Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. janúar 1992 Tíminn 9 Guðrún Þórðardóttir. Böm: Guðný f. 1956, Halldóra f. 1961 og Þórður f. 1967. S.k. Rósa Jónsdóttir. Börn: Þórarinn f. 1970 og Ragnhildur f. 1971. 5. Sveinn bóndi í Krossdal, f. 1938, kv. Helgu Ólafsdóttur. Börn: Ólöf f. 1962, Ingveldur Guðný f. 1965 og Þórarinn f. 1969. 6. Þórdís bankamaður í Grindavík, f. 1956 (kjördóttir þeirra, dóttir Ing- veldar Vilborgar), g. Emi Rafnssyni. Böm: Örn Eyjólfsson, Rafn og Þór- arinn Amarsynir. Guðný og Þórarinn bjuggu alla sína tíð í Krossdal myndarbúi. Auk búsins stjórnaði Þórarinn upp- græðslu á Norðurlandi á vegum Sandgræðslu ríkisins, síðar Land- græðslu ríkisins. Við því starfi tók Sveinn sonur hans eftir hans dag. Þórarinn var búhöldur góður og hinn mesti atorkumaður. Vom þeir feðgar allir miklir veiðimenn og skorti aldrei matföng. Nógur sprikl- andi silungur í ánni, endur, gæsir, rjúpur og selur og mórinn blár af berjum. Þau Krossdalshjón vom með af- brigðum gestrisin. Enginn fékk að koma í Krossdal nema þiggja miklar og góðar veitingar. Dugðu engin undanbrögð og óðara töfraði hús- freyja ffam hina ótrúlegustu góm- sæta rétti og allt af fingmm fram. Alltaf gaf hún sér tíma til að setjast niður með gestum sínum og spjalla. Tók hún þá flugið og sagði frá, oft löngu liðnum atburðum, af ein- stakri list. Myndrænar og skáldlegar lýsingar hennar liðu sem myndir á tjaldi og héldu áheyrendum föngn- um. Lýsingar vom nákvæmar, engu smáatriði sleppt, en þó aldrei neinu ofaukið. Ævinlega var gmnnt á skopið og hina sérstæðu keld- hverfsku kímni og frásagnarlist. Gamlar þjóðsögur úr Hverfinu, vís- ur og gátur fengu líka að fljóta með. Sem betur fer skrifaði hún niður nokkuð af æskuminningum sínum, sem Þjóðminjasafnið varðveitir, en ámm saman skrifaðist hún á við starfsmenn þess og veitti þeim ómetanlegar upplýsingar um fyrri lifhaðarhætti og siði í Kelduhveríi. Guðný mun hafa líkst föður sínum í skaplyndi og dagfari öllu. Hún var einstaklega glaðsinna og geðgóð, einlæg og hreinskilin. Hugurinn flaug vítt og breitt, hún sá framtíð- ina í hillingum og var snillingur að byggja loftkastala. Virtist ekki skipta máli hvort draumamir vom líklegir til að rætast, ánægjan var fólgin í hugarfluginu. Hún naut þess að hitta fólk og ferð- ast; var öðmm þræði heimskona, en undi sér þó aldrei stundinni lengur að heiman. Minnisstæðar em stundirnar í stof- unni í Krossdal, sem var sannarlega ekki lokuð stássstofa. Þar var löng- um setið og spjallað, lesið, teflt eða tekið í spil. Frýjunarorðum og ögr- unum var skotið miskunnarlaust á báða bóga í spilamennskunni, allt í góðu að sjálfsögðu, og menn vom ei tapsárir. Eg sé Guðnýju fyrir mér í blóma- garðinum sínum, vöfðum skraut- jurtum og trjágróðrí, önnum kafna við að fegra í kringum sig. Útför Guðnýjar fór fram frá Garðs- kirkju laugardaginn 11. janúar sl. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Þórðardóttir UMFERÐAR RÁÐ Vanna Whlte og George Santo Pl- etro mættu á frumsýninguna á JFK, mynd Olivers Stone, og vildu þar með sýna að orðrómurinn um að hjónabandið væri að leysast upp ættt ekki við rök að styðjast. Er hjónabandíð komið í lag? Vanna Whíte er frægust fyrir að hafa stjómaö spumingaþætti í bandarísku sjónvarpi um árabil og þegið góð laun fýrir. Ekki er langt um liðið síðan hún gekk í það heilaga með glaum- gosanum og veitingahúsaeigandan- um George Santo Pietro, sem áður hafði oft sést í fylgd fagurra og frægra kvenna í samkvæmish'fí stjamanna. En þau Vanna og George höfðu ekki lengi notið hjónabandssælunn- ar þegar farið var að hvísla um að ekki væri allt með felldu hjá þeim. Því var haldið fram að George hefði blekkt sína heittelskuðu og haldið því fram að hann væri mun betur staddur fjárhagslega en raunin væri og hefði Vanna tekið það óstinnt upp. Nú hafa þau verið samhent um að sýna fólki að víst væru þau ennþá ástfangin hjón. Til sannindamerkis mættu þau sæt og sæl á frumsýn- ingu myndarinnar JFK þar sem vit- að var að ljósmyndarar fýlgdust með hverju fótmáli bíógestanna. Þá þótti það ekki síður sanna ódrepandi ást- arhug Vönnu þegar fréttin um jóla- gjöf hennar til eiginmannsins barst eins og eldur í sinu um kvikmynda- borgina. Hún keypti silkinærföt í skærum litum handa honum fyrir litla 200 dollara! Bianca D’Aoste kynnir síödegiskjól eftir Coveri. 1991 varár prinsessanna tískuheiminum Helene af Júgóslavíu ber glæsilega fatnað frá Lecoanet-Hermant. 1991 var ár mikilla umskipta í Evrópu. Sumum voru breytingarnar til framdráttar, öðrum til afturfarar. í hópi hinna fyrrnefndu var fjöldinn allur af eðalbornum prinsessum í Evrópu en þær nutu skyndilega mikillar eftir- spurnar — f tískuheiminum. Fram að þeim tíma höfðu sómakærar aðals- dömur, sem margar hverjar voru ekki of loðn- ar um lófana eftir að fjölskyldur þeirra höfðu verið gerðar útlægar úr herradæmum sfnum, helst leitað eftir vinnu hjá virðulegum upp- boðsfyrirtækjum eins og Sotheby’s og Christie’s. En allt í einu opnuðust augu þeirra fyrir fyrirsætustörfum og tískukóngarnir voru meira en fúsir til að taka upp á sína arma efnilegar stúlkur eins og Kalinu, 18 ára dótt- ur Búlgaríukonungs, og mágkonu hennar Rosario (gift Kyril prinsi). Það má líka nefna Helene af Júgóslavíu, bamabarn Umbertos fyrrum ftalíukonungs, og Victoire de Bour- bon Parma. Alexandra af Grikklandi, dóttir Michaels prins, fær greitt fyrir fegurðina, svo og Bianca D’Aoste. Allar þessar fegurðardísir með blátt blóð bera föt frá tískuhúsum Diors, Coveris og Versaces og láta taka myndir af sér á stofum ljósmyndara eða í veislum. En hvers vegna þessi skyndilegi áhugi á prinsessum í tískuheiminum? Að mati sér- fræðinga er ástæðunnar að leita í falli komm- únismans í Austur- Evrópu. Það hafi endur- lífgað ljómann í kringum aðalsættirnar gömlu, sem svo sem er nóg af úr þessum heimshluta. Almenningur taki síðan heils hugar þátt í leiknum, enda sé þar ágætis flóttaleið frá óþægilegum veruleika nútím- ans. Victoire de Bourbon Parma sýnir fatnað ítalska tískuhönnuöarins Coveri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.