Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 24. janúar 1992
Guðný Þórarinsdóttir
Fædd 4. júní 1903
Dáin 2. janúar 1992
Kynslóðir koma, kynslóðir fara.
Nú, er hillir undir aldamótin, sjáum
við á bak einum af öðrum af kyn-
slóðinni, sem fædd var um aldamót-
in síðustu. Gengin er mæt merkis-
kona, Ingveldur Guðný Þórarins-
dóttir húsfreyja í Krossdal í Keldu-
hverfi í Norður- Þingeyjarsýsiu.
Guðný fæddist í Þórunnarseli í
Kelduhverfi 4. júní 1903. Foreldrar
hennar voru Þórarinn Sveinsson
bóndi í Kílakoti í sömu sveit, og
kona hans Ingveldur Björnsdóttir.
Þórarinn var sonur Sveins b. og
hreppstjóra í Kílakoti Grímssonar b.
á Víkingavatni Þórarinssonar b. á
Víkingavatni Pálssonar b. á Víkinga-
vatni Arngrímssonar sýslumanns á
Stóru-Laugum í Reykjadal, Hrólfs-
sonar sýslumanns á Grýtubakka,
Sigurðssonar sýslumanns á Víði-
mýri, Hrólfssonar sterka lögréttu-
manns á Álfgeirsvöllum Bjarnason-
ar. Hólmfríður kona Gríms Þórar-
inssonar var dóttir Sveins b. og
hreppstjóra á Hailbjarnarstöðum á
Tjörnesi og var hún systir Guðnýjar
móður Kristjáns Jónssonar Fjalla-
skálds og Bjargar ömmu Jóns
Sveinssonar, Nonna. Móðir Þórarins
Sveinssonar var Vilborg Þórarins-
dóttir, Pálssonar, Þórarinssonar
Pálssonar Arngrímssonar.
Ingveldur móðir Guðnýjar var
dóttir Björns b. á Litla-Hálsi í Grafn-
ingi, Oddssonar b. á Þúfu í Ölfusi,
Björnssonar b. og hreppstjóra á
Þúfu Þorsteinssonar b. á Núpum,
Jónssonar b. á Völlum, Þúfu og
Breiðabólstað í Ölfusi. Kona Odds
Björnssonar á Þúfu var Jórunn ljós-
móðir Magnúsdóttir ríka útvegs-
bónda og hrstj. Þorlákshöfn Bein-
teinssonar b. og lögréttumanns í
Þorlákshöfn og Breiðabólstað, Ingi-
mundarsonar b. í Holti Bergssonar,
sem Bergsætt er kennd við.
Þau Ingveldur og Þórarinn, foreldr-
ar Guðnýjar, kynntust austur á
Vopnafirði, þar sem þau störfuðu
um hríð hjá Benedikt Þórarinssyni
móðurbróður hans, sem rak þar
greiðasölu. Fékk þá Þórarinn viður-
nefnið Vopni til aðgreiningar frá öll-
um nöfnum sínum og frændum í
Hverfinu.
Hann var hagyrðingur góður og
orti allmikið, m.a. í sveitarblaðið
Hörpu, sem var handskrifað og gekk
bæja á milli. Hann var elskulegur
heimilisfaðir og sagði skemmtilega
frá, svo unun var á að hlýða. Hann
mun ekki hafa verið gefinn fyrir bú-
skap, „var skilsamur maður að eðlis-
fari og orðheldinn, en hins vegar
sveimhugi og horfði skáldaaugum á
lífið“ (Karl Kristjánsson í Árbók
Þingeyinga 1963). Þannig lýsti hann
sjálfum sér:
Skarðan drátt frá borði bar,
bam að háttum glaður;
völl hann átti, en hann var
enginn sláttumaður.
Ingveldur kona hans var hinn
mesti dugnaðarforkur; auk búsýslu
stundaði hún karlmannafatasaum,
sem hún hafði lært í Reykjavík.
Guðný ólst upp í Kílakoti ásamt
systkinum sínum, sem nú eru öll
látin. Þau voru: Sveinn listmálari í
Reykjavík, f. 1899, kv. Karen Agnete
Þórarinsson; Vilborg húsfreyja á
Húsavík, f. 1901, g. Birni Stefáns-
syni frá Ólafsgerði; og Björn bóndi í
Kílakoti, f. 1905, kv. Guðrúnu Ás-
björnsdóttur.
Guðný átti góða æsku. Foreldrum
hennar var annt um að mennta
börnin sín. Móðir hennar kenndi
þeim vers og bænir, Ijóð og lög og
sagði þeim ævintýri og þjóðsögur.
Faðir hennar fræddi þau um forn-
sögurnar, sem hann var vel heima í.
Þau fengu heimiliskennara, og síðar
höfðu þau tækifæri til að mennta
sig, svo sem hugur þeirra stóð til.
Guðný fór í Kvennaskólann á
Blönduósi og nam auk þess orgel-
leik, tónlist og dönsku hjá læknis-
hjónunum á Húsavík. Tónlistin var
henni æ til yndis, ekki síst eftir að
hún var orðin ein.
Guðný giftist á höfuðdag 1927 Þór-
arni bónda í Krossdal, f. 1905 d.
1970, Jóhannessyni b. í Krossdal
(Gottskálksætt) Sæmundssonar b. í
Narfastaðaseli Jónssonar. Móðir
Þórarins í Krossdal var Sigríður
Þórarinsdóttir b. á Víkingavatni
Björnssonar af ætt Hrólfunga, og
voru þau hjón Guðný og Þórarinn
því nokkuð skyld. Börn þeirra:
1. Jóhannes b. í Árdal í Kelduhverfi,
f. 1928, nú verkstjóri á Húsavík, kv.
Evu Mariu Lange Þórarinsson.
Börn: Friðrik Lange f. 1951, Guðný
Ragna f. 1952, María Margrét f.
1953, Þórarinn f. 1956, Hólmfríður
f. 1961, Arnljótur f. 1963, Sveinn f.
1964 og Jóhannes Elmar f. 1974.
2. Sigríður ljósmóðir á Húsavík, f.
1929, g. Gunnari Valdimarssyni.
Börn: Gunnþórunn Guðný Sigurð-
ardóttir f. 1951, Kolbrún Péturs-
dóttir f. 1954, Aðalsteinn Rúnar f.
1960, Þórhildur f. 1961 og Guðrún f.
1968, Gunnarsbörn.
3. Ingveldur Vilborg matráðskona í
Reykjavík, f. 1930, g. Sigurþóri Jós-
efssyni. Börn: Katrín f. 1959 og Guð-
ný Sigríður f. 1964.
4. Þórarinn prestur í Staðarfelli í
Kinn, síðar skólastjóri í Skúlagarði í
Kelduhverfi, f. 1932 d. 1988. F.k.
Selfoss — Nærsveitir
Félagsvist
Þriggja kvölda keppni veröur spiluö að Eyrarvegi 15 þriðjudagskvöldin
28. janúar og 4. febrúar kl. 20.30.
Kvöldverðlaun — Heildarverðlaun.
Þreyjum þorrann saman og spilum. Allir velkomnir, yngri sem eldri.
Framsóknarfélag Selfoss
Keflavík — Nágrenni
Framsóknarvist
Framhald í 3ja kvölda keppninni veröur 23. og 30. janúar I Félagsheimili
framsóknarmanna, Hafnargötu 62, Keflavík, og hefst hún kl. 20.30 öll
kvöldln.
Allir velkomnir.
Þorrablót í
Reykjavík
Vilhjálmur
Hjálmarsson
Þorrablót Framsóknarfélaganna í Reykjavík veröur
haldið föstudaginn 31. janúar I Hótel Lind. Húsiö
opnar kl. 19.30.
Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra, verður gestur og
flytur ávarp.
Miðapantanir em á skrifstofu Framsóknarflokksins
I slma 624480.
Pantiö timanlega, þvi sætafjöldi er takmarkaöur.
Miöaverö kr. 2.800.
Undirbúningsnefndin.
Félagsmálanámskeið —
Suðurland
FUF Ámessýslu heldur félagsmálanámskeið laugardaginn 25. jan. nk.
Námskeiðið veröur haldiö í fundarsal framsóknarmanna aö Eyrarvegi 15 á
Selfossi og hefst kl. 10 f.h.
Leiðbeinandi verður Egill H. Gislason, framkvæmdastjóri Framsókn-
arflokksins.
Öllum er heimil þátttaka.
Skráning og nánari uppl. I simum 34534 (Þorvaldur) eöa 22170 (Sigurlln).
Félag ungra framsóknarmanna I Árnessýslu
Guðmundur
Páll
Siglfirðingar
Siglfirðingar!
Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn sunnudaginn 26. janúar nk.
aö Hótel Höfn kl. 16.00.
Frummælendur: Alþlngismennimlr Guðmundur Bjarnason og
Páll Pétursson.
Fundarstjóri: Sverrir Sveinsson. Framsóknarflokkurinn
Rangæingar
Spilum félagsvist I Hvoli sunnudaginn 2. febrúar.
Annaö kvöldið í fjögurra kvölda keppni, þar sem 3 bestu gilda til aö-
alverölauna.
Góö kvöldverölaun. Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Rangæinga.
Opinn fundur
um umhverfismál
föstudaginn 24. janúar aö Hafnarstræti 20, 3. hæð, kl. 20.30.
Framsögumenn verða Sigurbjörg Sæmundsdóttlr og
Sigurbjörg Gísladóttir.
Mætiö vel og stundvíslega og gerum þetta aö upphafi á ánægjulegu
kvöldi.
Umhverfismálanefnd SUF
Stefán
Amgrimsson
Páll
Magnússon
Sigrún
Magnúsdóttir
Kópavogur
Þorrablót
Hið ártega þorrablót framsóknarfélaganna I Kópavogi veröur haldið i Fé-
lagsheimili Kópavogs, 2. hæð, laugardaginn 25. janúar n.k. ásamt Fram-
sóknarfélagi Garöabæjar og einnig öllum sem vilja koma.
Húsið opnar kl. 19.30, en borðhald hefst stundvislega kl. 20.00.
Dagskrá:
Setning: Stefán Amgrímsson, form. Framsóknarfélags Kópavogs.
Veislustjóri: Páll Magnússon háskólanemi.
Einsöngur: Guörún Lóa Jónsdóttir viö undirieik Davids Knowles.
Hátíðarræöa: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi.
Söngatriöi: Tónasystur.
Hljómsveit: Stórhljómsveit Jakobs Jónssonar.
Fjöldasöngur milli atriöa og eftir óskum hvers og eins undir stjórn
veislustjóra.
Þorrablótslok kl. 03.00.
Miöasala fimmtudaginn 23. jan. aö Digranesvegi 12 og I slma: Villi 41190,
Inga Þyrí 641714 og hjá Gunnari I Garöabæ sími 53569.
Nefndin.
Keflavík — Suðurnes
Opinn fundur um ástand atvinnumála á Suðumesjum veröur haldinn
mánudaginn 27. janúar kl. 20.30 I Félagsheimili framsóknarmanna, Hafn-
argötu 62, Keflavík.
Framsögumenn verða:
Steingrimur Hermannsson
Ólafur Ragnar Grlmsson
Árnl Ragnar Ámason
Jón Slgurðsson
Allir velkomnir.
Féiag ungra framsóknarmanna I Keflavík
Guömundur
Bjarnason
Valgerður
Sverrisdóttir
Jóhannes Geir
Sigurgeirsson
Akureyri — Nærsveitir
Þingmenn Framsóknarflokksins I Noröuriandskjördæmi eystra verða á
skrifstofu flokksins aö Hafnarstræti 90, Akureyri, n.k. föstudag 24. janúar
kl. 16.00-19.00.
Komlð I kaffl og ræðiö vlð þingmennlna.
Húsavík — Nærsveitir
Þingmenn Framsóknarflokksins I Norðuriandskjördæmi eystra verða I
skrifstofu flokksins f Garðari, Húsavlk, laugardaginn 25. janúar n.k. kl.
10.00-12.00.
Komið I kaffi og ræðið við þingmennina.
Framsóknarfíokkurlnn.
SUF-arar
Munið útvarpsþáttinn okkar á Aðalstöðinni, fm 90,9 og 103,2, n.k.
mánudag 27. janúar kl. 7.00-9.00.
Sigriöur
Hjartar
Sigrún
Magnúsdóttir
Unnur
Stefánsdóttir
Framsóknarkonur
Landssamband framsóknarkvenna og Fél. framsóknarkvenna f Reykjavlk
halda sameiginlegan fund um
Sveitarstjórnarmál á höfuðborgarsvæðinu
í Komhlööunni, Lækjarbrekku miðvikudag 29.1. kl. 19.30.
Frummælandi: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi.
Léttur kvöldverður. Konur, fjölmennið og takiö með ykkur gesti.
Stjómlmar
Arnesingar
Aðalfundur Fulltrúaráös Félags framsóknarkvenna i Ámessýslu og Fé-
lags framsóknarmanna I Ámessýslu verður haldinn að Eyrarvegi 15, Sel-
fossi, mánudaginn 27. janúar kl. 21.00.
Stjómimar.
Borgarnes - Opið hús
I vetur veröur að venju opið hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.30 !
Framsóknarhúsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins verða þar til
viötals ásamt ýmsum fulltrúum í nefndum á vegum bæjarfélagsins.
Heitt veröur á könnunni og allir velkomnir til að ræöa bæjarmálin.
Simi 71633.
Framsóknarfélag Borgamess.