Tíminn - 20.12.1991, Síða 13
inn brást? Heyrði þetta undir kirkjuna
eða almenn lögreglumál? Átti ekki lög-
regluvaldið í landinu að vemda borgar-
ana? Þrátt fynr það datt mér í hug að
haía fyrst tal af presti, en mundi þá eftir
því að í svipinn var prestlaust í mínu
prestakalli en nágrannaprestur þjónaði
og hafði sjálfcagt æmu að sinna um jól í
tveim prestaköllum. Prófasturinn,
hugsaði ég. Jafnvel skynugir menn geta
þó óhikað tjáð prófasti sálræn vandamái
sín. Kirkjunni er ekkert mannlegt óvið-
komandi.
Ég hringdi til prófasts, bauð góðan dag
og gleðileg jól.
Hæverskt svar: „Gleðileg jól. Nei, pró-
fasturinn er ekki heima, því miður".
„Búinn að messa?“ leyfði ég mér að
spyrja, því áliðið var dags.
Jú, reyndar", en hann væri farinn út
fyrir nokkru. — Kristileg samkoma í
safnaðarheimilinu og kafíiveitingar hjá
kvenfélaginu á eftír. Hann væri þar sjálf-
sagt núna og ómögulegt að segja, hve-
nær hann kæmi heim.
Ekki var þetta til mikils, hugsaði ég sár.
Nú sæti prófasturinn sjálfsagt ásamt
öðrum Guðsmönnum og træði gúlann
af ijómatertu og drykki dísætt súkkulaði
með rjómafroðu meðan ég berðist von-
lausri baráttu fyrir heiðri mínum og
heimilisins við dularfullan óvin. Já, mis-
skipt vár kjörum mannanna. Því ætlaði
víst seint að linna.
Ég koðnaði beinlínis niður og hafði
ekki einu inni rænu á að hita mér mið-
degiskaffið og fá mér af sveskjutertunni
góðu, sem dóttir mín ein hafði gefið mér
og beið snyrtilega niðursneidd á rósóttu
brauðfati inni í búri.
Ég eigraði út, það var rúmlega hálf-
rokkið, frost svona í meðallagi, og mán-
inn speglaði ásjónu sína í svellunum á
eyrunum og ánni. Hreinleiki vetrarins,
víðemið og þessi djúpa kyrrð hafði strax
góð áhrif. Ég andaði djúpt, tók nokkrar
líkamsæfingar — sveiflur, beygjur og
fettur bæði um hné, axlir og miðhluta
líkamans. Smám saman létti yfir mér.
Koma tímar og koma ráð, og allt fer ein-
hvem veginn, hugsaði ég og teygaði
tært jólaloftið ofan f lungun. Best að
vera hughraustur og missa ekki móðinn
og vonina. Vonin er þó hálmstráið, sem
maður hangir á. Missi maður vonina er
maður í sannleika dauður.
Ég svipaðist um, datt auk heldur f hug,
að ég kynni að sjá álfa. Hér áður fyrr
hefði maður notað svona jólaveður til að
skreppa á skauta — jafhvel bregða sér
bæjarleið, draga í spil, fara í skolla-
blindu, feluleik eða bara eitthvað. Tveir
bílar með ljósum bmnuðu eftir vegin-
um.—Enginn stans og enginn maður á
ferð á hefðbundinn, íslenskan máta —
ekki einu sinni huldufólk. Ég er einn, og
rökkrið þrengir hringinn umhverfis
mig.
Ég sótti mér vasaljós og labbaði upp í
hlöðu, setti ólöglega Ijósahundinn minn
í samband til að fá betri birtu. í þessu
góða ljósi litaðist ég um. Nóg hey handa
hrossum tíl aldamóta, hafði einhver vit-
ur maður sagt. Ég legg höndina á
stabba, tek tuggu og lykta úr og finn
gamalkunna öryggiskennd seytla um
mig. Fræ af fullsprottnu vallarfoxgrasi
hrynur á gólfið við fætur mér. Ekki væri
nú amalegt fyrir mús að eiga sér bú í
öðm eins nægtabúri, hugsa ég. Ég fyllist
stolti að eiga þvílíkan forða. Við liggur,
að ég sveiji þess eið, að koma músinni
hingað. Það verða einhver ráð, tauta ég
— einhver ráð eins og vant er. Furðu-
Iega ánægður kippi ég ljósahundinum
mínum úr sambandi og labba heim.
Þegar ég opnaði útihurðina mætti
músin mér í anddyrinu. Að þessu sinni
virti hún mig ekki viðlits en tók á sprett
í átt að fatahenginu. Nú er að spýta í lóf-
ana, tautaði ég og tek einnig á sprett
Skítt með alla músahræðslu. Hér er
tækiferið, og nú skal hún sannarlega
ekki sleppa. En sökum þess, hve þetta
bar óvænt að, hafði ég ekki tíma til að
kveikja, en var bara með vasaljósið, og
JÓLABLAÐ 1991
mýsla er snör í snúningum, hleypur
króka og hringi og beitír ótrúlegri her-
kænsku. .Jní skalt nú samt“, segi ég
upphátt „Nú skaltu fá að kynnast því
hver er húsbóndi hér á heimilinu“. Það
er kominn í mig þvílíkur móður, að ég
hendist á eftir músinni. Ótrúlega liðug-
ur fer ég einnig króka og hringi, sveigi
skrokkinn og hvima vasaljósinu. En allt
í einu hrasaði ég um gólfrenninginn —
stakkst alveg á hrammana og meiddi
mig bæði í þumalfingri og hné. Þegar ég
brölti á fetur var engin mús, þótt ég
kveikti ljósið og leitaði um allt þama
hafði þetta auðvirðilega músarkvikindi
leikið á mig einu sinni enn. Kannski sat
hún nú í öruggu fylgsni og hló — dró
mig blátt áffam sundur í háði. Ég fylltist
heilagri bræði, steytti hnefa út í loftíð og
hrópaði: „Þetta skal verða þér dýrt, ófét-
ið þitt Ég skal rétt sýna þér, að þú leikur
ekki á heiðarlega bændur. Þegar þú sérð
sjálfa lögregluna með axlaskúfa og kylfu,
getur verið að þú hættir að hlæja“. Ég
hló reyndar sjálfur svo hátt út í þögnina,
að ég hrökk við.
Ég hökti inn, læsti að mér, þreif símann
allt að því ffoðufellandi og hringdi án
þess að íhuga málið ffekar.
„Er það lögreglan?“
„Lögreglan?". Það var kona sem svar-
aði, röddin dálítið mygluleg og gætti
undrunar.
,Já, lögreglan", endurtók ég langtum of
hávær. „Ég þarf að fá lögreglu og það
strax“.
„Guð komi tíl“, andvarpar nú konan og
er fúll hluttekningar og áhuga. „Varð
slys, ofbeldi eða — eða eitthvað enn
verra? Með leyfi, við hvem tala ég?“
Þetta æsti mig enn meir. Gat ekki kerl-
ingarálftin skilið einföld orð og gefið
mér tafarlaust samband við lögregluna.
Hingað til hafði ég aldrei sótt neitt til
lögreglunnar og var alls ókunnugur á
þeim bæ. í flestum meiriháttar stofnun-
um var skiptiborð. Því undraðist ég ekki,
þó kona svaraði.
,íg er að biðja um lögregluna", endur-
tók ég fastmæltur. „Heyrirðu ekki,
manneskja, hvað ég er að segja?"
„En þetta er ekki hjá lögreglunni",
svaraði nú konan auðmjúk og án allrar
forvitni. „Þú hefúr hringt í skakkt núm-
er“. Svo las hún mér símanúmer lög-
reglunnar, og góðfysin í röddinni leyndi
sér ekki.
Hún lagði á.
Þama hafði ég hlaupið illilega á mig. í
fyrstu sámaði mér reyndar fljótfemi
mín að hafa valið skakkt númer og þó
engu síður frekjan gagnvart konu, sem
ein hafði sýnt mér samúð f bágbomum
kringumstæðum. Ég hafði ekki einu
sinni boðið gleðileg jól. Við sjálft lá, að
ég hrindi aftur og bæði afsökunar á
ffamkomu minni en mundi þá ekki
símanúmerið.
Ofsi minn rénaði. Ég blátt áfram
skammaðist mín og fór að hugsa málið
af raunsæi. Auðvitað var fljótfæmi og
flan að hringja í Iögregluna, því lán í
óláni að hringja í skakkt númer og gefa
ekki upp nafn. Án efa hefði lögreglan
hlegið að mér og annað hvort talið mig
vera með gabb eða beinlínis hafa tapað
glórunni. Ofan á allt annað hefði ég ver-
ið að háði út um allt, og trúlega blöðin
komist í þetta. Ég sá fyrir mér stóra fyr-
irsögn á forsíðu: Mús sýnir öldruðum
bónda banatilræði. Lögreglan kvödd til.
Ég taldi mig einnig heppinn að hafa ekki
náð í prófastinn. Sjálfsagt heyrðu svona
mál alls ekki undir kirkjuna, reyndar
ekki dómsvaldið heldur. Ég komst að
þeirri niðurstöðu, að hvorki lög Guðs né
manna næðu yfir mýs. Útkoman varð
því sú, að ég yrði að bera þetta heimilis-
böl einn eins og áður, og varð síst til að
bæta sálarástand mitt, sem þó ekki var
of beysið fyrir.
Ég borðaði iítið og gat með engu móti
sofnað þetta kvöld, þó ég læsi faðirvorið
æ ofan í æ og reyndi auk þess að telja
upp í milljón. Ég bylti mér löðursveittur
í rúminu og leið illa.
Tíminn 13
Þegar klukkan sló þrjú um nóttina
skaut þó allt í einu óvæntri stjömu upp
á hugarskjánum. Áfengi. Ég hafði ein-
hvem tíma heyrt, og hafði meira að
segja eftír sannorðum mönnum, að mýs
ættu til að gera sér glaðan dag eins og
aðrir, ef kostur væri. En eins og oft vill
verða glötuðu þær þá nokkm af varúð
sinni og viðbragðsflýti, ættu jafnvel til
að enda gleðskapinn með þvf að fá sér
blund.
Við þessa hugdettu hresstist ég svo, að
ég spratt sem stálfjöður fram úr rúminu
og dró fram baliantín flöskuna mína
með svarta miðanum, sem gaf til kynna,
að hér væri ekki um neinn annars flokks
vökva að ræða. Þennan drykk hafði ég
raunar ætlað mér og góðvini mínum og
granna til glaðnings, þegar hann kæmi í
hefðbundna jólaheimsókn sína ásamt
fjölskyldu. En hvað var að tala um það.
Hér varð öllu tíl að kosta.
Ég þeyttist um á brókinni og leitaði
uppi þrjú grunn ílát. Best gæti ég trú-
að, að eitt hefði verið kristall. Þessar
dollur hellti ég fleytifullar af skotanum
og kom fyrir á afviknum stöðum, þar
sem ég taldi óvinarins helst von. Nú
hlakkaði beinlínis í mér gömin. Gam-
an yrði að sjá frú mýslu rorrandi á rass-
inum blind-auga-fúlla. Sá hlær best
sem síðast hlær, sagði ég við sjálfan
mig og fékk mér hressilega í nefið. Svo
bjartsýnn og sigurviss var ég orðinn,
að ég át vænan hangikjötsbita og strá-
heila Iaufaköku og drakk hvítvín með
ósleitilega. Að svo búnu sofnaði ég
vært og svaf til hádegis daginn eftir.
Ég klæddi mig í skyndi og gaf mér
nauman tíma til signingar og veðurat-
hugana en fór tafarlaust að huga að
músinni. En allt fór sem fyrr. Mýsla
sást hvergi. Reyndar var komið allveru-
Iegt borð á dollumar. En hvemig sem
ég leitaði var engin mús. Þetta var þó
meira en lítið einkennilegt. Þoldi mús-
arfjandinn svona sterkt áfengi án þess
svo mikið sem finna á sér.
ÓSKUM
LANDSMÖNNUM ÖLLUM
GLEÐILEGRA JÓLA
OG
FARSÆLDAR Á KOMANDIÁRI
Þökkum viðskiptin á
árinu sem er að líða
3 KAUPSTADUR
/MIKIIOIRDUR