Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 18. febrúar 1992 Hópur bandariskra skáta f vandræðum í Vífilfelii: Hópur bandarískra skáta ienti í vandraeðum á VífilfeJli á sunnu- dagsmorgun, en hópurinn var í tófiftiræfingum. Alls ftórtán menn voru í hópnum og hafði hann a&- setur í Amarsetri, en eBefu úr hópnum höfðu fariö á VífilfeB dag- inn áöur. Af þeim ellefu voru fimm fullorönir. Það var khikkan 9.25 skátunum, en af- var þá á tjöld þau, sem dvöldu í, rifiiaö í þeir þegar að var komið undir rifr- ildunum. Menn ftá átta björgunar- Og hjáiparsveitum á Reyfgavíkur- en ekki var f fyrstu vitað hvar bandarísku skátamir vora niður- komnir, en skátamir voru með tal- stöð og gátu sagt hvar þeir vora niöur komnir. Vora sumir skát- anna orðnir kaldir og þrekaðir og jafnvel búnir að týna sumum fata sinna. Styðja varð nokkra niður VffilfeHÍð, en eldd varð þó neinum meint af. Einn björgunarsveitar- mannanna fauk um koH og meidd- ist ehthvað og var hann fluttur á ...liil lögðí dóm þjóðarinnar Valt ofan í Tjömina Það fór heidur illa fyrir ökumanni þessa bíls um sjöleytið í gærkvöldí. Hann ók eftir Skothúsvegi tit vest- urs og var rétt kominn yfir brúna þegar hann missti stjórn á bflnum. Bíllinn rann yfir á rangan vegarhelm- ing, rakst þar á gangstéttarbrúnina og valt síðan ofan í syðri Tjömina. Bíilinn er talsvert skemmdur og þurfti stóran krana til að fiska hann upp úr Tjöminni. Engin slys urðu á fólki. Dekkjabúnaðurinn var held- ur fátækiegur á bílnum, af svokallaðri Yul Brynner-gerð, og ekki beiniínis heppilegur (hálkunni sem var á götum borgarinnar i gær. — Tímamynd Pjetur Þriggja bfla árekstur Um klukkan eitt í gær varð allsér- kennilegur árekstur um tvo kíló- metra sunnan við Borgarfjarðar- brúna. Hann varð með þeim hætti að fólksbifreið var að draga aðra fólksbifreið upp á veginn, en hún hafði farið út af vegna mikillar hálku. Bflstjóri þriðja bílsins áttaði sig greinilega ekki á því hvað um var að vera, enda snjókoma og mjög blint og ók hann á fremri bflinn. Mikið eignatjón varð í árekstrinum, en engin siys urðu á mönnum. -PS Fundur þingflokks og lands- stjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn á Hvolsvelli 14. febrúar 1992, samþykkti ályktun þar sem aðför ríkisstjómar Dav- íðs Oddssonar að grundvelli hins íslenska velferðarþjóðfélags er harðlega mótmælt. Bent er á að stjórnarflokkarnir hafi ekki boð- að fyrir kosningar þær breytingar sem þeir eru að gera á velferðar- kerflnu og hvatt er til þess að Keflavík: Sjö árekstrar Mikil hálka var á götum í Kefla- vík, eins og víða annars staðar f gær, og áttu ökumenn í tölu- verðum vandræðum af þeim sökum. Sjö árekstrar urðu en engin slys urðu á mönnum í þeim. Að sögn lögreglu í Kefla- vík urðu þessir árekstrar með ýmsum hætti og áttu þar í hlut bæði bflar og ljósastaurar. Þá valt Volvo bifreið skammt sunn- an vtö Kúagerði eftir hádegið í gær, en ekki varð slys á mönn- um. -PS þeir leggi verk sín nú þegar í dóm þjóðarinnar. „Framsóknarmenn styðja alla skynsamlega hagræðingu og sparnað í velferðarkerfinu, enda verði þjónustan ekki skert til skaða og möguleikar til menntun- ar ekki þrengdir. Ef niðurskurðar- hugmyndir stjórnarflokkanna ná fram að ganga verður stórlega dregið úr þjónustu við sjúka og aldraða og félagslegu öryggi rask- að og biðlistar munu lengjast. í stað þess að bæta menntunina, aflgjafa nútímaþjóðfélags, er hún torvelduð og gerð að forréttindum hinna efnuðu og þannig er vegið að framtíðarhagsæld þjóðarinn- ar.“ Varað er við áformum stjórnar- flokkanna um einkavæðingu á öll- um sviðum, ekki síst í mennta- og heilbrigðiskerfinu og síðan segir: „Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Al- þýðuflokkur boðuðu fyrir kosn- ingar þær grundvallarbreytingar á velferðarþjóðfélaginu sem þeir hyggjast nú framkvæma. Þær eru því ekki gerðar í umboði kjósenda. Fundurinn skorar á stjórnarflokk- ana að leggja verk sín án tafar undir dóm þjóðarinnar. Aðför rík- isstjórnarinnar að velferðarþjóðfé- laginu er gerð án umboðs .“ Endurgreiðsluhlutfall hjá tekjulágum háskólamönnum verður nær óbæri- legt ef frumvarp menntamálaráðherra um LÍN verður að lögum: Námsmenn treysta á yfirlýsingu ráðherra Líklegt er talið að menntamálanefnd Alþingis geri verulegar breyt- ingar á frumvarpi menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra nimsmanna, en búist er við að nefndin fái frumvarpið til umfjöllun- ar í dag. Menntamálaráðherra hefur lýst því yflr að hann vilji taka tillit til sjónarmiða námsmanna og sé tilbúinn til að breyta frum- varpinu ef námsmenn koma fram með skynsamlegar tiilögur. Námsmenn leggja höfuðáherslu á að felld verði úr frumvarpinu ákvæði um vexti á námslán og endurgreiðslu lánanna verði breytt. Steinunn Óskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, sagði að námsmenn treystu á að mennta- málaráðherra standi við yfirlýsing- una sem hann gaf á fundi í Háskóla- bíói í síðustu viku, sem yfir eitt þús- und námsmenn sóttu, en þar lýsti ráðherrann því yfír að hann væri til- búinn til að taka tillit til sjónarmiða námsmanna og breyta frumvarpinu. Steinunn sagði að enn sem komið væri hefðu námsmenn ekki skipu- lagt frekari mótmæli gegn frum- varpinu. Forystumenn námsmanna myndu vinna að málinu með menntamálanefnd þingsins og menntamálaráðherra í trausti þess að eitthvað sé að marka yfirlýsingu ráðherra. Með frumvarpinu er stefnt að því að draga úr útgjöldum ríkisins til LÍN. Stærsta breytingin er að náms- lán beri 3% vexti, en lánin hafa ver- ið vaxtalaus til þessa. Vextir verða þó ekki reiknaðir á lánin fyrr en við námslok, en verða vaxtalaus meðan á námi stendur. Sú breyting er jafn- framt gerð að endurgreiðslur hefjist ári eftir námslok í stað þriggja ára eins og nú er. Lagt er til að lánstími verði fjór- faldur námstími, en hann er 40 ár í dag. Hámark árlegrar endurgreiðslu verði þó ekki meira en 4% af út- svarsstofni ársins á undan endur- greiðsluári fyrstu fimm árin, en 8% eftir það. Þetta hlutfall er 3,75% í dag út lánstímann. Þessar takmark- anir á endurgreiðslu kunna í mörg- um tilfellum að leiða til þess að fjór- faldur námstími dugar ekki til að greiða upp lánið. Greiðslutíminn Þingflokkur og landsstjórn Framsóknar- flokksins mótmælir aðför ríkisstjórnar- Verkin verði lengist þá þar til lánið er að fullu greitt. Þetta þýðir að Iánstíminn verður í mörgum tilfellum jafnlang- ur og hann er í dag. Samkvæmt frumvarpinu á að hætta að lána til sérnáms, sem ekki er á háskólastigi, nema lánþegi verði 20 ára á því almanaksári sem lán er veitt. Miðað við núverandi stöðu þýðir þetta að lánþegum LÍN fækkar um 300 sem að stærstum hluta eru iðnnemar. Felld verða niður öll ákvæði um námsstyrki en gert ráð fyrir að Vís- indasjóður verði efldur til þess að veita námsstyrki. Sömuleiðis verður fellt niður ákvæði um lífeyrissjóðs- greiðslur. Þá er gert ráð fyrir að heimiit verði að innheimta lántöku- gjöld til þess að greiða rekstrar- kostnað. Rætt er um 1,2% í þessu sambandi. Gerð er krafa um tvo ábyrgðarmenn í stað eins. Gert er ráð fyrir að skuldabréf verði samein- uð jafnóðum svo að ekki séu í giidi margar skuldaviðurkenningar frá lánþegum. Námsaðstoð verði aldrei greidd út fyrr en sýnt hefur verið fram á námsárangur. Stjórn sjóðsins verði heimilt að veita almenn skuldabréfalán, en heimild tii að veita víxillán falli niður. Steinunn Óskarsdóttir sagði að það væri margt í efni frumvarpsins sem námsmenn væru ósáttir við, en tvennt skipti þar mestu máli. Annars vegar gætu námsmenn alls ekki sætt sig við að námslán beri vexti og hins vegar teldu þeir að greiðslu- byrðin verði í mörgum tilfellum nær óbærileg fyrir námsmenn ef taka ætti upp það endurgreiðslufyr- irkomulag sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Steinunn sagði að námsmenn hefðu lagt til að endurgreiðslu námslána verði hagað þannig að Iánþegar undir ákveðnum tekju- mörkum greiddu 4%, en aðrir 6%. í frumvarpinu er gert ráð fyrir end- urgreiðslan verði 4% fyrstu fimm árin og 8% eftir það. A það hefur verið bent að þetta fyrirkomulag geti í vissum tilfellum leitt til þess að endurgreiðsluhlutfallið hjá tekjuháum einstaklingum fari á síð- ari helmingi lánstímans allt niður f 2%. Þetta fyrirkomulag getur hins vegar leitt til þess að endurgreiðslan verði nær óbærileg hjá tekjulægri einstaklingum. í greinargerð með frumvarpinu sjálfu er t.d. tekið dæmi af hjúkrunarfræðingi með eitt bam á eigin framfæri sem tekur lán í þrjú ár, samtals 1.944 þúsund. Ef miðað er við meðaltekjur hjúkrun- arfræðinga skuldar viðkomandi Lánasjóðnum rúmlega 1,6 milljón við 67 ára aldur þrátt fyrir að hafa greitt af láninu í ríflega 50 ár. Sam- bærileg tala fyrir framhaldsskóla- kennara með tvö börn á eigin fram- færi er rúmar 2,7 milljónir við 67 ára aldur. Upphaflegt lán hjá við- komandi kennara var rúmlega 2,5 milljónir eftir þriggja ára nám. Fulltrúar námsmanna hafa átt einn formlega fund með menntamálaráð- herra sem haldinn var fyrir rúmlega viku síðan. Þá hafa fulltrúar náms- manna átt einn fund með mennta- málanefnd þingsins og er fyrirhugað að haida annan fund fljótlega. Námsmenn verða kallaðir fyrir nefndina þegar hún fjallar um frum- varpið eftir fyrstu umræðu. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.