Tíminn - 20.12.1991, Page 23
JÓLABLAÐ 1991
Tíminn 23
NÝJAR
BÆKUR
\l Srl’l l\l KNSKAK
SÖGUK
Margucril' YojUDcenar
Dísir flögra
Út er komin hjá Máli og menningu
smásagnasafnið Austurlenskar sögur
eftir frönsku skáldkonuna
Marguerite Yourcenar, í þýðingu
Thors Vilhjálmssonar.
f þessum sögum flögra skógardísir
um og trylla af mönnum vitið, hetjur
standast ótrúlegustu raunir, en ekíd
yndisþokka kvenna og sjálf guðs-
móðir vitjar manna mild og há; sólin
skín heit og ástin nær út yfir gröf og
dauða. Þessar austurlensku sögur
sem Yourcenar lætur gerast fyrir
löngu síðan f Kína, Japan, Indlandi
eða Balkanlöndum virðast óháðar
stund og stað — þótt hver og ein sé
gluggi að heillandi heimi hins fjar-
læga austurs fjalia þær allar um
ástríður manna sem breytast aldrei,
afrek þeirra og afglöp.
Marguerite Yourcenar (1903-1987)
var ein kunnasta skáldkona Frakka á
öldinni og fyrst kvenna til að vera
kosin í frönsku Akademíuna.
Bókin er 110 bls., prentuð í prent-
smiðjunni Odda hf. Kápu gerði Ro-
bert Guillemette.
Þroskaleið
Bókaútgáfan Skuggsjá hefur gefið út
bókina Leidin til andlegs þroska eftir
bandaríska geðlækninn M. Scott
Peck, í þýðingu Sverris Pálssonar,
Akureyri.
í þessari bók fjaliar M. Scott Peck um
hvemig mönnum getur tekist að
yfirvinna erfiðleika og vandamál í lífi
sínu og í umfjöllun sinni styðst hann
við reynslu sína af lækningu á fjöl-
mörgum sjúklingum sínum, og nefn-
ir dæmi þar um. Þegar reynt er að
forðast vandamálin er fólki hætt við
að staðna í stað þess að læra og
þroskast af því að takast á við erfið-
leikana, sem við er að etja. Peck sýnir
okkur leiðir til þess að mæta erfið-
leikunum og hvemig við öðlumst um
leið betri skilning á sjálfum okkur.
Hann ræðir eðli kærleiksríkra
sambanda milli fólks; sýnir hvernig
greina má muninn á ást og þvf að
vera háður; hvemig maður getur orð-
ið sjálfs síns herra, og hvemig maður
getur orðið betra foreldri. Þessi bók
sýnir hvemig hægt er að horfast í
augu við raunveruleikann og um leið
öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu.
Leiðin til andlegs þroska hefur í
mörg ár verið meðal söluhæstu bóka
í Bandaríkjunum.
Hugmyndir um
sjáfian sig
Út er komin hjá Máli og menningu
skáldsagan íslenski draumurinn eftir
Guðmimd Andra Thorsson.
Höfundur kveður margar persónur
til sögunnar, sem gerist á mörgum
sviðum og ólfkum tímum. Bók hans
er þó öðm fremur saga um vináttu,
ást — og svik, allt skoðað í tengslum
við hugmyndir fslendinga um sjálfan
sig, íslenska drauminn. Er íslenski
draumurinn frægð, frami og skjót-
fenginn auður eða vinna, strit og
þegnskylda í þágu fósturjarðarinnar?
Er það sjálfselska í öðru veldi eða
metnaður fyrir hönd þjóðarinnar? Að
sýna hugsjón sína með hvítum kolli
17. júní, undir rauðum fána í Kefla-
víkurgöngu eða í hlaupagalla í
Reykjavíkurmaraþoni?
Guðmundur Andri Thorsson er
fæddur árið 1957. Hann hefur áður
sent frá sér skáldsöguna Mín káta
angist (1988).
íslenski draumurinn er 200 bls. Ingj-
björg Eyþórsdóttir gerði kápu, en
bókin var unnin í prentsmiðjunni
Oddahf.
íslenskar
myndabækur
Mál og menning sendir nú frá sér
tvær myndabækur eftir Áslaugu
Jónsdóttur myndlistarmann.
Bækumar eru; Fjölleikasýning Ástu
sem ætluð er yngstu bömunum og
segir frá Ástu litlu sem heldur fjöl-
leikasýningu í afmæli mömmu sinn-
ar. Og Stjömusiglingin - Ævintýri Frið-
mundar vitavarðar, sem segir frá því
að önnur stjaman í Tvíburamerkinu
hverfur. Friðmundur og hundur hans
halda í mikla ævintýraferð um him-
ingeiminn og tekst að hafa áhrif á
gang mála.
Báðar bækumar em unnar í prent-
smiðjunni Odda hf.
Vargas Llosa
á íslensku
Mario Vargas Llosa er einn af
víðkunnustu rithöfundum Suður-
Ameríku og það jók enn á frægð hans
þegar hann bauð sig fram í forseta-
kosningunum í ættlandi sínu Perú á
síðasta ári og munaði litlu að hann
næði kosningu. Skáldsögur hans
berast vfðsvegar um heiminn en á
íslensku hefur hann ekki verið þýdd-
ur fyrr en nú að hin fyndna háðsaga
hans, Pantaljón og sérþjónustan,
birtist nú f íslenskri þýðingu. Sagan
gerist í landamærahémðum í
frumskógum Perú. Þar em miklir
herir til að gæta landamæranna og
þeir em Iangt leiddir vegna skorts á
kvenfólki.
Samkvæmt inngangi þýðandans, Sig-
rúnar Ástríðar Eiríksdóttur lektor f
spænsku, er þessi saga spunnin upp
úr vemleikanum.
W1
I
wr,
fé
m
pi
Óskum starfsfólki
okkar
og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári
Þökkum gott samstarf
og viðskipti á liðnum árum
Kaupfélag
Langnesinga
wvwvWWWWN^, .
//■
Sendum viðskiptavinum, svo og
landsmönnum öllum bestu óskir um
gleðileg jól og farsœlt
komandi ár
Þökkum gott samstarf og viðskipti á líðandi ári
Ingvar
Helgason hf
Farsœlt nýtt ár
'JlhllllllL
M:
f///i