Tíminn - 24.01.1992, Qupperneq 12

Tíminn - 24.01.1992, Qupperneq 12
£ mm BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 1SD ■ Mosfellsbæ Sfmar 668138 6 667387 HARVANDAMAL? Lausnin er: Enzymol Nýtt í Evrópu *^Nýí 4r: EUQO-HAIR á Islandi ■ Engin hárígræðsla ■ Engingerfihár ■ Engin lyfjameðferð ■ Einungis tímabjndin notkun Eigid hár með hjúlp Ufefha-orku nvik ®91'6763í1e.kl.16.00 Áskriftarsími Tímans er 686300 Iíniinn FIMMTUDAGUR 23. JAN. 1992 Sérkennileg staða kom upp á Alþingi í fyrrakvöld þegar Sighvatur Bjarnason heilbrigðisráðherra stökk nær fyrirvaralaust út úr þingsal og sagðist vera farinn í afmælisferð. Enginn var viss um hver gegndi embætti hans á meðan: Davíð vissi ekki um ráð- herraskipan í stjórninni Sú sérkennilega staða kom upp á Alþingi í fyrrakvöld, eftir að Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra hafði nær fyrir- varalaust stokkið úr þingssal til að hefja afmælisför sína á er- lenda grund, að Davíð Oddsson forsætisráðherra kom í ræðu- stól og upplýsti að hann væri ekki viss um ráðherraskipan í ríkisstjórn sinni. Ekki værí Ijóst hver færí með heilbrígðis- og tryggingamál í fjarveru Sighvats, en sagðist þó halda að það værí Jón Baldvin Hannibalsson, sem reyndar var staddur á bændafundi í Borgarfirði. Forsaga málsins er sú að Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra, sem hafði kosið að ræða ekki um frumvarpið ráð- stafanir í ríkisfjármálum fyrr en í þriðju umræðu, sté í pontu um miðnætti á miðvikudagskvöld. Hann flutti því sína ræðu á fimmtugsafmæli sínu og notaði ræðuna til að varpa sprengjum inn í þingið og svaraði engum af þeim spurningum sem Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Svavar Gestsson höfðu beint til ráðherrans. Þess í stað tilkynnti ráðherrann að hann þyrfti að fara af þingi vegna þess að hann sé að fara utan í afmælisferð klukkan fimm um morguninn, eða um fimm tímum síðar, og með það fór hann. Þegar Sighvatur var horfinn á braut stóð þingheim- ur frammi fyrir því að enginn var í forsvari fyrir heilbrigðis- og tryggingamál í þinginu og gæti svarað spurningum um framkvæmd almannatrygginga- kerfisins. Þegar svo var komið fór fram þingskaparumræða, sem hófst með því að Svavar Gestsson óskaði eftir því að ein- hver svaraði þeim spurningum sem fram voru komnar áður en Sighvatur stökk á braut. í þeirri umræðu sagði Finnur Ingólfs- son að menn ættu að sýna heil- brigðisráðherra þá tillitsemi að trufla hann ekki. Hann ætti að geta sofið þannig að hann kæm- ist í flugið. Þess í stað stakk Finnur upp á því að sá ráðherra sem sæi um heilbrigðismál í fjarveru Sighvats veitti spurn- ingunum móttöku og Ieitaði svara hjá embættismönnum daginn eftir. Þá upplýstist það hjá Davíð Oddssyni forsætisráð- herra að það vissi enginn hvaða ráðherra myndi taka við af Sig- hvati og hver ætti að gegna embætti hans. Þó var það talið líklegt að það yrði Jón Baldvin Hannibalsson, sem var þá stadd- ur á bændafundi í Borgarfirði. Það upplýstist því að forsætis- ráðherra vissi ekki hvaða ráð- herrar færu með ráðuneytin og hvaða ráðherrar skipuðu ríkis- stjórnina eftir að Sighvatur stökk úr ræðustólnum. Það fór svo á þann veg að Jóhanna Sig- urðardóttir sagðist myndu reyna að svara þeim spurning- um eftir bestu getu þó svo að hún væri ekki starfandi heil- brigðis- og tryggingaráðherra. í svari hennar kom fram að tekjutenging á elli- og örorku- lífeyri kemur til framkvæmda 1. febrúar og að allir munu fá greitt samkvæmt skerðingunni þann 1. febrúar. Þá var það stað- fest að tekjutenging á örorkulíf- eyri mun engin áhrif hafa á bensínstyrki og að hún hafi heldur ekki áhrif á kaup hjálpar- tækja í bíla öryrkja. -PS Hallinn á ríkissjóði í fyrra var 12,6 milljarðar. Ólafur Ragnar gerði ráð fyrir 4 milljarða halla í upphafi árs, en Friðrik 7 milljarða halla þegar hann tók við í maí: Mistókst þeim Ólafi Ragnari og Friðriki? Samkvæmt bráðabirgðatölum um afkomu ríkissjóðs nam rekstrar- hallinn á árinu 1991 12,6 milljörðum króna. Þetta er þrisvar sinnum meiri halli en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir og mesti halli sem orðið hefur á ríkissjóði síðustu fjörutíu ár. Ekkert varð úr áformum um aö borga niður erlend lán um 1,4 milljarða á árinu. í staðinn voru 6 milljarðar teknir að Iáni erlendis frá. Lánsfjárþörf ríkisins varð 14,8 milljarðar, en ekki 5,9 milljarðar eins og gert var ráð fyrir. Það var Ólafur Ragnar Grímsson sem lagði grunninn að þeim fjárlög- um sem farið var eftir á síðasta ári. Friðrik Sophusson stýrði hins vegar fjármálaráðuneytinu í níu mánuði á síðasta ári. Ólafur Ragnar ætlaði sér að reka ríkissjóð með 4 milljarða halla á árinu. I apríl, skömmu áður en Ólafur Ragnar yfirgaf fjármála- ráðuneytið, taldi hann að hallinn á árinu yrði 6,4 milljarðar. Friðrik taldi hins vegar þá að hallinn á árinu yrði rúmir 9 milljarðar. Eftir að Friðrik settist í stól fjármálaráð- herra greip hann til ýmissa ráðstaf- ana í þeim tilgangi að draga úr hall- anum. Eftir þessar aðgerðir endur- mat hann stöðuna í maímánuði og tilkynnti að hallinn yrði 7 milljarðar. í september taldi Friðrik hins vegar sýnt að hallinn yrði 8,9 milljarðar. Niðurstaðan virðist ætla að verða 12,6 milljarðar. Hægt er að deila endalaust um það hvort kenna á Ólafi Ragnari um hall- ann eða Friðriki. Ef tölur Friðriks eru notaðar má segja að kenna megi Ólafi Ragnari um 3 af þessum 7,6 milljarða halla sem varð umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlög- um. Friðrik ætlaði sér í maí að skila ríkissjóði með 7 milljarða halla, þannig að segja má að hann hafi far- ið 5,7 milljarða fram úr áætlun. Friðrik sagði hins vegar á blaða- mannafundi í gær að hallinn hefði orðið 16-17 milljarðar ef ekkert hefði verið að gert. Það sem fór úrskeiðis í fjármálum ríkisins á síðasta ári er að tekjurnar reyndust 1,7 milljarði minni en áætlað var og útgjöldin tæplega 7 milljörðum meiri. Helstu skýringar varðandi minni tekjur eru að hætt var við tekjuöflun á árinu sem áformað var að fara í samkvæmt fjárlögum. Nefna má verðhækkun á áfengi og tóbaki, álagningu sérstaks jöfnunartolls á innfluttar matvörur, arðgreiðslur frá íslenskum aðalverk- tökum sem var flýtt og innheimt á árinu 1990 og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja síðastliðið vor sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Auk þess má nefna ófyrirséð tekju- tap vegna skattaafsláttar af hluta- bréfakaupum einstaklinga og slakn- andi innheimtu virðisaukaskatts á síðustu mánuðum ársins. Útgjöld hækkuðu meira en gert var ráð fyrir vegna útgjalda í lánsfjárlög- um, aukinnar fjárþarfar almanna- tryggingakerfisins, sjúkrahúsa, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, aukinna útflutningsbóta á búvörur, fasteignakaupa, framlaga til sjóða, launagreiðslna vegna gjaldþrotafyr- irtækja og framlaga til ýmissa stofn- ana og skóla. Lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 14,8 milljörðum króna á síðasta ári, sam- „Því miður er það þannig að sú fjármála- og peningastjórn, sem einkenndi valdatíma Sjálfstæðis- flokks og endaði með ósköpum 1988, er aftur að líta dagsins ljós,“ segir Ólafur Ragnar. „Hún einkenn- ist af lausatökum á ríkisfjármálum, anborið við 5,9 milljarða króna í fjárlögum. Samkvæmt fjárlögum var áformað að mæta lánsfjárþörf- inni alfarið á innlendum lánamark- aði og reyndar gott betur þar sem jafnframt var fyrirhugað að greiða niður lán erlendis um 1,4 milljarða. Þau áform runnu út í sandinn. Þeg- ar upp var staðið tókst einungis að ná inn um 3 milljörðum króna með sölu ríkisbréfa. Til þess að brúa bilið varð að grípa til um 6 milljarða króna erlendrar lántöku og tæplega 6 milljarða króna yfirdráttar í Seðla- banka íslands. -EÓ gífurlegum halla ríkissjóðs, sem er fjármagnaður með erlendum lán- um, og afleiðingin er háir vextir. Þessar tölur sýna einfaldlega hversu mikill slappleiki hefur einkennt fjár- málastjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta er að vísu ekki fyrsta dæmið Saltflutningaskip fékk á sig brot fyrir utan Þoriákshöfn: Víðtæk leit að brasilísk- um sjómanni Tugir manna tóku þátt í leit sem gerð var f gætkvöldi að brasílískum sjómanni af þýskn feigustópi, sem tók út af skipinu um kiukkan 18.00 í gær. Slyaavamadeildin Mannbjörg var kÖIluft út og voru gengnar fjör- ur, en þegar Tíminn fór í prentun haföi leitin engan árangur borii. Mjög slsemt veírnr var þegar óhapp- iö átti sér stað. Þýska skipiö hafði fyrr um daginn losað salt í Þorlákshöfn og var á lelð óL Um eina og hálfa mflu útaf Hafnamesvita fét* það á sig hrot og við það tók manninn út Það var klukkan 18.15 sem 'filkyrminga- skyldan fékk upplýsingar um slyslð og hafði samband við nærstatt rakjuskip, Gissur, sem bóf strax að svipast um eftir mann- inum, en án árangurs. Flutn- ingaskipið Stuðlafoss kom skip- inu til hjálpar og dró það til hafnar. -FS um þessi lausatök. Ríkisendurskoð- un birti skýrslu í október á síðasta ári, sem sýndi það að ríkisstjómin hafði að dómi ríkisendurskoðunar aðeins náð rúmlega 30% af þeim markmiðum sem hún setti sér í maí. Þessi niðurstöðutala sýnir síð- an svo ekki verður vefengt að á síð- ustu mánuðum ársins hefur keyrt um þverbak." Ólafur segir ennfremur að tilvitn- anir fjármálaráðherra í fortíðar- vanda, frá hans eigin ráðherratíð, sé ómerkilegur málflutningur og vísar þeim á bug. -ÁG Ólafi Ragnari líst ekki á fjármálaráðherradóm Friðriks: Friðrik vitlaust saman? „Þessar tölur um hallarekstur rfldssjóðs 1991 sem nú birtast eru þremur til fjórum milljörðum hærri en sú tala sem ríkisstjómin gaf sjálf út í október," segir Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi fjármálaráðherra, um uppgjör á halla ríkissjóðs á síðasta árí. Ólafur segist ekki annað sjá en niðurstaðan núna upp- lýsi að þegar síðasta spá um halla ríkissjóðs var birt í október hafi núverandi fjármálaráðherra annaðhvort ekki haft hugmynd um hvemig hlutimir stóðu, eða þá að þeir hafa farið gjörsamlega úr böndunum hjá honum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.