Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. febrúar 1992 Tíminn 9 vel gefinn og foringjaefni sinna sveitunga. Þau keyptu hiuta úr jörð- inni Bæ í TVékyllisvík og hófu þar búskap við takmörkuð efni en mik- inn vilja til að brjótast áfram og bæta jörð sína og skila henni betri í hendur eftirkomendanna. Hér var mikið verk fyrir hendi, því að túnið var lítið og þýft og húsakostur í lakasta lagi. Þannig var gamli torf- bærinn naumast íbúðarhæfúr, hélt hvorki vatni né vindi þegar á reyndi. En hér varð ekki allt gert í senn. Umbótaverkið varð að vinna í áföng- um eftir því sem ástæður ieyfðu. Það skiptast jafnan á skin og skúrir í lífinu og þótt framtíðin virtist brosa við þessum tápmiklu hjónum, þá máttu þau þola þá þungbæru raun að missa þrjú fyrstu böm sín fárra vikna gömul og alllöngu síðar dó Fríða kjördóttir þeirra úr hvft- blæði aðeins 16 ára gömul. En Bæj- arhjónin tóku þessu mótlæti með stillingu og hugprýði. Og gleðidagar runnu upp er þrír heilbrigðir dreng- ir fæddust á árunum 1934-1938, en þá var nýi bærinn, er byggður var úr steinsteypu, kominn til sögunnar. Drengimir heita Pálmi, Jón og Hjalti og býr sá síðast taldi í Bæ. Að auki ólu þau hjón upp þrjú fóstur- böm: Elínu Sæmundsdóttur, Björg- mund Guðmundsson og Fríðu dótt- ur Björgmundar, sem áður er nefnd. Tíminn leið og bömin komust á legg og hjálpuðu til við bústörfin og uppbyggingu á jörðinni. Þar kom að þeir Bæjarfeðgar eignuðust alla jörðina. Hafa þeir byggt upp öll hús og ræktað stór tún, svo að jörðin er nú með myndarlegri býlum í Strandasýslu. Það leiðir af sjálfu sér að hlutur Jensínu í þessari vel- gengni er stór. En það, sem lengst heldur nafni hennar á lofti, er að sjálfsögðu þjónusta hennar sem ljósmóður er hún innti af hendi af ósérhlífni og frábæmm dugnaði í umdæmi sínu. Þar sem hún bjó í miðri sveit er ljóst af framangreindri frásögn að tvær dagleiðir hafa verið út á hvorn sveitarenda. Var Ijósmóð- irin því venjulega kvödd á vettvang til þessara fjarlægu bæja með löng- um fyrirvara. Þannig voru þess dæmi, að hún þurfti að bíða allt að mánuði eftir fæðingu í sumum til- vikum. Þar kom, að umdæminu var skipt og tók Björg Pétursdóttir ljós- móðir á Gjögri þá við suðurhlutan- um, en Jensína sá um nyrðri hlut- ann frá Ámesi að Skjaldabjarnarvík. Það kom í hlut húsbóndans að ann- ast bamahópinn og heimilishaldið meðan ljósmóðirin var fjarverandi og fórst honum það vel úr hendi eins og annað, þótt ekki verði það rakið hér frekar. Eftir h.u.b. aldarfjórðungsstarf sagði Jensína upp ljósmóðurstöð- unni, enda hafði þá ung stúlka úr sveitinni lært Ijósmóðurfræði og gegndi hún starfinu um 5 ára skeið. Það var Guðfinna Jónsdóttir á Reykjanesi. En 1959 flutti hún úr sveitinni og tók Jensína þá við Ijós- móðurstörfum að nýju. Þessi árin fóm þær breytingar í hönd að byggðin færðist saman og bílvegur var lagður um meginhluta sveitar- innar. Þar með vom hin löngu og erfiðu ferðalög ljósunnar úr sög- unni. Og er tímar liðu fram komst í tísku að sængurkonur tóku að ala böm sín á fjarlægum sjúkrahúsum. Samt var gott að hafa Ijósmóðurina í sveitinni til að hafa eftirlit með barnshafandi konum og vera til taks ef eitthvað bar út af. Enn er ónefnd sú mikla læknis- hjálp, sem Jensína innti af hendi alla tíð, bæði við sárasaum, beinbrot o.fl. Hafði hún jafnan samband og sam- vinnu við héraðslækni um meðferð þeirra sjúklinga, er til hennar leit- uðu með meiri háttar vandkvæði. Þá hafði og Jensína varðveislu nauð- synlegustu lyfja á hendi fyrir héraðs- lækninn og afgreiddi þau eftir fyrir- mælum gegnum síma. Að lokum skal hér sagt frá síðasta afreki Jensínu, sem hún vann á starfsvettvangi sínum. Það var haldin skemmtisamkoma í Árnesi á Ströndum laugardaginn 10. júlí 1982. Þar lék hljómsveitin Upp- lyfting fyrir dansi. Við hjónin í Barnaskólanum á Finnbogastöðum vorum að leggja af stað á ballið eins og flestir í sveitinni nema tengda- dóttir okkar á Melum, sem var barnshafandi og ætlaði að fljúga til Hólmavíkur næsta mánudag til þess að ala barnið þar. í þeim svifum, sem við göngum út úr húsinu, kemur bíll brunandi heim að skólanum. Þar er þá tengdadóttir okkar komin keyrandi og hefur tekið léttasóttina fyrr en ætlað var. Fyrstu viðbrögð okkar voru þau, að hringja í gömlu Ijósmóðurina og spyrja hana, hvort hún treysti sér til að koma okkur til hjálpar. Reyndar vorum við Alla kvíðafull, því að Jensína var orðin áttræð og vissum við ekki til þess, að svo gömul kona hefði nokkum tíma tekið á móti barni. Auk þess var þá nær áratugur liðinn síðan Jensína hafði setið yfir sængurkonu. En ekki þurfti lengi að bíða svars hjá Jens- ínu. Til þess var löngum tekið, hve fljót hún var að búa sig til ferðar og svo reyndist hún enn, þó öldruð væri. Eftir ótrúlega stutta stund var hún komin til okkar á hvítum slopp og með áhaldatöskuna sína, sem far- in var að snjást af ferðavolki margra ára. Það var sem hún færðist öll í aukana og kastaði ellibelgnum þeg- ar hún kom inn til sængurkonunn- ar, sem lá í hjónarúminu okkar. Það var sannarlega enginn viðvanings- bragur á undirbúningsaðgerðum hennar og handtökum. Er skemmst frá því að segja, að fæðingin gekk að óskum og var afstaðin fyrir góðri stundu, þegar Hólmavíkurlæknir- inn kom kl. 2 um nóttina, en hann hafði verið kvaddur á vettvang til vonar og vara og þurfti að aka 100 km leið á vondum vegi. En hans var reyndar engin þörf, því að ljósmóð- irin hafði staðið sig eins og hetja og gert það, sem gera þurfti. Og sjaldan hefur verið stiginn dans af meiri gleði en þessa sumarnótt í Trékyllis- vík. Kæra Jensína mín. Við hjónin ósk- um þér hjartanlega til hamingju með afmælið um leið og við þökk- um þér innilega fyrir öll þín fórn- fúsu og farsælu störf bæði í þágu okkar fjölskyldu og allra Árnes- hreppsbúa. Guð blessi þér ævikvöldið og ást- vini þína alla. Torf! Guðbrandsson Sunnlendingar Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður með viðtalstíma fimmtudaginn 20. febrú- ar á bæjarskrifstofunum á Selfossi frá kl. 15:00- 17:00. Þeir, sem áhuga hafa á að panta viðtalstíma við ráðherrann, geta látið skrá sig á skrifstofum Sel- fosskaupstaðar í síma 21977. Iðnaðarráðuneytið Viðskiptaráðuneytið 12. febrúar 1992 Gáfaðasta leik- konan í Holly- wood hreppti Gullna hnöttinn ,,Ég ákvaö þegar ég var mjög ung að ég ætlaði að lifa einföldu llfi. Ég ætla að halda áfram að fara sjálfmeð bréfin mln I póst og sækja fötin mln I hreinsun. Þannig er lífið," segir Jodie Foster. Þegar þaö er athugaö, kemur I Ijós að maöur hefur aldrei séö borð eða stól nema berfætta. Samt hafa öll borð og allir stólar fætur. En það er svo algengt að svona mublur séu berfættar, að maður rekur upp stór augu þegar maöur sér sófaborö I almennilegum sokkum og með skó á fótum. En svona líta borðin útþegarþau eru ekki ber- fætt. Hún er álitin gáfaðasta leikkonan í Hollywood. Sagt er að hún tali fimm tungumál og hún útskrifaðist frá Yaleháskóla með sóma. Aðalfögin hennar voru enskar bókmenntir og afrísk-amerísk saga. Lífsferill henn- ar minnir meira á líf menntamanns- ins en leikkonunnar, og það er eng- in tilviljun að frumraun hennar sem leikstjóra er kvikmynd sem fjallar um ýmsar hliðstæður við hennar eigið líf. í „Little Man Tate", sem ný- lega er farið að sýna, er sagt frá sjö ára undrabami, strák, og erfiðleik- um hans við að horfast í augu við umheiminn. Jodie Foster sér hliðstæðumar með æsku Freds Táte og hennar sjálfrar. Hún er yngsta bamið í sinni fjölskyldu og var ekki einu sinni fædd þegar móðir hennar Evelyn, kölluð Brandy, skildi við mann sinn 1962. Jodie segist aðeins hafe hitt föður sinn fjórum sinnum. Til að ná endum saman í fiármál- unum, fór Brandy með krakkana sína í prufumyndatökur fyrir auglýs- ingar og Jodie var ekki nema þriggja ára þegar mynd af bemm bakhluta hennar birtist í Coppertone-auglýs- ingu. Hún segist hafa lagt sitt af mörkum til að framfleyta fiölskyld- unni alveg frá því að hún fór að muna eftir sér. Það kom snemma í ljós að Jodie var bráðvel gefin og þegar hún var sex ára kom í ljós að hún gat lagt hand- rit á minnið án minnstu fyrirhafnar. 1976 var hún fyrst tilnefnd til Ósk- arsverðlauna, fýrir leik sinn í „Táxi Driver", kvikmynd sem hún segir að hafi breytt lífi sínu. Nokkrum árum síðar skaut John Hinckley á Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta og aðstoðarmann hans í tilraun til að vinna ást Jodie, en hann var undir sterkum áhrifum af hlutverki hennar í „Táxi Driver". Fyrir þrem árum vann Jodie Ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn í Hin ákærða. Og í ár er því spáð að hún fái tilnefningu til verðlaunanna fyrir leik sinn í Lömbin þagna, en það var einmitt fyrir það hlutverk sem hún vann Gullna hnöttinn fyrir skemmstu, svo og verðlaun Félags kvikmyndagagnrýnenda í New York. Eftir alla þessa velgengni hefði henni ekkert verið auðveldara en að afla mikils fjár á skömmum tíma. En hún kaus að fara aðra leið. Hún hef- ur alltaf verið grúskari og lætur ekk- ert lesmál fram hjá sér fara. Því var það að þegar hún var að gramsa í bunka af kvikmyndahandritum, sem enginn leikstjóri hafði viljað líta við, og rakst þar á „Little Man Táte", að hún fékk áhuga á að koma því á kvikmyndatjaldið. Hún setti sig í samband við framleiðenduma og lýsti áhuga sínum á að leika hlut- verk móður snillingsins unga. Hún lýsti líka áhuga sínum á að leikstýra myndinni. Henni tókst að sannfæra þá um ágæti hugmynda sinna og nú er sem sagt farið að sýna „Little Man Tate“ í kvikmyndahúsum. Kannski hillir undir ein verðlaunin enn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.