Tíminn - 22.02.1992, Side 15
Laugardagur 22. febrúar 1992
Timinn 15
Lögreglan fann merki um átök í herbergi þeirra félaga á mótelinu
áhyggjur.
Hann sagði að þeir hefðu beðið eftir
því að Waters fengi lánið, þá hefði
Waters leyst út hluta af peningunum
og þeir lagt af stað. Hann sagði að
Waters hefði ætiað að keyra sig til
Kansas City í þakklætis skyni fyrir
hjálpina.
Flemming sagðist hafa þambað bjór
og hámað í sig morfín á leiðinni og
verið hálfmeðvitundarlaus er þeir
komu til Victorville. Hann sagðist því
ekki muna eftir því að fara út úr bfln-
um inn á mótelið.
Óvænt uppákoma
Hann skýrði síðan frá því að þegar
hann loks rankaði við sér hefði hann
verið bundinn við rúmið og Waters
hefði dansað allsnakinn í kringum sig.
„Ég veit hvað þú vilt og ég ætla að
veita þér það,“ sagði Flemming að
Waters hefði sagt.
Flemming sagðist hafa glaðvaknað
með það sama. Hann sagði að það
hefði ekki farið á milli mála að Waters
hefði ætlast til að þeir hefðu kynmök,
en kvaðst ekki hafa getað hugsað sér
neitt slíkt.
„Waters var hommi," sagði hann.
„Það er ég ekki.“
Flemming sagðist hafa losað sig úr
böndunum og ráðist á Waters. Þeir
flugust á um stund og Flemming náði
yfirhöndinni. Hann náði í reipið og
vafði því um háls Waters.
„Ég var ekki að reyna að kyrkja hann,
heldur vildi ég sýna honum hvemig
tilfinningin væri,“ sagði Flemming.
Hann sagðist hafa borið Waters,
blóðugan og spriklandi, inn á baðher-
bergiö og hent honum ofan í baðkar-
ið. Síðan kvaðst hann hafa tekið fögg-
ur sínar og komið sér burt.
Flemming sagði að hann hefði
hvorki barið né stungið Waters og að
hann hefði verið á lífi þegar hann yfir-
gafhótelið.
Hann kvaðst síðan hafa haldið til Los
Angeles og farið þaðan með flugvél til
Kansas City. Þar naut hann lífsins
með greiðslukorti og peningum Wat-
ers þar til lögreglan handtók hann.
Vogun vinnur - vogun
tapar
Á meðan á réttarhöldunum stóð hélt
Flemming því fram að hann væri
sómamaður sem hefði bara verið að
reyna að hjálpa kunningja sínum. Vin-
áttan tók þó snöggan enda þegar Wat-
ers batt hann við rúmið og fór að
dansa nakinn í kringum hann.
Flemming viðurkenndi að hafa barið
Waters, vafið reipinu um háls hans,
stolið peningunum hans og greiðsiu-
korti, en harðneitaði að hafa myrt
hann.
Saksóknari lagði ekki trúnað á sögu
hans. Það gerði þessi nýi kviðdómur
heldur ekki. Þann 1. ágúst 1991
komst kviðdómur að þeirri niður-
stöðu að hann væri sekur um morð að
yfirlögðu ráði. Niðurstaöan kom
Flemming greinilega á óvart, því
hann hafði treyst á að verða sýknaður.
Flemming hafði hafnað málamiðiun
sem hefði getað orðið til þess að hann
hefði þurft að sitja inni í mesta lagi 12
ár. Hann ákvað að freista gæfunnar og
tapaði.
Þann 12. september 1991 var
Flemming dæmdur í ævilangt fang-
elsi án möguleika á náðun.
RÁDNING Á
KROSSGÁTU
Á myndinni til vinstri sést
ice Waters í kvengervi. Á
til hægri stendur hann meö
handlegginn um axlir Bills
Flemming.
tilraun lokinni var hann færður aftur í
fangelsið og undir strangari gæslu.
Réttarhöldin hófust í maí 1990. Sak-
sóknari hélt því fram að sakbomingur
hefði notfært sér tilfinningakreppu
Waters til að lokka hann með sér til
Colorado með loforðum um gull og
græna skóga í þeim tilgangi að myrða
hann og ræna.
Verjandinn hélt því aftur á móti fram
að sakbomingur hefði aðeins tekist á
við Waters í sjálfsvöm og að einhver
annar hefði myrt Waters. Hann sagði
að fjármunir þeir sem Waters hafði
undir höndum hefðu ekki verið það
miklir að þeir hefðu getað orðið
ástæða til morðs.
Kviðdómendur
ósammála
Saksóknari taldi sig vera með unnið
mál og kom það því mjög á óvart þeg-
ar kviðdómendur komu sér ekki sam-
an um niðurstöðu og níu þeirra
mæltu með sýknu en þrír með sekt
Ákveðið var að bjóða Flemming
málamiðlun þess eðlis að hann játaði
sig sekan um annars stigs manndráp
og hlyti 15 ára dóm. Flemming neit-
aði því, þar sem hann taldi að hann
ætti góða von um sýknu eftir útkom-
una úr réttarhöldunum.
Því varð að halda önnur réttarhöld.
Þau voru að mörgu leyti svipuð hin-
um fyrri og Flemming kom í vitna-
stúku til að tala máli sínu.
Hann sagði að hann hefði verið ný-
sloppinn úr fangelsi í Flórída og hefði
verið á leið til Kansas City á puttanum
þegar Waters tók hann upp í.
Hann sagði að þeim hefði orðið vel til
vina. Hann sagði að Waters hefði verið
ákaflega miður sín sökum dauða vinar
síns tveimur árum áður og hefði átt þá
ósk heitasta að draga sig í hlé frá sam-
félaginu. Því hefðu þeir soðið saman
söguna um búgarðinn til þess að hann
gæti látið sig hverfa án þess að vinir
hans og ættingjar hefðu af honum
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
KMTTLitiúl k/wtt
uos rzZ, uos/
Uráð