Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. janúar 1992 Tíminn 7 Tvístígandi fursti í Kúvæt: Lýðræði getur beðið ljósakrónumar hafa forgang! Nú er liðið ár síðan stríð var rekið af miklum móð við Persaflóa, en her bandalagsríkja undir forystu Bandaríkjamanna réðst til at- lögu við íraskan innrásarher í Kúvæt 17. janúar 1991. Stríðið stóð stutt, aðeins sex vikur, og síðan hófst endurreisnin í þessu auðuga olíurfld. Margir gerðu sér miklar vonir um breytingar á stjórnskipun í landinu, sem lflct er við lénsskipulag, en þær hafa lítið látið á sér kræla enn sem komið er. Enn ræður furstafjöl- skyldan al-Sabah lögum og lofum, en ekki sætta sig allir við það. Sagt er að eina skjóta ákvörðunin, sem furstinn í Kúvæt hafi nokkum tíma tekið, hafi verið þegar hann stökk upp í Mercedesbfiinn sinn og æddi yfir landamærin meðan írask- ir skriðdrekar brunuðu í áttina að fúrstahöllinni. Núna, þegar sambandsherinn und- ir forystu Bandarikjamanna hefur aftur komið honum í öruggt skjól innan um gullkranana sína og glampandi ljósakrónur, er háll furstinn aftur orðinn tvístígandi og reynir að verjast kröfum fólksins, sem farið er að ókyrrast, um um- bætur og meira lýðræði. Þessi tregða furstans fer sérstak- lega fyrir brjóstið á Aishaa al-Yahya, en nafn hennar er orðið á allra vör- um í landinu. Margar milljónir manna hlusta á daglegan útvarps- þátt hennar um málefni fjölskyld- unnar. En hún er ekki bara vinsæl útvarpskona í Kúvæt; í augum landa sinna er hún hetja. Starfaði með and- spymuhreyfingunni Þegar íraskur her lagði Kúvæt undir sig fyrir hálfú öðru ári, kom hún fram eins og sannur föður- landsvinur. Hana skortir ekki fé — glæsilegt íbúðarhús hennar og þungir gullskartgripir eru til vitnis um það. Hún gæti hafa slegist í för með hinum stóra hópi efnaðra Kú- væta, sem lögðu leið sína yfir eyði- mörkina í öryggið í Saúdi- Arabíu. En Aishaa, 38 ára gömul, ákvað að sitja sem fastast og starfa með and- spymuhreyfingunni. Meðan kúvæska furstafjölskyld- an beið þess að stríðinu lyki á íúx- ushóteli í fjöllum Saúdi-Arabíu, ögraði Aishaa íraska hemum með því að færa vinum sínum í felum mat. Á sama tíma og furstinn fordæmdi ódæði óvinarins utan skotmáls Scu- deldflauganna, bjó Aishaa við stöð- uga hættu. Hún lagði líf sitt að veði með því að bjóða andspymumönn- um skjól á heimili sínu. Hún notaði smurt brauð og sígarettur til að komast framhjá íröskum varð- mönnum til að smygla matarpökk- um til fjölskyldna, sem vom of skelf- ir.gu lostnar til að voga sér út fyrir hússins dyr. Og á meðan stjómandi Kúvæts var enn að velta fyrir sér hvort hann ætti að taka þá áhættu að snúa aftur til hins stríðshrjáða lands síns mörgum vikum eftir að stríðinu lauk, tók Aishaa dyggan þátt í því að endurreisa það. Það virðist hámark vanþakklætis- ins, en enn hefur furstafjölskyldan ekki séð ástæðu til að launa tryggð hennar og föðurlandsást. Aishaa fer svo sem ekki fram á mikið: aðeins að fá þann einfalda rétt almenns borgara að greiða atkvæði í kosn- ingum, réttindi sem öllum kúvæsk- um konum eru meinuð skv. Iögum. Furstinn ætlar kannski að hugleiða málið — ef hann hefur tíma! Jaber al-Ahmed al-Sabah fursti hef- ur gefið í skyn að hann kunni að láta svo lítið að hugleiða málefnið kven- frelsi á næstu vikum, að svo miklu leyti sem ströng vinnuáætlun hans leyfir. Það gefur a.m.k. vonir um að hann komist í þetta verkefni áður en kosningamar fara fram, sem ráð- gerðar eru á þessu ári. En Aishaa er samkvæm sjálfri sér og í samræmi við baráttuandann, sem skerptist á þeim mánuðum sem stríðið stóð, hefur hún ákveðið að bíða ekki bara eftir því að fúrst- inn geti ákveðið sig. Hún hefur kastað stríðshanskanum með því að tilkynna framboð sitt í kosningum til kúvæska þingsins. Hún viður- kennir að þetta sé ótímabær yfirlýs- ing, þegar haft er í huga að konum er bannað að greiða atkvæði, hvað þá að gefa kost á sér til opinbers embættis. En hún vill knýja hinn önnum kafna fursta til að einbeita sér að málefnum kvenna, í þeirri von að hann kunni að taka sönsum. Hún bendir á að kúvæskar konur hafi Iát- ið mikið til sín taka meðan landið var hemumið. Þær hafi borið skila- boð, flutt vopn og komið fyrir bfi- sprengjum. Þær hafi stjómað mót- mælum og írakar drepið þær fyrir vikið. ,Nú höfum við unnið til þess að ráða einhverju um hvemig land- inu er stjómað,“ segir hún. Afstaða þjóðarínnar til furstafjölskyldunnar breytt Ári eftir að „Eyðimerkurstormi" var hrint í framkvæmd, er rödd Ais- haa aðeins ein af mörgum sem heyra má andmæla stjóm al-Sabah- fjölskyldunnar, en flótti hennar meðan á innrásinni stóð og frammi- staða eftir það hefúr að miklum hluta eytt blindu trausti þjóðarinn- ar til hennar. Furstinn leysti upp síðasta þing þjóðarinnar 1986, en þar sátu ein- göngu karlar, þegar það var orðið of málgefið. Hann tekur því talsverða áhættu með því að samþykkja að láta fara fram kosningar. Það gerir reyndar andstaðan líka, en hana fyll- ir ósamstætt bandalag lýðræðis- sinna, menntaðra á Vesturlöndum, Búið er að slökkva olíueldana, sem loguðu glatt í mörg hundruð ol- lulindum eftir að írakar yfirgáfu Kúvæt. og kvennahópa annars vegar, og is- lamskra bókstafstrúarmanna hins vegar. Einhvem veginn verða þeir að finna ráð gegn þeirri föðurlegu forsjá og styrkjum, sem al-Sabah- fjölskyldan hefúr gert að venju að kaupa sér stuðning með. Eftir að Aishaa tilkynnti um fram- boð sitt, mynduðust brestir í banda- lagið. Bókstafstrúarmennimir, sem eru ákveðnir í að koma á sharia (is- lömskum lögum), segja að þeir sætti sig við þá meginreglu að kon- ur fái kosningarétt, en álíti að mikil- vægari mál hafi forgang. „Það getur verið að í framtíðinni ættu konur að hafa kosningarétt, en nú myndi það bara rugla kjósendur," segir Ahmed Baquir, forystumaður bókstafstrú- arflokksins Salafine, á fundi þar sem karlar sitja að tedrykkju og ræða málefni ríkisins. Enduruppbyggingín gengur hægt Að hluta var hann að vísa til þeirr- ar nauðsynjar að koma aftur á fjöl- flokkakerfi. En hann var ekki síður að benda á himinhrópandi vanda- mál vegna endurbyggingarinnar. Það er rétt að búið er að slökkva ol- íueldana í landinu og aftur eru það stórir amerískir bfiar sem leggja undir sig hraðbrautimar. Alþjóð- legu hótelin og stóru verslanamið- stöðvamar em aftur tekin til við stórviðskiptin og gefa vinnukonun- um frá Bangladesh tilefni til að gapa af undrun þegar þær kíkja í búðar- gluggana. Höll furstans við sjávarsíðuna hefur aftur tekið á sig fyrri glæsi- brag. En glæsibragurinn er bara á yfir- borðinu. Raunveruleg endurbygg- ing gengur skelfilega hægt og á þar ekki síst hlut að máli ágimd al- Sabah-fjölskyldunnar. í gamla borg- arhlutanum má enn sjá merki stríðsins hvarvetna og í eyðimörk- inni umhverfis borgina em á víð og dreif skemmdir skriðdrekar, hlutar úr stórskotaliðsútbúnaði og eyði- lagðir bflar, sem íraskir hermenn stálu til að reyna að flýja. Skiljanlegur er hægagangurinn á endurreisninni í eyðimörkinni, á orrustuvöllunum úir og grúir af jarðsprengjum og öðmm skotfær- um, sprengjum sem flugvélar bandamanna létu falla, allt að 400 í kippum, og margar hverjar spmngu ekki eins og til var ætlast. En það er erfiðara að skilja hversu þungur róðurinn virðist vera að koma Kúvætborg í sitt fyrra glæsi- lega horf. Það er almennt vitað að það var fyrsta verk furstans, þegar hann sneri heim, að láta setja upp nýjar Ijósakrónur í stað þeirra sem eyðilagst höfðu í höllinni hans við sjávarsíðuna. Sumir álíta að vandinn liggi í ein- hverju öðm en einfaldlega skorti á stefnufestu. AbduIIah Nibari, aðal- ritari andstöðuflokksins Lýðræðis- legur vettvangur, segir að al-Sabah- fjölskyldan notfæri sér forréttindin til hagsbóta fyrir sjálfa sig og ættina. Hann segir marga þar á bæ eiga fyr- irtæki, sem eiga í samkeppni um Furstinn í Kúvæt er ekkert að flýta sér að koma á lýðræði I landinu. viðskipti við ríkið, og það liggi í aug- um uppi að þar séu þeir í betri stöðu en aðrir verktakar. Þegar fjölskyldu- meðlimimir nái samningi, láti þeir vera að uppfylla skilyrði hans. T.d. ef eigi að skila einhverju verki á tveim ámm, sýni það sig að það taki fjögur eða jafnvel fimm ár og enginn geti framfylgt refsiákvæðum. „Nú er það verra en nokkm sinni fyrr. Fjölskyldan stendur í þeirri trú að hún geti notfært sér þessa klípu til að bæta eigin hag. Eftir frelsun landsins er hún að hrifsa til sín það, sem hún kemur höndum yfir af ágóðanum vegna endurbyggingar- innar," segir hann. Útlendingahatríð Og þá má ekki gleyma útlendinga- hatrinu, sem tekið hefur völdin eftir frelsunina og valdið stómm eyðum í vinnuaflinu. Vestrænir útlagar hafa liðið fyrir það og sumir þeirra hafa orðið að endurgreiða erfiðleika- greiðslur, sem þeir fengu meðan á hemáminu stóð. En þrengingar þeirra, sem oftast em látnar í ljós yf- ir „e og t“ (etanol og tonic, drykk sem gerður er úr tölvuhreinsivökva til að komast framhjá áfengisbann- inu), verða að engu í samanburði við örlög hinna ógæfúsömu Palest- ínumanna. Fyrir innrásina vom yfir 400.000 Palestínumenn í KúvæL Nú em þar innan við 50.000 eftir. PLO studdi írösk yfirvöld, og Palestínumenn- imir supu seyðið af því. Sumir þeirra áttu samstarf við innrásar- mennina, en jafhvel þeir Palestínu- menn, sem ekki gerðu það, urðu að þola útskúfún. Núna bera heilu raðimar af yfir- gefrium íbúðarblokkum í hveiju út- hverfi vitni um nauðungarbrott- flutning þess fólks sem myndaði miðstéttina í Kúvæt: verkstjóranna, kaupmannanna og iðnaðarmann- anna. „Meðan á hemáminu stóð færði ég kúvæsku vinnuveitendun- um mínum mat og fylgdist með því að írakar legðu skrifstofur þeirra ekki í rúst,“ segir 49 ára Palestínu- maður, sem nýfarinn er til Jórdaníu til að sameinast fjölskyldu sinni. „Hér átti ég heima í 31 ár og nú á ég ekkert"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.