Tíminn - 20.12.1991, Side 12

Tíminn - 20.12.1991, Side 12
Tíminn 12 JÓLABLAÐ 1991 Jóla- gestur ekki sé það sannleikanum samkvæmt. Sumir telja að ýmsu sé logið í heimin- um, kannski fleiru en um aftöku músa. Kött hef ég ekki haft í mörg ár. Enda þótt ég viðurkenni tilverurétt katta sem annarra lífvera, þykir mér vænna um fugla, sem oft syngja failega. Kattasöng kann ég hins vegar ekki að meta. Þótt það hafi orðið hlutskipti rnitt sem bónda að hafa ómælt blóð húsdýra á höndum og mislitri samvisku, hefur mér þó alla stund fundist dráp heldur leiðinlegt — raunar neyðarúrræði, sem lífverunni virðist þó áskapað. Án efa hefði ég þó gripið til þeirra lymskulegu útrýminga, sem fyrr er lýst, ef ekki hefi blessuð jólahátíðin farið í hönd. Ég var þess fullviss, að ekki gæti ég endurheimt jólaskap mitt, ef ég drýgði þvílíkan glæp. Ég reyndi að brýna heilafrumumar og velti þessu aila vega fyrir mér, en komst loks að þeirri niðurstöðu, að í rauninni var aðeins eitt ráð fyrir hendi sem sé að koma músarkvikindinu af sér. En hvem- ig átti ég að fera að því? Einnig bar þess að gæta, að úti var talsvert frost, og kannski átti þetta músarkvikindi enga holu - - ekkert heimili. Hvað bíður þess, sem hvergi á höfði sínu að halia? Eigin- lega var þetta gestur, sem aðeins hafði gleymt að bjóða góðan dag, var kannski bara í þeirri tísku. Aldrei hafði það verið siður á mínu heimili að úthýsa gestum. Niðurstaðan varð sú, að útúr mínum húsum gat ég ekki hrakið þennan veg- villta einstæðing, jafnvel þótt framund- an hefðu verið sex rúmhelgir dagar. Þá var þó heiðarlegra að brugga banaráð þegar í stað. Eiginlega var þama komið upp margslungið vandamál. Hefði ég verið kraftaskáld á borð við Bólu-Hjálm- ar eða reiknimeistari í líkingu við Sölva Helgason, sem auðveldlega gat reiknað bam í kvenmann, þá hefði mér orðið lít- ið fyrir að koma þessu músargreyi upp f heyhlöðu. En hvorugu þessu var til að dreife. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst, og nú gerðist tvennt svo að segja samtímis. Mýsla skaust fram úr fylgsni sínu með miklum hraða og inn á snyrt- ið, sem er gegnt eldhúsdyrum, og vinur minn, pósturinn, kom í sína hefð- bundnu áætlunarferð með póstinn. Ekki var ég seinn til að loka dyrunum að kló- settinu. Síðan snéri ég mér til vinar míns, tjáði honum vandræði mín og lagði málið fyrir hann. Nú ber þess að geta, að þótt pósturinn sé vitur maður í betra lagi og auk þess bæði heimspekingur og skáld, meira að segja klettamaður svo af ber, er hann þó ákaflega hræddur við mýs, enda hóf hann þegar að segja mér af viðskiptum sínum og annarra við þessi kvikindi, sem hann taldi jafnvel enn hættulegri en drauga. Meðal annars sagði hann mér frá einyrkjabónda, sem varð fyrir því óláni, að sjálfur höfúðdraugurinn, Skotta, gerði sig heimakomna og hreiðraði um sig í rúmshominu til fóta hverja einustu nótt, gerði annars ekkert annað af sér utan þá að slökkva ljósið, ef henni fennst of bjart Ekki þótti bónda rekkjunauturinn góður en fékkst þó ekki um sökum þess að hann var kjark- maður svo af bar. Gekk svo ffarn heilan vetur. Næsti vetur var með afbrigðum harður, enda með þvílíkum músagangi, að heilir hópar hlupu um þver gólf, jafh- vel um hábjartan dag. Þegar skyggja tók var hvergi friður. Þessu lyktaði á þann veg, að hvorki bóndi né Skotta héldust lengur við á heimilinu en flúðu bæði. Að endaðri þessari ræðu var kominn í mig þvílíkur hrollur, að ég hitaði okkur bleksterkt kaffi, sótti meiraað segja kon- íakslögg, sem ég átti, gerði þó ekki betur en ég gæti hellt þeim eðal vökva skammlaust í glös sökum handskjálfta, sem ég á þó ekki vanda til. í ffamhaldi af þessu spunnust enn lang- ar umræður um mýs og þau ógnvekj- andi spellvirki, sem þær geta unnið, jafhvel á helgum stöðum. í kirkju nokk- urri höfðu mýs einu sinni hreiðrað um sig í kirkjuorgelinu, étið þar og nagað allt sem nagað varð. Þegar að því kom, að organleikari skyldi hefja hljóðfæra- slátt til helgra tíða hlupu mýsnar út úr orgelinu um gervalla kirkju, jafnvel upp í prédikunarstól og leiddi til hemaðar- ástands, því söfnuðurinn, ásamt með- hjálpara og hempuklæddum presti, varð að smala stóðinu út Við minntust þess einnig, að hér áður fyrr höfðu mýs stundum leitað á sauðfé í þröngum og dimmum húsum og étið sig inn í bein meðfram hryggnum. Ævinlega var það sama músin, sem olli þessum ófögnuði, og var aldrei skotaskuld að finna fómar- lambið, þó margt fé væri saman í húsi. ,Já, mýs em óútreiknanlegar og líklega greindar", sagði pósturinn og saug tób- akspípu sína ábúðarfullur. „Það er víst ekki ofsögum af því sagt“, samsinnti ég. „En hvað á ég að gera?“. Og enn einu sinni klóraði ég mér vand- ræðalega í höfðinu. Pósturinn dreypti á koníakinu, en lítið, því enginn er hann drykkjumaður. Fyrsta sinn í öllum okkar viðskiptum fannst mér honum verða ráðfótt „Þú áttir aldrei að hleypa þessum ófögnuði inn á þig“, sagði hann loks og fékk sér meira kaffi. Ekki var laust við að mér sámaði þvílík ónærgætni í bágbomum kringumstæð- um, hleypti jafnvel í mig dálítilli hörku. „Inn á mig“, endurtók ég hneykslaður. „Ekki bauð ég henni inn. Hins vegar hef- ur alla tíð verið siður að drepa svona hel- vítis kvikindi", bætti ég við og fenn, að enn vom dreggjar af fomu víkingablóði í úrkynjuðum æðum. „Drepa", sagði vinur minn merkingar- fullt og horfði kennimannlega á mig, enda maður í náttúruvemdamefnd og fleiri þvílíkum ráðum. Mér er eiður sær, að aldrei á ævinni hefúr hann viljandi stigið ofan á flugu, hvað þá séð blóð úr mús. Ég horfði með andakt á hvemig barka- kýlið í hálsi vinar míns dansaði polka meðan hann útskýrði fyrir mér í smáat- riðum heilagleika alls Iífs og klykkti út með því, að í rauninni væri dráp ekkert annað en siðleysi og villimennska—arf- ur frá frummanninum, sem lifði á veið- um. Eftir langar og ítarlegar umræður komumst við að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að þrátt fyrir herskáan heim væri öldmðum, íslenskum bónda ekki annað sæmandi en koma gesti sínum í ömggt skjól, þar sem gnógt væri mat- fanga. Niðurstaðan var því óbreytt í fjár- húshlöðuna varð músin að komast, sem auðvitað kostaði nokkra hugdirfð og herkænsku. Svo vel vildi til, að í för með pósti vom tvær telpur ungar en ekki múshræddar. Varð nú að ráði, að sú eldri færi inn á snyrtið ásamt mér og við reyndum að handsama músina án meiðsla. Póstur- inn kvaðst hins vegar mundu liggja á eldhúshurðinni meðan við legðum til atlögu. Ég herti hugann svo sem fram- ast mátti og hellti auk heldur f mig þrem staupum af Hennessy koníaki. Nú skyldi alvaran gilda. En hvemig sem við leituðum, skriðum eftir gólfi og þreifuðum í öll hom og bakvið klósettskálina, þá var enga mús að finna. Þetta var dularfúllt Hvemig gat músarófétið sloppið um lokaðar dyr? Nú gengu jólin í garð með friðsæld og hátíðabrag. Jólasálmar og heilagt orð flaut á öldum ljósvakans og flutti gamal- kunnan fögnuð í sálir mannanna með aðstoð vingjafa og kertaljósa. Nú hefðu orð góðskáldsins trúlega átt að sannast „...leikur sér með Ijóni lamb í Paradís". En ekki var einyrkjabóndinn heilagur Fraz frá Assisí endurborinn, og því bauð ég jólagesti mínum ekki til borðs með mér, þó sá gjömingur hefði trúlega hæft jólum. Þess í stað lokaði ég hurðum vandlega og braut heilann eins og her- fræðingur, sem býst við árás. Laufa- brauðið mitt góða og listilega útskoma af þrem heiðurskonum bragðaðist mér alls ekki sem skyldi, og blóðrauðu, ilm- andi hangiketinu slafraði ég í mig með hálfgerðri ólyst Mér svelgdist auk held- ur á freyðandi pilsnemum frá því virðu- lega fyrirtæki Agli Skallagrímssyni hf. Ég hlýddi á tvær messur á jólanóttina, raulaði „Heims um ból...“ og las faðir- vorið með biskupinum. En mér til skelf- ingar komst ég að raun um, að mitt í þessu öllu gægðist glottandi smettið á þessu óboðna músarkvikindi fram í hug- ann og hemaðarandi fomkappanna sauð undir blandinn dultrú. Hvemig var ég eiginlega orðinn? Og hvers konar fyr- irbæri var þetta? Var ég að taka út hegn- ingu fyrir fjölbreytilegar syndir? Ég tók mér kerti í hönd og horfði í ljósið, eins og þegar ég var lítill drengur. Loks lét ég Biblíuna mína opnast af handahófi og kom niður í Jakobsbók. Ég fór að lesa Job. Út frá því sofnaði ég. Á jóladaginn fór ég til kirkju, drakk ágætis kaffi með presti og kirkjugestum. Á heimleiðinni ásetti ég mér að beygja svírann og bera þetta leyndarmál mitt einn, enda ekki venja í Lúterskum sið að skrifta. Mér til hugarhægðar varð ég lít- ið var við músina utan ofurlítið skrjáf, sem gaf reyndar til kynna, að ekki hefði gestur minn sagt síðasta orðið. Á annan dag jóla sló allt í einu voðalegri eldingu niður í þankann. Kannski var þetta þunguð mús, beinlínis komin til að verða léttari — leggjast á gólf, eins og tekið var til orða í fomum sið. Jafnffamt var fúllvíst, að heimilið fylltist af músum áður en ég gæti rönd við reist Ég bein- línis svitnaði. Hvað gat ég gert? Mér sársveið sú úrkynjun þjóðarinnar, að enginn galdramaður var lengur tíl. Ekki hefði Sæmundi sáluga í Odda orðið skotaskuld að koma lítilfjörlegu músar- kvikindi upp í hlöðuna mína á sóma- samlegan hátt, svo hún gæti alið böm sín í réttu umhverfi. Enn einu sinni veltí ég þessu vandamáli fyrir mér og komst nákvæmlega að sömu niðurstöðu. Ég varð að finna ráð til að losna við gestinn áður en verra hlytist af og á þann veg, að ekki stríddi gegn samvisku minni. Því miður fann ég mig vanmegna að ráða fram úr þessu erfiða vandamáli af eigin rammleik eins og ég hafði þó ásett mér. En til hvers átti ég að leita fyrst póstur- f

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.