Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 1
bbmMbbb
Þriðjudagur
18. febrúar 1992
34. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Glíma Ólafs G. og kennara:
Eggið eða hænan?
Ölafur C. Einarsson menntamálaráð-
herra sendi Svanhildi Kaaber, for-
manni Kennarasambandsins, bréf í
gær þar sem hann neitar því að hafa
nokkura tímann sagt að Kennara-
samband íslands hafi á einn eða ann-
an hátt skipulagt útifund grunnskóla-
nema á Lækjartorgi sem haldinn var í
síðustu viku. Á fundinum grýttu tveir
nemendur eggjum í ráðherrann. Ól-
afúr G. segist hins vegar hafa sann-
anir fyrir því að kennarar hafi notað
kennslutíma í að ófrægja hann og
hans störf.
Eftir fúndinn á Lækjartorgi sagðist
Ólafur G. álíta að kennarar ættu þátt í
þeim mótmælum sem urðu á fundin-
um og gaf í skyn að kennarar bæru
ábyrgð á eggjakastinu. Vegna þessara
ummæla skrifaði Svanhildur Kaaber
menntamálaráðherra bréf þar sem
hún vísaði ásökunum ráðherra á bug.
í bréfinu sagði Svanhildur að ráð-
herra væri að reyna sverta keruiara-
stéttina.
í bréfi menntamálaráðherra segir
hann að hann hafi aldrei látið að því
liggja að Kennarasamband íslands
hefði staðið að undirbúningi útifúnd-
arins. Hann segist hins vegar hafa ör-
uggar upplýsingar um að í ákveðnum
skólum hafi kennarar notað kennslu-
stundir til að ófrægja aðgerðir ríkis-
stjómarinnar og sig persónulega.
Ráðherra segir að ekki beri að skilja
orð sín svo að öll kennarastéttin sé
þar að verki. Hann segir í bréfinu að
hann muni, af tillitssemi við þau böm
sem hlut eiga að máli, ekki nefna
nöfn, hvorki viðkomandi kennara né
nemenda. Þeir taki þetta til sín sem
eigi. -EÓ
—
Nálgumst heimsmet í opinberum útgjöldum til heilbrigðismála:
Hvað flest rúm og læknar
en fámennt hjúkrunariið
Útgjöld íslendinga til heilbrigðis-
mála hafa síðustu árin vaxið meiia
en útgjöld helstu viðmiðunarþjóða.
Fyrir áratug var ísland í 17. sæti
OECD þjóða með hlutfaD heilbrigð-
isútgjalda af landsframleiðslu (VLF),
eða með þeim lægstu. Það hefur síð-
an hækkað upp í 5. sæti. ísland er
þarna raunar komið í hóp hæstu
þjóða, sama hvaða viðmiðun er not-
uð. Sérstakkga þykir þessi þróun
hafa verið áberandi þegar litið er á
Kmahilió frá 1985. Séu heilbrigðis-
útgjöld hverrar þjóðar umreiknuð
með gengisvísitölu yfir í Bandaríkja-
dollara á mann og mannfiöldatölum-
ar jafnframt aldursvegnar fer ísland í
enn hærra sæti. Og ef eingöngu er
litið á heQbrigðisútgjöld hins opin-
bera er ísland komið í 2. efsta sæti,
næst á eftir Svrum.
,d>etta mun vekja mikla umræðu, og
umræður eru alltaf af hinu góða,"
sagði heilbrigðisráðherra, Sighvatur
Björgvinsson, á fundi fréttamanna í
gær. En þar var kynnt skýrsla sem
Hagfræðistofnun Háskóla íslands
hefúr gert að beiðni heiibrigðisráðu-
neytisins um samanburð á kostnaði í
sjúkraþjónustu á íslandi og í nálæg-
um löndum. Var tilgangurinn ma sá
að reyna að fá hugmynd um það hvar
íslendingar standa í slíkum saman-
burði. Samanburðarlönd eru ýmist
öll lönd OECD, Norðurlöndin ein-
göngu eða ásamt með Bretlandi,
Bandaríkjunum og Þýskalandi. Höf-
undar skýrslunnar draga ekki dul á að
það sé af mörgum ástæðum erfitt að
gera slíkan samanburð milli landa.
Eigi að síður leiði skýrslan ótvírætt í
ljós að heilbrigðisútgjöld hafi undan-
farin ár vaxið hraðar hér á landi en
hjá flestum hinna þjóðanna. Að sögn
heilbrigðisráðherra standa ráðamenn
samt í ströngu í öllum hinum saman-
burðarlöndunum við að reyna að
draga úr heilbrigðisútgjöldum.
Eitt af því sem skiptir verulegu máli
í samanburði heilbrigðisútgjalda
milli landa er ólík aldursdreifing, þar
sem heilbrigðisútgjöld eru að jafnaði
margfalt meiri á hvem aldraðan
borgara en þá sem yngri eru. í Ijós
kemur að íslendingar eru miklu
yngri þjóð en nokkur hinna. Aðeins
10,5% Islendinga eru 65 ára og eldri.
í hinum löndunum er sami aldurs-
hópur frá 12,6% í USA upp í 17,7% í
Svíþjóð, sem þýðir að aldraðir eru þar
hlutfallslega 20-70% fleiri en hér.
Fjöldi starfandi lækna á hverja 1.000
íbúa er samt hér á landi (2,8) með því
sem hæst gerist (Ld. tvöfalt fleiri en í
Bretlandi). Svipað er að segja um
fjölda menntaðra hjúkrunarfræðinga
(7,6 á 1.000 íbúa). SamanlagðurQöldi
staríandi hjúkrunarfræðinga, sjúkra-
liða og ljósmæðra (um 13 á 1.000
íbúa), hefúr hlutfallslega tvöfaldast á
hálfum öðrum áratug, en en samt
talsvert lægri en á hinum Norður-
löndunum.
Samt sem áður eiga íslendingar
fleiri sjúkrarúm á hverja 1.000 íbúa
en nokkur hinna þjóðanna (14,8 rúm
td. borið saman við 5,9 í Danmörku
og 6,4 rúm í Bretlandi). Og sjúkra-
rúm eru yfirleitt sæmilega nýtt,
þannig að meðalfjöldi legudaga á
hvem fbúa er ltka með því allra mesta
(5 dagar á mann) hér á landi. Það er
því kannski mál til komið að biðlistar
eftir spítalaplássi skuli nú (loksins)
famir að styttast „þrátt fyrir að um-
ræðan í þjóðfélaginu hafi verið þver-
öfúg,“ eirrs og ráðherra sagði á fúnd-
inum í gær.
í öllum samanburðarlöndunum
styttist meðallengd legu á sjúkrahús-
um verulega frá 1978, eða í kringum
fjórðung (úr 25 í 18 daga hér á landi
og í Sviþjóð). íslendingar og Svtar
liggja jafhaðarlega um tvöfalt lengur
á sjúkiastofnunum en Danir, Norð-
menn og Bandaríkjamenn.
Varðandi afdrif skýrslunnar sagðist
heilbrigðisráðherra hafa í hyggju að
efna til ráðstefnu þar sem fulltrúum
heilbrigðisstétta og stofnana muni
gefst tækifæri að láta í ljós álit sitt og
koma á framfæri ábendingum og
hugsanlegum leiðréttingum við það
sem skýrslan leiðir í ljós.
Ekki aðeins er það hlutfall VLF sem
varið er til heilbrigðismála hér á
landi með því hæsta sem gerist í við-
miðunarlöndunum, heldur er ríkis-
sióður íslands einn sá allra örlátasti.
Arið 1990 fóru 8,5% landsframleiðsl-
unnar til heilbrigðismála. Þar af voru
7,4% greidd af hinu opinbera, sem
varði til þess um 20% heildartekna
hins opinbera. Svíþjóð var eirra land-
ið þar sem opinber heilbrigðisútgjöld
voru heldur hærri (7,8% af VLF).
Heilbrigðismálin kostuðu íslendinga
um 28 milljarða króna (um 110.000
kr. á hvert mannsbam) árið 1990.
Þar af var hlutur hins opinbera um
24,5 milljarðar. HEI
Fjöldi rúma á almennum sjúkradeiidum á hverja 1.000 íbúa
Danmork
mmm. sviþjóö
Finnland
Þýskal. .
Bretiand C3E2ES51 USA
Noregur
1 ísland
10
9
cn
co
cn
C3
cn
cn
Þýskaland er hiö eina samanburöarlandanna sem komist hefur I nánd vlö fsland með fjölda
sjúkrarúma á almennum sjúkradeildum á hverja 1.000 íbúa. Sá er þó munurinn aö hlutfall rúma-
flölda hefur farið hækkandi hér á landi á sama tíma og sjúkrarúmum hefur hlutfallslega verlö að
fækka í Þýskálandf sem og (hinum samanburðariöndunum.
jr
• ■
I
Slökkviliðið í ReykjavTk var
kvatt í gærmorgun um klukkan
9.30 að figkverkunariiúsi
Granda við Grandaveg. Þegar
að var komið var eldur iaus í
fölsku lofti á annarri hæð
hússins, í aðstöðu starfsfóiks.
Starfsfóik Granda hafði sjálft
beftað útbreiðsiu eldsins með
slöngu sem var á staðnum, en
siökkviliðið tók við og slökktí
eidinn. Ekki urðu mildar
skcmmdir, en þó þarftí að rífa
niður hluta úr lofti, eins og
sést á meðfylgjandi mynd.
-PS/Timamynd PJetur
Jensína Guðrún
Óladóttir 90 ára
Jensína Guðrún Óladóttir, fyrrv.
Ijósmóðir, Bæ í Trékyllisvík, er ní-
ræð í dag. Jensína var mjög farsæl í
starfi sínu sem Ijósmóðir og tók
raunar á móti síðasta barainu þegar
hún var komin á níræðisaldur, þann
10. júh' 1982, og var myndin teldn
við það tækifæri.
Auk Ijósmóðurstarfa annaðist Jens-
fna iðulega almenna heilsugæslu og
skyndihjálp f héraði sínu þegar
læknislaust var á Ströndum um
lengri eða skemmri tíma.
Sjá afmælisgreinar um Jensínu á
blaðsíðum 8 og 9.