Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.02.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 18. febrúar 1992 Tugþúsundir Shíta-múslíma biðja Israel og stuðningsmönnum þess bölbæna: Mjög eldfimt ástand í ísrael við komu Davíðs Moröiö á Hizbollah-leiötoganum Abbas Musawi hefur vakiö mikla reiöi meöal margra Araba. Opinber heimsókn Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra til ísrael hefst formlega í dag, en Davíð fór til ísrael í gær. Óhætt er að segja að heimsókn hans ber upp á viðsjár- verða tíma, en þúsundir heittrúaðra Shíta-múslíma, sem hliðhollir eru Hizbollah-hreyfingunni, hétu því í gær að tortíma ísrael, ráðamönnum þar og vestrænum stuðningsmönn- um þeirra, einkum Bandaríkja- mönnum. Tugþúsundir líbanskra Shíta- múslíma hópuðust út á götur Beir- út í gær í reiði og sorg vegna morðs ísraela á leiðtoga þeirra á sunnu- dag. Það voru um 50.000 Hiz- bollah-skæruliðar og stuðnings- menn þeirra, sem fylktu liði á göt- um í suðurhluta Beirút í gær og sungu: ,,Góði guð, máðu út af jörð- inni Israelsríki og Ameríku". Ástæðan er morðið á Abbas Musa- wi, aðalritara Hizbollah-hreyfingar- innar, á sunnudag þegar ísraelskar herþyrlur skutu eldflaugum á bfla- lest hans, með þeim afleiðingum að Musawi, Shiam kona hans og Huss- ein sex ára gamall sonur þeirra lét- ust ásamt fimm lífvörðum, auk þess sem 13 manns særðust illa. Naeem Qassem, aðstoðarmaður Musawis, ávarpaði mannfjöldann og sagði: „ísrael, óvinur Guðs, held- ur þú virkilega að þú hafir unnið? Nei, við bíðum færis... Jörðin mun skjálfa undir fótum þér. Hafi ísrael og Ameríka haldið að það að drepa Musawi myndi stöðva heilaga göngu íslamskrar andspymu okkar, þá skjátlaðist þeim,“ sagði hann. Moshe Arens, utanríkisráðherra ísraels, sagði í gær að árásin á Musawi hafi verið meðvituð tilraun til að koma höggi á hreyfingu, sem hliðholl væri írönum og væri virk- ustu skæruliðasamtökin sem berð- ust gegn ísrael. í gærmorgun hófu skæruliðar í Suður-Líbanon flugskeytaárás á ísraelskar hersveitir og líbanska herflokka, sem em bandamenn þeirra, sem staddir voru ísraels- megin inni á öryggissvæðinu með- fram landamærum ísraels og Líb- anons. Að sögn sjónarvotta svöruðu ísraelar þessari árás, en ekkert hafði í gær fengist staðfest um mannfall. Líbanski herinn hins veg- ar blandaði sér í þessar skærur með því að skjóta á ísraelskar orrustu- flugvélar þar sem þær flugu yfir suðurhluta Líbanons. Á þeim fjöldafundum, sem Shíta-múslímar efndu til í gær í Beirút, voru kenni- menn Shíta nokkuð áberandi í hvít- um kuflum sínum. Nokkrir ræðumanna gerðu að um- talsefni frelsun vestrænna gísla á undanförnum vikum og mánuðum, og töluðu um mistök. Enginn myndi hafa þorað að ráðast að Hiz- bollah-samtökunum, ef þau hefðu enn haft í haldi vestræna gísla. Vegna þessa og ógnar vegna ýmiss konar hryðjuverka voru sendiráð í Beirút í viðbragðsstöðu og einnig hefur öryggisgæsla í ísrael verið aukin til mikilla muna vegna þess eldfima ástands sem skapast hefúr. Moskva — Utanríkisráðherra Bandarikj- anna, James Baker, hitti Boris Jeltsín í gær i Moskvu. Áttu þeir með sér viðræður um fækkun kjamavopna og þróun breytinga þeirra sem nú standa yfir á efna- hagskerfi Samveldisríkjanna. Kishinyov, Moldavfu — Moldavíski stjómarandstöðuflokk- urinn, Alþýðufylkingin, hefur nú kjörið Mircea Druc fyrrum forsæt- isráðherra nýjan leiðtoga sinn. Jafnframt hefur flokkurinn sam- þykkt nýja stefnuskrá þar sem gert er ráð fyrir sameiningu við grannríkið Rúmeníu. Lissabon — Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins hittust f gær til þess að ræða tillögur að langtíma hjálparaðgerðum við Samveldis- ríkin. Þá hugðust þeir ræða ráð- stafanir til þess að hindra að kjarnorkusérfræðingar flyttust frá Samveldisríkjunum til ýmissa þriðja heims landa. Teheran — (ranir hafa tilkynnt að þeir hafi ákveðið að taka þátt í samvinnu- verkefni um verndun Kaspíahafs- ins ásamt Samveldisríkjunum Rússlandi, Azerbadjan, Kaz- hakstan og Túrkmeníu. Goffstown, New Hampshire — Fyrrum íþróttastjaman Paul Tsongas, sem barist hefur árang- urslítilli baráttu fyrir að verða út- nefndur forsetaefni demókrata, virðist nú hafa tekið forskot í skoðanankönnunum í New Hampshire vegna forkosninganna á fimmtudag. Nairobi — Götubardagar og skothrið þar sem beitt var sprengjuvörpum geisuðu í gærdag í Mogadishu, höfuðborg Somalílands. Þó höfðu herforingjar hinna fjandsamlegu fylkinga í landinu heitið aö halda vopnhlé það sem SÞ hafði fengið komið á. Tókýó — Helsti stjórnarflokkurinn f Jap- an hefur látið undan kröfum stjómarandstöðunnar og sam- þykkt að forsætisráðherra lands- ins komi fyrir rétt sem vitni I hneykslismáli vegna mútuþægni er nú veldur stjórninni vandræð- um. Tókýó — Bresku rokkstjörnunni Mick Jagger var heimiluð landvist I Japan í gær, eftir að hann hafði dvalið sólarhring á hóteli á flug- vellinum. Ástæða kyrrsetningar hans þar var 25 ára gamalt mál vegna eiturlyfjaneyslu stjömunn- ar, sem skipað hafði honum á svartan lista japanskra yfirvalda. Marihatas, Filippseyjum — Herinn á Filippseyjum segir að menn sem grunaðir eru um að vera kommúniskir hryðjuverka- menn, hafi drepið 38 hermenn, sem þeir yfirbuguðu eftir árás úr launsátri. Áður en þeir drápu mennina kræktu þeir augun úr nokkrum þeirra. Beigrad — Forseti yfirráðasvæðis Serba í Króatíu hefur svarið þess eið að buga þá þingmenn sem vilja ganga að friðaráætlun SÞ og samþykkja komu friðargæsluliðs til Króatiu. Varsjá — Fjármálaráðherra Póllands, Karol Lutkowski, sagði af sér I gær. Ástæðuna kvað hann ágreining við aðra stjómarmeö- limi um efnahagsstefnuna. Nýr íslandsmeistari í atskák varð til á sunnudagskvöld í beinni út- sendingu í sjónvarp). Þeir Helgi Ólafsson og Kari Þorstcins tefldu úrslitaskákir sínar þá utn kvöldiö með tilþrifum og hafði Kari á end- anum betur, þó taflið hafl verið tvísýnt alveg fram til loka. Það verður að segjast eins og er að sú nýbreytni að sýna beint frá úrslitum í atskák er alveg sérstak- lega snjöll hugmynd, enda þarf talsvert að koma tíl svo Garrt hangi yfir sjónvarpinu fram yfir miðnætti. Skákáhuginn hér á landi er það útbreiddur að það er fullkomlega réttlætanlegt að gera skákáhugamönnum eitthvað til hæfis. Garri sér ekkert því til fyr- irstöðu að Sjónvarpið fylgi þessu eitír og hafi svona eins og eina sjónvarpsatskák f viku þar sem einhverjir af þeim tugum skák- manna, sem íslendingar eiga, getí spreytt sig í keppni. Ekki ættu menn að þurfa að vera í vandræð- um heldur með skákskýringar, þar sem mjög frambærilegir skáksér- fræðingar eru hér á hverju strái. Skemmtiþáttur og blikkandi skákborö En slfk sjónvarpsskák getur eitt og annað lært af þessari útsend- ingu á sunnudagskvöldið. Fyrsta og mikilvægasta lexían hlýtur að vera sú, að menn geri það upp við slg fyrirfram hvort um skákþátt verði að neða, eða hvort hug- myndin er að búa til einhvem skemmti- eða viðtalsþátt þar sem blikkandi skákborð eru notuð sem hluti af sviðsmyndinni. Þetta höfðu sjónvarpsmenn ekid gert á sunnudagskvöldlð, og þess vegna hefði allt eins mátt kalla dagskrár- liðinn ,Að tafli hjá Hemma Gunn“, tíl samræmis við aðra þáttagerð stjómandans f Sjón- varpinu. Sjálf úrslitaskákin hvarf í skuggann og varð iangtímum saman gjörsamlega útundan vegna endalausra raða „góðra gesta“, sem f þáttinn komu, og vegna þess að stjórnandinn virtíst sannfærður um að enginn hefði áhuga á að fylgjast með sjálfri taflmennskunni. Hermann Cunn- arsson var því æ og sí að grípa inn í og passa upp á að mönnum leiddist eklri fyrir framan skjáinn. Hann fékk til sín á annan tug gagnmerkra manna, sem hann spjallaði við milli þess að hann leyfðl skákskýrandanum að segja örfá orð um hvað var að gerast eða bað stjórnanda útsendingar um að fá klukkuna upp á skjáinn. Niður- staðan úr öUu þessu varð sú að þrátt fyrir allan gestaganginn varð ekki um að neða neitt spjaU, sem heitið gætí, við neinn gestanna. Áhorfendur áttu fullt í fangi með að íylgjast með hvað var að gerast á skákborðinu og í þau fáu skiptí, sem skákskýrandinn fékk orðið og sýndi möguleikana í stöðunnl með miklum tilfæringum, sáu áhorfendur ekki skákborð skák- skýrandans heldur skákborð kepp- enda þar sem engar tíifæringar voru að gerast þá stundina. Skákin fer fram á skákborðinu GalUnn við þessa útsendingu frá úrslitaeinvíginu f atskák var í að- alaatriðum sá að þeir, sem að henni stóðu, virtust ekki trúa því að þetta væri atburður sem vert væri að senda út í sjónvarpi. Þess vegna var hlaðið inn alls kyns efni öðru, sem í sjálfu sér var ágætt, en komst einfaldlega ekki fyrir f þeim ramma sem fyrir hendi var. Skákin er ekki þess eðlis að hún þurfi elnhverja glansumgjörð og að sífelit þurfi eitthvað að vera að gerast á sviðinu f kríng til að menn nenni að horfa á hana. Þeg- ar menn fylgjast með skák vilja menn fyrst og fremst fylgjast með stöðunni á skákborðinu og skák- skýringum góðra skákskýrenda á skákborði, alveg eins og þegar menn horfa á knattspymu vilja menn horfa á leikmennina á knattspymuvellinum. Þiátt fyrir allt má þó segja að þessi dagskráriiður hafi verið f skárri kantinum, miðað við það sem gerist í sjónvarpi þessa dag- ana. Þvf er ástæða til að ætla að auðvelt vær) fyrir Sjónvarpið að iæra af þessum þætti og koma á einhvers konar taflmóti f sjón- varpi, þanníg aö sýnt væri viku- lega með skákskýringum. Garri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.