Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 18. febrúar 1992 90 ára: Jensína Guðrún Oladóttir Jensína Guðrún Óladóttir, ljós- móðir í TVékyllisvík í Ámeshreppi, er 90 ára. Jensína er fædd í Ingólfs- firði 18.2.1902, dóttir hinna mætu og mikilhæfu hjóna Óla Þorkelsson- ar og Jóhönnu Sumarliðadóttur, sem alls staðar létu gott af sér leiða, enda dæmdu þau ekki fólk eftir því hvar í stjómmálaflokki það var. Jensína lærði ung ljósmóðurfræði. Hún var ljósmóðir í Ámeshreppi á Ströndum í fjöldamörg ár við góðan orðstír, enda var hún mikilhæf í sínu starfi. Hún tók á móti á þriðja hundrað bama. Það fórst henni far- sællega úr hendi, eins og allt annað. Hún missti aldrei bam, þrátt fyrir margar erfiðar fæðingar sem hún var við, og oft læknislaust í hreppn- um. Alls staðar kom Jensína góðu til leiðar. Hún hafði mannbætandi áhrif á alla þá sem í kringum hana vom. Hún vildi öllum gott gera, al- veg sama hvar í flokki fólk var. Ég álykta að pólitíkin sé undirrót alls ills í öllum heiminum. Þar kemur ekkert kristilegt fram. Kannski er hún mest og verst notuð á afskekkt- um og harðbýlum stöðum þar sem ráða 2-3 menn, sem sækjast eftir að vera einráðir og koma góðu fólki úr störfum, en hygla sjálfum sér. Jensína treysti alltaf á Guð og bað hann að hjálpa sér í sínu ábyrgðar- mikla starfi. Mörgum ámm eftir að hún hætti í ljósmóðurstörfum, tók hún á móti barni sem lá mikið á í þennan synduga heim. Þá var Jens- ína orðin áttræð. Hún var sótt í skyndi og allt gekk fljótt og vel fyrir sig. Konan, sem var að ala bamið, var á leið til Hólmavíkur til þess að eiga það, en hafði staldrað við hjá tengdaforeldmm sínum, skóla- stjórahjónunum í Trékyllisvík, Aðal- heiði Albertsdóttur og Torfa Guð- brandssyni. Jensína ljósmóðir er alltaf montin þegar minnst er á það, að hún hafði tekið á móti síðasta baminu á níræðisaldri. Jensína er gift Guðmundi Valgeirs- syni bónda í Bæ í TVékyllisvík. Þau áttu sex böm, en þrjú þau elstu dóu komung. Þarf ekki að lýsa því hvað það er mikil lífsreynsla. Þeir þrír synir Jensínu og Guðmundar, sem á lífi em, em þeir Pálmi, sem er kvæntur Lilju Þorleifsdóttur, og Jón, kvæntur Hjördísi Vigfúsdóttur. Bæði þessi hjón búa í Reykjavík. Þriðji sonurinn er Hjalti, sem kvæntur er Guðbjörgu Þorsteins- dóttur. Búa þau myndarbúi í Bæ og hugsa vel um Jensínu og Guðmund. Einnig tóku þau Jensína og Guð- mundur böm í fóstur: Elínu Sæ- mundsdóttur, sem gift er Sigurjóni Níelssyni; Björn Guðmundsson á Kirkjubóli við Önundarfjörð, sem er að miklu leyti alinn upp hjá þeim hjónum; og Fríðu, sem látin er, löngu fýrir aldur fram. Hún var mesti efnisunglingur. Ég óska þér, Jensína, allra heilla á þessum miklu tímamótum og þakka þér fyrir ógleymanleg kynni. Það gleður mig mikið að hafa kynnst þér. Guðs blessun fylgi ykkur hjón- unum og niðjum ykkar í nútíð og framtíð. Þess óskar Regína Thorarensen í dag, 18. febrúar, á ein af merkustu konum á Ströndum níutíu ára af- mæli, því að hún Jensína ljósmóðir í Bæ var fædd þennan mánaðardag árið 1902. Hún var yngst í stórum systkinahópi. Voru foreldrar þeirra hjónin ÓIi Þorkelsson bóndi í Ing- ólfsfirði og kona hans Jóhanna Sumarliðadóttir. í kringum aldamótin var víða þröngt í búi eftir undangengin hall- æri, flest búin voru smá og var lífs- björgin því sótt jöfnum höndum til lands og sjávar. Það kom sér því vel að fólkið kunni til hlítar þá list að lifa af litlu og gjörnýta öll föng, sem til féllu til búdrýginda. Með því móti einu var hægt að halda reisn sinni og komast hjá þeim ósóma að stofna til skulda. Á uppvaxtarárum Jensínu norður í Ingólfsfirði voru iðjusemi, trúrækni og sparsemi meðaí þeirra dyggða, sem hafðar voru í hávegum. Þær eigindir vörðuðu leiðina til vel- farnaðar og gáfu mönnum einatt tækifæri til að rétta náunganum hjálparhönd þegar þörfin kallaði. Jensína ólst upp við þennan þjóð- holla hugsunarhátt og tileinkaði sér hann í svo ríkum mæli, að hún var alla tíð fremur veitandi en þiggj- andi. Meðan hún bjó í föðurgarði vandist hún öllum venjulegum búverkum bæði utan húss og innan. Gaman þótti henni að heyvinnunni og fékk hún orð fyrir að vera mikill rakstrar- forkur. Hún hafði líka yndi af hús- dýrunum, fór á hestbak eins oft og við var komið og reið í hnakk meðan flestar konur sátu enn í kvensöðli á ferðalögum. Meðan sauðburður stóð yfir var ósjaldan kallað á Jens- ínu til að hjálpa kind, sem gat ekki borið lambinu sínu án utanaðkom- andi aðstoðar. Hún þótti öðrum snjaliari við það verk og hafði sjálf ómælda ánægju af því. Reyndar ól hún í brjósti þann draum að læra fæðingarhjálp og gerast ljósmóðir. En á þeim tímum var enginn hægð- arleikur að afla sér menntunar. Heimilin voru ekki aflögufær með peninga og opinber námslán eða styrkir voru óþekkt fyrirbrigði. Það mátti því segja, að fátæku æskufólki á útkjálkum landsins væru allar leiðir lokaðar til skólagöngu. En Jensína lagði ekki árar í bát þótt á móti blési að þessu leyti. Hún hleypti heimdraganum og ákvað að afla sér fjár til skólagöngunnar með vinnu sinni. Réð hún sig m.a. í því skyni norður í Skagafjörð í kaupa- vinnu hjá Jóni Sigurðssyni á Reyni- stað. Minnist Jensína enn skemmti- legrar sumardvalar á þessu sögu- fræga stórbýli. Árið 1928, þegar Jensína var orðin 26 ára gömul, sá hún sér loks fjárhagslega fært að hefja skólagönguna og láta draum sinn rætast. Hélt hún þá suður til Reykjavíkur og innritaðist í Ljós- mæðraskólann þar sem hún stund- aði nám sitt undir handleiðslu Þór- unnar Bjömsdóttur, sem hún dáði alla tíð síðan fyrir hæfileika hennar og mannkosti. Að námi loknu hélt Jensína heim í átthagana og gerðist ljósmóðir í Ár- neshreppi, einu erfiðasta umdæmi landsins hvað samgöngur snerti. Til marks um vegalengdir svæðisins má nefna, að á milli Kolbeinsvíkur að sunnan til Skjaldabjamarvíkur á norðurenda sveitarinnar vom 4 dag- leiðir fyrir fótgangandi mann, og víðast hvar um vegleysur, kletta og klungur, hálsa og skriður að fara. Þetta umhverfi hentaði ekki neinum liðleskjum. En Jensína þekkti alla staðhætti í sveit sinni og kveið engu. Og fljótlega fékk hún orð fyrir fram- úrskarandi dugnað á ferðalögum og farsæld í störfum sínum. Það bar ekki á öðm en Ljósmæðraskólinn gerði fullt gagn, þótt námsmeyjarn- ar dveldu þar aðeins einn vetur. Sama árið og Jensína hóf ljósmóð- urstörfin, 1929, giftist hún Guð- mundi P. Valgeirssyni búfræðingi í Norðurfirði. Guðmundur var bráð- Jensína tók slöast á móti barni 11. júll 1982, en þá stóö hún á áttræöu. Þau starfslok voru fest á filmu, en þaö var jafnframt síöasta heimafæö- ing I Trékyllisvlk. Mynd tg. Námskeið í nýju formi Á næstu vikum mun Landssamband framsóknarkvenna bjóða upp á „námskeiö í nýju formi". Hagnýt lögfræði Námskeiöinu er ætlaö aö veita þátttakendum hagnýta fræðslu um almenn lögfræðiatriði, svo sem afsöl, algenga samninga, meginregl- ur erföaréttar og sifjaréttar. Þá veröur sérstaklega fjallaö um stofnun og slit hjúskapar og hver er réttarstaöa einstaklinga annars vegar f óvlgöri sambúð og hinsvegar I hjónabandi. Námskeiöiö er tvö kvöld og er hámarksfjöldi á námskeiöi 15 konur. Kennari er Sigriður Jósefsdóttir. Rangæingar— Félagsvist Spilum félagsvist I Hvoli n.k. sunnudagskvöld 1. mars kl. 21. Síöasta kvöldiö I fjögurra kvölda keppni þar sem þrjú bestu gilda til aöalverölauna. Aöalverðlaun eru gisting I sex nætur að eigin vali fyrir tvo m/morgunveröi hjá Feröaþjónustu bænda. Byrjendanámskeið f ræðumennsku Hér er á ferðinni byijunarnámskeiö f ræðumennsku. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Námskeiöiö 4-5 kvöld. Kennari er Katrin Yngvadóttir. Góð kvöldverölaun. Framsóknarfélag Rangæinga. Framhaldsnámskelð í ræöumennsku Ætlast er til aö þátttakendur á þessu námskeiöi hafi tileinkaó sér grunntækni f ræðumennsku. Hámarksfjöldi er 10 konur. Námskeiöiö er 4 kvöld. Kennari er Katrin Yngvadóttir. Akveðnlnámskeið Námskeiöinu er ætlaö að efla öryggi og sjálfsvitund. Hámarksfjöldi er 12-14. Námskeiöiö er 3-4 kvöld. Kennari er Steinunn Harðardóttir. Landssamband framsóknarkvenna Kópavogur Skrifstofan að Digranesvegi 12 verður framvegis opin á laugardögum kl. 10.00-12.00. Lftið inn og fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö saman. Framsóknarfélögin I Kópavogl. Hil l K r\ MUNIÐ að skila tilkynningum i flokksstarfið tímanlega - þ.e. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag. Almennir stjórnmálafundir Framsóknarflokksins Þingmenn Framsóknarflokksins efna til almennra stjórnmálafunda í öllum kjördæmum landsins á tímabilinu 26. janúar til 18. febrúar. REYKJAVf K: 18.02. Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20.30 Flnnur Ingólfsson, Steingrimur Hermannsson Fundimir enj öllum opnir, verið velkomin FRAMSÓKNARFLOKKURINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.