Tíminn - 22.02.1992, Page 17

Tíminn - 22.02.1992, Page 17
Laugardagur 22. febrúar 1992 Tíminn 17 Þær hafa allar elsk- að grimmdarseggi í Berlín stendur Erich Mielke, fyrrverandi yfirmaður austur- þýsku leynilögreglunnar Stasi, fyrir rétti, hrumt og gleymið gamalmenni, 83 ára. Ákæran sem hann verður að svara til saka fyrir þykir fáránleg, þar sem um er að ræða morð í Berlín á árinu 1931. Konunni hans Gertrud (84 ára) hefur orðið svo mikið um að hún er búin að skilja við hann og hefur aldrei heimsótt hann í fangavistina og ekki einu sinni svarað bréfum hans. „Ég elskaði mann sem var ekki sá sem hann þóttist vera og var gift honum í 45 ár. Hann laug alltaf að mér. Nú er allt um seinan," segir hún. í New York stendur guðfaðirinn John Gotti (51 árs) fyrir rétti og skortir þar líklega ekki á ákæru- atriðin. Hann hefur eyðilagt líf fjölda fólks með tilþrifamiklum „atvinnurekstri“ (eiturlyfja- braski, fjárhættuspili, vændi). En kona hans Victoria, 48 ára, stendur sem klettur við hlið manns síns og segir hann ein- staklega hlýjan og umhyggju- saman fjölskylduföður sem dýrki hana eins og heilaga veru. Er sú mynd í samræmi við þá útgáfu af guðfeðrum sem birtist í bíó- myndum. Yassir Arafat þykir ekki smáfríð- ur maður og hefur ekki alltaf far- ið með friði. Hann er orðinn 62ja ára en hefur aldrei gifst fyrr en nú að þær fréttir berast frá Tún- is að hann hafi gengið að eiga 28 ára gamla stúlku, Suhad Táwil. Og nú spyrja allir hvað komi til að svo fríð og ung kona sé tilleið- anleg að giftast byltingarforingj- anum. Svarið er einfalt. Hún kom til starfa á skrifstofu hans sem fjármálaráðgjafi og fylgdist full aðdáunar með honum og störfum hans. Það þurfti ekki meira til. Saijida Hussein er kona fraks- forseta, Saddams Hussein. Hún er 56 ára en hann 59. f þeirra til- felli var ekki um ástarbrúðkaup að ræða, heldur var því ráðstafað þegar þau voru á barnsaldri að múslimskum sið. Sagt er að Saij- ida sé einhver óhamingjusam- asta kona veraldar, enda heldur maður hennar óspart fram hjá henni. Skilnaður er þó óhugs- andi og hefði í för með sér bráð- an bana hennar. Magdalena Kopp, sem er áætluð um fertugt, heldur tryggð við hryðjuverkamanninn Carlos, hvað sem á gengur. Hún hefur hrifist svo af lifnaðarháttum þessara samviskulausu morð- ingja að hún hefur gerst fylgi- fiskur þeirra hvers á fætur öðr- um. Hún hefur því áunnið sér hylli aðdáenda þeirra og er næst- um því eins dáð á þeirra slóðum (Damaskus, eyðimörkin) og kvikmyndastjarnan Julia Ro- berts annars staðar. Elizabeth Maxwell (72 ára) er ekkja blaðakóngsins Roberts Maxwell sem hlaut dularfullan dauðdaga á síðasta ári. Hún var álitin hefðarkona fram í fingur- góma þó að maður hennar væri umdeildur. Nú stendur hún uppi slypp og snauð og maður hennar rúinn ærunni. Hún segir það Gertrud Mielke hefur sagt skiliö viö mann sinn, Erich Mielke, sem var yfirmaöur Stasi. Victoria Gotti stendur viö hliö manns síns, guöfööur- ins Johns Gotti. Suhad Tawil-Arafat er ný- gift PLO foringjanum Yass- irArafat. Saijida Hussein lifir f óham- ingjusömu hjónabandi meö haröstjóranum Sadd- am Hussein. ósk sem hann myndi uppfylla. Ósk hennar var hjónaband og enn þann dag í dag álítur Saviva mann sinn í fararbroddi þeirra sem berjast fyrir friði í heimin- um. Sarah Amin er 36 ára og var um skeið eftirlætiskonan í kvenna- búri Idi Amin, hins illræmda einræðisherra í Uganda sem ber ábyrgð á dauða 300.000 manna. Hann er nú 62 ára og lifir í út- legð. Þau skildu að skiptum 1983 og hún býr nú í Þýskalandi. Þeg- ar Sarah, sem kemur úr bláfá- tækri fjölskyldu, er spurð að því hvort hún hafi verið hamingju- söm í hjónabandinu með þessu skrímsli, svarar hún: Já, hann tók mig með hvert sem hann fór, jafnvel á fund Elísabetar drottn- ingarl" Magdalena Kopp elskar hryðjuverkamenn. Nú er hún I slagtogi meö hinum alræmda Carlosi. Elisabeth Maxwell finnst maöur sinn, Robert Max- well, hafa blekkt sig. Saviva Gaddafi trúir því að maöur sinn, Muhammar-el- Gaddafi, sé aö berjast fyrir friöi. Sarah Amin skildi viö Idi Amin eftir aö búiö var aö koma honum frá völdum I Úganda. ekki verst að vera nú peninga- laus, hitt sé miklu verra að hún skuli hafa eytt lífinu með manni sem hún hafi í rauninni ekki þekkt. Það er beisk minning aldraðrar og einmana konu. Saviva Gaddafi er 47 ára eigin- kona Muhammars-el-Gaddafi, hins 49 ára einræðisherra í Lí- býu. Þeirra ástarævintýri á sér rómantískt upphaf. Hjúkrunar- fræðingur hlúði með nærgætni að særðum byltingarmanni þar til hann komst til heilsu á ný. Að launum bauð hann henni eina

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.