Tíminn - 20.12.1991, Síða 9
JÓLABLAÐ 1991
Tfminn 9
^mmmmmmammm
og systir, til þess að verða fyrir gjöfum
álfafólksins, ef það kynni að koma. Og
það var út úr á endanum, að húsmóð-
irin sjálf varð heima, en hitt fólkið fór
allt til kirkjunnar. Er ekki sagt frá að-
gjörðum húsfreyju, annað en það, að
á meðan hún var að sjóða jólakjötið,
kom dálítið stálpað bam til hennar
inn í eldhúsið, og hélt á nóanum sín-
um í hendinni. Bamið heilsaði kon-
unni, og bað hana gefa sér dálítinn
kjötbita og ögn af floti í nóann sinn.
Konan brást illa við, og aftók með
öllu að gefa því neitt; „því ég veit ekki
hvað miklu ríkari þeir kunna að vera
en ég, sem að þér standa," segir hún.
Bamið ítrekaði bænina, en konan
varð þá svo æf, að hún barði það frá
sér, og sló á handlegg bamsins, sem
það rétti nóann fram með, svo hand-
leggurinn brotnaði, en nóinn hraut
ofan á gólfið. Bamið fór þá að gráta,
tók nóann sinn upp með hinni hend-
inni, og gekk burtu skælandi. Segir
ekki meira af konukindinni, eða að-
fömm hennar. En þegar fólkið kom
heim á jóladaginn, lá konan á gólfinu,
beinbrotin, barin og blóðug, og að
eins með svo miklu Iífi, að hún gat
sagt frá komu bamsins og viðtökum
sínum við því, og dó síðan. En öllu
var umtumað innanbæjar, brotið allt
og bramlað; neinn neins var á bæn-
um um nokkur jól eftir þetta.
En það er frá Helgu að segja, að hún
var enn nokkur ár hjá föður sfnum,
og fór síðan frá honum í SkálholL Þar
giftist hún síðan biskupinum, þó hér
sé ekki sagt frá, hver þá var biskup í
Skálholti. Á sínum heiðursdegi var
hún í klæðunum, sem álfkonan gaf
henni forðum, og dáðust allir að
þeim, en þó um fram ailt beltinu; því
slíka gersemi þóttist enginn fyrr séð
hafa. Varð Helga hin mesta lánskona,
og lifði bæði lengi og vel. Og kann ég
nú ekki þessa sögu lengri.
Óskum starfsfólki
okkar og viðskiptavinum
gleðilegra jóla og
farsœldar á komandi ári
Kaupfélag
Árnesinga