Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 Jón Helgason, formaöur Búnaðarfélags íslands: Islenskur landbúnað- u r er á krossgötum Nú stendur yfír vinna við tillögugerð varðandi þann hluta búvöru- samningsins, er snýr að mjólkurframleiðslu í landinu. Sá þáttur, er varðar sauðféð, er frágenginn og að hluta til kominn til framkvæmda. Formaður Búnaðarfélags íslands, Jón Helgason alþingismaður, boð- ar breytta tíma í íslenskum landbúnaði í kjölfarið. Hann ræðir m.a. þessi atriði í ítarlegu viðtali við Tímann, og margt fleira, eins og til dæmis að áróður gegn landbúnaðinum sé í sumum tilfellum runninn undan rifjum þeirra, sem hagnast á því að hann leggist af. Jón Hetgason, alþingismaður og formaður Búnaðarfélags íslands. rimamynd: Árni Bjarna „Eitt af því, sem við okkur blasir, er búvörusamningurinn sem gerður var á síðasta ári og byrjað var að framkvæma í fyrrahaust. Nú eru komið fram frumvarp um fyrstu at- riði hans til staðfestingar með lög- um. Auðvitað er margt í kringum hann, sem kallar á breytt vinnu- brögð og aðgerðir í íslenskum land- búnaði. Við það að ábyrgð á sölu færist öll yfir á bændur og fyrirtæki þeirra, hlýtur að verða að taka til endur- skoðunar lagaákvæði um afurðasöl- una og þær reglur sem hún getur búið við. Það er grundvallaratriði til þess að vel takist til að þar verði vel á málum haldið, og ef til vill verða bændur nú að standa betur saman en nokkru sinni fyrr.“ Hvaö veröur um jöfnunarákvæöin? — Hvaða lagabreytingar eru nauð- synlegar? .Jöfnun á aðstöðu bænda eftir því hvar þeir eru búsettir, hefur verið tryggð með núgildandi lagaákvæð- um um verðmiðlun, bæði milli landsvæða og framleiðslutegunda, og ýmislegu fleiru. Ef á að halda þessu fyrirkomulagi, verður að minnsta kosti að vera Ijóst hvaða heimildir verða til þess. Eigi að hverfa frá verkaskiptingu mjólkur- búa, hlýtur það að auka framleiðslu- kostnað og þá um leið útgjöld fyrir neytendur, svo eitt dæmi sé tekið.“ — Nú stóð til að tillögur varðandi þann hluta búvörusamningsins, er snýr að mjólkurframleiðslunni, yrðu tilbúnar um síðustu áramót. Eru menn ekki komnir yfír þau tímamörk, sem þeir settu sér þarna? „Það hefði verið æskilegt að drög að samningi um mjólkurframleiðsluna lægju nú fyrir. Þetta er hins vegar á verksviði Stéttarsambands bænda, og ég þori ekki að fúllyrða um hvemig þessi mál eru á vegi stödd. En auðvitað er mikilvægt að þetta verði gert sem allra fyrst og að í framhaldi af því verði unnið að laga- breytingum varðandi afurðasöluna." Leitaö leiöa til aö lækka framleiöslu- kostnaö „Bændastéttin verður að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, sem nýi bú- vörusamningurinn skapar. Þetta er sá raunveruleiki, sem við lifum í, og við verðum að bregðast við honum á sama hátt og þeim aðstæðum er komið hafa upp á hverjum tíma á liðnum áratugum. Að Búnaðarfélagi íslands snýr þar leiðbeiningaþjónustan. Við höfum skipað nefnd til þess að fjalla um hagfræðilegu hliðina á búrekstrin- um, og stjórn B.í. mun leggja fyrir búnaðarþingið, sem hefst á mánu- dag, tillögur um það efni." — Og hverjar verða þá þessar breytingar, sem þið leggið til? „Vitanlega hefur það alltaf verið markmið leiðbeiningarþjónustunn- ar, að gera búreksturinn hagkvæm- ari í samræmi við aðstæður. Þannig að það er ekki breyting á markmið- um að því leyti. Þegar markaðurinn þrengist, hljótum við hins vegar að íeggja breytta áherslu á einstaka liði framleiðslunnar. Ekki eingöngu að auka hana, heldur að horfa einnig á aðra þætti. Þarna verður rannsókn- arþjónustan einnig að koma inní. Við verðum að spyrja hana hvað hún geti lagt af mörkum til þess að markmiðið um aukna hagkvæmni náist. Við höfum glögg dæmi um það, til að mynda með auknum af- urðum mjólkurkúa, sem hafa verið stórstígar undanfarin ár, þrátt fyrir að meira hafi verið notað af inn- lendu fóðri. Það eru fjölmörg atriði í þessum dúr sem við verðum að taka til athugunar.“ — Með það þá að leiðarljósi að gera íslenskar landbúnaðarvörur ódýrari til þess að svara kröfum neytenda? „Vitanlega er það keppikeflið að draga úr tilkostnaðinum eins og mögulegt er. Síðan er auðvitað mik- ilvægt að skoða þá kosti, sem ís- lenskur landbúnaður hefur fram yfir önnur lönd. Ég hef, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, lagt fram til- lögu til þingsályktunar um að láta gera úttekt á íslenskum landbúnaði með tiiliti til þess hvemig hann upp- fyllir þær kröfur, sem gerðar eru til þess að hann sé „sjálfbær". Það þýð- ir að um eðlilega hringrás geti verið að ræða, þannig að við endurgjöld- um náttúrunni það sem við þiggjum af henni, og jafnframt að fram- leiðsluvaran sé jafn holl og góð og frekast er kostur. Það er álit margra að íslenskur landbúnaður uppfylli þessi skilyrði betur en búrekstur margra annarra landa. Ef svo er, þurfum við að notfæra okkur þá kosti." Silungaeldiö er nýj- asta aukabúgreinin ,Að sjálfsögðu verðum við að halda áfram að fylgjast með nýjum mögu- leikum. Nýbúgreinar hafa gengið misjafnlega. Ferðaþjónustan hefur farið sífellt vaxandi og uppfyllt þær vonir, er menn gerðu til hennar. Verðfall á erlendum mörkuðum kom aftur á móti ákaflega þungt niður á öðrum greinum, eins og fiskeldi og loðdýrarækt. Þar virðist þó, sem betur fer, vera aftur að rofa til. Nú er m.a. á vegum Búnaðarfé- lagsins verið að huga að nýjum leið- um í fiskeldi, þ.e.a.s. bleikjueldi í smáum stíl, sem aukabúgrein hjá bændum. Náttúrulegar aðstæður eru víða fyrir hendi til þeirra hluta, og ef menn ná því að standa saman að þessu verkefni, erum við nokkuð bjartsýnir á að þar geti verið um álit- legan kost að iæða. Fjárfestingu í þessari búgrein er til að mynda hægt að stilla mjög í hóf og þess vegna ættu menn ekki að kollsigla sig af þeim sökum." Utanríkisráöherra hefur ekki fariö aö vilja Alþingis — Ef við víkjum að öðru. Hver er staða okkar í GATT-samningunum? „Þegar afskiptum bændasamtak- anna af GATT-málinu lauk eftir ára- mótin, var búið með umræðum og ályktunum á Alþingi að fá ríkis- stjórnina til þess að setja ákveðna fyrirvara við þær tillögur, sem fyrir lágu frá Arthur Dunkel. Þessum fyr- irvörum var komið á framfæri við Dunkel sjálfan. Þeir komu hins veg- ar ekki fram í samþykkt Norðurland- anna, sem gerð var í Ósló, þar sem lýst var yfir stuðningi við þann ramma, er settur var fram í drögun- um. Þetta var í mótsögn við meiri- hlutavilja Alþingis í málinu. Það er á forræði stjórnvalda að vinna að málinu, og þar hefði að okkar mati þurft að leggja áherslu á að afla fyrirvörum íslands stuðnings meðal annarra þjóða og nota tímann vel þangað til að næsta skref verður tekið af hálfu samningsaðila. Við höfum ekki fengið neinar upplýsing- ar um hvernig þessari vinnu miðar, þó eftir því hafi verið spurt á óopin- berum vettvangi." — Hefur utanríkisráðherra að þínu mati dregið fæturna í þessu máli? „Mér virðist að hann fylgi ekki eftir því, sem greinilega kom fram í um- ræðunni á Alþingi, að menn töldu að þessi samningsdrög væru óað- gengileg fyrir íslendinga í því formi sem þau eru. Samt sem áður eru ís- lendingar aðilar að sameiginlegri yf- irlýsingu Norðurlandanna um að þessi rammi, sem þarna hafi verið lagður, sé grundvöllur að samn- ingi." Neikvæö umræöa byggö á mismunandi hagsmunum — Nú hefur, að því er manni virðist af umræðunni, allt gengið á aftur- fótunum hjá bændum og það ekki bara undanfarin ár, heldur áratugi. Er ekki tími til kominn að breyta þessu viðhorfi? „Það er rétt, umræðan hefur verið neikvæð og byggst að ákveðnu marki á vanþekkingu, en einnig á mismunandi hagsmunum. Land- búnaðurinn er að sjálfsögðu í sam- keppni. Ekki eingöngu við sambæri- legar vörur, heldur einnig við aðra matvöru. Á síðustu áratugum hefur fjölbreytni matvara farið vaxandi. Það er ávinningur þeirra, sem selja aðra matvöru, að reyna að ná til sín sem stærstum hluta markaðarins. Sumt af þeirri umræðu, sem okkur finnst hvorki sanngjörn né jákvæð, á rót sína að rekja til samkeppnisaðila landbúnaðarins." — Þurfum við innlenda búvöru- framleiðslu? „Það væri illa fyrir okkur komið ef við þyrftum þess ekki. Landið hefur, þrátt fyrir legu sína, upp á kosti að bjóða fyrir búvöruframleiðslu, sem önnur lönd hafa ekki. Ég nefni víð- áttu og óspillta náttúru. Þetta eigum við að nýta okkur sem best. Við meg- um ekki heldur gleyma því hlut- verki, sem landbúnaður hefur að gegna í íslensku þjóðfélagi. Ekki að- eins með þeim matvörum er hann framleiðir, heldur einnig með þeim sterku tengslum sveitamenningar og náttúru, er íslensk þjóðmenning hefur varðveitt allt fram á þennan dag. Við lifum á tímum mikilla breyt- inga og verðum að horfast í augu við nýja tíma. íslenskir bændur lifa ekki í vernduðu umhverfi, frekar en aðr- ar atvinnustéttir. Þeir bera ábyrgð á sér sjálfir og verða að standa á eigin fótum með sanngjarnri afstöðu rík- isvaldsins."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.