Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 24. janúar 1992 Rómverska lögreglan leysir upp glæpaflokk sígauna sem þvingar böm til glæpastarfsemi: Foreldrarnir þvinga börn sín til þjófnaða Lögreglan í Róm lagði í gær til atlögu við ræningjaflokka sígauna- barna sem hafa sérhæft sig í því að ræna ferðamenn í Róm og öðr- um borgum Ítalíu. Lögreglan beitti þeirri aðferð að handtaka for- eldra bamanna og birta þeim ákæmr fyrir að hafa barið bömin og þvingað þau til þessara starfa. Hópar tötralegra sígaunabarna eru algeng sjón á fjölsóttum ferðamannastöðum, t.d. við Co- losseum. Börnin hópast í kring- um ferðamenn, laumast í vasa þeirra og fela síðan ránsfenginn í gömlum dagblöðum. „Bömin eru fórnarlömb. For- eldrar þeirra og eldri bræður berja þau duglega ef þau koma tómhent heim eftir vinnudag- inn,“ segir rómverski Iögreglu- foringinn Giorgio Manari. Yfirvöldum í Róm hefur hing- að til orðið ráðafátt í því að stöðva þessa þjófnaðarstarfsemi þar sem þau hafa neyðst til að sleppa börnum undir lögaldri lausum strax eftir að hafa staðið þau að verki. Manari segir að 100 lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni í Róm í gær. Þeir hafi hneppt f gæsluvarð- hald 16 manns sem allir héldu til á tjaldstæði í úthverfí Rómar. Þar halda til að staðaldri um 150 sígaunar sem kalla sjálfa sig Rómana og lifa við frum- stæðar aðstæður. Foreldrarnir og eldri bræður barnanna sem handteknir vom í gær, vom ákærðir fyrir ýmis- legt misferli, þar á meðal mis- notkun og þrælahald á börn- um, illa meðferð og fyrir að beita ofbeldi og hótunum til þess að þvinga þau til glæpa- starfsemi. Börnin sem um ræðir eru á aldrinum sex til 15 ára gömul. Þau bera þess merki að hafa verið barin oft og mikið og send út af örkinni til þess að stela af ferðamönnum við Colosseum og Forum Romanum, að því er Manari lögregluforingi segir. Lögreglan hefur þegar vistað 23 þessara barna í sérstökum með- ferðarstofnunum. Lýsing Manari á aðstæðum umræddra barna eru harla öm- urlegar: Þau eru venjulega látin gegna erfiðum skyldustörfum eins og að sækja vatn og eldivið áður en þeim er ekið til ferða- mannastaðanna á morgnana. Hinir fullorðnu „atvinnurek- endur“ skiptu þeim síðan upp í fimm til sex barna hópa og fylgdust síðan náið með þeim að störfum. Algengt var að hvert barn næði að stela af um tólf fórnarlömbum á hverjum degi. Ef þeim tókst ekki að stela neinu voru þau barin rækilega. Eitt barnanna hefur sagt lög- reglunni að börnin hafi stund- um skipt þýfi sínu milli þeirra sem engu náðu til þess að eng- inn yrði barinn þann daginn. Borgarráð Rómar mun að Iík- indum gefa út reglugerð á mánudaginn um að ekki fleiri en 2000 sígaunar án fastrar bú- setu megi dveljast í borginni í einu. Lögreglan telur að þeir séu nú tvöfalt fleiri en það hið minnsta. Borgarstjóri rómar, Franco Carraro, sagði í fyrradag að Rómarborg gæti ekki lengur verið opin fyrir fólki til lang- dvalar án þess að eiga sér lög- formlegan samastað. „Lögregl- an verður að sinna skyldum sínum og koma sígaununum í skilning um það að þeim leyfist ekki refsingalaust að stela, ræna og rupla,“ sagði borgar- stjórinn við fréttamann Reuter í gær. Moskva Edgar Savisaar, forsætisráðherra Eistlands, hefur beðist lausnar eftir að hafa mistekist að vinna stuðning meirihluta þingsins við áætlun stjómarinnar um að vinna bug á efnahagsörðugleikum landsins. Savisaar hefur lagt til að Arnold Ruutel, forseti þings- ins, taki sæti hans sem forsætis- ráðherra. Kinshasa Skriðdrekasveitir gættu útvarps- hússins í Kinshasa í Zaire í gær eftir að bæld hafði verið niður uppreisnartilraun hermanna úr stjórnarhemum gegn Mobuto for- seta landsins. Chandigarh, Indlandi Herskáir aðskilnaðarsinnaðir Shítar í Punjab gerðu skotárás í gær á rútubíl sem í voru hindúar sem allir eru stuðningsmenn tengslanna við stjómina í Delhi. Fjórir hindúar létust (árásinni að sögn lögreglu. Beijing Ásakanir um gagnbyltingarstarf- semi á hendur hinum ærufletta fyrrverandi formanni kínverska kommúnistaflokksins, Zhao Ziy- ang, hafa verið dregnar til baka að því er áreiðanlegar heimildir í Kína herma. Stjórnvöld neita þessu hins vegar staðfastlega. Skopje, Júgóslavíu Leiðtogi Makedóniumanna segir að land sitt hafi verið skilið eftir í eins konar biðsal hjá Evrópu- bandalaginu, — beiðni þess um viðurkenningu hafi ekki verið tek- in fyrir hjá EB. Nýja Delhi (sraelsstjórn hefur lýst yfir að hún fagni því að Indlandsstjórn taki þátt í friðarviðræðunum um Mið- austuriönd. Skilyrði sé þó að Ind- verjar taki upp stjórnmálasam- band við (srael. Marrakesh, Marokkó Ráðherrar frá arabaríkjum hittust í gær í Marrakesh til að ræða deilur um Jerúsalemborg og komast að sameiginlegri niður- stöðu áður en friðarviðræðurnar um Miðausturiönd hefjast í Moskvu í lok mánaðarins. Kampala Óttast er um að 50 manns hafi drukknað þegar flutningaskipi hvolfdi í stormi innan landhelgi Úganda á Viktoríuvatni í Afríku. Beijing Nýleg viðurkenning kínverskra stjómvalda á ísrael mun ekki hafa áhrif á stuðning Kínverja við löglegan þjóðernisrétt Palestínu- manna segir talsmaður utanríkis- ráöuneytisins í Beijing. Bonn Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Þýskalands, segir að vesturríki sambandslýðveldisins ættu að stofria sjóð til hjálpar kjamorkuvísindamönnum fyrrum Sovétrikjanna, sem nú em at- vinnulausir. Þetta ætti að gera til að koma í veg fyrir að þeir verði vísindalegir farandmálaliðar. Sameinuöu þjóöirnar 15 þjóðarieiðtogar munu að lík- indum leggja til aö strangt alþjóð- legt eftiriit verði með kjamorku- vopnum og öðrum vopnabúnaði til fjöldamanndrápa þann 31. janúar. Þann dag munu þjóðar- leiðtogamir undirrita yfirlýsingu þar sem hlutverk SÞ er skilgreint og því lýst yfir að kalda strlðinu sé lokið. London Amnesty International hefur kraf- ist þess af stjórn Kambódíu að hún láti rannsaka morð öryggis- sveita á allt að 11 manns meðan á mótmælaaðgerðum stúdenta í Pnom Phen stóð — og skömmu eftir þær — í síðasta mánuði. Ulan Bator, Mongólíu Forsætisráðherra Mongólíu, Das- hiyn Byambasuren, bauðst í s(ð- ustu viku til þess að segja af sér embætti ef það mætti verða til þess að auðvelda lausn á efna- hagskreppunni í landinu. Hann var í gær beðinn um að sitja áfram í embætti. MERKIÐ VIÐ 13 LEIKI 18. janúar 1992 Viltu gera uppkastað þinni spá? 1. Bolton - Brighton D00S 2. Bristol Rvs. - Liverpool U (TölHZI 3. Norwich Citv - Millwall -E311 n x im 4. Notts County - Blackburn □ [T|[x][2] 5. Oxford - Sunderland 0 000 B6. Sheff. Wed. - Middlesbro 0 000 7. Brentford - Preston BE0[0 8. Bury-Chester Hmmm 9. Darlington - Bradford u mmm 10. Exeter- Fulham U 1 1 II x || 2 1 11. Hull - Stoke q 11 ii x im 12. Shrewsbury — Huddersfield 13. WBA - Swansea SBmEIT] F 1 * J s ■ a 0 z z X *- II z z 3 » S 2 .M OC J S | Q 1 IIE ! d C u- l í! I jnT I'S8M 1 J i f s II e S Œ A s >l SA P( JTA á| LS 1 1 I X I 2 | 1 1 1 X 2 2 2 X 1 2 4 2 4 2 X 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 9 3 X 1 1 1 1 1 1 X 1 8 2 0 4 X 1 2 1 2 > 2 1 1 1 5 2 3 5 1 X 1 2 X > 2 2 1 X 3 4 3 6 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 7 X 1 1 1 X 1 X 1 1 7 3 0 8 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 9 X 1 2 2 1 2 2 1 1 4 1 5 10 2 1 X 1 2 1 X 2 2 4 2 4 11 X X 2 1 2 > 2 2 1 X 4 5 1 12 1 2 X 1 X > X X 1 1 4 4 2 13 1 1 1 1 1 1 1 X 1 9 1 0 STAÐAN11. DEILD Man. Utd. Leeds Liverpool Man. City Sheff. Wed. Aston Villa Arsenal Chelsea C. Palace Everton Tottenham Nott. Forest QPR Norwich Oldham Coventry Wimbledon Notts C. Sheff. Utd. West Ham Southampton25 Luton 25 16 7 14 11 11 11 12 8 12 11 9 9 9 9 10 9 711 7 9 8 8 6 7 7 5 5 5 2 1 3 6 7 6 411 8 7 8 9 8 7 710 3 11 6 10 8 9 6 11 413 9 10 612 613 9 11 713 713 55 53 44 44 43 37 35 46-19 49-21 32-22 35-29 39- 30 34- 31 40- 29 35- 38 35 36- 42 35 36-33 34 35-33 34 39-36 33 27-32 32 30-34 30 41- 46 30 27- 29 28 29-33 27 28- 34 27 34-44 27 24- 38 24 25- 42 22 18-44 22 STAÐAN12. Blackbum......26 14 6 Southend......28 13 8 Ipswich.......28 13 8 Leicester.....27 13 6 Middlesbro...2713 6 Cambridge.....26 12 8 Portsmouth....26 11 7 Swindon.......26 10 9 Derby.........26 11 6 Charlton......26 10 7 Sunderland....28 11 5 Wolves........26 10 6 Millwall.....2710 6 Bristol C.....27 8 10 Tranmere......24 7 12 Grimsby........6 9 6 Plymouth......26 9 5 Watford.......27 9 5 PortVale.....29 7 11 Bristol R....28 7 9 Bamsley .....29 8 6 Newcastle ...29 6 11 Brighton.....29 7 8 Oxford.......27 6 5 DEILD 6 41-24 48 7 42-32 47 7 40-31 47 8 37-32 45 8 34-27 45 6 37-30 44 8 33-28 40 7 45-34 39 9 35-29 39 9 33-32 37 12 43-40 38 10 35-31 36 11 42-45 36 9 32-40 34 5 26-25 33 11 30-39 33 12 30-39 32 13 31-34 32 11 29-38 32 12 34-44 30 15 31-43 30 12 41-54 29 14 37-46 29 16 36-46 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.