Tíminn - 18.02.1992, Page 5

Tíminn - 18.02.1992, Page 5
Þriðjudagur 18. febrúar 1992 Tíminn 5 ísmaðurinn fundinn. En hver var hann f lifanda lífi? Frá David Keys fomleifafrœðingi, fréttaritara Tímans íLondon: „ísmað- Hver var urinn“? Gaumgæfileg rannsókn á útbúnaði og fatnaði „ísmannsins“ — forsögulegum líkamsleifum sem fundust í austurrísku-ítölsku Ölpunum fyrir fjórum mánuðum — gefur til kynna að hann kunni að hafa verið prestur á steinöld. Til þessa hafa flestar kenningar gengið út á að hann hafi verið veiðimaður eða jafnvel námugrafari í leit að kopar. En ný gögn úr nákvæmri athugun á flíkum hans og tækjabún- aði benda til að hann hafí að öllum líkindum verið einhvers kon- ar prestur í árdaga — eins konar millistig milli þess að vera helg- ur maður og andlegur seiðmaður, sem kallast shamani. Frá ómunatíð hafa helgir menn haldið til fjalla til fundar við almættið Shamanismi em elstu trúarbrögð mannkyns og enn þrífast nokkur af- brigði hans í Tíbet, Suðaustur-Asíu, Austurlöndum fjær, Ameríkunum, og ef rétt reynist að ísmaðurinn hafi í reynd verið shamani, er hann elsti presturinn sem maðurinn hefur þekkt í bókstaflegri merkingu. Nýju vísbendingamar gefe tn kynna að hann hafi verið önnum kafinn við samskipti við andana hátt uppi á fjalli, þegar hann lenti í stórhríð og varð úti fyrir um 5000 árum. Það er heillandi niðurstaða sem byggist á merkilegum sönnunar- gögnum, en það er engu að síður skýring sem að mörgu leyti feer meira en enduróm í merkustu trúar- brögðum í nútímaheimi. Helgir menn og trúarlegar frásagn- ir hafe nefnilega haldið til hárra fjalla frá ómuna tíð, til fundar við almætt- ið. Að gyðingdóms-kristinni hefð tók Móses við boðorðunum tíu frá guði á Sínaífjalli. Fom-grískir trúarlegir pílagrímar lögðu hart að sér við að komast á tind Lycaeus-fjalls til að tilbiðja Seif, kon- ung guðanna. Fyrir 2000 árum vom sendiherrar sendir upp á tinda fjalla í Kína til að afla leyndardóms eilffs lífs frá guðun- um. Og í Japan, á Sri Lanka og í Himalajafjöllum leggja helgir menn og pílagrímar enn á sig göngu upp hlíðar helgra fialla. í huga mannsins hafe há fjöll alltaf verið álitin aðsetursstaðir guðanna. Vísbendingamar 9 um að ísmaður- inn hafi verið shamani Enn sem komið er gefe níu mikil- vægar vísbendingar til kynna að ís- máðurinn hafi verið shamani. • í fyrsta lagi virðist svo sem trébogi ísmannsins og 12 af 14 örvum hans hafe verið óhæf til notkunar og að öllum líkindum aðeins eftirlíkingar af vopnum. Rannsóknir á hlutunum hafe leitt í ljós að það var fjarri því að örvamar væm fullgerðar og að bog- inn sjálfur hafi verið alltof sver til að hafa nýst sem raunvemlegt vopn. Eftirlíkingar af bogum og örvum em enn til sem hluti af útbúnaði sham- ana allt fram á þessa öld — og í Or- issa-héraði á Indlandi nota shamanar hann til að berjast við illa anda sem ógna mannlegu samfélagi. • Hins vegar vom tvær af örvunum 14 í því sem næst nothæfu ástandi og, sem kannski hefur dýpri merk- ingu, fjaðrimar em gerðar úr rán- fuglsfjöðrum (sennilega amar). Það hefur verið erfið og tímafrek iðja að útvega þess háttar fjaðrir og það er erfitt að ímynda sér hvemig slíkar fjaðrir gætu hafa verið hagkvæmar á venjulegum veiðiörvum með tilliti til kostnaðar. Sé tekið mið af mikilvægi ránfúgla í trúarsiðum — allar götur frá forsögulegum tíma í vesturhluta Evrópu til Norður-Ameríku Indíána — gefa örvafiaðrir ísmannsins lík- lega merki um trúarlega eða póli- tíska stöðu hans. Á mörgum svæð- um þar sem shamantrúarbrögð em enn iðkuð, lýsir ættbálkurinn leiðsl- unni, sem shamani fellur í til að ná sambandi við heim andanna, sem ,fiugi“ shamana, og fólkið skynjar hann eins og fúgl sem flýgur inn í aðra vídd. Það er undarlegt að legg- urinn á annarri ör ísmannsins, sem virtist vera í nothæfú ástandi, var í rauninni gerður úr tveim aðskildum trjáflísum, sem bundnar vom saman á samskeytunum með sin — fremri hlutinn úr skollaberi og aftari hlut- inn úr úlfaberi. Enn undarlegra er að tinnuhausamir á báðum nothæfu örvunum virðast hafa verið brotnir vísvitandi í tvennt og lágu oddamir í örvamælinum. • Þriðja vísbendingin var e.t.v. merkasti hlutinn af helgum búnaði ísmannsins, því að hún gaf honum tök á að ferðast inn í annan heim. Það var spennt á hann flöt, hvít berg- kristalsplata, úr fínum marmara með tylft leðuihluta áfesta á granna leðurreim sem dregin hafði verið gegnum örsmátt gat í miðju plöt- unnar. Steinar eins og þessi — sem oft eru kallaðir speglar shamans — voru eða eru enn aðalhluti útbúnað- ar á mörgum andafundum shamana alla leið frá Lapplandi til Suður-Am- eríku. Allt fiam á 17. öld voru í notk- un í Skotlandi samsvarandi plötur— alveg eins og með götum—til að spá fyrir um framtíðina. Og jafnvel enn þann dag í dag er kristalskúla sí- gauna því sem næst örugglega fiar- lægur ættingi bergkristalssteina for- sögulegs shamanisma. • Verðmætasta eign ísmannsins (a.m.k. sé tekið tillit til fögætis bæði þá og nú!) var lítil öxi úr kopar með skaft úr ýviði. U.þ.b. 3000 f.Kr., þegar ísmaðurinn var uppi og vel á sig kominn, hefúr koparöxin hans verið vottur um mannvirðingu, tákn um talsvert háa stöðu í samfélaginu. Bronsöldin hafði ekki enn runnið upp í miðhluta Evrópu — og kopar (og kannski gull) voru einu málm- amir sem þekktust í samfélagi ofan- verðrar steinaldar (nýsteinöld), sem tiann tilheyrði. Sé litið á notagildið, var koparöxi ekki eins afkastamikil eða árangursrík og steinaximar sem algengari voru á þeim tíma. Ef ís- maðurinn hefði verið veiðimaður, hefði hann haft lítil hagnýt not af mjúkri koparöxi. Það áhugaverða er að litlar — reyndar í smækkaðri mynd — axir gegna enn hlutverki í shamönskum trúarsiðum í Mið- Asíu, og shamanismi hefúr oft verið í nánum tengslum við „töfra“ málm- iðnaðarmanna — umbreytinguna á steini í málm. • ísmaðurinn bar líka tvær kúlur af trjásveppum, vafnar sem haldið var saman af leðuról. Því sem næst ör- uggt er að sveppimir voru notaðir í lækningaskyni. • Hann hafði líka í fómm sínum bolla úr birkiberki, sem innihélt hrá- ar þymiplómur. Sá ávöxtur er mjög beiskur (mildast aðeins við að frjósa), en engu að síður óþægilegur til átu eins og hann kemur af lynginu. Hins vegar er það merkilegt að þymi- plómur hafe löngum verið tengdar því að búa yfir töframætti í munn- mælasögum í Evrópu. • Hann var klæddur heljarmiklum frakka eða úlpu úr bútasaumi, gerð- Fyrir fjórum mánuðum var gerður merkur fundur f Ölpunum, á landa- mærum Austurríkis og Italíu. Þar gekk ferðafólk fram á vel varöveitt- ar líkamsleifar manns, sem látist haföi fyrir 5000 árum. V: •"» \ 31 um úr bókstaflega mörgum tugum rétthymdra, femingslagaðra og sporöskjulagaðra loðskinnsbúta. Loðskinnsbútamir vom a.m.k. af tveim litum og 2 til 3 mismunandi tegundir af þræði vom notaðir til að þræða bútana saman. Þetta var vissulega margbrotin flík og hlýtur að hafa verið mikil vinna að búa hana til. Hún hlýtur ömgglega að hafa verið hlý, þó að hún hafi kannski ekki verið eins vatnsheld og flík gerð úr heillegra skinni. E.Lv. hefúr hún haft einhverja trúarsiðamerkingu, þar sem skinn margra dýra vom notuð og þar með gefið þeim, sem flíkina bar, eitthvað af andlegum hæfileik- um þessara dýrategunda. Bútasaum- ur hefúr oft trúarlega eða hálftrúar- lega merkingu í Evrópu, Asíu og Afr- íku. Búddamunkar klæðast slíkum fetnaði á Sri Lanka og í Tælandi, betlarar með hæfileika til að biðja bölbæna klæðast honum í Norður- Afríku, og trúðar (endanlegir niðjar rómverska guðsins Merkúrs, vemd- ara þjófa, melludólga og kaup- manna) bám þess konar flíkur í Evr- ópu. Og í siðum brahmatrúarmanna í Indlandi, og í Gamla testamentinu er raunvemlega lagt trúarlegt bann við því að klæðast flíkum, sem gerð- ar em með því að þræða saman klæðisbúta. • Síðast en ekki síst er eitt sönnun- argagnið enn, sem bendir til að ís- maðurinn hafi gegnt hlutverki í sham- anismæ það er staðurinn þar sem lík- amsleifamar fundust Ismaðurinn — maður hátt á þrítugsaldri — lést í náttúrlegum helli, þaklausum að vísu, 0,5 sinnum 25 metra stómm, ofarlega í fjallshlíð. Umhverfis hell- inn em 2,5 metra háir lóðréttir vegg- ir frá náttúmnnar hendi og einn náttúrlegur aðalinngangur er á hon- um, sem ísmaðurinn hefúr haft stór- kostlegt útsýni út um. Hann hafði lagt örvamælinn frá sér vinstra meg- in við innganginn, og öxina, bogann og einhver fleiri tól hægra megin við hann. Var þetta kannski einhvers konar helgur staður shamana? Margt órannsakað enn Nú þegar hafa fomleifafraeðingar frá Innsbmck-háskóla, undir stjóm Andreas Lippert prófessors, fúndið yfir 70 hluti í heilu lagi, eða hlutum, af fatnaði og útbúnaði á fundar- staðnum. Líkami ísmannsins sjálfe var að hluta skreyttur dularfullu bláu húð- flúri. Hann er nú geymdur djúp- frystur í háskólanum þar sem hann bíður nákvæmrar rannsóknar vís- indamanna frá öllum heimshom- um. Ef femaðurinn var raunvemlega shamani, á frekari rannsókn á út- búnaði hans og fatnaði — og einnig húðflúrið — eftir að varpa fögætu nýju ljósi á upphaf trúarbragðanna sjálfra.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.