Tíminn - 22.02.1992, Side 12

Tíminn - 22.02.1992, Side 12
12 Tíminn Laugardagur 22. febrúar 1992 irstöðu og fær sjór, var róið inn á leguna. Áður var aðgætt hvort allt væri í lagi. Fyrst og fremst maður í hverju rúmi, 2-3 utan undir menn, tveir bandamenn, sá rösk- ari með kollubandið, hinn með hnútabandið. Sú aðferð að stökkva úr skipinu niður í flæðið þótti ekki í lagi og gat orðið ónýt, nema stokkið væri út með aðsogi. Ef bandamenn lentu í útsoginu áttu þeir næstum víst að detta. í besta tilfelli komust þeir upp, en seint og fengu snuprur. Ef þetta vildi til hjá unglingunum var það ekki framaauki. Utanundirmenn stukku út strax þegar skipið kenndi grunns. Alltaf þóttust for- menn vissir hvort skipin slæi austur eða vestur og eftir því var öll tilhögun, en þó kom fyrir að skipinu sló öfugt. Það var óþægi- kgt en þó hjálpaði það, að allir vissu hvað þeir áttu að gera í slíku tilfelli. Ekki var sama hvernig róðramenn gerðu sitt verk. Fyrst þurftu þeir að róa og róa vel, og umfram allt að reka ekki árina í og gera átakið með því alveg öfugt. Þó var það skárra í land en úr landi, því þá stýrði formaðurinn. Það var áríðandi fyrir ræðarana að vera fljótir að taka árina upp úr keip þegar skipið kenndi lands og leggja þær langs upp í skipið. Allir skilja að mestur vandinn hvílir á formanninum, fyrst að velja Iagið í land og svo að stýra. Ævinlega var kallað að róa f land á þriðja (seinasta) sjónum. Það þótti því mjög þægilegt fyrir for- manninn ef fiskur var svo mikill að seilað var, en með því að halda í seilarnar gat hann stillt svo til að við lendinguna yrði skipið mátu- legt á landsjónum. Þegar allt er komið í lag er róið inn yfír rifin inn á leguna. Þar er vanalega hættulegast að liggja. Ef vel hefír fiskast er fískurinn seil- aður út og seilarnar hnýttar í gott og sterkt band, t.d. nýtt færi. For- maðurinn heldur í færið við land- róðurinn og getur dregið úr gangi skipsins, ef hann heldur að það verði of framarlega í sjónum. Ég held að ævinlega hafi verið seilað ef hálffermi var. Hefði það ekki verið gert, hefði í flestum tilfell- um tapast út megnið af aflanum, því þegar skipinu sló hefði allur aflinn farið í landhliðina og hrokkið út um leið. Þegar skipið kenndi grunns tók formaður stýr- ið af og lagði í skutinn. Eftir að skipinu hafði slegið, ef um fisk- seilar var að ræða, fór hann út og gekk lítið eitt frá skipinu og tog- aði seilarnar þar upp. Til þess þurfti dálitla aðgæslu eins og allt- af þarf við hvaða verk sem er. Það varð oft að gefa eftir á bandinu áð- ur en sjórinn féll; dró hann í sig seilarnar og hefði þá ekki verið gefið eftir, hefði bandið slitnað og fískurinn líklega tapast. Þegar seilarnar eru landfestar er fiskur- inn afseilaður og dreginn upp fyr- ir flæðarmál eins og allur farmur skipsins, möstur, segl, árar og stýri. Á meðan þessu fer fram standa utan undir menn utan undir og bandamenn halda í bönd- in. Þó kom það fyrir að hnúta- bandsmaðurinn var tekinn frá bandinu ef hans var meiri þörf við annað. Þegar skipið var orðið tómt og sjórinn hafði fært það ofar, var því snúið og reist á kjölinn og sett upp eins og ég hefi áður lýst. Öll skipin sem eru í sömu vörinni eru sett þannig upp, að þau eru hlið við hlið, og að heita föst hvert við annað og skorðuð með hlunnum. Vanalega var allur farangur látinn upp f skipin, þegar vertíðarlok voru. Um skiptingu aflans Um skiptingu anans er það að segja, að reynt var að hafa hvern hlut svo jafnan, sem föng voru á. Væru hlutirnir t.d. 17, valdi for- maður 17 stærstu fiskana og lét þá í 17 staði. Þessu hélt hann áfram, þar til öllu var skipt. Ef einhver hlutur sýndist rýrari en hinn, var hann bættur upp. Mig minnir að svo væri einn maður látinn snúa baki að fiskinum og sagt við hann: „Hver skal þar?“ Ég man þetta þó ekki vel. Ekki minnist ég að það kæmi fyrir að nokkur væri óánægður með skiptin. Ekki man ég hvort steinbít eða keilu var skipt eða látinn vera happdráttur, en það var siður í Vestmannaeyj- um, jafnvel um ýsu, ufsa og smá- Iúðu. Sá, sem fékk skötu, fékk rassinn og lifrina í happdrætti. Það kom fyrir við sandinn, að dregnar voru smálúður. Sjálfsagt hefir verið reynt að láta alla fá lít- inn smekk af þeim. Á Holtshrauni kom fyrir að dregnar voru flakandi lúður. Það þótti góður fengur, ekki síst fyrir þann sem dró, því hann fékk í happdrátt allan hrygg- inn (ruður) og ég held hausinn, sporðinn og magann, sem þótti herramanns matur — upp úr súru. Þetta var þegar lúðan var flökuð. Allri lúðu var skipt svo að allir fengu eitthvað. Það kom líka fyrir að stærstu löngurnar voru bútaðar, því þær gátu jafngilt tveimur til þremur öðrum fiskum, og ekki var ætlast til að það sem fískaðist á Holtshrauni væri haft til innleggs f kaupstaðinn heldur til heimilisins. Heimflutningurinn Auðvitað komu vöktunarstrákar vanalega í tæka tíð með hestana. Og þegar til heimferðar var búið voru virkin lögð á hestana. Ef fisk- ur var lítill, var hann reiddur und- ir sér sem kallað var, seilaður upp og látinn á hestinn, og svo settist maðurinn þar ofan á. Væri fiskur- inn mikill, var hann látinn á hest- inn en maðurinn gekk með. Ýms- ir, sem langt áttu heim, skildu fisk sinn eftir og var hann þá sóttur daginn eftir. Það urðu engin mis- tök á því, því aliar seilarnálarnar voru brennimerktar eigandanum. Mikil var gleðin þegar sjómenn- irnir komu heim gangandi, því þá höfðu þeir fiskað vel. En mest var þó gleðin yfir því, að þeir komu lifandi heim. (1927) Vopnasala til Arabalanda fyr- ir millj arða punda á döfinni Kann aó verða eitt helsta tromp Johns Major í kosningabaráttunni Gerður hefur verið vamasamvinnusamningur milli Kúvæt og Bretlands, og vona þeir síðamefndu að sáttmálinn opni leiðina fyrir sölu vopnabúnaðar er nemi milljörðum. Vamarmálaráðherra Breta, Tom King, og Sheik Ali al-Sabah, vamarmálaráð- herra Kúvæta, undirrituðu samninginn. Þótt ekki væm kaup Kúvæta á vopn- um staðfest við undirritun, mun samningurinn geta orðið smáútgáfa af ,Á1 Yamamah" vopnasölusamningum svonefnda, sem Bretar gerðu á sínum tíma við Saudi-Arabíu og var stærsti vopnasölusamningur er sögur fara af. Þar var samið um sölu vopna fyrir 50 mUljarða punda á 25 áram. Samningurinn við Kúvæta hefur verið viðkvæmnismál og hafa talsmenn breska vamarmálaráðuneytisins fátt látið eftir sér hafa um inntak hans. Hann mun þó kveða á um stuðning Breta við vamir Kúvæt og sölu þeirra á vopnum til landsins. Þá mun í undir- búningi sala á verulegu magni vopna til Arabísku fúrstadæmanna. Samningurinn ber annars að skoðast sem efndir á loforði Kúvæta um að end- urgjalda Bretum stuðning í stríðinu gegn írökum. Áþekkur samningur er í undirbúningi við Bandaríkin, og hefur það verið nokkuð álitamál hvaða bún- aður verði keyptur af hvorum. Kúvæt- ar eru þegar byrjaðir að kaupa banda- rískar F-18 orrustuvélar og brynvarða bíla, en mikið verður eftir sem áður keypt af Bretum. Þar á meðal mundu verða British Aerospace Hawk flugvélar búnar Rolls Royce hreyflum, Challeng- er 2 skriðdrekar frá Vickers og Vosper Thomeycroft tundurduflaslæðarar og tundurspillar. Þá er gert ráð fyrir stór- um byggingarsamningum við bresk byggingafyrirtæki. Bresk fyrirtæki hafa verið að störfúm í Kúvæt við að fjar- lægja jarðsprengjur og ósprungnar sprengjur eftir stríðið við írak. Þrengingar hergagnaiðnaðar King, vamarmálaráðherra Breta, var á fferð um svæðið við Persaflóa fyrir skömmu, og er hann eftir heimkomuna heimsótti Vickers-verksmiðjurnar, greindi hann frá að mikill áhugi væri í löndunum þar á skriðdrekum verk- smiðjanna. Samningurinn mun að Iíkindum koma stjórn íhaldsflokksins breska að gagni í kosningabaráttunni. Flokkur- inn mun geta bent á hann sem stuðn- ing við hergagnaiðnaðinn, sem átt hef- ur í erfiðleikum vegna niðurskurðar að undanförnu. Tugþúsundir manna hafa misst atvinnu sína hjá breskum iðnfyr- irtækjum er tengjast vopnaframleiðslu, meðan þau hafa verið að aðlaga sig lok- um kalda stríðsins. Mörg fyrirtæki hafa borið sig illa og kvartað yfir að stofnun sú, er umsjón hefur með sölu breskra hergagna, standi ekki í stykkinu. Þrír stórsamningar taka gildi En stjómin er nú um það bil að ganga frá þremur stórum samningum um vopnasölu til Mið-Austurlanda, sem ráðgerðir voru þegar fyrir Persaflóa- stríðið. Einn er samningur um sölu GEC-rafeindabúnaðar til vamarmála, annar um Vickers-skriðdreka og sá þriðji varðar sölu á Black Hawk þyrlum, sem Westland framleiðir með ieyfi frá Sikorsky. Mestu mun þó muna að nú verður tek- ið að framleiða upp í síðari hluta ,A1 Yamamah“-samningsins, sem fyrr er á minnst. Þar er um að ræða viðskipti fyrir 25 milljarða punda næstu 20 árin. Sagt er að John Major leggi mikla áherslu á að koma framkvæmd samn- ingsins í gang, en það byggist á beinu samkomulagi milli ríkisstjórna Bret- lands og Fahds, konungs Saudi-Arabíu. Líklegt þykir að samkomulag náist í aprfl. Hér ræðir m.a. um sölu 50 Tom- ado GR 1 könnunarflugvéla, 60 Hawk 100 og 200 orrustuþota, ásamt bygg- ingu risaflugvallar fyrir 8 milljarða punda. í dag, laugardag, verða opnaðar þijár sýningar á Kjarvalsstöðum í Reykja- vík. Um er að ræða sýningu á verk- um eftir Jóhönnu Kristínu Yngva- dóttur myndlistarmann, sýningu franska listamannsins Claudes Ru- tault, og á ljóðum Matthíasar Jo- hannessen. Fyrri tvær sýningamar opna kl. 16:00, en ljóðasýningin kl. 17:00. Jóhanna Sýningin á verkum Jóhönnu Kristín- ar Yngvadóttur er yfirlitssýning og samanstendur af u.þ.b. 50 olíumál- verkum, sem máluð eru á tímabilinu 1979-1991. Jóhanna lést í Reykjavík í mars í fyrra, aðeins 37 ára gömul, en átti þá þegar að baki glæsilegan feril helgaðan málaralistinni. Hún stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi úr grafíkdeild, en stundaði síðan framhaldsnám í Hollandi. í upplýsing- um, sem fengust frá Kjarvalsstöðum, segir að ólíkt jafnöldrum sínum, sem aðhylltust hugmyndafræðilega list, hafi Jóhanna leitað á mið tilfinninga og sá tjáningarmáti, sem henni lét best, var fígúratívur expressionismi. í íslenskri listasögu skipar Jóhanna veglegan sess sem fulltrúi þessarar Unnið að uppsetningu á Ijóöum Matthís

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.