Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 24. janúar 1992
Alþingi hefur samþykkt frumvörp sem ekki náðist að afgreiða fyrir jól:
Bandormurinn er
orðinn að lögum
í gær samþykkti Alþlngi from-
varp rfldsstjómarinnar um ráð-
stafanir í rfldsfjármálum á árinu
1992 fbandorminn). Þar með hef-
ur verið lögfest eitt umdeildasta
fromvarp sem ríkisstjómin hefur
iagt fram tfl þessa. Frumvarpið
var samþykkt með 28 atkvæðum
stjómarliða gegn 20 atkvæðum
stjómarandstæðlnga. 15 þing-
menn voru Qarverandi.
Framvarpið um ráðstafanir í rík-
isfjármálum hefur verið kallaður
bandormurinn vegna þess að með
þvf er tugum laga breytt. Segja má
að frumvarpið sé safn frumvarpa.
Meðal laga sem breyttust í gær
með samþykkt frumvarpsins ero
lög um grunnskóla, jarðræktar-
lög, lög um stjóm flskveiða, lög
um málefni fatlaðra, lög um Hús-
næðisstofnun rflrisins, lög um al-
mannatryggingar, lög um heil-
brigðisþjónustu, lög um eiturefni,
lög um skráningu og mat á fast-
eignum, lög um Iðnlánasjóð,
hafnarlög, lög um eyðingu refa og
minka, lög um aukatekjur ríkis-
sjóðs og lög um eftiriit með ráðn-
ingu starfsmanna og húsnæðis-
málum ríkisstofnana. Þá er með
bandorminum stofnaður sérstak-
ur ábyrgðasjóður launa vegna
gjaldþrots.
Þegar bandormurinn var lagður
fram í byrjun desembermánaðar
var gert ráð fyrir að hann sparaði
ríldssjóði útgjöld upp á 1,9 millj-
arð króna. Gerðar voru viðamíklar
breytingar á frumvarpinu í með-
föram Alþingis, m.a. var ákveðið
að tekjutengja ellilífeyri.
Megininntak laganna er að hætta
við að framkvæma kostnaðarsama
bluti sem AJþingi hafðl áður sam-
þykkt, hækka sértekjur og draga
úr greiðslum úr tryggingakerflnu.
Umdeildustu ákvæði bandormsins
ero um að fækka í bekkjum og
fækka vikuiegum kennslustund-
um, að setja á stofn sérstakan
ábyrgðasjóð vegna gjaldþrota sem
minnkar útgjöld rikissjóðs og
minnkar réttindi launafólks við
gjaldþrot fyrirtækja, að tekju-
tengja ellilífeyri, að láta sjúklinga
greiða meira fyrir unnin læknis-
verit og um ráðnlngu tllsjónar-
manna í rfldsstofnanir.
Vlð afgreiðslu frumvarpsins í
gær gerðu nokkrir þingmenn
grein fyrir atkvæðl sínu. Páll Pét-
ursson sagði m.a. að hér væri á
ferðinni slysaleg iöggjöf sem
myndi valda því að mjög erfltt yrði
að ná lcjarasamningum á næstu
mánuðum. Ýmsir þingmenn
bentu á greiðsiur Sameinaðra
verktaka til hluthafa sinna og
spurðu af hveiju peningar í ríkis-
sjóð væru eldri sóttír þangað.
í gær urðu frumvörp um láns-
fjárlög og Framkvæmdasjóð fs-
lands einnig að iögum. Þingi var
síðan frestað og kemur aftur sam-
an 4. febrúar, -EÓ
Yfirlýsing frá eiganda Duus-
húss varðandi kæru varnar-
málardeildar utanríkisráðu-
neytisins:
„Fórnardýr
félaga
sinna“
Eigandi skemmtistaðarins Duus-
húss hefur sent frá sér yfirlýsingu
vegna kæru varnarmáladeildar ut-
anríkisráðuneytisins undir yfir-
skriftinni: Stormur í vatnsglasi. Þar
kemur fram að heigina áður en at-
burðurinn umræddi átti sér stað
lentu starfsmenn veitingastaðarins í
útistöðum við varnarliðsmann sem
neitaði að greiða fyrir veitingar
ásamt fleiri atvikum þetta kvöld sem
vörðuðu varnarliðsmenn. Eftir það
hafi verið ákveðið að meina vamar-
liðsmönnum aðgang, bæði svörtum
og hvítum. Því hafi málið ekki snúist
um litarhátt mannanna sem mein-
aður var aðgangur helgina eftir,
heldur hafi þeir sjálfir ákveðið að um
kynþáttafordóma væri að ræða og
því hafi þeir verið fómardýr félaga
sinna sem sköpuðu þessar aðstæður
helgina áður. -PS
Jafnréttisráð hefur fjallað um berbrjósta stelpurnar á
Marinos pítsa sem væntanlega mæta til starfa í
fýrsta skiptið í kvöld berbrjósta:
Misnotkun á
kvenlíkama
í kvöld má búast við því að afgreiðslustarfskraftarair á Marinos pítsa fari úr
að ofan í fyrsta skipti við pítsuframburðinn, en eins og Tíminn greindi frá
á laugardaginn auglýstí eigandi staðarins eftír topplausum afgreiðsludöm-
um. Fjórtán hafa sótt um og byija þær fyrstu væntanlega í kvöld.
Stjórn Jafnréttisráðs fjallaði um
málið á fundi sínum í gær og að
sögn Láru V. Júlíusdóttur, formanns
ráðsins, var ákveðið að senda veit-
ingamanninum bréf og benda hon-
um á að það væri ekki í samræmi við
tilgang jafnréttislaga að nota kven-
líkama til að auglýsa starfsemi eins
og gert væri. Þá væri þetta afskap-
lega niðurlægjandi fyrir kvenfólkið.
„Við tókum þá stefnu að hafa bréfið
eins konar ábendingu. Það er ekki
hægt að heimfæra þetta sem brot á
einhverjum einstökum ákvæðum
jafnréttislaga. Ef þetta gengur hins
vegar eftir, þá getur maður velt því
fyrir sér hvort þetta sé ekki orðið
lögreglumál. Þá ættu jafnvel hegn-
ingarlögin að taka þarna inn í vegna
þess að þau fjalla um ósiðsamlegt at-
hæfi á almannafæri," sagði Lára V.
Júlíusdóttir, formaður Jafnréttis-
ráðs í samtali við Tímann.
-PS
Sex landa mótið í Austurríki í handknattleik:
Öruggur sigur ís-
■ ■ w Mk r m r
Sk Riilti*iopm
Idfias* d DUIydilU
ÍSLAND-BÚLGAItIA„....23-I8 (13-10)
fslendingar sigroðu Búigara ör-
ugglega á sex landa mótínu í
Austurríki í gær. íslenska liðið
hefur þá fengið þijú stig að iokn-
um tveimur leikjum.
Viöureignin var sú flmmta milil
landsliöa þjóðanna og var jafn-
framt funmti sigur íslenska Hðs-
ins. íslendingar höfðu undirtökin
í leiknum og voro yflr nær aiian
leikinn. Leikmenn iiðsins gáfu
tóninn á fyrstu mínútum leiksins
og skoraðu fjögur fyrstu möridn,
en mestur var munur liðanna sex
mörk. Búlgarir kióroðu þó jafn-
harðan í bakkann, en náðu þó
ekki að jafna leikinn og komast
yfir.
Gunnar Beinteinsson og Valdi-
mar Grímsson voru bestu menn
liösins í leiknum í gær, en þó
voru veikleikar á lelk Vaidimars í
vöminni. Þá var maikvarslan
ekki nógu góð, en Guömundur
Hrafnkeisson iék allan leikinn i
íslenska markinu.
Vaidimar var markahæstur í fs-
lenska Hðinu með átta mörk og
Gunnar Beinteinsson gerði fimm
mörk. -PS
Guðmundur Emilsson, tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, kynnir Tón menntadaga RÚV sem veröa dag-
ana 10.-15. Tlmamynd Aml BJama
Tónmenntadagar Ríkisútvarpsins 10.-15. febrúar:
ÍSMÚS TIL 20 EVRÓPULANDA
Ríkisútvarpið efnir til Tón-
menntadaga RÚV; tónlistarhátíðar
sem standa mun dagana 10.-15.
febrúar. Hátíðin hefst mánudag-
inn 10. febrúar með tónleikum í
Hallgrímskirkju sem verður út-
varpað beint til 20 Evrópulanda.
Þar verður flutt tónlist eftir m.a.
Mist Þorkelsdóttur, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, Sigvalda Kalda-
Póstmenn að fá nóg af því að vera með lausa samninga síðan 1. september:
Verið að búa til fortíðarvanda framtíðarinnar
„Þau skref sem nú þegar hafa verið
stigin afturábak í velferðar- og
menningarmálum munu verða for-
tíðarvandi framtíðar íslensku þjóðar-
innar," segir í ályktun félagsfundar
Póstmannafélags íslands í fyrradag.
Kjarasamningar póstmanna hafa nú
verið lausir frá því 1. september. Fé-
lagið lagði fram kröfur sínar þann 15.
þess mánaðar en hefur síðan aðeins
fengið tvo fundi með samninganefnd
ríkisins. Á þeim segja póstmenn að
ekki hafi verið tekið á einum einasta
efnislegra þátta í kröfugerð þeirra en
formaður samninganefndarinnar
haldið uppi málþófi um skerðingar á
áunnum réttindum póstmanna og
hagræðingaraðgerðum sem koma
eiga vinnuveitanda til góða.
í ályktun fundarins er harðlega mót-
mælt þeim árásum sem dunið hafa á
fjölskyldum landsins á undanfömum
mánuðum með stórhækkuðum álög-
um og skerðingu á réttindum og vel-
ferðarmálum. Að lokum segir:
„Samningar hafa nú verið lausir hátt
á fimmta mánuð með þeirri kaup-
máttarskerðingu sem launamenn
hafa mátt þola. Póstmenn sem hafa
að meðaltali um 63 þús. kr. á mánuði
mótmæla henni harðlega og krefjast
þess að að gengið verði til samninga
þar sem kröfur opinberra starfs-
manna um lífvænleg laun og velferð
verði tekin til greina."
lóns, Árna Thorsteinsson, Pál
ísólfsson, Þorkel Sigurbjömsson
og fleiri. Flytjendur verða m.a.
Sinfóníuhljómsveit íslands, kórar
og einsöngvarar.
Þessi tónlistarhátíð er Iiður í fjöl-
þættri viðleitni útvarpsins til að
efla tónlist. Guðmundur Emils-
son, tónlistarstjóri RÚV, segir að
með tónlistardögunum vilji stofn-
unin styrkja vitund þjóðarinnar
um eigið tónlistararf og koma
honum á framfæri erlendis.
í tengslum við hátíðina koma tíu
kunnir fræðimenn á sviði tónlist-
ar frá átta löndum. Þeir munu
vinna að dagskrárgerð fyrir RÚV
meðan á hátíðinni stendur og
verður fyrirlestrum þeirra útvarp-
að í þættinum Tónmenntir sem er
á dagskrá kl. 15 á Rás 2.
—sá