Tíminn - 20.12.1991, Qupperneq 18
18 Tíminn
JÓLABLAÐ 1991
Gleðileg jól
farsœlt
komandi ár
Þökkum starfsfólki og viðskiptavinum
gott samstarf á liðnum árum
SAUÐARKROKI - HOFSOSI - VARMAHLIÐ - FLJOTUM
hafa farið á vel heppnaða tónleika
með Bubba, hafa um leið upplifað
sérstaka stemningu þar sem orð og
tónar spila saman eins og best gerist.
Þessi fyrsta ósvikna tónleikaplata
Bubba (áður sendi hann frá sér Blús
fyrir Rikka, sem var að hluta tekin
upp í hljóðveri), skilar þessari stemn-
ingu heim í stofu. Og þar með er til-
ganginum náð.
Mörgum finnst Bubbi njóta sín best
einn með gítarinn, eins og hann
kemur fram á fyrri hluta þessarar
skífú. Seinni hlutinn er léttrafmögn-
uð þjóðlagastemning þar sem Bubbi
nýtur aðstoðar Þorleifs Þorleifssonar,
Reynis Jónassonar og Kristjáns
Kristjánssonar. Annars eru öll lögin
tólf með svipuðum blæ, þó þau
spanni frá ísbjamarblús af sam-
nefhdri fyrstu plötu Bubba, aftur til
Blóðbanda, Sonnetu og Synetu, af
þeirri nýjustu. Þverskurðurinn er
ágætur og gefúr heillega mynd af
trúbadornum Bubba Morthens. Á
plötunni eru tvö lög, sem ekki hafa
verið hljóðrituð áður, Þarafrumskóg-
ur og Rómantík nr. 19, bæði fram-
bærileg, en hvorugt beinlínis smell-
ur. -ÁG
Stórkúkar,
eða stærstu
smellir?
Greitest (S)hits.
Sverrir Stormsker.
Skífan 1991.
Sverrir Stormsker hefur sent frá
sér eins konar „best of' disk, með
átján lögum af fyrri plötum sínum.
Djásnið ber hið frumlega nafn Greit-
est (S)hits, sem er ágætis þver-
skurður af kímnigáfu Stormskersins
í gegnum tíðina.
Þessi átján Iög em héðan og þaðan
af átta laga ferli Sverris. Það er eng-
in ástæða til þess að leggja neinn
sérstakan dóm á efni, sem hefur
komið út áður, en ef þessi lög væru
að koma út í fyrsta skipti myndi ég
spá „Stórkúkum" (eða á að þýða tit-
ilinn sem Stærstu smellir Storm-
skersins?) mikilli velgengni. Hitt er
annað mál að sé litið á langan feril
skáldsins, virðist manni eins og
hann sé að vissu leyti staðnaður í
nokkurs konar neðanbeltisútúr-
snúningahúmor. Að öðru leyti er
hann það ekki, eins og klassíska
platan hans sýnir, og góðir sprettir á
rómantískum nótum.
Sverrir er afleitur söngvari fyrir
minn smekk, þokkalegur lagasmið-
ur, en hans sterkasta hlið er texta-
gerðin, þar sem hann hefur bæði
eyra fyrir hrynjanda og burði til þess
að setja saman vitræna texta, útúr-
snúna eða einlæga. Stormskerið
hittir það oft í mark með Ijóðum
sínum að íslenska vísitöluþjóðarsál-
in hefur gott af því að eiga hann í
plöturekkanum. - ÁG.
Metnaðar-
fullur Geiri
Jörö. - Geiri Sæm. • Sb'fan 1991.
Geiri Sæm er eiginlega hvorki nýtt
nafn né gamalt í íslenskri tónlistar-
flóru. Hann hefúr verið mitt á milli
þess að vera þekkt nafn eða einn af
fjöldanum í poppheiminum. Með
plötunni Jörð, sem kom út í síðasta
mánuði, stígur hann stórt skref í átt
til vaxandi frama og trúlega á hún eft-
ir að skipa honum sess í þessum geira
dægurmenningarinnar.
Tónlist hefúr reyndar aldrei hlotið
fullnaðarviðurkenningu sem menn-
ing, meðal stjómvalda. Gunnar Þórð-
arson „poppafi“ er á listamannalaun-
um, en þar með er virðing stórabróð-
ur fyrir þessari tegund dægurmenn-
ingar nánast upp talin. Það hefúr
verið baráttumál tónlistarmanna og
aðstandenda þeirra um árabil að virð-
isaukaskattur af popptónlist verði
felldur niður, eða allt frá því að bækur
urðu skattfrjálsar við skattkerfisbreyt-
inguna í tíð Jóns Baldvins sem fjár-
málaráðherra. Þversögnin er furðu-
leg. Svo dæmi sé tekið: sönglög með
nótum, prentuð á pappír, eru undan-
þegin skatti, en þegar sá, sem samdi
lögin, selur þau á plasti þarf hann að
greiða ríkinu fjórðung af hverri krónu
sem kemur inn.
Geiri Sæm er tónlistarmaður og á
þann hátt kemur þetta honum allt
saman við. Jörð er sólóplata Geira
númer tvö. Fyrsta plata hans var með
hljómsveitinni Pax Vobis, en eftir að
sú sveit leystist upp gaf hann út breið-
skífuna Fíllinn, en í kjölfarið fylgdi Er
ást í tunglinu, sem hann gaf út með
hljómsveitinni Hungastunglinu. Að
fyiri verkum Geira ólöstuðum er þetta
hans besta verk til þessa og reyndar
eina platan sem ég hef kunnað al-
mennilega að meta.
Á Jörð er að finna tíu ný lög og einn
smell síðan í sumar, Sterann, sem
kom út á safnplötunni Úr ýmsum átt-
um. Þorvaldur B. úr Todmobile kem-
ur talsvert við sögu á þessari skífu, en
hann stjómaði upptöku hennar og út-
setur ásamt Geira fimm laganna. Þor-
valdur setur að sjálfsögðu sín fingra-
för á gripinn og fer vel á því, ekki síð-
ur en á Eldfugli Karls Örvarssonar þar
sem hann var einnig í hlutverki vél-
stjóra. Að öðru leyti er einvalalið á bak
við þessa plötu og nægir þar að nefna
gítarleikarann Kristján Edelstein,
Styrmi Sigurðsson, Nick Cathcart Jo-
nes, Atla Örvarsson og fleiri.
Við fyrstu hlustun virkar platan ekk-
ert sérstaklega grípandi, en strax í
annarri umferð tekur maður eftir
grípandi melódíum laganna og eftir
það venst hún betur og betur. Bestu
lög að mínu mati eru Skuggadrottn-
ing, Slagverk stríðsins og Verum rauð.
Sterinn er svo topp lag, sem flestir
ættu að kannast við af öldum ljósvak-
ans frá í sumar. Einasti löstur Jarðar-
innar eru textamir. Þeir minna á fát-
kenndar tilraunir menntaskólaskálda
til þess að beisla andann, af veikum
mætti. í textana hefði mátt leggja
meiri vinnu, sér í lagi í ljósi þess að
Geiri er að leitast við að miðla boðskap
til hlustenda. Þetta er þó ekki stór
galli, þegar á heildina er litið, og
ástæðuiaust að skammast þegar jafn
metnaðarfull tónlist lítur dagsins ljós.
-ÁG
Bubba-
stemning
Éger.
Bubbl Mortheiu.
Steinar 1991.
Enn einu sinni sendir Bubbi Mort-
hens frá sér plötu og enn einu sinni
góða. Hún heitir að þessu sinni Ég er
og inniheldur tólf lög, sem vom
hljóðrituð á tónleikum á Púlsinum
með Bubba og félögum fyrir rúmu
ári síðan. Tvö laganna em ný, en tíu
þeirra misgömul.
Þrátt fyrir langan dægurmenning-
arferil Bubba á sviði tónlistar ber
hann ekki merki stöðnunnar. Ef til
vill vegna þess að hann hefur mest-
alla tíð verið leitandi og gagnrýninn
listamaður og reynt að halda sig við
núið frekar en „nojuna". Þeir, sem