Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. febrúar 1992 Tíminn 7 ítalska knattspyrnan: Úrslit leikja í 1. deild um helgina Bari-Verona....................2-1 Cagliari-Foggia................2-2 Inter-Sampdoria................0-0 Fiorentina-AC Milan............0-0 Cremonese-Parma................0-1 Lazio-Ascoli ..................1-1 Juventus-Atalanta..............2-1 Genoa-Roma.....................1-1 Napoli-Torino .................0-1 Staðan í l.deild AC Milan 2114 7 0 41-1135 Juventus 2113 5 3 28-13 31 Napoli 21 9 8 4 34-25 26 Parma 21 810 3 22-17 26 Torino 21 8 9 4 21-1125 Lazio 21 7 9 4 29-23 24 Sampdoria 21 7 8 6 22-17 22 Genoa 21 7 8 6 28-26 22 Atalanta 21 7 8 6 18-16 22 Roma 21 610 5 20-19 22 Inter 21 611 4 18-18 22 Foggia 21 6 8 7 33-36 20 Fiorentina 21 6 7 8 26-23 19 Verona 21 6 41113-26 16 Cagliari 21 3 8 10 16-29 14 Bari 21 3 711 15-27 13 Cremonese 21 3 4 14 11-30 10 Ascoli 21 2 5 14 11-39 9 Enska knattspyrnan: Leikir í 1. deild Arsenal-Sheff Wed..............7-1 Man.City-Luton.................4-0 Oldham-QPR.....................2-1 Tottenham-Cr.Palace............0-1 Staðan í 1. deild Man.Utd. 2716 9 2 48-21 57 Leeds 28 15 11 2 52-23 56 Man.City 29 14 8 7 42-33 50 Liverpool 28 12 12 4 35-24 48 Sheff.Wed 28 13 8 7 44-40 47 Arsenal 29 11 10 8 50-34 43 Chelsea 29 10 10 9 3941 40 C.Palace 2710 9 8 38-44 39 Aston Villa 28 11 5 12 34-33 38 Oldham 29 10 712 4548 37 Everton 28 9 9 10 36-33 36 Tottenham 27 10 4 13 35-35 34 Norwich 28 8 10 10 33-38 34 QPR 29 7 13 9 29-35 34 NotLForest 26 9 611414133 Sheff.Utd 28 9 6 18 3848 33 Coventry 27 9 5 13 28-29 32 Wimbledon 27 7 10 10 32-34 31 Notts.C. 27 7 6 14 28-38 27 WestHam 26 6 9 1125-38 27 Luton 28 6 7 15 22-51 25 Southampton 27 5 8 14 2745 23 Leikir í 2. deild Bamsley-Southend...............1-0 Blackbum-Newcastle.............3-1 Brighton-Oxford................1-2 Cambridge-Charlton.............1-0 Derby-Bristol R................1-0 Millwall-Grimsby...............1-1 Port Vale-Leicester............1-2 Blackbum 30 18 6 6 51-28 60 Ipswich 30 15 8 7 48-35 53 Cambridge 30 14 10 6 41-30 52 Leicester 30 15 6 9 41-35 51 Southend 31 14 8 9 43-35 50 Swindon 30 13 9 8 52-38 48 Middlesbro 28 14 6 8 36-28 48 Pourthsm. 30 13 7 10 41-34 46 Charlton 30 13 7 10 38-35 46 Derby 30 13 6 1137-3145 Wolves 29 12 6 1141-35 42 Sunderland 3111 7 13 464 4 40 Millwall 3011 7 12 4749 40 Tranmere 28 8 15 5 32-30 39 Bristol R. 32 9 10 13 374 6 37 Bamsley 32 19 7 15 3443 37 Watford 30 10 6 14 33-36 36 Grimsby 28 9 7 12 3343 34 Bristol C. 30 8 1012 324 7 34 Plymouth 30 9 615 3145 33 Port Vale 32 7 12 13 32-43 33 Newcastle 32 7 11 14 47-62 32 Oxford 31 8 5 18 45-53 29 Brighton 32 7 8 17 40-52 29 Bikarkeppni 6. umferð Chelsea-Sheff Utd..............1-0 Norwich-Notts County...........3-0 Nott. Forest-Bristol C.........4-1 Portsm.-Middlesbro.............1-1 Sunderland-West Ham............1-1 Ipswich-Liverpool..............0-0 Bolton-Southampton.............2-2 Swindon-Aston Villa............1-2 Handknattleikur: VIKINGAR NARTA I HÆLA FH-INGA FH-Víkingur.....24-28 (12-11) Víkingar eru nú aðeins tveimur stigum á eftir FH og eiga einn leik til góða, eftir sigur Víkinga í Ieik þessara tveggja handboltarisa á sunnudag í Kaplakrika. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og var ágæt- lega leikinn, þó mikið væri um mis- tök á báða bóga. Víkingar byrjuðu betur og höfðu náð fjögurra marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik, en FH-ingar hristu af sér slenið og náðu að kom- ast einu marki yfir í hálfleik. FH- ingar héldu uppteknum hætti í síð- ari hálfleik eða allt þangað til staðan var 18-15, en þá Iokuðu Víkingar vöm og marki og komust með mjög góðum leikkafla í 24-19 og eftir það var aldrei spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi. FH-liðið olli dálitlum vonbrigðum á sunnudag, en að vísu má kenna þar um meiðslum Kristjáns Arason- ar, sem lítið gat leikið sóknarleik- inn. Hans Guðmundsson var at- kvæðamestur FH-inga og þá átti Þorgils Óttar góðan leik. Bergsveinn Bergsveinsson varði vel í fyrri hálf- leik, en þegar á reyndi í þeim síðari varði hann nánast ekki bolta, en að vísu var FH-vörnin mjög slök. Gunnar Gunnarsson og Bjarki Sig- urðsson voru langbestir Víkinga, Bjarki gerði 6 glæsileg mörk og gaman er að fylgjast með leikstjóm Gunnars. Þá vaknaði Alexei TVufan á lokamínútum leiksins og sýndi hvers hann er megnugur ef rétt hugarfar er fyrir hendi. Mörk FH: Hans Guðmundsson 8, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Hálfdán Þórðarson 4, Kristján Arason 2, Guðjón Árnason 2, Gunnar Bein- teinsson 2, Óskar Helgason 1, Pétur Petersen 1, Sigurður Sveinsson 1. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 8, Birgir Sigurðsson 6, Alexei TVúfan 6, Björgvin Rúnarsson 4, Gunnar Gunnarsson 4. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Er- lingsson dæmdu þennan erfiða leik í heild sinni mjög vel, þó ein og ein ákvörðun væri ekki rétt og verður gaman að íylgjast með þeim í B- keppninni í næsta mánuði. Haukar-Fram......21-20 (10-10) Haukar unnu mikilvægan sigur sem að öllum líkindum tryggir þeim sæti í úrslitakeppninni. Sigurmark Haukanna var gert á síðustu mínútu leiksins, en það var Jón Örn Stefáns- son sem það gerði. Framarar hrapa nú niður stigatöfluna og eru nú ásamt Eyjamönnum í hvað mestri hættu að komast ekki í úrslita- keppnina, en Fram hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Halldór Ing- ólfsson var markahæstur Hauka og gerði hann 9 mörk og þá gerði Páll ðlafsson 4 mörk. Páll Þórólfsson var markahæstur og bestur Framara og gerði hann 9 mörk. Þá var Þór Björnsson traustur í markinu. Selfoss-Grótta...27-29 (15-12) Gróttumenn unnu óvæntan sigur á Selfossi á föstudagskvöld, en með sigrinum á Grótta möguleika á að komast í 9. sæti deildarinnar sem þýðir að þeir halda sæti sínu án frek- ari keppni, en Valsmenn skipa þetta sæti nú. Selfyssingar höfðu yfir- höndina framan af, en þeir slökuðu á í síðari hálfleik og Gróttuliðið, sem leikur öllu jöfnu mjög agaðan sókn- arleik, greip tækifærið og náði að tryggja sér sigur. Guðmundur Al- bertsson var bestur Gróttumanna og gerði hann 10 mörk og Stefán Arn- arsson gerði 6 mörk. Einar Sigurðs- son var bestur Selfyssinga, en hann gerði 11 mörk. Þá var Gísli Felix Bjarnason sterkur í marki Selfoss. Stjaman-Valur.....22-21 (12-12) Valsmenn náðu ekki að hrista af sér fallvofuna er þeir biðu lægri hlut fyrir Stjörnunni á laugardag. Jakob Sigurðsson lék að nýju með Valsmönnum eftir langt hlé, en að vonum náði hann ekki að setja mark sitt á Ieikinn. Það er ljósi punktur- inn í tilveru Valsmanna, þessa dag- ana, en dökku punktarnir eru of margir. Nú hefur Finnur Jóhanns- son bæst á langan sjúkralista félags- ins, en hann sýnir þó mikið harð- fylgi og leikur nú varnarleikinn með liðinu. En Stjörnumenn höfðu yfir- höndina á laugardag og virtust hafa örugga forystu þegar lítið var eftir af leiknum, en þá tóku hinir ungu Valsmenn við sér og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, en það var of seint. Skúli Gunn- steinsson var allt í öllu í leik Stjörn- unnar og gerði hann 8 mörk. Þá gerði Magnús Sigðurðsson 9 mörk. Valdimar Grímsson var að venju markahæstur Valsmanna með 10 mörk. Athygli vekur að aðeins átta leikmenn, fjórir úr hvoru liði, gerðu mörkin 43. UBK-HK...........23-24 (11-12) HK vann sigur á nágrönnum sín- um úr Breiðablik á sunnudag. HK tryggði sér sigurinn með ævintýra- legu marki á síðustu sekúndu leiks- ins og var þar Óskar Elvar Óskars- son að verki. Þessi sigur HK breytir nú ekki miklu fyrir liðið, því öruggt er að það spilar um fallið, annað- hvort við Gróttu eða Val. Breiðablik er fallið í 2. deild. Þeir Gunnar Gíslason og Michal Tonar voru best- ir HK-manna, Tonar með 8 mörk og Gunnar með 7 mörk. Guðmundur Pálmason var bestur Blika með 6 mörk. KA-ÍBV.......26-26 (16-12) KA hefur stillt sér upp í þriðja sæti deildarinnar eftir jafntefli gegn Eyjamönnum á laugardag. Stigið var þó tæpt, en það var gamla kemp- an Erlingur Kristjánsson sem gerði jöfnunarmarkið skömmu fyrir leiks- lok. Leikurinn var lengst af jafn og skiptust liðin á að hafa forystu og voru síðustu mínútur leiksins æsi- spennandi. Eins og áður sagði höfðu Eyjamenn eins marks forystu þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leik- tímanum, en Erlingur náði að jafna fyrir KA og var það hans eina mark í leiknum. Gylfi Birgisson var bestur Eyjamanna og gerði hann 7 mörk og einnig voru þeir Zoltan Belany, með 7 mörk og Sigurður Gunnarsson, með 4 mörk, drjúgir. Stefán Krist- jánsson var bestur KA manna með 5 mörk, en þeir Sigurpáll Aðalsteins- son, með 8 mörk og Alfreð Gíslason, með 5 mörk stóðu fýrir sínu. Staðan í l.deild FH.........21 17 2 2 593-487 36 Víkingur...2016 2 2 516445 34 KA................19 9 4 6 472-457 22 Stjarnan.20 10 1 9 495-463 21 Selfoss..18 10 1 7 485-463 21 Haukar............20 8 4 8 491-488 20 Fram..............20 7 4 9 461-492 18 ÍBV...............18 7 3 8 480-472 17 Valur.............19 5 5 9 45145815 Grótta............20 5 411410-47914 HK................20 4 2 14 445-490 10 UBK ..............19 2 2 15 350447 6 -PS Bikarkeppni karla í körfuknattleik: Njarðvíkingar lögðu Keflvíkinga að velli Frá Margréti Saunders, fréttaritara Timans á Suöumesjum: UMFN-ÍBK 81-79 (34-46) Njarðvík sigraði ÍBK 81-79 í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik í Keflavík síðastliðið sunnudagskvöld. Keflyíkingar voru yfir í hálfleik, 46-34. íþróttahúsið í Keflavík var troðfullt og mikil spenna. Jafnræði var með liðunum fram í miðjan fyrri hálfleik, en þá tóku Keflvíkingar leikinn í sínar hendur á meðan Njarðvíkingar léku illa, bæði í vöm og sókn. Njarðvík- ingar sneru blaðinu við í síðari hálf- leik og komu eins og grenjandi Ijón til leiks, spiluðu góða vörn og hittu vel. Um miðjan hálfleikinn voru Njarðvíkingar búnir að jafna, 54- 54, og sigu svo jafnt og þétt fram úr og stóðu uppi sem sigurvegarar, eins og áður segir, 79-81. Leikurinn í heild var stórskemmti- legur og synd að þessi tvö lið skyldu mætast svona snemma í bikar- keppninni. Bestir í liði Njarðvík- inga voru Ronday og Teitur. Ronday var sérlega sterkur í fráköstunum og tók samtals 29 fráköst. fsak var einnig góður og eins Friðrik í vöm. Jonathan Bow og Jón Kr. voru best- ir Keflvíkinga. Sigurður Ingimund- arson stóð sig vel í fyrri hálfleik en meiddist í þeim síðari. Ágætir dóm- arar voru Kristján Albertsson og Leifur Garðarsson. „Við ákváðum í hálfleik að annað- hvort væri að duga eða drepast. Við ákváðum að leggja allt okkar í leik- inn og það gekk upp,“ sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari UMFN, eftir leikinn. „Betra liðið í þessum leik vann. Það er ekki nóg að spila vel í 20 mínútur. í síðari hálfleik gekk allt upp hjá þeim á meðan við lékum ilía," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK, eftir leikinn. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 27, Ronday Robinson 15, ísak Tómas- son 14, Kristinn Einarsson 6, Jó- hannes Kristbjömsson 5, Friðrik Ragnarsson 5, Sturla Örlygsson 4 og Ásþór Ingason 3. Leikmenn UMFN skoruðu samtals 13 þriggja stiga körfur. Stig ÍBK: Jonathan Bow 15, Guðð- jón Skúlason 14, Nökkvi Jónsson 10, Hjörtur Harðarson 9, Jón Kr. Gíslason 8, Sigurður Ingimundar- son 13 og Albert Óskarsson 2. Leik- menn ÍBK skoruðu 4 þriggja stiga körfur. í bikarleik ÍBK og Njarðvíkur gleymdist að færa inn tvö stig hjá IBK. Sama gerðist þegar. Njarðvík spilaði við Val um síðustu helgi. Þá gleymdist að skrá tvö stig hjá Njarðvík. Spurning er hvort rétt er að hafa sérstaka eftirlitsmenn við ritaraborðið svo að þessi leiðu mis- tök eigi sér ekki stað. KR-Grindavík......78-73 Það var Páll Kolbeinsson, sem er nýkominn í lið KR eftir meiðsli, sem tryggði KR-ingum áframhald- andi þátttöku í bikarkeppni KKÍ á sunnudagskvöld í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Grindavík var yfir mestan hluta leiksins, en þeir náðu ekki að hemja Pál Kolbeinsson undir lok leiksins og því fór sem fór. Þeir Páll Kolbeinsson og Guðni Guðnason voru bestu menn KR, en Guðmundur Bragason var bestur Grindvíkinga. Stig KR. Guðni Guðnason 26, Páll Kolbeinsson 17, John Bear 12, Axel Nikulásson 11, Hermann Hauksson 4, Lárus 3, Matthías Einarsson 3 og Sigurður Jónsson 2. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 25, Joe Hurst 24, Rúnar 16, Hjálm- ar Hallgrímsson 4, Bergur 2, Marel 2. Tveir leikir voru í úrvalsdeildinni í körfuknattleik um helgina UMFN-Haukar 92-90 (56-47) Stig UMFN: Ronday 25, Friðrik 19, Teitur 18, Sturla 11, ísak 6, Krist- inn 6, Jóhannes 4 og Amþór 3. Stig Hauka: John Rods 33, Jón Arnar 23, ívar 15, Pétur 5, Henning 4, Reynir 4, Tryggvi 3 og Jón Guðnason 3. Þór-'nndastóII....88-l 10(44- 47) Stig Þórs: Guðmundur Bjömsson 20, Joe Harge 15, Konráð Óskars- son 12, Jóhann Sigurðsson 12, Bjöm Sveinsson 10, Högni Frið- riksson 10, Helgi Jóhannesson 4, Birgir Birgisson 2 Stig UMFT: Valur Ingimundarson 32, Ivan Jonas 25, Pétur Guð- mundsson 19, Haraldur Leifsson 19, Einar Einarsson 8, Ingi Rúnars- son 4, Kristinn Baldvinsson 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.