinna vandraeða, en það sama varð ekki sagt um afgreiðsluna í anddyrinu. Þegar þetta var, gengu bíógestir inn í húsið að norðanverðu. Miðaafgreiðsl- an var í litlu búri og sælgætissalan í öðru undir stiganum er lá upp á sval- imar og sýningarklefana. Salemin vom aðeins tvö, beint á móti inngöng- unni í húsið. Fljótlega fór að vanta geymslupláss fyrir filmur og var þá gripið til þess ráðs að taka karlaklósett- ið undir filmugeymslu. Þetta var óyndisúrræði og leiddi til þess að bíó- gestir af sterkara kyninu leituðu í hálf- leik í mjög auknum mæli inn í húsa- sundið hjá Kaupfélagi verkamanna. íbúamir tóku þessum kvöldheimsókn- um illa og var sagt að einn þeirra, sem kunni vel að fara með rafmagn, hefði leitt veikan straum á aðalhlandstað bíógesta til að halda þeim frá húsinu. Skömmu síðar fékk setuliðsstjómin leyfi til að reisa litla byggingu í sund- inu á bak við bíóið þar sem hermenn- imir gátu létt á blöðrunni. Allan starfs- tíma Nýja Bíós eftir stríð var þetta her- mannaklósett notað sem almennings- salemi fyrir bíógesti af sterkara kyninu. Fýrir utan Nýja Bíó var varla um nema einn annan fjölsóttan almenningsstað að ræða í kaupstaðnum þar sem óbreyttir hermenn gátu blandað geði við Akureyringa: Hótel Akureyri í Hafnarstræti 98. Þar var dansinn stig- inn nálega öll kvöld vikunnar, vetur og sumar og lög eins og „You are my suns- hine“, „Ljúfa Anna, láttu mig vissu fá“ og „Sestu héma hjá mér“ dunuðu dag- inn inn og út Heldur þótti Hótel Akur- eyri ófínn staður, þar varð oft ekki þver- fótað fyrir óbreyttum hermönnum og fyrirfólk bæjarins talaði aldrei svo um hótelið að ekki liði vanþóknunarsvipur yfir andlit þess. Þá var nú skömminni skárra að heimsækja Hótel Gullfoss, sem var í næsta húsi norðan við, en þar skemmtu herforingjamir sér, rækilega aðskildir frá undirmönnum sínum. Hinum megin götunnar, í Hótel Goða- fossi (Hafriarstræti 95), réð fröken Jón- inna Sigurðardóttir ríkjum og leyfði enga lausung, dans eða flírulæti. Enda þótt leiðir Akureyringa og Breta lægju óvíða saman á fjölsóttum sam- komustöðum, einfaldlega vegna þess að slíkir staðir vom sárafair í kaup- staðnum, þá vom hermennimir tölu- vert áberandi í bæjarlífinu og víðast hvar þar sem þeir stungu niður fæti. Afstaða almennings, sérstaklega bændafólks, til setuliðsins mótaðist mjög af þeirri staðreynd að hermenn- imir vom margir ungir að ámm, varla sprottin grön. Og þrátt fyrir ákveðna varkámi, sem setti alla jafria mark sitt á samskipti hers og íslenskrar alþýðu, þá vom þeir ófair sem aumkuðu sig yfir hina ungu hermenn og buðu þeim í kaffi og með því. breskum foringjum til matarveislu. Það var skollið á hið versta veður þeg- ar Bretamir komu í Geirshúsið inni í bænum. Jón fór sjálfúr til dyra. í því að gestimir þustu inn úr bylnum, þóttist Jón greina menn úti í herbflnum sem hafði verið lagt fyrir utan húsið. Hann orðaði þetta við foringjana, en þeir vildu greinilega sem fæstu svara; þetta væm ekki aðrir en þjónar þeirra og bfl- stjóri. Læknirinn vildi þá bjóða þeim inn líka, en gestimir töldu það óþarfa. Eyddist svo þessi umræða, en Jón fór sjálfur út með heitt kaffi handa þeim, er í bflnum sátu, og bauð aldrei bresk- um foringjum til sín eftir þetta. Stefan Stefansson, bóndi á Svalbarði á Sval- barðsströnd, spurði hins vegar ekkert eftir siðareglum þegar tveir enskir „offiserar" komu í hlaðið og skildu óbreytta fylgdarmenn sína eftir fyrir utan bæinn þegar boðið var í kaffi. Hann bað leigubflstjórann sem hafði komið með gestina, Gísla Ólafsson, að skjótast út og ná í hermennina sem stjákluðu fyrir utan. Þeir vom ófúsir að ganga í hús, en Gísli gat talið þá á að koma ina Foringjamir sögðu ekkert, en það fór vart fram hjá neinum að hinir óbreyttu undu sér illa við sama borð og yfirmennimir. Stéttaskipting- in var enska almúgafólkinu ekkert síð- ur í blóð borin en aðlinum sjálfúm. Hinu má ekki heldur gleyma að breska heimsveldið mátti muna sinn fi'fil fegri. Breski herinn, sem hingað kom, var vanbúinn vopnum og her- stjórinn hefur varla talið sig hafa efni á að eyða miklu fé til að skemmta her- mönnum sínum. Þó var reynt að vera með bíósýningar í kömpunum og ástundun íþrótta var litin velþóknun- araugum af yfirmönnum, reyndar svo mjög að setuliðið lét sig ekki muna um að koma upp stóru íþróttasvæði við Bárufellsklappir í Glerárþorpi. Þar var slétt tún, svo að hermennimir þurftu ekki annað en að setja upp mörk og bera möl í hlaupabrautina umhverfis völlinn, en hluti af henni lá þar sem Krossanesbraut er nú. Bfla- stæði voru þar upp af. Einnig var búin til malargryfja og stunduð stökk ýmiss konar. Oft mátti sjá Bárufellsklappir þaktar fólki þegar hermennimir vom að keppa í fótbolta. Mest vom þetta auðvitað setuliðsmenn að hvetja sína menn til dáða, en innan um mátti sjá guttana úr þorpinu stara opinmynnta á Englendingana leika listir sínar. Eftir leiki þutu þeir eins og byssubrenndir um völlinn að leita að litlum vasabók- heimilt að sækja kvöldsýningar klukk- an 21 og helgarsýningar klukkan 17. Hermannabíóið, sem var klukkan 18 fimm daga vikunnar, var eingöngu til að fúllnægja gífurlegri ásókn her- námsliðsins í bíó. En sumir töldu ekki nóg að gert og vildu reisa skorður við ásókn setuliðsins í bíóið. Því ekki að taka upp sérstaka sýningartíma „ein- göngu fyrir íslendingá? skrifaði Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri íslendings. Það, sem vakti fyrir Jakobi, var að vemda akureyrska æsku fyrir óæskilegum áhrifúm ffá breska hemum. , jSg hef setið í Nýja Bíói,“ sagði hann í ræðu yfir ungum flokksbræðmm sínum um miðjan desember 1940, „þar sem m.a. var meðal áhorfenda einn breskur hermaður. 3-4 Akureyr- ingar tróðust til hans, lágu fram á axl- ir hans og göntuðust við hann, rétt eins og hann vær hinn eini af áhorf- endum er nokkm máli skipti. Ég á erf- itt með að ímynda mér, að slíkt hefði getað sést meðal annarra hertekinna þjóða." En Jakob og skoðanabræður hans urðu að bíta í það súra epli að horfa upp á hömlulausa aðsókn Breta að Nýja Bíói allan tímann er setuliðið dvaldi norðan heiða. Því fór hins vegar fjarri að kvikmyndahúsið gæti með góðu móti tekið við þessum mikla um sem knattspymumennimir not- uðu sem hlífar framan og aftan á mjóaleggina. í hita leiksins vildu bæk- umar detta af leggjunum, en Bretam- ir hirtu sjaldnast um að tína þær upp aftur. Endalok þessa glæsta knatt- spymuvallar við Bámfellsklappimar urðu þegar bandaríski heraflinn kom til Akureyrar. Bandaríkjamenn höfðu lítinn skilning á knattspymu og létu það verða eitt sitt fyrsta verk að setja niður 10 eða 11 olíutanka á vellinum, samtengda með olíuleiðslum er lágu niður í Jötunheima og ffam gömlu bryggjuna. Þar ætluðu þeir að dæla eldsneytinu í skip, en af einhvetjum ástæðum varð aldrei neitt úr þeirri ráðagerð. Knattspymuvöllurinn var eina um- talsverða ffamkvæmdin, sem setuliðs- stjómin réðst í til að stytta hermönn- unum stundimar. Samningur hennar við bæjarstjóm um afriot af sundlaug- inni helgaðist mestafþrifriaðarsjónar- miðum, en sundið varð vitaskuld af- þreying sem margur hermaðurinn sóttist eftir. Það var þó aldrei þannig að sundlaugin yrði vinsæll samkomu- staður þar sem erlendu hermennimir gátu komist í návígi við bæjarbúa. Að- eins foringjamir máttu fara í sund með akureyrskri alþýðu; hinir óbreyttu urðu að mæta á sérstökum tímum þegar sundlaugin var lokuð öðmm. Það var merkileg lífsreynsla fyrir Bretana að heimsækja sundlaug Akureyrarbæjar. Sumir þeirra, eins og til dæmis J. Edward Wickers, lærðu að synda þar, en hann skrifaði síðar um heimsóknir sínar í lauginæ .Jafnvel á köldustu vetrardögum, þegar frostið reif og beit, var ánægju- legt að synda í ylvolgri lauginni. En það var óneitanlega undarleg tilfinn- ing að stíga upp úr sundlauginni og finna hvemig iljamar ffusu við steyp- una sem var á milli laugarinnar og búningsklefanna. Búningsklefamir vom aðeins tveir, annar fyrir karla og hinn fyrir kvenfólk Einn daginn upp- götvaði félagi okkar lítið kringlótt gat á veggnum sem aðskildi klefana. f von um að sjá eitthvað athyglisvert beygði hann sig niður og kíkti í gegn, en hon- um mætti ekki annað en starandi auga. Hinum megin þilsins var kven- maður sem hafði greinilega fengið sömu hugmynd." Nýja Bíó var annar vinsæll almenn- ingsstaður er hermennimir sóttu mik- ið, þrátt fyrir bíósýningar í kömpun- um sjálfúm. Stjóm kvikmyndahússins hafði tekið upp sérstaka sýningartíma fyrir setuliðið, ekki þó til að halda þeim ffá innlendum sýningargestum, því að eftir sem áður var hermönnunum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.