Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 12
HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEKH • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 180 ■ Mosfellsba Sfmar 668138 A 667387 AUÐVITAÐ <^.wfesi.dsbraut 12 BÍLAR*HJÓL* BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKU^-BlLL HJÁÞÉrf SÍMI 679225 ÞJONUSTA MÁLARAR geta bætt við sig málningarvinnu úti sem inni Vönduð og góð vinnubrögð Sími 670269 ÞÉTTING OG KLÆÐNING Landssamband lögreglumanna krefst afsökunarbeiðni frá utanríkisráðuneyti vegna ummæla sendiherra hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins: Kref jast þess að sendi- herrann verði rekinn „Landssamband lögreglumanna getur hvorki fellt sig við það ógeð- fellda og lágkúrulega „skopskyn", sem embættismaðurinn opinber- ar, né þá lítilsvirðingu og íyrirlitningu sem hann hefur sýnt undir- mönnum sínum með þessari framkomu,“ segir í bréfí Landssam- bands lögreglumanna til utanríkisráðherra. Bréfið er ritað í tilefni viðtals í út- við Róbert Trausta Árnason, sendi- varpsþættinum Reykjavík síðdegis herra hjá Varnarmálaskrifstofu ut- Sjávaraflinn í janúar miklu meiri nú en í fyrra samkv. bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands: Sfld og loðna lyftaútkom* unni rækilega í si. janúarmánuði er heiidar- þorskaflinn 20.474 tonn en var í fyrra 17.083. Ýsuaflinn er mjög ámóta eða 2.507 tonn en var í fyrra eða 2.990 tonn. í ioðnu- og síldveiðunum er hins vegar slá- andi munur milli afla í janúar nú og í fyrra: Nú er loðnuaflinn 75.012 tonn en var í fyrra aðeins 13.700 tonn. Sfldaraflinn nú er 24.622 tonn en var í fyrra 7.695 tonn. Það eru því síldin og loðnan sem vega þyngst í því að heildarafla- magn í janúar nú er mun meira en í fyrra. Nú er aflinn samtals 137.614 tonn en var í janúar í fyrra 56.687 tonn. Þetta kemur fram í bráðabirgðaa- flatölum Fiskifélags íslands um fiskaflann það sem af er yfirstand- andi fiskveiðiári, en fiskveiðiárið Bílvelta í Kjós: Kona slasast Kona slasaðist verulega þegar jeppabifreið af Lapphunder-gerð vah út af veginum við Hvamms- vfk í Kjós á sunnudagskvöid. Þá voru þrfr aörir fluttir á sivsa- deild með minni meiðsl. Oku- maður jeppans áetlaði að aka fram úr fóiksbfl, en snerist við það f krapa með fyrrgreindum afleiðingum. -1*S anríkisráðuneytisins. í viðtalinu var rætt við Róbert Trausta um breytingar á starfsháttum við embætti lögreglustjórans á Kefla- víkurflugvelli. í þeim felst að dregið hefur verið úr öryggis- gæslu í Leifsstöð, sérsveit vopn- aðra lögreglumanna hefur verið lögð niður, fimm mönnum var sagt upp störfum og nú'er aðeins einn óvopnaður Iögreglumaður á vakt í flugstöðinni að jafnaði. Landssamband lögreglumanna segir í bréfinu til utanríkisráð- herra að Róbert Trausti hafi virst verða rökþrota í umræddu útvarp- sviðtali og gripið þá til þess ráðs að hæðast að lögreglumönnum sem skipað höfðu sérsveitina á Keflavíkurflugvelli og sjá nú ýmist á eftir störfum sínum eða drjúg- um hluta tekna sinna. í lok þáttar- ins hefði Róbert Trausti ennfrem- ur hæðst að öllum lögreglumönn- um með því að biðja um óskalagið Money, money með ABBA fyrir Landssamband lögreglumanna og Lögreglufélag Suðurnesja. Landssamband lögreglumanna segir í bréfinu til utanríkisráð- herra að þótt samdráttur í lög- gæslu á Suðurnesjum komi illa við hagsmuni lögreglumanna þar, þá séu þeir þó smávægilegir miðað við skerta hagsmuni almennings og fyrirtækja vegna rýrari öryggis- gæslu í flugstöðinni. Landssamband lögreglumanna krefst þess fyrir hönd allra lög- reglumanna á íslandi að utanrík- isráðuneytið biðjist opinberlega afsökunar á framkomu Róberts Trausta Árnasonar í umræddum útvarpsþætti. Jafnframt krefst sambandið þess að Róbert Trausti verði þegar í stað látinn vfkja úr starfi sínu hjá Varnarmálaskrif- stofu vegna lítilsvirðandi fram- komu við lögreglumenn á Kefla- víkurflugvelli, — undirmenn sína. —sá Tíininn ÞRIÐJUDAGUR18. FEBR. 1992 Kerfi Almannavarna sett í viðbragðsstöðu vegna vandræða Bo- eing 767 breiðþotu með 175 menn innan- borðs: Búið undir það versta Björgunarsveitir á Suðumesjum, starfsfólk sjúkrahúsa í Keflavík og í Reykjavík og slökkviliðið á Keflavík- urflugvelli voru í viðbragðsstöðu um miðjan dag á sunnudag, en um klukkan 13.30 barst Flugstjómar- miðstöðinni í Reykjavík tilkynning um að Boeing 767 breiðþota banda- ríska flugfélagsins American Air- lines, með 175 menn innanborðs væri í vandræðum um 300 mflur suður af landinu. Höfðu flugmenn slökkt á öðmm tveggja hreyfla vélarinnar, en komið hafði olíuleki að hreyflinum og sneru flugmennirnir vélinni til Keflavíkurflugvallar. Vélin var á leið til Chicago frá Manchester í Eng- landi. Vindar vom mjög óhagstæðir á vellinum og skömmu áður hafði flugvél hætt við lendingu af þeim sökum. Flugstjóri vélarinnar hafði undirbúið farþega sína undir það versta. í lendingunni blés vindur undir vinstri væng vélarinnar og skall hún harkalega niður á braut- ina, en engan sakaði í lendingunni, en vélin lenti skömmu eftir klukkan 14.00. Flugfélagið sendi í gærkvöldi aðra vél eftir farþegunum og héldu þeir til Chicago í gærkvöldi. -PS hófst 1. sept. 1991 og stendur til 31. ágúst nk. Heildaraflinn frá upphafi fisk- veiðiársins til 31. jan sl. nam 417.137 tonnum en var 395.556 tonn á sama tíma á síðasta fisk- veiðiári. Árið 1989 var heildarafli hins vegar 554.889 tonn á sama tímabili. Skipting aflans eftir helstu teg- undum er þannig að af þorski hafa nú aflast 79.705 tonn en var í fyrra 88.368 og árið 1990 97.088. Af ýsu aflaðist nú 16.032 tonn, í fyrra 18.341 og 1990 20.020 tonn. Áf ufsa aflaðist nú 31.741 tonn, í fyrra 31.906 og árið 1990 30.654. Karfi er nú 42.370 tonn, var 1991 39.239 og 34.890 árið 1990. Stein- bítur er nú 1.556 tonn, var í fyrra 1.870 tonn og 2.089 árið 1990. Grálúðuafli hefur aukist verulega milli samanburðartímabilanna þriggja: Árið 1990 veiddust 1.806 tonn. Árið 1991 veiddust 2.392 tonn og nú 4.586 tonn. Skarkoli er nú 2.961 tonn en var í fyrra 3.812 tonn og 2.645 árið 1990. Annar botnfiskafli er nú 11.719 tonn, var í fyrra 9.312 og 6.650 árið 1990. Botnfiskaflinn nú er alls 190.670 tonn. í fyrra var hann 195.258 og 195.842 árið 1990. Síldarafli er nú 84.648. Hann var í fyrra 89.536 og 88.447 árið árið 1990. Loðnan er nú í 125.524 tonnum en var í fyrra 95.310 og 253.800 árið 1990. Rækja er nú 10.539 en var í fyrra 7.090 og 8.497 árið 1990. Hörpuskel er nú 5.756 tonn en var í fyrra 8.354 og 8.312 árið 1990. Heildarafli á land frá 1. sept. 1991-31. jan. 1992 er því 417.137 tonn. í fyrra var heild- arafli á sama tímabili 395.556 tonn og 554.889 tonn árið 1990. —sá Frú Kristrún Eymundsdóttir nefnir vélina Ásdísi. Timamynd HIÁ Fokker 50 komiim yinni^söur j 15. feb. 1992 laugardaginn Á laugardaginn var skírð á Akur- eyrarflugvelli fyrsta flugvélin af fjórum af gerðinni Fokker 50, sem Flugleiðir hafa fest kaup á. Það var frú Kristrún Eymunds- dóttir, eiginkona Halldórs Blön- dal samgönguráðherrra, sem gaf vélinni nafnið Ásdís TF-FIR. Mikill fjöldi Norðlendinga var samankominn á Akureyrarflug- velli þegar þotan kom frá Hol- landi. Með vélinni komu m.a. Hall- dór Blöndal samgönguráðherra og frú, Halldór Jónsson bæjarstjóri á Akureyri, fulltrúar Flugleiða, full- trúar Fokkerverksmiðjanna og bæjarstjórnarmenn á Akureyri. Eftir ræðuhöld og fagnaðarlæti buðu Flugleiðir gestum upp á veit- ingar í flugstöðinni jafnframt því sem gestum var gefinn kostur á að skoða nýju vélina jafnt utan sem innan. í fréttatilkynningu frá Flugleið- um segir m.a. að Fokker 50 vélarn- ar séu taldar með fullkomnustu skrúfuþotum sem völ er á, smíðað- ar í Fokkerverksmiðjunum í Hol- landi. Hún tekur 50 manns í sæti, og eru sætin mun rúmbetri, loft- hæðin meiri en í gömlu vélunum og gangur milli sætaraða mun breiðari. Hún er hljóðlátari í far- þegarými en eldri vélarnar, kraft- meiri og áreiðanlegri. Þá er í vél- inni nútíma flugeldhús og öll að- staða miðast við að farþegar njóti þjónustu og aðbúnaðar eins og best gerist í stærri farþegaþotum í millilandaflugi. hiá-akureyri. FJÖLDI UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA 1. 2. 3. 187 4. 7.232 7.989.697 104.992 7.748 467 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 13.655.853 UPPLYSINGAR: SÍMSVARI91-681511 IUKKUUNA991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.