Tíminn - 24.01.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Föstudagur 24. janúar 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Nú reynir á
ríkisstjómina
t>að kann að vera að ráðherrar ríkisstjórnarinnar
andi léttar nú þegar fjárlög, lánsfjárlög og frum-
varp um ráðstafanir í ríkisfjármálum hefur verið
samþykkt á Alþingi. Hitt er þó fullvíst að það er
ekki sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Baráttan
fer fram nú á næstunni á tvennum vígstöðvum,
það er að koma niðurskurðinum og öllum þeim
ráðstöfunum, sem gert er ráð fyrir, í framkvæmd á
sama tíma og reynt er að ná samningum á vinnu-
markaði.
Forseti Alþýðusambands íslands skrifar athygl-
isverða grein í Morgunblaðið síðastliðinn þriðju-
dag og fjallar þar um þjóðarsáttina og síðustu að-
gerðir ríkisstjórnarinnar. Hann leggur mikla
áherslu á að samráð og trúnaður ríkisvalds og að-
ila vinnumarkaðarins skili árangri. Hann leggur
einnig mikla áherslu á að þegar ráðist sé í niður-
skurð þurfi að sætta þjóðina við aðgerðirnar, en
ráðherrar eigi ekki að ganga fram eins og „fílar í
glervörubúð".
Grein Ásmundar Stefánssonar er athyglisverð
og ætti að vera ráðherrum ríkisstjórnarinnar um-
hugsunarefni, ekki síst nú þegar knúnar hafa ver-
ið fram á Alþingi undirbúningslitlar og vanhugs-
aðar ráðstafanir, og í engu sinnt viðvörunum
stjórnarandstöðunnar um að skoða málin betur.
Ekki síst ættu lokaorð greinarinnar að vekja ríkis-
stjórnina af svefni, en þar segir svo: „Verði engu
breytt af fljótfærnislegum ákvörðunum ríkis-
stjórnarinnar, er vandséð hvernig samningar
nást.“
Nú reynir því fyrst á hvort ríkisstjórnin stenst
það próf að leggja sitt lóð á vogarskálina til þess að
tryggja vinnufrið í landinu. Stöðugur hræðslu-
áróður dugar ekki í þessu sambandi. Það er ólga í
hinum almenna launamanni, sem ekkert hefur
séð frá hálfu stjórnvalda nema nýjar álögur síð-
ustu vikurnar. Það er einnig ólga í forsvansmönn-
um atvinnufyrirtækja, sem ekki hafa séð fram á
vaxtalækkanir, þrátt fyrir að nú sé spáð 2-3% verð-
bólgu.
Hins vegar er engin ólga í hluthöfum Samein-
aðra verktaka, sem voru að fá 900 milljónir króna
í vasann um leið og allur niðurskurðurinn og
samdrátturinn var samþykktur í Alþingi.
Það eru þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar
sem erfiðleikum valda. Það er einkennileg stefna
að auknar byrðar eigi þá fyrst að leggja á einstak-
linginn þegar hann er orðinn gamall eða Iasburða.
Reyndar er með ólíkindum að ríkisstjórnin og
stjórnarflokkarnir skuli vera búnir að knýja þessi
mál í gegnum Alþingi, án þess að gera svo mikið
sem tilraun til að láta hinn vel stæða mann á góð-
um aldri með alla möguleika í þjóðfélaginu axla
sínar byrðar.
Nú reynir því fyrst á stjórnvisku ráðherranna,
ef takast á að skapa frið í þjóðfélaginu.
Geðþóttaákvarðanir
í utanríkismálum
Að utanríkisráðherra, sem vill
láta taka mark á sér, fari að velta
upp persónulegum hugrenning-
um á blaðamannafundi, sem hann
heldur með fjórum öðrum utan-
ríkisráðherrum, er nýlunda.
Svona nýmæli bar þó við í
Reykjavík fýrir skemmstu,
þegar Jón Baldvin Hannibals-
son lýsti því yfir á fundi með
norrænum ráðherrum og
fjölda blaðamanna frá öllum
Norðurlöndunum að hann teldi
sjálfsagt að Litháen fengi aðild að
Norðurlandaráði.
Yfirlýsingin kom heldur betur
flatt upp á suma, og m.a. vildi Hall-
dór Ásgrímsson fá að frétta nánar
af þessari grein utanríkisstefnunn-
ar og bað um skýringar á Alþingi.
Halldór er einn af fulltrúum Is-
lendinga í Norðurlandaráði. Hann
vildi fá að vita hver væri afstaða og
stefna ríkisstjórnarinnar í málinu.
Svar utanríkisráðherra var ein-
faldlega það að hann hefði verið að
lýsa sinni persónulegu skoðun á
því hvort Litháen ætti að fá inn-
göngu í Norðurlandaráð.
Þingflokksformaður sjálfstæðis-
manna tilkynnti að innganga
Eystrasaltsríkjanna í Norðurlanda-
ráð væri ekki tímabær.
Spyrja má
Hvergi kemur fram að málið hafi
verið rætt í ríkisstjórninni og ekki
í utanríkismálanefnd. Halldór Ás-
grímsson benti á að á næstunni
verður stofnað Eystrasaltsráð á
fundi í Riga og vill fá að vita hverju
íslensku fulltrúarnir þar eiga að
svara þeirri spurningu hvort taka
eigi Eystrasaltsríkin í Norður-
landaráð með þeim réttindum og
skyldum sem því fylgir.
Spyrja má hvaða samleið íslend-
ingar eiga sérstaklega með þeim
þjóðum, sem nú byggja þau land-
svæði sem ganga undir heitinu
Eystrasaltsríki. Hvar eru menn-
ingartengslin, hvar viðskiptin,
hver er sameiginleg saga og hefð-
ir? Hvað eru Eystrasaltsþjóðirnar?
Hve mikill hluti íbúanna eru Rúss-
ar, Úkraínumenn, Hvít-Rússar,
Moldavar, Pólverjar?
Hefur utanríkisráðuneytið nokk-
uð frétt af þjóðernisátökum austan
Oder-Neisse og hver er afstaðan til
frændfólksins á Kyrjálaeiðinu?
Spyrja má og spurt er og koma
enda margfalt fleiri spurningar
upp í hugann, þegar kemur að
réttindum og skyldum og banda-
lögum á alþjóðavettvangi.
Hefur nokkuð frést til íslands af
ágreiningi um landamál Litháens
og Úkraínu og Póllands?
Á að flytja hann og mörg önnur
skyld vandamál inn í Norðurlanda-
ráð?
Stundarhrif
Enn má spyrja: Hvaða væntingar
kann það að vekja hjá nýfrjálsum
þjóðríkjum þegar ábyrgir utanrík-
isráðherrar lofa þeim að taka þau
sérstaklega undir sinn verndar-
væng og gefa þeim nokkurs konar
hlutdeild að löndum sínum og vel-
ferð?
Þá er framtíð Norðurlandaráðs
eitt stórt spurningarmerki og fást
Iítil svör við þeim spurningum
hvert verður hlutverk þess og áhrif
þegar allar stærstu þjóðirnar inn-
an samtakanna verða komnar í
Evrópubandalagið.
Vissulega er flott af íslendingum
að vera fyrstir til að viðurkenna
sjálfstæði þjóða, sem áður lutu
kommúnistastjórnum og voru í
samveldum með þeim. Ekki síst
þjóða, sem aldrei hafa verið sjálf-
stæð ríki eða eins í laginu og þau
eru á Iandabréfinu akkúrat núna.
Utanríkismál eru ekki einkamál
einstaklinga, jafnvel þótt þeir sitji í
háum embættum og eigi sér dag-
drauma um leiðtogahlutverk á
sviði heimsmálanna.
Það er gott að hafa skoðanir og
stór höf á milli landamæra. Samt
er rétt að fara með gát þegar fara á
að skipa málum í fjörrum heims-
hornum eftir eigin geðþótta og
stundarhrifningu.
Leiðtoginn mikli
En hughrif Jóns Baldvins Hanni-
balssonar eru varla af þessum
heimi, enda er hann ekki öðrum
mönnum líkur.
Hann er Ieiðtoginn sem á
að treysta og trúa. Síðan
Gorbatsjov eyðilagði Sovét-
ríkin þarf að leita allt aust-
ur til Kóreu til að finna
jafnoka.
Um hinn virta og elskaða Ieiðtoga
gat að lesa í leiðara Alþýðublaðsins
í gær:
„Sem betur fer eiga íslendingar
enn stjórnmálamenn sem hafa
hugsjónir og eru reiðubúnir að
leggja allt í sölurnar fyrir að
hrinda hugmyndum sínum í fram-
kvæmd. Einn þeirra er Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins. Og auðvitað er hann
umdeildur, rægður, hataður og
elskaður í senn, og á honum dynja
fleiri skot en á mörgum öðrum
stjórnmálamönnum, einnig frá
hans eigin flokksmönnum. Jón
Baldvin er sannarlega ekki galla-
laus maður, fremur en aðrir
breyskir menn á jörðinni, en hann
hefur eldinn, viljann og þorið. í
öllum meiriháttar ágreiningsmál-
um hefur Jón Baldvin tekið hatt
sinn og staf, ferðast um landið og
rætt beint við þjóðina. Heyrt rök
manna, samherja jafnt sem and-
stæðinga, og komið með sín rök á
móti. Það gerði hann um EES-
málið, það gerir hann nú með
bændafundum um allt land um
GATT-málið. Þetta eru alvöru
stjórnmál, ekki pukur og leikrita-
flutningur í þingsölum, baktjalda-
makk og hrossakaup.
Okkur vantar fleiri íslenska
stjórnmálamenn sem eiga sér
brennandi hugsjónir. Menn sem
þora að takast á við valdaklíkurnar
og hagsmunahópana. Menn sem
vilja standa vörð um velferð fólks-
ins, sem berjast íyrir réttlæti og
betra lífi almennings í stað þess að
selja sálu sína lokuðum hópum
fyrir stundarframa í pólitík. Okkur
vantar stjórnmálamenn sem vilja
stjórna í þágu fólksins."
OÓ