Tíminn - 08.01.1992, Side 7

Tíminn - 08.01.1992, Side 7
Miðvikudagur 8. janúar 1992 Tíminn 7 Laxámar og hafbeitin Alþekkt er að ýmis vandamál geta komið upp þegar hafín er ný starf- semi sem snertir þá atvinnugrein sem fyrir er. Þetta hefur berlega komið í ljós varðandi fískeldi og villta laxastofninn, eins og alkunna er, m.a. vegna hættu á að eldisfískur valdi usla í laxveiðiánum, sjúk- dómahættu og mengunar frá eldisstöðvum í vatnakerfí ánna. Þá hefur komið fram gagnrýni á hafbeitarstöðvar vegna fyrirkomulags Frá hafbeitarstöö Silfurlax hf. Séð inn fjörðinn. þeirra á töku á laxi. Þá er og á hitt að líta að veruleg brögð hafa verið að því að hafbeitar- lax hafi skilað sér í aðrar stöðvar en heimastöð sína, og jafnvel villst í verulegum mæli í hafbeitarstöð á Vestfjörðum þar sem ekki hefur ver- ið sleppt gönguseiðum um árabil. Hér er á ferðinni vandi fyrir hafbeit- arstöðvamar sem þær vissulega leita leiða til að komast út úr. Er kannski eitthvað áfátt með sleppi- tæknina eða er sterk laxalykt ástæð- an? Almennt um laxveiðina Laxagengd í árnar hefur verið í lægð á undanfömum ámm vegna lakari skilyrða fyrir laxinn í hafinu. Hins vegar eru góðar horfur á að bjart sé framundan í þessum efnum, strax á þessu ári. Á hinn bóginn hef- ur aukning orðið á laxagengd í haf- beitinni, fyrst og fremst vegna auk- inna gönguseiðasleppinga úr stöðv- unum. Þó hafa heimtur, miðað við fjölda slepptra seiða, ekki verið í sama takti, því að eins hefur gert hjá þeim og með laxagengdina í árnar. Hið sama varðar, að sjálfsögðu, haf- beitarlaxinn og villta laxinn úr ár- um, meðan laxinn dvelur í hafinu, hver svo sem uppruni hans er, er hann háður hita sjávar og fæðuskil- yrðum á þeim slóðum. Ólflcur veiðiskapur Ólíku er saman að jafna með töku á laxi í ánum og hjá hafbeitarstöðvun- um, eins og alkunna er. Langmestur hluti af veiðifangi villta laxins er stangaveiði sem fer fram víðs vegar um árnar. Hjá hafbeitarstöðvunum er laxinn látinn ganga í gildrur, veiddur í netvörpur eða með ádrætti á umráðasvæði stöðvanna. Stærsti hluti hafbeitarlaxins er tekinn á svæði þar sem gætir sjávarfalla, þ.e. á ósasvæðum stöðvanna, ef svo má að orði komast. Laxinn eigi val Um nokkurt skeið hefur komið fram gagnrýni á töku á laxi í hafbeit- arstöðvum frá laxveiðieigendum við ámar og stangaveiðimönnum. Hafa mál þessi verið rædd á fundum sam- taka þessara aðila, auk þess sem nær allir veiðieigendur við Hvammsfjörð og norðanverðan Breiðafjörð hafa komið á framfæri gagnrýni sinni í þessum efnum. Sumir óttast vafalaust að verið sé að taka að einhverju leyti með bún- aði hafbeitarstöðvanna lax sem sé á göngu í árnar. Laxinn þurfi að eiga þann kost að geta haldið för sinni áfram, eftir að hafa slæðst inn á ósa- svæði hafbeitarstöðvar, en lokist ekki af í netvörpu sem hann eigi ekki útgönguvon úr. Þá telja menn að gilda eigi sömu reglur um veiði- skap stöðvanna eins og um árnar, þar sem faðmlög við netmöskva eru ekki eini kosturinn sem býðst villta laxinum á göngu um árnar þar sem netum er lagt í vatn. Að vera í fullum rétti Forráðamenn hafbeitarstöðvanna telja sig hins vegar vera í fullum rétti til að hafa þann hátt á sem þeir hafa við töku á laxinum. f Iögum um lax- og silungsveiði er gert ráð fyrir að veiðimálastjóri veiti hafbeitar- stöð viðurkenningu. Það gerist þeg- ar sýnt er að stöð hafi þann rekstur að geta fengið viðurkenningu sem tekur þá eingöngu til umráðasvæðis viðkomandi stöðvar. Slík viðurkenn- ing felur í sér að stöðin getur at- hafnað sig að eigin vild á sínu svæði. Vitað er að óskað hefur verið opin- bers mats til að fá skorið úr um um- ráðasvæði hafbeitarstöðvar. Tvö slík möt hafa farið fram á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem kveðið var á um ós í sjó, sem telja verður neðri mörk umráðasvæðis stöðvar, sam- kvæmt hliðstæðu um árnar. Slíkt mat breytti engu í þessu tilviki, hvað stöðina snerti. Hins vegar er vitað að forráðamenn stöðvanna vilja fá úr því skorið að þeir séu ekki að taka lax úr ánum. Þeir vilja vafalaust ekki eiga í útistöðum við veiðieigendur við árnar eða aðra sem veiðimálum sinna, enda hafa þessir aðilar sam- eiginlega hagsmuni sem þarf að vernda, svo sem eins og gegn veiði- þjóftiaði. Að finna lausn Af því sem fram hefur komið er ljóst að finna verður lausn á því máli sem hér hefur verið gert að umtals- efni. Veiðiréttareigendur munu ekki sætta sig við annað. Setja þarf skýr- ar reglur um fyrirkomulag á töku á laxi í hafbeitarstöð, eins og samtök veiðieigenda hafa óskað eftir. Jafn- framt þarf, eins og samtök veiðieig- enda og stangaveiðimanna hafa farið fram á við Veiðimálastofnun, að skoðaður verði fiskur sem í stöðv- arnar kemur og gengið úr skugga um uppruna hans. Þetta er unnt að gera m.a. með því að taka hreistur af laxinum. Er þess að vænta að lausn finnist á þessu vandamáli, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Einar Hannesson Hafbeitarstöð Silfurlax hf. I Hraunsfirði. Myndin er tekin af þjóðvegi. Myndir: EH Nikulás II. I skauti fjölskyldunnar þegar allt lék I lyndi, fyrir byltinguna. Verðir varpa ljósi á síðustu ævistundir Rússakeisara Að utan Lengi hefur mönnum leikið for- vitni á að vita nákvæmlega hvemig aftöku Nikulásar II. Rússakeisara og fjölskyldu hans bar að. M.a.s. hafa oftar en einu sinni komist sögusagnir á kreik um að einhver barna keisarans hafí komist undan og fíúið land. Vafalaust er þar fræg- ust Anastasia dóttir hans, sem allt í einu skaut upp kollinum á Vestur- löndum, reyndar fleiri en ein, og tókst að slá ryki í augu fjölda fólks. Var m.a. gerð um hana fræg kvik- mynd þar sem Ingrid Bergman fór með hlutverk prinsessunnar. Síðar kom í ljós að „Anastasia" var óbreytt alþýðukona, Anna Anderson að nafni. Nú hefur verið birtur vitn- isburður sjónarvotts og þátttakanda í aftökunni sem þykir taka af allan vafa um að Anastasía hafi reyndar verið líflátin ásamt fjölskyldu sinni í grennd Ekaterinburg 1918. Nýju ljósi hefur verið varpað á einn mesta leyndardóm rússneskrar sögu, þ.e. hvernig byltingarmenn bolsévíka réðu Nikulás II. keisara, konu hans og fimm börn bana 1918. í dagblaði í Moskvu birtist nýlega skráður vitnisburður tveggja bræðra, Alexei og Mikhail Ka- banovs, sem báðir eru látnir en voru í hópi leynilögreglumanna sem gættu Romanov-fjölskyldunnar í húsi í grennd við Ekaterinburg í Úr- alfjöllum. Alla tíð síðan hefur gengið orðróm- ur um að einhverjir meðlimir fjöl- skyldunnar, þ.á m. Anastasia prins- essa, kunni að hafa komist undan á flótta frá Rússlandi eftir byltinguna. Af þessum nýjustu upplýsingum að dæma leikur enginn vafi á því að hún var einnig tekin af lífi. .JVljög þykkir veggir voru á þessu herbergi" Annar bræðranna sagði að áætlun- in um að drepa fjölskylduna byggð- ist á því að hvetja þau til að færa sig úr herbergi í „öruggu húsi“ þar sem þau voru í gæslu, til húsakynna leynilögreglumannanna. ,jdjög þykkir veggir voru á þessu her- bergi," skrifaði Alexei Kabanov, „og að okkar áliti átti engin hætta að vera á því að hávaðinn af skothríð- inni heyrðist inn til borgarinnar." Bræðurnir létu fylgja með ná- kvæmar lýsingar á fjölskyldunni kvöldið sem aftakan fór fram. Niku- lási lýstu þeir svo að hann væri „meðalhár, með stutt og uppbrett nef og virtist ánægður". Alexandra kona hans var „rauðhærð og ólag- leg“. Bræðurnir segja í skýrslu sinni að einkasonur hjónanna, Nikulás, sem var blæðari, hefði virst vera veikur. „Hann gat ekki notað fæt- uma. Þegar hann var úti í garði varð að bera hann til og frá.“ Keisarinn skotinn fyrstur Skömmu áður en aftakan var gerð skaut vörður viðvörunarskoti í átt að keisaranum til að koma í veg fyr- ir að hann stæði nærri glugga þar sem þeir sem fram hjá fóru kynnu að koma auga á hann. „Keisarinn stóð gjarnan við gluggann og fylgd- ist með því sem gerðist á götunni," skrifaði Mikhail Kabanov. „Það var ekki nema ein leið til að koma í veg fyrir það, þ.e.a.s. að skjóta honum skelk í bringu. Einn daginn skaut vakthafandi vörður á gluggann. Keisarinn var svo hræddur að hann æddi í burt og faldi sig undir rúmi." Keisarinn, eða einfaldlega Nikulás Romanov eins og hann er nefndur í vitnisburðinum, var skotinn fyrst- ur. Það var Mikhail Medvedev lög- reglumaður sem þrýsti á gikkinn og eitt skot nægði. Kabanov hjálp- aði svo allmörgum „félögum" að skjóta eftirlifandi fjölskyldumeð- limi. Reynt að yfirgnæfa hávaðann Böðullinn segir að gömlum Ford- vörubfl hefði verið gefið rækilega inn utandyra þegar skothríðin hófst, til að kæfa óp fjölskyldunnar. En þrátt fyrir þessar varúðarráð- stafanir sagði Alexei Kabanov að gauragangurinn hefði heyrst til bæjarins. Fjórir hundar Nikulásar fóm að gelta og juku þannig við hávaðann og verðirnir ákváðu að hætta skot- hríðinni. Hundamir voru hengdir og aðrir í fjölskyldunni, og auk þess vinnukona, vom drepnir með „köldu vopni" og er þá sennilega átt við hníf. Verðirnir tilheyrðu fyrstu bolsé- vikaleynilögreglunni, Tékunni. Þeir rannsökuðu ferðakoffortin með eigum fjölskyldunnar að aftök- unni lokinni. Þar var að finna hirð- kjóla, myndir af fjölskyldunni og klæðnað úr eigu Gregori Raspú- tíns, munksins dularfulla sem álitið var að hefði haft dáleiðandi áhrif á keisaraynjuna. Dagbækur prinsessanna lýstu hugsunarlausu munaðarlífí Alexei Kabanov hafði sérstaka skömm á dagbókunum sem keis- aradætumar fjórar höfðu haldið. ,AHar dætumar héldu nákvæmar dagbækur," er haft eftir honum í dagblaðsgreininni. „Við skoðuðum bækurnar vel og það alveg augljóst af innihaldinu að þessar fullvöxnu hefðarkonur áttu tómlegt munað- arlíf þar sem þær gerðu ekkert ann- að en að borða morgunmat, hádeg- ismat, kvöldmat, stunda bænir og sofa. Ekkert annað einkenndi dag- ana hjá þeim, engar hugrenningar eða nokkuð annað."

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.