Tíminn - 22.02.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn
Laugardagur 22. febrúar 1992
Bjami Arason syngur lagiö Karen í sjónvarpssal í kvöld. Hvort lagið verður okkar framlag í Malmö
kemur þá í Ijós. Tfmamynd Áml Bjama
Undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður
í beinni útsendingu sjónvarpsins í kvöld:
Malmö?
Garöar Cortes.
Garðar Cortes, óperustjóri:
„Éggatnú
dillaö mér“
„Veistu það að ég hef voðalega lítið
séð af því í ár, nema að ég sá eitt lag,
Nei eða já. Það fannst mér bara
nokkuð gott hjá þeim. Þetta eru
góðar söngkonur sem söngluðu
þetta og gerðu það fallega. Ég gæti
nú samt ekki tippað á að það lag
ynni úti í Svíþjóð. En ég gat dillað
mér við þetta lag og fannst það
skemmtilegt. Það kostar jú peninga
að framleiða eitthvað sem vekur at-
hygli og er gott, en mér finnst
keppnin jákvæð og vera þess virði.
Ég hef nú reyndar yfirleitt fylgst bet-
ur með henni, en ég geri nú,“ sagði
Garðar Cortes um söngvakeppnina í
ár. -PS
Ámi Johnsen.
Ámi Johnsen alþingismaður:
„Óvenju
ómelódískt“
„Ég hef heyrt lögin einu sinni og
mér líst best á lagið með Helgu
Möller og Karli örvarssyni, Þú um
þig frá þér til þín, og ég tippa á það
til vinnings. Ég hef ekkert nema
gott um keppnina að segja, en hins
vegar finnst mér lögin vera óvenju
slöpp núna og óvenju ómelódísk og
flöL Mér hefur svo sem dottið í hug
að senda lag í keppnina, en hef aldr-
ei reynL Ég hef hugmyndir, en ég
hef aldrei framkvæmt það,“ sagði
Ámi Johnsen alþingismaður í sam-
tali við Tímann. -PS
í kvöld ráðast úrslit í undan-
keppni söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva og verður þá
valið eitt lag sem verður framlag
íslands í Malmö í Svíþjóð í vor.
Bein útsending verður í Ríkis-
sjónvarpinu og hefst hún klukk-
an 20.40 og stendur yfir í tæpa
tvo tíma. Alls keppa níu lög um
hnossið og voru þau valin af sér-
stakri dómnend, sem var skipuð
þeim Jóni Ólafssyni, Magnúsi
Einarssyni, Helgu Möller,
Kristni Svavarssyni og Magnúsi
Kjartanssyni, en fjölmörg lög
voru send inn til hennar. Lögin
níu hafa undanfarið verið kynnt
í sjónvarpi og útvarpi. Alls eru
þrettán flytjendur að lögunum
níu, en tveir þeirra flytja tvö lög.
Það eru þau Helga Möller og
Karl Örvarsson. I íyrra voru full-
trúar íslands þeir Stefán Hilm-
arsson og Eyjólfur Kristjánsson.
Þegar flutningi laganna níu er
lokið munu níu dómnefndir,
átta úr landshlutunum og ein
skipuð sérfræðingum, taka lögin
til athugunar og gefa þeim stig
og er stigagjöfin eins og tíðkast í
lokakeppninni, þ.e.a.s það lag
sem hver dómnefnd telur best
fær 12 stig, það næsta 10, þá 8
stig og síðan 7,6,5,4,3 og 2,
þannig að öll lög fá stig í keppn-
inni. Sérfræðingadómnefndin
hefur þá sérstöðu að hún gefur
aðeins einu lagi stig og það fær
16 stig, þannig að þar er eftir
miklu að sækjast. Það kemur því
í ljós í kvöld hvaða lag og flytj-
andi verður okkar framlag í Mal-
mö í vor.
Tíminn fékk nokkra valin-
kunna íslendinga til að spá í
spilin, en þegar blaðamaður
hafði samband við þá kom í ljós
að áhugi á keppninni virðist vera
dvínandi. Flestir viðmælanda
höfðu ekki séð eða heyrt lögin
og gátu því ekki dæmt um þau.
Ummæli þeirra um lögin og
keppnina sjálfa fara hér á eftir.
-PS
Valur Gunnarsson.
Valur Gunnarsson, 16 ára gítarleik-
ari hljómsveitarinnar Viral Infection:
„Þetta eru hund-
leiðinleg lög“
„Ég get nú ekkert sagt um lögin, því
ég hef ekki heyrt þau. Ég ætla ekki
að fylgjast með keppninni, því þetta
eru svo leiðinleg lög. Ég horfði á
keppnina þegar ég var yngri og þeg-
ar ísland byrjaði að taka þátt, en nú
finnst mér þetta tíma- og peninga-
eyðsla og lögin hundleiðinleg. Lög
sem eru samin bara til að vinna eru
ekki góð. Þetta er voðalega „comm-
ercialt" og ég ætla ekki að horfa á
keppnina í kvöld," sagði Valur
Gunnarsson, gítarleikar Viral In-
fection, í samtali við Tímann. -PS
Sigrún Magnúsdóttir.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi:
„Líst vel á
Nei eða já “
,>lér leist vel á lagið sem Sigríður
Beinteinsdóttir og Sigrún Eva
syngja, Nei eða Já, en það er svona
að lítt athuguðu máli. Mér finnst
sjálfsagt að taka þátt í keppninni og
hún er hvatning til þeirra sem vinna
við lagasmíðar og jafnvel hugsan-
legur ávinningur. Það er samt ekki
sami spenningurinn og var fyrst, en
ég held að við eigum að vera með.
Ég hreifst með þegar við vorum í
fjórða sæti fyrir tveimur árum og
það er eitthvað sem óneitanlega
kætir mann. Þetta var meira mál
meðan unglingur var á heimilinu.
Ég kem ekki til með að fylgjast með
keppninni í sjónvarpinu á morgun,
en hingað til hefur það verið gert,“
sagði Sigrún Magnúsdóttir í samtali
við Tímann. -PS
2 2
Lög og flytjendur: Reykjavík Vesturland Vestfirðir Norðurland vesti Norðurland eysti Austurland Suðurland Reykjanes k_ ra O) c ■«6 *fc (0 Úrslit > 'E
I.Eva: Amar Freyr Gunnarsson.
2. Karen: Bjarni Arason.
3. Þú um þig frá þér til þin: Karl Örvarsson og Helga Möller.
4. Þá mátt mig engu leyna: Margrét Eir Hjartardóttir.
5. Nótt sem dag: Gylfi Hilmarsson.
6. Ljósdimma nótt: Guðrún Gunnarsdóttir.
7. Mig dreymir: Björgvin Halldórsson.
8. Einfalt mál: Helga Möller og Karl Örvarsson.
9. Nei eöa já: Grétar Örvarsson, Sigríður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir.