Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. janúar Tíminn 3 Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: VeKerðarkeriið er ekki samningsatriði Engin breyting hefur orðið í samningamálum aðildarfélaga BSRB síðustu vikur, að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB. Á almennum baráttufundi opinberra starfsmanna á Akureyri í fyrra- dag vísaði Ögmundur til nýlegra orða Ágústar Einarssonar, for- manns samninganefndar ríkisins, þess efnis að nú væru flestir farn- ir að skilja að engar kauphækkanir yrðu í ár. í ræðunni lýsti Ög- mundur því yfír að þetta væri rangt hjá Ágústi, BSRB væri ekki bú- ið að skilja þetta og ætlaði sér ekki að skilja þetta. Ögmundur sagði í samtali við Tím- ann í gær að það væri enn krafan að auka kaupmátt taxtakaupsins og ná fram réttlátari tekjuskiptingu. Um þetta vilja aðildarfélögin viðræður segir Ögmundur og aðspurður um. hvort þær viðræður væru ekki strand og skiluðu engum árangri, sagði hann að það sem væri fast væri hægt að losa. Ögmundur sagði hins vegar með öllu óaðgengilegt fyrir BSRB að ganga til viðræðna á þeim forsend- um sem ríkisvaldið virtist nú ætla að bjóða upp á. Aðför að réttindum og kjörum almenns launafólks með skerðingu á því velferðarkerfí sem hér hefur verið byggt upp getur, að sögn Ögmundar, aldrei verið grund- völlur samningaviðræðna. Velferð- arkerfið væri ekki samningsatriði og því ekki hægt að gera það að skipti- mynt sem boðin væri í kjarasamn- ingum gegn því að kauptaxtar Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. hækkuðu ekki. „Það væri siðleysi ef svo færi að okkar viðsemjandi, ríkið, yki álögur á launafólk og færi svo að semja við okkur um að draga ögn úr þessum álögum gegn því að fólk sem þegar er á lúsarlaunum félli frá öllum kröfum um launabætur," sagði Ögmundur. Því segir hann brýnt að öll samtök launafólks sam- einist í skilyrðislausri andstöðu við þessar árásir á velferðarkerfið og sagðist aðspurður ekki fráhverfur þeirri hugmynd að efna til einhvers konar samræmdra aðgerða allra launþegasamtakanna til að fá þess- um stjórnvaldsaðgerðum hnekkt. En hann undirstrikar að fyrir það að bægja þessu frá sé aldrei hægt að borga með því að slá af sjálfsögðum launakröfum fólks sem ekki getur látið enda ná saman. - BG Alþýðusambandsmenn hittast á mánudag til að ákveða hvort tímabært sé að fara í samflots- viðræður. Eftir samþykkt bandorms hljóta þetta að verða: ÞríhUða viðræður ASÍ, VSI og ríkisstjórnar Boðað hefur veríð til sérstaks miðstjórnarfundar ASÍ með for- mönnum sérsambandanna á mánudag þar sem rætt verður um næstu skref í samningamálum. Sú spurning, sem menn munu einkum leitast við að svara, er hvort tímabært sé að fara út í stærri samflotsviðræður við atvinnurekendur á vegum heildarsamtakanna Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Tímann í gær að ljóst væri að þegar farið væri út í al- mennari kjaraviðræður, hlytu slíkar viðræður að verða þríhliða viðræður launþega atvinnurekenda og ríkis- valds, enda hafi sú afstaða ASÍ ekkert breytst að ekki kæmi til greina að gera kjarasamninga nema ýmsum ákvæð- um sem fram koma í bandorminum svokallaða yrðri breytt. Að sögn Ásmundar eru einstök aðild- arfélög og sérsambönd ASÍ nokkuð misjafnlega á vegi stödd í sínum sér- kjaraviðræðum og eins og fram hafi komið hafi t.d. Verkamannasamband- ið náð ákveðnu stigi í sínum sérkjara- viðræðum á meðan aðrir hópar, s.s. verslunarmenn, séu ekki komnir eins langt. Ásmundur vildi ekki tímasetja það nánar hvenær mætti búast við að gengið yrði að sameiginlegu samn- ingaborði. „Út af fyrir sig gætu ein- hverjar viðræður farið strax af stað, ef ákvörðun verður tekin um það að ganga til sameiginlegra viðræðna. Það verður hins vegar að meta það í ljósi þess hvemig sérkjaraviðræðumar standa, hversu hratt menn vilja fara af stað með slíkt, jafnvel þó menn reyn ist sammála um að tímabært sé að fara af stað með slíkar viðræður," sagði Ás- mundur og bætti því við að hugsan- legt væri að menn reyndu að gera hvort tveggja, að fara af stað með ákveðna þætti í sameiginlegum við- ræðum en halda iafnframt áfram sér- kjaraviðræðum. Ásmundur benti á að í slíkum viðræðum gæti Vinnuveit- endasambandið ekki verið þeirra eini viðmælandi heldur hlyti ríkisvaldið að koma þar inn líka og slíkar viðræður yrðu að fara fram nokkuð samhliða. Hann sagði að afstaða ASÍ til band- ormsins hafi ekki breyst frá því að hann fór á fund forsætisráðherra í síð- ustu viku og að Ijóst væri að engir kjarasamningar yrðu gerðir nema Sameinaðirverktakar hf: Sameinaðir verktakar hf. hafa sent frá sér fréttatilkynningn þar sem segir að stefnt hafi verið að þvf í langan tíma að gera félagið að almenningshlutafélagi og ekki seinna en á þessu ári. Hafl forráðamönnum fyrirtæk- Ísins veriö ijóst að það þyrfti að minnka eigið fé félagsins, es fé- lagið hafl ekki gefið út jöfnunar- hiutabréf til jafns við verðbólgu í mörg ár. Því hafl hrein eign myndast af völdum rekstrarhagn- aðar, sem félagið hafi greitt öll gjöld af. Eigið fi féiagsins sé fyrst og fremst bundið f eignar- hluta í íslenskum aðalverittökum sf., f fasteigninni Höfðabakka 9 og í afntkstri af annarri starfsemi féiagsins. í tUkynningnnni segir ennfrem- ur að eftir úrskurði hafi verið óskað hjá yfirvöldura um hver mætti vera lækkun hlutafiár með útgreiðslu til eigenda þess, án þess að sá hluti eiginfjárins, sem tfl greiðshi kæmi, skattíegðist aftur hjá hluthöfum. Samkvæmt úrskurði yflrvalda nam sú upp- hæð um 900 millj, króna. -PS Ásmundur Stefánsson, forseti ASl. þeim ákvörunum yrði breytt. ,Jríér sýnist augljóst og ég marka það af meðferð mála að undanfömu, að al- mennar yfirlýsingar um málin hafa ekki hreyft við stjómarmeirihlutan- um. Þannig að ég met það svo að það muni ekki gerast neitt í þeim efnum nema í tengslum við einhverja samn- ingavinnu og því séu þetta mál sem verði að ganga samhliða," sagði Ás- mundur. - BG Fríða Á. Sigurðardóttir hlaut í gær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna „Meðan nóttin líð- Ég gleðst fyrir hönd íslenskra bókmennta „Vissulega átti ég ekki von á þessu og er enn ringluð eftir að hafa fengið tíðindin,“ sagði Fríða A Sigurðardóttir rithöfundur, í viðtali við Tímann skömmu eftir hádegi í gær, en klukkustundu áður hafði dómnefndin, er úthlutar bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs, tilkynnt að verðlaun ársins 1992 kæmu í hlut Fríðu fyrir skáldsögu hennar „Meðan nóttin líður". Iðnþróunarsjóður: Svipuð eftirspum eftir lánum Helldareftirspum eftír lánum hjá Iðnþróunarsjððl á síðasta ári nam um 2400 milljónum króna, en sjóðurinn veittí hins vegar 1300 milljónura í ián, sem er um 500 mifijónum króna meira en árið 1990. Athygli vekur að eftírspum- in eftír lánum helst svipuð og árið 1990, þrátt fyrir kegð í fjárfesting- um í atvinnulíflnu á árinu. Ástæð- tma má ven að flnna í því að fyrir- tækin í landinu eru enn að endur- skipuleggja og treysta fjárhag sinn með því að skuldbreyta skamm- tímalánum í langtfmalán. Reyndar fóru ekld nema 10% veittra lána tíl að skuldbreyta eldri lánum hjá Iðn- þróunarsjóði, en voru hlns vegar 40% árið 1990. Vegna hárra vaxta á verðtiyggðum lánum i íslenskum krónum meirihluta ársins 1991, fór stærsti hlutí íánveitinga fram í eriendum gjaldmiðli, einkum doll- urum og gjaldmiðlum sem tengdar eru evrópumynteiningunni ECU, en þar hefur þýska maridð mest vægi. -PS ,Mér finnst vitanlega afar vænt um þetta sem einstaklingur," sagði Fríða enn fremur, „en þó gleður þetta mig fyrst og fremst vegna íslenskra bók- mennta. Ég lít svo á að ég sé ekki ann- að en dropi í þeim straumi sem bók- menntir landsins eru og að verðlaun- in hafi fallið þeim í skaut ekki síður. Jú, þetta er mikil hvatning og verð- launin auðvelda mér lífið. Ekkert verður til af engu og mér ætti nú að veitast aukið tóm til þess að sinna verki sem ég hef unnið að frá því í haust. Það er skáldsaga, en ekki er von á að hún komi út í bráð, þar sem ég er fremur seinvirk. En ég er mjög þakk- lát og snortin vegna þessara óvæntu frétta, þótt ég vissi að möguleikinn væri fyrir hendi, þar sem bókin hafði verið tilnefnd." „Horfíð aftur til fortíðar- innar í leit að lífsgildum“ Það var klukkan hálfeitt í gærdag að dómnefndin kom út úr fundarher- bergi sínu í Norræna húsinu og for- maður hennar, Heidi von Bom, til- kynnti niðurstöðuna. Verðlaunin hlýtur Fríða fyrir skáldsöguna „Með- an nóttin líður", sem áður segir, og greinargerð nefndarinnar fyrir valinu er á þessa leið: „Bókin er ögrandi, nýskapandi og býr um leið yfir ljóðrænni fegurð. í verk- inu er horfið aftur til fortíðarinnar í leit að lífsgildum sem eiga erindi við samtíma okkar. Bókin gerist að hluta til í stórbrotinni náttúru Homstranda og náttúmlýsingar em hluti af töfmm textans. f verkinu er ekki reynt að skapa þá blekkingu að við getum skil- ið til fullnustu veruleika forfeðra okk- ar og formæðra, textinn setur spum- ingamerki við hefðbundna söguskoð- un og venjubundna málnotkun. Fríða Sigurðardóttir lýsir í ljóðrænum texta þessarar bókar þörf okkar fyrir sögu og frásögn um leið og bókin lýsir hve erfitt það er að komast að eingildum sannleika um líf og list.“ Fjórði íslenski verðlaunaþeginn Verðlaunin eru að upphæð 150 þús- und danskar krónur og verða þau af- hent í Helsingfors þann 3. mars nk. á 40 þingi Norðurlandaráðs. Fulltrúar íslands í dómnefndinni vom þau Dag- ný Kristjánsdóttir lektor og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Fríða Á Sigurðardóttir er fjórði íslendingur- inn sem verðlaunin hlýtur en aðrir em Ólafur Jóhann Sigurðsson, Snorri Hjartarson og Thor Vilhjálmsson. I gærkvöldi var flutt dagskrá í Nor- ræna húsinu þar sem fulltrúar í dóm- nefndinni kynntu verk höfunda frá heimalandi sínu og norska vísnasöng- konan Hanne Kjersti Yndestad söng.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.