Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. janúar 1992
Tíminn 5
Geta höfrungar hj álpað
bömum að læra að tala?
Skoskur sálfræðingur við höfrungarannsóknastofnun í Florida
heldur því fram að samneyti við höfrunga í vatni sé heilsubæt-
andi og lengi athygliseinbeitni barna nógu mikið til þess að tal-
hömluðum takist að læra að auka orðaforðann.
Læknar höfðu gefið upp vonina
um að takast mætti að hjálpa Marc
Glendenning við að yfirvinna tal-
hömlunina sem hann var haldinn.
Þessi þriggja ára drengur frá Dor-
set í Englandi hafði ekki tekið
neinum framförum undir hand-
leiðslu talsérfræðinga við Great
Ormond Street sjúkrahúsið í
London, sem höfðu lagt sig alla
fram um að kenna honum að tala.
En þá skyndilega hraut af vörum
hans fyrsta orðið sem nokkurn
tíma hafði þaðan komið, hróp á
„Tinu“. Það er ekki nafn móður
hans, hjúkrunarkonunnar né syst-
ur. Tina er höfrungur.
Félagsskapur höfrunga
Marc var meðal þeirra fyrstu,
sem notið hafa góðs af óhefðbund-
inni nýrri meðferð þar sem börn
eru látin í vatn í flotgöllum og
njóta þar félagsskapar höfrunga.
Þessi meðferð er upprunnin í
Florida og frumkvöðull hennar er
dr. David Nathanson, 47 ára sál-
fræðingur frá Glasgow sem starfar
í Miami. Hann hefur nýlega upp-
lýst að börn, sem eiga erfitt með að
tileinka sér lærdóm og hafa ekki
nema fárra sekúndna athyglisþrek,
gætu sökkt sér miklu lengur niður
í það sem þau eru að gera, ef þau
njóta samneytis við dýr. Hann
sagði rannsóknir sínar benda til
þess að höfrungar væru albesti fé-
Iagsskapur, sem völ væri á í þessu
sambandi.
Samskiptin auka
orðaforðann
Allt frá því daginn sem Marc
hrópaði skyndilega alsæll upp
nafnið á eftirlætishöfrungnum
sínum, meðan hann var að leika
sér við hann í vatninu á rannsókn-
arstofunni í grennd við Miami,
hefur fjöldi breskra barna fengið
hjálp með óvenjulegri tækni Nat-
hansons.
Nýlega kom aftur til Englands
Charles Searle, þriggja ára dreng-
ur frá Plymouth sem varð fyrir
heilaskaða eftir bólusetningu gegn
kíghósta. Hann hafði verið til
rannsóknar við höfrungarann-
sóknarstöðina. Hann á að fára aft-
ur í ágústmánuði nk. í meðferð,
sem ætlað er að auka orðaforða
hans, en hann takmarkast nú við
að tauta orðin tvö, mamma og
pabbi. Nathanson álítur talerfið-
leika oft koma fram hjá þroska-
heftum börnum vegna þess að yfir-
leitt eru þau ófær um að einbeita
sér nógu lengi til að læra orð. En
þeim finnst svo gaman að vera
með höfrungunum að þegar
kennsla í auknum orðaforða er
tengd samverunni við þá, finna
þau hvatningu til að leggja sig
meira fram en endranær.
Félagsskapurinn við dýrin
hefur góð áhrif á þá sem
eru sjúkir og daprir
„Hér er á ferðinni það sama og
Charles Searle og aðstand-
endur hans hafa fengið nýja
von um að höfrungunum tak-
ist að kenna honum að tala.
meginreglan hennar ömmu, að ef
einhvem langar í ís í ábæti verður
hann að borða grænmetið sitt
fyrst," segir hann.
„Höfrungar eru skáldskapur á
hreyfingu. Það er yndislegt að
snerta þá.
Þeir hafa ánægju af að nudda
snoppunni við bömin og að leyfa
þeim að koma á bak sér. Fólk horf-
ir á þá og er heillað."
Höfrungarannsóknastöðin hjá
Miami er ein af fjórum í Bandaríkj-
unum þar sem fólk fær að fara í
vatnið með höfrungunum. Félags-
skapurinn, sem berst íyrir höfr-
ungameðferðinni, heldur því fram
að samband við dýrin komi fólki í
gott skap og hafi góð áhrif á þá sem
em sjúkir og daprir.
Það eru þó enn ýmsir í hópi vís-
indamanna, sem eru fullir vantrú-
ar. Þekkt kona í þeirra hópi við há-
skólann í Cambridge segist alls
ekki vita hvað hún eigi að segja um
þessa nýju aðferð.
Hún segir að samneyti við dýr
geti verið hollt fólki sem sé eitt-
hvað miður sín, „en þegar fólk
heldur því fram að höfrungar sýni
ást er það að fara með fleipur," seg-
ir hún.
Frá David Keys fomleifafrœðingi, fréttaritara Tímans í London:
Ný uppgötvun gæti umbylt kenn-
ingum um uppruna mannkyns
Fomleifafræðingar hafa grafið úr
jörðu elstu mannabein, sem fund-
ist hafa utan Afríku.
Fundurinn var gerður í fyrrum
sovétlýðveldinu Georgíu og er
tímasettur 1,6 milljón ára gamall.
Hann á sennilega eftir að valda
byltingu í skoðun vísindamanna á
því hvaðan forfeður nútíma-
mannsins séu upprunnir.
Áratugum saman hafa vísinda-
menn álitið að elstu forfeður nú-
tímamannsins, sem vitað er um
með vissu, hafi átt uppruna sinn í
Afríku. Nú hins vegar varpar þessi
nýi fundur — 80 mílur suður af
höfuðborg Georgíu, Tíflis — alvar-
legum efasemdum á þessa .Afríku-
uppruna“-kenningu um frum-
manninn, sem til þessa hefur verið
almennt tekin gild.
Þessar efasemdir eiga rætur að
rekja til þeirrar staðreyndar, að 1,6
milljón ára gamli Georgíufundur-
inn er því sem næst jafngamall
elsta sambærilega fundinum í Afr-
íku, 1,7 milljón ára gömlum
mannabeinum í Norður-Kenýu.
Bæði beinin eru af þeirri tegund
mannsins sem kölluð er Homo
erectus — elsti beini forfaðir
Homo sapiens (hins viti borna
manns) sem vitað er um með
vissu.
Að mörgu leyti er Homo erectus
elsti maðurinn sem kalla má svo
með réttu, svo sannað sé, þar sem
hinar ýmsu leifar mannættar sem
fundist hafa — allar í Afríku — eru
ekki endilega forfeður okkar eigin
manntegundar.
„Fundurinn í Georgíu opnar upp
á nýtt spurninguna um hver sé
endanlegur uppruni mannkyns-
ins,“ segir dr. Christopher Strin-
ger, einn fremsti vísindamaður
Breta á sviði þróunar mannsins, yf-
irmaður deildarinnar um uppruna
mannsins við náttúrufræðisafn
Lundúna. „Ef gengið er út frá því
sem vísu að aldursgreiningin sé
nákvæm, er þessi fundur ákaflega
mikilvæg uppgötvun," segir hann.
Fundurinn í Georgíu merkir að
vísindamenn beina nú miklu alvar-
legri athygli að þeim hingað til
umdeildu fullyrðingum að verk-
færi frummanna, aldurssett frá
1,6 til 1,8 milljón ára gömul,
hafi fundist í Frakklandi og Pak-
istan.
Það var hópur vísindamanna
frá Þýskalandi og Georgíu undir
stjórn dr. Vachtang Dzaparidce við
vísindaakademíu Georgíu og pró-
fessors Gerhard Bosinski við Köln-
arháskóla, sem fann beinaleifarnar
í Georgíu — neðri kjálka úr manni
með 16 tönnum.
Auk þess sem hér er um að ræða
elsta mannabein, sem nokkurn
tíma hefur fundist utan Afríku,
gefur kjálkabeinið líka til kynna að
mögulegt sé að þessir frummenn
hafi verið mannætur.
Hjarirnar höfðu vísvitandi verið
HOMO ERECTUS
skornar af þessu nýfundna kjálka-
beini í Georgíu — að öllum líkind-
um með steinverkfæri, til að gera
auðveldara að komast að kjöti,
einkum tungunni. Það sem meira
er, mannabeinið fannst í hrúgu af
dýrabeinum, sem sum hver báru
líka merki þess að maður hefði
skorið í þau. Hjarirnar höfðu líka
verið skornar af kjálkabeini nas-
hyrnings og á hrossabeinum sáust
skurðarför. í beinahrúgunni voru
líka hauskúpur tveggja sverðkatta,
svo og rifjaleifar og tönn af frumffl.
Ásamt beinunum, sem því sem
næst örugglega eru matarleifar,
fundust 300 verkfæri gerð úr
steinflögum og smásteinum.
Nokkrum metrum frá voru leifar af
birni, risastrúti og úlfi.
Hátt hlutfall af hauskúpum og
kjálkabeinum í aðalhrúgunni hef-
ur orðið til þess að fornleifafræð-
ingar álíta að forsögulegir menn
hafi fengið mikinn hluta fæðu
sinnar af hræjum en ekki með
veiðum. Mjög oft voru það haus-
amir, sem skildir voru eftir þegar
önnur dýr höfðu veitt sér til matar
og étið það sem þau gátu.
Það er sennilegt að frummenn
hafi verið hrææturnar í dýraheim-
inum — lélegir veiðimenn, en
duglegir að nýta sér það sem önn-
ur lagnari veiðidýr höfðu skilið eft-
ir.
Mannakjálkinn, dýrabeinin og
steinverkfærin 300 fundust undir
yfirgefinni miðaldaborg. Fyrstu
beinunum var fyrst veitt athygli,
þegar fornleifafræðingar unnu að
uppgrefti undir kjallara hrunins
húss frá miðöldum.
Það var hinn mikli austurlenski
landvinningamaður Timur Lenk,
sem lagði mannlausa borgina í
rúst á 14. öld, en hún hafði verið
reist á 10. öld e.Kr. Mannvistarlag-
ið fannst í jarðlagi á þriggja metra
dýpi.
Fornleifafræðingar hafa reiknað
út aldurinn 1,6 milljón ár með að-
stoð vísindalegra upplýsinga,
þ.m.t. segulstefnu efnis úr upp-
graftarholunni, ásamt dýrabeinum
og jarðlagafræðilegum gögnum.
Fornleifar