Tíminn - 20.12.1991, Side 21
JÓLABLAÐ 1991
Tíminn 21
„Það var á dögum Snorra
Sturlusonar. Að hennar ósk var
hann valinn til þess að skjal-
festa Völuspá, en hin dulklædda
freyja mælti hana af munni
fram. Undrið skeði um morg-
un, við sólaruppkomu. Hvfla
hennar var á bergi — bergstalli
í hellismunna... Undur þetta
mun hafa gerst á hinum yngri
árum Snorra Sturlusonar, rétt
fyrir eða eftir giftingarár hans,
áður en hann reisti bú á Borg á
Mýrum, því hellirinn, sem allar
líkur benda til, er í túninu
skammt frá Odda. Hann er
saman fallinn að nokkru og yfir
hann gróið. Um tvo hella er að
ræða. Annar er nefndur í Bisk-
upasögum og hét Sæmundar-
fjós. Þar fórust nautgripir, er
hann féll saman, er mun hafa
verið af völdum jarðhræringa
eða jarðskjálfta... Eg vildi fá vin
minn Guðmund myndhöggvara
frá Miðdal til þess að gjöra
minnisvarða og reisa í Odda og
opna hellinn. En þeir, sendi-
boðarnir, leggja algert bann við
slíku og segja að af geti hlotist
þjóðarógæfa, að róta við slíkri
kraftstöð."
í Langekrutúni sjást merki
um fallna hella og í Vindási var
komið niður á helli, er grafinn
var grunnur að fjósi þar fyrir
allmörgum árum. Hrossabein
voru í einum hellinum. í Lamb-
haga eru fallnir hellar. Munn-
mæli herma að þar hafi verið
lambhellir Sæmundar fróða.
Á Selalæk voru að minnsta
kosti tveir hellar sem nú eru
fallnir. Sagt er að fólk, sem sótti
heyskap í Selalækjarflóð, hafi
fengið að hafa aðsetur í öðrum
þeirra.
Gaddstaðir
Heimildir eru til frá fyrri tíð
um hella á Gaddstöðum. Matt-
hías Þórðarson lýsir tveim heli-
um, sem voru uppistandandi
þegar hann kom þar árið 1917.
Hvorugur þeirra var þá í notk-
un. Annar var skammt frá bæn-
um, um 5 m langur og 2,5 á
breidd, með görðum beggja
vegna. Þar voru nokkur fanga-
mörk og ártölin 1779, 1891 og
auk þess búmerki. Hinn var
fullur af mold og hafði áður
verið fyrir lömb. Báðir þessir
hellar eru nú týndir. Þegar ver-
ið var að grafa fyrir grunni nýs
íbúðarhúss að Freyvangi 6 á
Hellu á Rangárvöllum þann 3.
júlí 1991 fannst áður óþekktur
hellir. Austast í húsgrunninum
kom vélskóflan, sem notuð var
við verkið, niður á hellisop í
sandsteininum neðst í grunn-
inum. Við nánari athugun kom
í ljós að við hliðina á því var og
annar inngangur og var hann
grafinn út með skóflum. Það,
sem sjáanlegt er af hellinum, er
um 6,5 m langur gangur, víðast
um 1 m á breidd en um 1,6 m á
hæð, því talsvert af lausamold
liggur á gólfinu. Gangurinn
hefur í upphafi verið um 1,7 til
1,8 m á hæð og eða nokkurn
veginn manngengur. Innst
vfkkar gangurinn út, eins og
þar hafi verið nokkru víðari
hvelfing, en erfitt er að gera sér
grein fyrir því, vegna þess að
hún er full af mold, sem annað-
hvort hefur hrunið niður um
innfall sem þar er innar, eða
þakið hefur gefið sig.
Hellirinn er höggvinn í frekar
linan sandstein og víða má sjá
för eftir verkfærið, sem notað
hefur verið til að gera hellinn.
Yngsti manngerði hellir, sem vitað er um hérlendis, er í Fiskhól
á Ytri-Sólheimum f Mýrdal. Hann var gerður um 1940 og er not-
aður sem kartöflugeymsla. Ljósmynd: Guðmundur J. Guð-
mundsson.
Þessi för eru víða rétt eins og
þau hafi verið gerð í gær og
bendir það til að hellirinn hafi
lítið verið notaður eftir að
hann var gerður.
Það sérkennilega við þennan
helli eru munnarnir tveir, sem
á honum eru. í nyrðri munn-
anum eru 4 þrep en í þeim
syðri, sem er með tveim
hlykkjum, eru tvö þrep og þar
fyrir neðan dálítill stallur. Erf-
itt er að segja til um hversu
gamall hellirinn er. Gamla bæj-
arstæðið á Gaddstöðum var á
hólnum uppi yfir honum og
hugsanlegt er að einhvern tíma
hafi verið innangengt úr helli í
bæ.
Gleðileg jól
Þökkum gott samstarf og
viðskipti á liðnum árum
Kaupfélag Héraðsbúa
Egilsstöðum - Reyðarfirði
Borgarfirði - Seyðisfirði
arsœlt komandiár