Tíminn - 22.02.1992, Qupperneq 13

Tíminn - 22.02.1992, Qupperneq 13
Laugardagur 22. febrúar 1992 Tíminn 13 stefnu. f upplýsingablöðum Kjarvals- staða segir: ,Jóhanna Kristín var yfir- leitt ekki að formgera ytra útlit eða einkenni fyrirmynda sinna í verkum sínum, heldur notaði hún hið hvers- dagslega — fólkið í kringum sig og ekki síst sjálfa sig — til að túlka dýpri, mannlegan sannleika handan hins hversdagslega. Þessi næma innsýn og túlkun á tilfmningalífi nær yfir allan tónstiga tilfinninganna, en þegar á leið varð það þó sorgin, óttinn, og ör- væntingin sem fengu mest rými í verkum hennar." Claude Rutault inguna hefur franski listgagnrýnand- inn Guy Tortosa verið fenginn til að halda fyrirlestur um list Claudes Ru- tault, og verður fyrirlesturinn á Kjar- valsstöðum á morgun sunnudag kl. 15:00. Matthías Johannessen Matthías Johannessen, ritstjóri og skáld, er orðinn landskunnur af ljóð- um sínum. Hann er jafnvígur á hátt- bundið form og bundið. Sýningar á ljóðum merkra skálda hafa mælst nokkuð vel fyrir og verða ljóð eftir Matthías hengd upp í austurforsal Claude Rutault er franskur nútíma- listamaður, sem vakið hefur alþjóð- lega athygli. Verk hans eru í björtum hreinum litum, en ein grundvallar- hugmynd hans er að málverk sé mál- að í sama lit og veggurinn sem mál- verkið hangir á. Verk hans eru enn- fremur einföld að formi til: ferhym- ingur, hringur, tíglar, o.s.frv., en í þeim „leynast „forskriftir", ffæðileg forsenda, sem fjallar öðru fremur um mekanisma listarinnar", eins og segir í kynningartexta frá Kjarvalsstöðum. Á sýningunni eru níu sýnishom af því sem Rutault nefnir „skilgrein- ing/vinnuaðferð“. í tengslum við sýn- 5 ar Johannessen. ! Claude Rutault hengir upp eitt verka sinna. Leikfélag Akureyrar: Islandsklukkan frumsýnd í mars Æfingar standa nú yfir hjá Leikfélagi Akureyrar á íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness, og er frumsýning fyrirhuguð í seinni hluta marsmánað- ar. Leikstjóri verksins er Sunna Borg og hefur hún jafnframt gert nýja leikgerð af verkinu. Jón Hlöðver Áskelsson hefur samið tónlist við verkið, Siguijón Jóhannsson hannar leikmynd, Ingvar Björnsson hannar lýsingu og búningameistari er Freygerður Magnúsdóttir. Elva Ósk Ólafsdóttir sem leikur Snæ- fríði íslandssól, Hallmar Sigurðsson leikur Amas Amæus og Þráinn Karls- sem fer með hlutverk Jóns í leikgerð Sunnu er megináhersla lögð á aðalpersónur sögunnar, þ.e.a.s. ástarsögu Snæfríðar íslandssólar og Amas Amæus, og lífshlaupi Jóns Hreggviðssonar, en minni áhersla lögð á þjóðlífsþanka og fjöldasenur sem verið hafa í öðmm leikgerðum. Með helstu hlutverk í sýningunni fara son Hreggviðssonar. Með önnur hlutverk í sýningunni fara: Felix Bergsson, Valgeir Skagfjörð, Jón Stefán Krist- jánsson, Gestur Einar Jónasson, Sig- urveig Jónsdóttir, Guðlaug Her- mannsdóttir, Ámi Valur Viggósson, Aðalsteinn Bergdal, Þórdfs Amljóts- dóttir, Eggert Kaaber, Marinó Þor- steinsson, Sigurður Hallmarsson, Herdís Birgisdóttir og Agnes Þorleifs- dóttir. Alls em 26 hlutverk í sýning- unni auk statista, svo hér er um mannmarga og stóra sýningu að ræða, auk þess sem viðamikil leik- mynd og lýsing setja stóran svip á sýninguna. Leikfélag Akureyrar á 75 ára afmæli í aprfl, og af því tilefni verður sérstök hátíðarsýning á verkinu. Sýningin verður einnig til heiðurs skáldinu Halldóri Laxness, því hann á níræðis- afmæli í apríl. Þá verður í tengslum við afmælið gefin út bók eftir Harald Sigurðsson, sem ber heitið „Saga leiklistaráAkureyri 1860-1992“. Söngleikurinn Tjútt og tregi eftir Valgeir Skagfjörð, sem sýndur hefur verið undanfarið við góðar undirtekt- ir, verður á fjölunum út febrúarmán- uð, og fer því hver að verða síðastur að berja hann augum. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.