Tíminn - 20.12.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.12.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn JÓLABLAÐ 1991 Jóla- gestur Ég tók mér langar göngur þennan dag, hugsaði djúpt og hugði að himin- tunglum, þegar fór að skyggja. En allt sat við sama — engin ný hugdetta og ekkert svar — ekki einu sinni í bless- uðum stjömunum. Áður en ég iagðist til hvílu þetta kvöld fyllti ég dollumar að nýju og sá mér til skeifingar að tals- vert var farið að ganga á skotann minn í flöskunni með svarta miðanum. Tveim dögum síðar uppgötvaði ég að loftið á baði, anddyri og víðar var mett- að af áfengisdaun en dollumar nær tómar. Svona hörmulega hafði þessi eðla vökvi farið, blátt áfram gufað út í andrúmsloftið. Hver gat auk heldur vitað nema ég yrði grunaður um brugg og tekinn fastur. Svona snérist allt mér til armæðu og háðungar, hvað sem ég reyndi. í öllum okkar viðskiptum varð músarkvikindið ofan á og hafði mig undir. Þetta var einna líkast því að tefla við sjálfan kölska. Allt varð þetta sjálfs- áliti mínu þvílíkur hnekkir, að ég fór blátt áfram að efast um hæfileika mína saman borið við mýs og þótti hart und- ir að búa. Til að hressa upp á sálarhró- ið í bili drakk ég sjálfur, það sem eftir var í flöskunni. Þegar tók að renna af mér varð sálar- ástand mitt hálfu verra en nokkru sinni fyrr. Hvemig í ósköpunum end- aði þetta, hugsaði ég og réri eins og örvasa gamalmenni í sætinu. Ég hitaði mér þó kaffi svo sterkt að nærri lét, að það mætti éta með hnífapörum. Þetta hressti mig svo, að enn einu sinni gat ég farið að hugleiða hin dýpri rök til- verunnar. Ég leyfi mér að efast um, að ég nokkum tíma lagst dýpra. Árangur- inn varð sá, að samkvæmt gamal- grónni seiglu og þrautseigju kynslóð- anna ákvað ég að gefast ekki upp. Ég hringdi til dóttur minnar, sem ég þekkti að ráðsnilld og hugkvæmni. Hún hughreysti mig og stappaði í mig stálinu svo sem ffekast mátti verða. „Þú kemst einhvem tíma í færi við músarófétið, pabbi“, sagði hún sann- færandi og ráðlagði mér að herða hug- ann og setja upp vettlinga. Þá mundi mér óhætt að taka í skottið á einni mús. Þessi hressilega ræða hafði góð áhrif. Ég fékk mér ferskt loft og tók nokkrar erfiðar líkamsæfingar úti. Reynslan hafði kennt mér, að tækifærið kemur ævinlega á endanum. Enn var ég í bar- áttuhug og hugði á sigurvinninga. Ekki leið heldur á löngu, þar til heppn- in var með mér, því dag einn þóttist ég með vissu verða var við músina í hom- inu góða bakvið ruslafötuna. Nú skal hún þó láta í minni pokann, hugsaði ég hróðugur. Ég skal svei mér og sannar- lega kenna þessu slóttuga músarkvik- indi, hver hennar staða er í samfélagi lífríkisins. Rétt eins og þaulvanur hnefaleikamaður spítti ég í lófana, set upp svellþæfða ullar vettlinga, næ mér í hentuga flík og byrgi vandlega fyrir homið. Svo vel vildi til, að ruslaskóflan stóð í hominu, og með henni þrengdi ég að, þar sem ég taldi óvininn vera. Með dálitlum hrolli niðureftir bakinu þreifaði ég síðan vandlega um homið. En allt fór sem lyrr. Þar var þá engin mús og hvergi bakvið ruslafötuna, hvemig sem ég leitaði. Þar eð ég taldi mig vissan, að hafa heyrt f músinni, fór nú málið að taka á sig blæ þess yfimáttúrulega. Var þetta kannski ekki raunveruleg mús — kannski framliðin og leitar á fomar stöðvar? Aldrei hef ég séð draug — ekki einu sinni í gervi músar — og vil því sem minnst segja um þess háttar fyrirbæri. En hver segir að mýs hafi ekki sama rétt og aðrir til að ganga aft- ur, ef einhverjum leyfist það á annað borð? Kannski var hér komin ein þeirra, sem ég hafði kálað af eintómri mannvonsku á eitri eða í boga á fyrri tíð og hyggst nú ná sér niðri á auð- virðilegum músamorðingja, einmitt á sjálfum jólunum. Ég fór að róta upp í ruslakistu hugans og fara yfir öll sam- skipti mín við mýs. Þetta olli mér æm- um heilabrotum. Ég hringdi til annarrar dóttur minnar og lagði málið fyrir hana. „Framliðin mús. Ertu að verða eitthvað hinsegin, pabbi?“, sagði dóttir mín og leyndi ekki áhyggjum sínum út af sálarástandi mínu. „Þetta er ekkert annað en venju- leg mús með holdi og blóði“, bætti hún við af sannfæringarkrafti. Hún fullyrti að þótt ekki væri skemmtilegt að búa við þvíiíkan ófögnuð til lengdar, væri þetta músarkvikindi ekki í manndráps- hugleiðingum. Samræðum okkar lykt- aði á þann veg, að hún ráðlagði mér að bjóða músinni hangiket. „Þá sannfær- istu þó, pabbi, og hættu nú öllum grill- um . Vegna ósigra minna, var ég ekki full- komlega sannfærður. En sökum þekk- ingarskorts á afturgöngum taldi ég til- gangslaust að brjóta frekar heilann um þá hlið málsins. Þetta einfalda ráð ætti auk þess að taka af öll tvímæli. Varla ætu framliðnar mýs hangiket. Senni- lega hefur ekki annað gerst en það, að enn einu sinni hefúr mig skort gáfúr til að sjá við slægvisku músa, hugsaði ég. Kannski var þetta stórgáfuð mús, hámenntuð, og ég gersamlega sigrað- ur. En hver er sá, er ekki verður að sæta örlögum sínum? í framhaldi af ráðleggingum dóttur minnar, varð mér ljóst, að ekki gat ég kinnroðalaust haldið þvílíkan gest án þess að verða úti með viðeigandi veitingar. Ekki fékkst hún til að bragða á svo göfugum drykk sem skosku viský. Kannski var hún í stúku og hneyksluð á því siðleysi að bjóða áfengi á jólum. Hvað vissi ég um siðferði músa? Hangiket hefur löngum þótt sælgæti og þjóðaréttur á íslandi, og væri þetta hámenntuð mús, fannst mér trúlegt, að ekki gæti talist ókurteisi að bjóða fram þvflíkan rétt. Brátt kom f ljós, að þetta voru veiting- ar, sem gestur minn kunni að meta. Þarf nú ekki að orðlengja það, að með tilhlýðilegri kurteisi tók ég að þjóna þessum furðulega gesti til borðs. Þama spændi ég upp spikfeitt hangiketið dag hvem og bar fram á hentugum stöð- um. „Gerðu svo vel, frú“, átti ég til að segja, lá jafnvel við, að ég þéraði. Fór þessu nú fram um hríö, og var ég far- inn að sætta mig furðanlega við ástandið. Gáfur gestsins voru ótvíræð- ar. Þetta hlaut að vera menntuð mús og líklega í virðulegu embætti í mér ókunnum músaheimi. En svo var það morgun einn að áliðn- um jólum, að ég heyrði skrjáf niðri í ruslafötunni, og samstundis kom upp í mér víkingurinn. Eftir allt saman, mundi ég þó sigra. Ég var áreiðanlega eins og hershöfðingi í framan, meðan ég batt fyrir ruslapokann. Eftir öll okkar samskipti var ég farinn að bera umtalsverða virðingu fyrir þessum gáfaða gesti sem gegndi trú- lega háu embætti f músaheiminum. Ekki var ég kunnugur á þeim bæ og vissi lítið um þjóðfélagshætti músa. Fyrr á tíð voru höfðingjar, sem sátu jólaveislur, leystir út með gjöfum og fylgt úr hlaði og kvaddir með virktum, jafnvel söng. Að sjálfsögðu taldi ég við hæfi að fara að á svipaðan veg. Því brá ég mér inn í búr og skar feitan hangi- ketsbita, keyptan í þeim stóra stað Miklagarði f borg Davíðs en reyktan hjá Kaupfélagi EyfirðingaáAkureyri. Þetta var því einskonar sameiningarhangi- ket suðurs og norðurs og vissulega tími til kominn, þó í litlu væri. Þvflík- ur réttur hlaut að verða boðlegur hvaða höfðingja sem var. Ég fór í betri stígvélin mín, setti upp sparihúfuna og lagði af stað upp í hlöðu. Gest minn bar ég virðulega í plastpokanum rétt eins og hér væri kominn kalífi úr Þúsund og einni nótt. Sjálfur bar ég höfuð mitt nokkru hærra en undanfama daga, því nú þóttist ég hafa endurheimt sjálfs- virðingu mína. Ég kom hangiketinu smekklega fyrir á heystabba, byrjaði að leysa frá plast- pokanum og talaði við músina á með- an. „Virðulega mús“ byrjaði ég. „Þótt ekki hafi samskipti okkar á jólum verið snurðulaus með öllu, hefur það þó ver- ið mér óverðskuldaður heiður að hafa þig að jólagesti. Ég virði hæfileika þína og þakka, að þú hefur kennt mér að umgangast höfðingja. Slíkt er vissu- lega mikils virði. Jafnframt óska ég þér og gervöllum músaheiminum góðs gengis á komandi árum. Sökum þinn- ar óumdeilanlegu snilli, veit ég, að þér famast vel, hvort sem þú ert höfðingi í stjómmála- eða fjármálaheiminum. Þegar hér var komið stökk músin upp úr plastpokanum og skellti þegar á skeið. En nú brá svo undarlega við, að hún var orðin skottlaus, sem þó á að vera óbrigðult skjaldarmerki tegund- arinnar. Það hmndi beinlínis af mér allur virðuleiki. Þama horfði ég á eftir þessum gesti mínum, sem hafði látið mig þjóna sér með viðhöfn heil jól en var svo ekkert annað en venjulegt músarkvikindi. Þegar betur var að gætt — bara mús, sem misst hefur einkenn- is- og heiðursmerki tegundarinnar. Ég velti vöngum að varð djúpt og al- varlega hugsandi. „Höfðingjamir, já, höfðingjamir — þegar farið er af þeim skottið", tautaði ég og hengdi haus. KAUPFELAG STEINGRÍMSFJARÐAR HÓLMAVÍK OG DRANGSNESI óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum gleðilegra jóla árs og friðar Þakkar gott samstarf og viðskipti á liðnum árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.