Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 18. febrúar 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisiason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Stml: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideiid Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskríft kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Það hefur verið gengið of langt Hvað er að gerast? spyr Morgunblaðið í forustu- grein sinni um helgina og vitnar til harðnandi átaka í þjóðfélagsumræðu, sem leiðir af sér leið- indaatvik eins og gífuryrði og eggjakast. Þessi spurning er tímabær og það er vert að velta henni fyrir sér. Það er mjög miður, ef þjóðmála- umræðan hér fer á það stig að hún ýtir undir skæting og æsingar. Aðstæður í íslensku þjóðfélagi eru um margt sér- stæðar núna. Atvinnuástand er ótryggt, og at- vinnuleysi meira en þekkst hefur um langt árabil. Það er uggur í fólki af þessum sökum. Við þessar aðstæður stendur ríkisstjórnin í því að skera niður ríkisútgjöld. Það er út af fyrir sig skilj- anlegt að það þurfí að draga saman útgjöld ríkis- sjóðs. Því er ekki mótmælt hér. Hins vegar er gengið að því verkefni með þeim hætti að það býð- ur heim þeirri hörku í þjóðfélagsumræðunni, sem Morgunblaðið gerir að umtalsefni í forustugrein helgarinnar. Það er verið að boða meiri þjóðfélags- breytingar samhliða niðurskurði ríkisútgjalda en nokkurn óraði fyrir. Enginn gat ráðið í það af mál- flutningi stjórnarliða fyrir kosningar að svo mundi verða gengið fram. Jafnhliða niðurskurð- inum er boðuð einkavæðing á öllum sviðum, sem þýðir uppsagnir hjá ríkisfyrirtækjum og óvissu um endurráðningu. Við þessar aðstæður er jarðvegur fyrir hörku í umræðum, sem getur leitt til leiðinda eins og dæmi hafa verið um. Hugmyndir um að breyta velferðarkerfinu á þann veg að hinir efnuðu í þjóðfélaginu hafi aðrar og betri aðstæður til mennta og heilbrigðisþjónustu heldur en hinir sem minna hafa, og vaxandi gjald- taka fyrir þjónustu, sem hefur sömu áhrif, sam- rýmist ekki réttlætiskennd þess fólks sem er alið upp við þetta kerfi. Það er því ekki að undra þótt Morgunblaðið spyrji hvað sé að gerast. Það er vissulega miður þegar skotið er yfir mark- ið í málflutningi, og það skeður í hita bardagans ef harkan vex. Ríkisstjórnin hefur gengið of langt. Nú er kom- inn tími til þess að ráðherrar hennar staldri við og athugi sinn gang. Verði ekki svo, og ríkisstjórnin keyri áfram af fullum krafti breytingar á velferðarkerfinu og framkvæmi einkavæðingu á öllum sviðum, þar á meðal í heilbrigðis- og skólakerfinu, þá hefur hún gengið miklu lengra en stuðningsmenn hennar boðuðu fyrir kosningar. Þar af leiðir að gengið er lengra en stjórnarflokkarnir hafa í raun umboð til, og ættu þeir því að leggja málin án tafar undir dóm þjóðarinnar. Rosalega fagurt mannlíf Liðin er sú tíð að flest kaupstaðar- börn áttu þess kost að dvelja í sveit á sumrum. Krakkamir unnu við þau störf, sem þeir réðu við, og kynntust umhverfi sem var þeim um margt framandi. Drjúgan hluta þessarar aldar var til að mynda raf- magn í kaupstöðum, en ekki í sveit- um. Daglegt líf mótaðist ekki svo lítið af svona andstæðum. í sveitinni fengu krakkar að taka þátt í búskaparbaslinu og öðluðust tilfinningu fýrir að lífsnauðsynjarn- ar skapast ekki af sjálfu sér, heldur þarf að hafa fyrir þeim. Minningar um sveitadvölina og störfin, sem þar voru unnin, fylgja þeim, sem nutu, fram á grafarbakk- ann. Tæknivæðing sveitanna með tilheyrandi fólksfækkun í dreifðum byggðum og fjölgunin í kaupstöðunum veldur því að ekki fá nema örfáir útvaldir kaupstaðar- krakkar að fara í sveit og njóta þess uppeldis og þroska, sem sveitalífið eitt getur boðið upp á. Hér er vissulega um afturför að ræða, sem gerir þjóðlífið heldur fá- tæklegra. Ævintýrin heilla En ævintýrunum lýkur ekki, þótt krakkar hætti að fara í sveit. Nú fara unglingar vítt of veröld sem skiptinemar, og skipuleggur mikið apparat alla þá sveitasælu. Yfirleitt fer litlum sögum af kynn- isdvölum unglinga meðal framandi þjóða, en öllu er því hælt einhver ósköp í fjölmiðlunum þegar svo ber undir. Nýverið gafst kostur á að hlusta á unga stúlku Iýsa dvöl sinni meðal fjölskyldu og í skóla í Bólivíu eða Kólombíu í útvarpi. Ruglaður hlustandi heyrði ekki betur en að þjóðlöndin væru nefnd á víxl sem menntunarstaður stúlkunnar ungu. Lýsingin á menntun og að- búnaði fór fram með hinu vinsæla viðtalsformi, sem er svo handhægt í dagskrárgerð útvarpa. íslenska stúlkan lá ekki á þeim boðskap sín- um að þarna suður í Amerfku, hvar sem það nú er, var rosalega gaman og fólkið var rosalega gott og rosal- ega vingjarnlegt og rosalega lítiö stressað. Þarna var rosalega fagurt mannlíf. Settleg og meðvituð dagskrár- gerðarkona leiddi viðtalið full áhuga og hluttekningar með því ro- salega góða og óstressaða fólki. sem stúlkan unga fékk að kynnast I Kól- ombíu eða Bólivíu. Við menntabrunninn Þeir, sem hlustuðu á skiptinem- ann, komust að því að stúlkan bjó hjá fjölskyldu í þorpi í Suður-Amer- íku. í húsinu bjuggu pabbi og mamma, afar og ömmur, börn og tengdabörn og frænkur og frænd- ur. Pabbinn (íslenska stúlkan talaði eins og fjölskyldumeðlimur) var bóndi og hann átti líka skólann í þorpinu. Þegar hann var að bú- störfum eða var sólarhringum sam- an að heiman, sem oft kom fyrir, var enginn skóli. Ekki komst tomæmur hlustandi að því hvað kennt var í skóla bónd- ans eða hvernig skólastarfi var yfir- leitt háttað, þegar eigandi mennta- stofnunarinnar hafði tíma til að sinna henni. Hins vegar upplýstist að allt fátækt fólk væri ólæst og eignalaus böm eiga ekki kost á lestrarkennslu. í landi því, sem íslenski skipti- neminn var sendur til, er ekki skólaskylda og ríkið hefur engar skyldur til að mennta fólk. Mannréttindi Skiptinema okkar þótti sjálfsagt að konur séu lokaðar inni á heimil- um eftir að þær giftast. Ungar stúlkur fara heldur ekkert út nema til að vinna. Meðvitaða dagskrárgerðarkonan vildi frétta meira af jafnréttinu og hlustaði þolinmóð og full velvildar á það að stelpurnar í þorpinu eru heima hjá konunum öll kvöld, en strákarnir fara út að skemmta sér. Þeir fara á krána og hitt og þetta. Kvæntu karlarnir fara líka út og var helst að heyra að þeir væru úti á streddiríi öll kvöld. Meðvitaða kon- an spurði hvort ekki væm framin hjúskaparbrot. Skiptineminn svaraði að það væri landlægt á þessum slóðum. Karl- arnir væru alltaf að halda framhjá, en konunum er harðbannað að leggja hugann að slíku, enda lokað- ar inni og látnar vinna. Ekki var spurt og engin svör fengust við því við hvað karlagraddarnir, kvæntir sem ókvæntir, væru að halda. Um afstöðu alls þessa rosalega góða fólks til fmmbyggja var farið mildum orðum og kókaínneysla er talin góð til að ná úr sér lúa. Fyrirheitna landið Eilítið var vikið að matargerð og daglegum þörfum þorpsbúa þama í hitabeltinu og virtist vera með fmmstæðari hætti. Aftur og aftur vék unga stúlkan að því hve fólkið í þorpinu hennar, sem hún kallaði pabba, mömmu, systkyni sín o.s.frv., sé rosalega gott og hve siðvenjur þess og daglegt Iíf höfðaði til hennar. Einkum dáðist hún að því að ekk- ert stress væri í hitabeltisþorpinu. Munur en hér heima þar sem allir em yfirspenntir við nám, störf eða að fara út og skemmta sér. íslenska stúlkan hafði um það mörg orð að fólkið hennar í skólalausa þorpinu í Suður-Ameríku væri alltaf að bjóða sér að koma og setjast að hjá sér. Og það ætlar hún að gera. Skipti- neminn fyrrverandi er staðráðinn í að flytja til þorpsins og amla ofan af fyrir sér þar. Þar er nefnilega ekkert stress, allir svo hamingjusamir og sjálfum sær nógir og stórfjölskyldan lifir þar góðu lífi. Ekkert stress Viðtal kornungrar skólatelpu og meðvitaðrar dagskrárgerðarkonu er umhugsunarefni. Skiptineminn kynnist mannlífi, sem á flestan hátt er andstætt því sem talið er sæmi- legt hér á landi annó 1992. Fræðslukerfið er í molum sam- kvæmt okkar stöðlum, mannrétt- indi nær engin. Konur kúgaðar og niðurlægðar og karlremban ræður ríkjum. Lífsþægindin eru á borð við þau sem Rósa í Sumarhúsum bjó við, að undanskildum vetrarkulda. Afstaðan til frumbyggja þætti ekki par fín í Ríkisútvarpinu, ef Norður- álfumenn ættu í hlut. En þarna leið stúlkunni vel og allt fólkið er svo rosalega gott og elsku- legt og ekkert stress og þama ætlar hún að lifa lífi sínu. Dagskrárgerðarkonan meðvitaða tók undir allan dýrðaróðinn um hvað karlarnir suður í heimi séu rosalega elskulegir og hvflík kosta- fæða kjúklingaklær séu. Enginn kröfugerðarsöngur þar, aðeins skilningur og velvilji. Það eru ekki allir svo heppnir að finna fyrirheitna landið þegar á æskudögum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.