Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23, janúar 1992 15. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Aflaheimildir á þessu ári hafa aukist og horfur eru á að tekjur þjóðarbús- ins verði meiri en áður var talið: Er svartsýnisrausið bara misskilningur? Á síðustu dögum og vikum hafa komið fram upplýsingar sem benda til að svartnættið í íslenskum efnahagsmálum sé ekki jafnmikið og talið hefur verið til þessa. Aflaheimildar hafa verið auknar í loðnu og rækju og meira er eftir af kvóta á yfirstandandi kvótaári en áður var talið. Bókmennta- verðlaun Norður- landaráðs til íslands „Ég lít svo á að ég sé ekki annað en dropi í þeim straumi sem ís- lenskar bókmenntir eru,“ sagði Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfundur sem í gær hlaut bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs. Sjá viðtal við Fríðu ^ á blaðsíðu 3 Timamynd V. Árni Bjarna Þegar aflaheimildir fyrir yfirstand- andi kvótaár voru ákveðnar síðast- liðið sumar var talað um að þjóðar- búið hefði orðið fyrir 7-8 milljarða tekjutapi. Nú hefur loðnukvótinn verið aukinn tvisvar sinnum þannig að horfur eru á að loðnuaflinn verði eins og í meðalári. Rækjukvótinn hefur einnig verið aukinn þannig að horfur eru á að rækjuaflinn á þessu ári verði svipaður og á síðasta kvóta- ári. Botnfiskveiðar gengu verr á síð- ustu mánuðum nýliðins árs en gert var ráð fyrir. Þetta þýðir að kvótinn á fyrstu átta mánuðum þessa árs verð- ur meiri en búist var við. Þá hefur Alþingi samþykkt að selja veiði- heimildir Hagræðingarsjóðs til flot- ans, sem eykur aflaheimildir hans nokkuð. Þetta femt gerir það að verkum að afli á þessu ári verður meiri en spáð var. Eftir sem áður er um samdrátt í sam lagning á ríkis• h eftinu? Baksíða afla að ræða. í ágúst var áætlað að samdrátturinn yrði 10-12%. Nú þykir ljóst að samdrátturinn verður að öllum líkindum innan við 5%. Þar að auki bendir flest til að olíu- verð verði mun lægra á þessu ári en reiknað var með. Óvíst er hvað lækkunin verður mikil. Gert er ráð fyrir bensínlækkun um næstu mán- aðamót sem gæti þýtt að bensín hafi lækkað frá áramótum um 8%. 10% lækkun á olíu bætir viðskiptakjörin um nálægt 0,6%. Þjóðhagsstofnun fýrirhugar að leggja fram nýja þjóðhagsáætlun í byrjun febrúar. Þórður Friðjónsson þjóðhagsstofustjóri sagðist ekki geta sagt um hvemig tölumar myndu líta út í nýrri þjóðhagsspá. Verið væri að afla upplýsinga og vinna úr tölum. „Þessi þróun á undanförnum mán- uðum sýnir vel að aðstæður í efna- hagslífinu em síbreytilegar og þess vegna þarf þjóðhagsspá að vera í sí- felldri endurskoðun," sagði Þórður. Hugsanlegt er að á sama tíma og ný þjóðhagsspá kemur út verði gengið frá nýjum kjarasamningi, en slíkir samningar myndu gera spána úr- elta. Aukinn afli hefur áhrif á þjóðartekj- ur og landsframleiðslu. í síðustu spá Þjóðhagsstofnunar er því spáð að þjóðartekjur minnki um 6,1% Oj landsframleiðsla um 4,1 %. -E< Forystumenn VMSÍ segjast vera tilbúnir til að ræða um kjarasamninga við stóra samningaborðið. Búist er við að ASÍ gefi grænt Ijós á mánudaginn: VMSÍ ER TIL í SLAGINNI Forystumenn Verkamannasambands íslands tilkynntu forystu Vinnuveitendasambands íslands formlega í gær aö VMSÍ væri til- búið til viðræðna um aðalkjarasamning. Miðstjórn ASÍ kemur saman á mánudaginn í næstu viku og er búist við að á fundinum verði tekin ákvörðun um að ASÍ gerist aðili að samningaviðræð- unum. Gangi þetta eftir verður fijótlega farið að ræða við bankana og stjómvöld um ýmsa þætti sem áhrif hafa á kjarasamninga. Ákvörðun VMSÍ um „að fara inn á stóra samningaborðið", eins og Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, orðar það, byggist á því að sambandið hefur náð nokkrum ár- angri í sérkjaraviðræðum, einkum fiskvinnsludeild þess. Önnur félög hafa sáralitlum árangri náð í sér- kjaraviðræðum, eins og Ld. verslun- armenn. Þessi félög standa nú frammi fyrir því hvort þau eiga að fara að ræða um „þjóðarsátt" eða halda áfram að reyna að þrýsta á í sérkjaraviðræðum. Reiknað er með að félögin samþykki að koma að stóra samningaborðinu með því skil- yrði að áfram verði fjallað um sér- kjör. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði í gær að VSÍ hefði fallist á þetta. VSI ætlar að ræða við verslunarmenn í dag um sérkjör. Bjöm Grétar sagði að fúlltrúar VMSÍ hefðu tekið það skýrt fram á fundinum í gær að allar þær sérkröf- ur sem ekki hafa þegar verið af- greiddar myndu verða lagðar fram við stóra samningaborðið og ræddar samhliða almennum kröfum. Miðstjórn ASÍ kemur saman á mánudaginn ásamt formönnum landssambanda og svæðasambanda. Búist er við að á þeim fundi verði tekin ákvörðun um að hefja viðræð- ur við vinnuveitendur um gerð aðal- kjarasamninga. Bjöm Grétar sagðist vonast eftir að þær viðræður hefjist fljótlega í næstu viku. Um þá ákvörðun sem VMSI hefur nú tekið sagði Bjöm Grétar: „Við töldum okkar vera á ákveðnum tímamörkum. Annaðhvort var að fara í ákveðnar aðgerðir eða reyna að þoka þessu áfram með því að kalla fleiri til. Ég lít svo á að önnur félög standi frammi fyrir þessari sömu spumingu." Vinnuveitendur og verkalýðshreyf- ingin eru sammála um að ein af for- sendum fyrir gerð kjarasamninga sé lækkun vaxta. „Ég held að þjóðin sé sammála um að það þurfi að lækka vexti," sagði Bjöm Grétar. „Það kann að vera að það séu til menn sem sitja inni í píramítatumum sem skilja ekki þetta samhengi hlutanna. Þeir sem em í atvinnurekstri skilja þetta og sama gildir um þá sem standa fyr- ir heimili. Það kann að vera að þeir sem fengu útborgaðar 900 milljónir í vikunni séu annarrar skoðunar. Við ætlum okkur hins vegar að lemja niður vexti með góðu eða illu.“ Þórarinn sagðist vona að árangur yrði af viðræðum við bankana um lægri vexti. Sjónarmið bankanna væri að þeir ættu erfitt með að lækka vexti vegna óvissu í efnahags- málum. Þórarinn sagðistvonasteftir að hægt yrði að eyða þessari óvissu með gerð nýrra kjarasamninga. Þórarinn sagðist telja að vinnuveit- endur og verkalýðshreyfingin ættu sér sameiginleg markmið, m.a. að varðveita kaupmátt, bæta atvinnu- ástandið og halda áfram að lækka verðbólgu. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.