Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 Munurinn á austur- og vestur-evrópskum dráttarvélum minnkar sífellt: Nýr og ger- breyttur Zetor frá Istékk hf. Nú eftir mánaöamót er væntan- legur frá ístékk hf. ný 92 hest- afla Zetor- dráttarvél. Þetta er vél sem er hönnuð algerlega ný frá grunni, og viðtökur bænda í Evrópu eru það góðar að fram- leiðendur hennar í Tékkóslóv- akíu hafa ekki undan við að anna eftirspum. Undanfama áratugi hafa Zetor- dráttarvélamar verið í hópi þeirra söluhæstu hér á landi, enda boðnar á góðu verði og umboðið hefur byggt upp öflugt þjónustunet hringinn í kringum landið. Nýja vélin er sú fyrsta, sem kynnt er af al- gerlega nýrri línu frá verksmiðjun- um. Hún ber seríunúmerið 9520, eða 9540, eftir því hvort hún er með fjórhjóladrifi eða ekki. Þessar vélar eru framleiddar eins og þær gömlu í verksmiðjunum í Brno í Tékkóslóv- akíu, en sú borg er ekki síður þekkt fyrir samnefndar byssur, sem marg- ar hverjar þykja listasmíði. Hin nýja 95-sería minnir í útliti um margt á Case, og ef til vill sér í lagi lúxusvélina Case Maxxum. Sem dæmi má nefna að hönnun á vinnu- aðstöðu ökumanns er mjög svipuð: gírstangir, aflúttak og stýrisstangir fyrir vökvakerfið hafa verið færðar hægra megin við ökumannssætið, en handbremsan er skilin eftir vinstra megin. Sömuleiðis er hægt að stjóma lyftunni á dráttarbeislinu með tökkum sitt hvoru megin á aft- urbrettunum, eins og á Maxxum. Þetta er þarfur útbúnaður. Nýi Zetorinn er óneitanlega glæsi- leg vél, enda hannaður frá grunni með þarfir kröfuharðra bænda í huga. Níutíu og tveggja hestafla (67,5 kW) vélin er fjögurra strokka og hönnuð ný frá grunni. Nýting vélarorkunnar aftur úr aflúttaki er mjög góð, en hún er gefin upp 87 hestöfl (tæplega 64 kW) og það er yfrið nóg, jafnvel fyrir stærstu og aflfrekustu tæki sem notuð eru í landbúnaði hérlendis. Þá er hægt að velja um tvo hraða á aflúttakinu, Hægt er að stjórna beislislyftunni meö tökkum á brettunum, svipaö og á Case Maxxum og Massey Ferguson. Úr ekilshúsinu. Ekki veröur annaö séö en aö öllu sé haganlega fyrir komiö; t.d. er búiö aö færa alla gíra hægra megin viö ekilssætið. gíratalan er margfölduð með tveim- ur og hraðastigin verða sextán áfram og fjögur afturábak. Og ánægjulegar fréttir fyrir Zetoraðdá- endur, sem vilja komast áfram á vegum úti: Nýja vélin er gerð fyrir allt að 40 km ökuhraða. Að sjálfsögðu er svo þessi nýja vél búin vökvastýri, en að auki er hægt að stilla hæð á sjálfu stýrishjólinu. Það er 9540-fjórhjóladrifsvélin, sem verður til sölu hér fyrst um sinn, en reyndar í takmörkuðu magni, vegna mikillar eftirspurnar eftir henni í Bretlandi og á hinum Norðurlöndunum. Með henni, sem staðalbúnaður, eru bremsur á öllum hjólum og að aftan eru diskabrems- urnar í olíubaði. Sú nýja ætti að geta tekið vel á, ef þess þarf, því hægt er að læsa framdrifinu 100%. Þar sem nýi Zetorinn er ekki kom- inn til landsins, hefur ekki gefist kostur á að reynsluaka vélinni, en samkvæmt upplýsingum frá um- boðinu hefur hún reynst vel þann stutta tíma, sem hún hefur verið á markaðinum. Nýja línan var kynnt fyrst í Bretlandi í haust og í vetur komu þær á markað í Noregi og Sví- þjóð. Það eru einungis tuttugu vél- ar sem koma hingað í fyrstu send- ingunni. Þær eru nú þegar flestar uppseldar, enda verðið hagstætt, en það er áætlað um 1.460 þúsund. Það er um það bil einni milljón ódýrara en vestur-evrópskar dráttarvélar í svipuðum stærðar- og gæðaflokki. Að sögn sölumanna hjá ístékk hf., er ekki ennþá Ijóst hversu margar vélar verður hægt að fá hingað fyrst um sinn, en miðað við þau við- brögð, sem bændur hafa sýnt nú þegar, er Iíklegt að færri fái en vilja. 540 eða 1000 snúninga á mínútu. Kúpling og gírkassi eru ný og sömuleiðis stýri, vökvakerfi og fleira. Gírkassinn er alsamhæfður og þá á að vera hægt að hræra í hon- um fram og til baka á milli hraða- stiga, rétt eins og í fólksbíl. Þá er hann búinn sérstökum vökvamilli- gír, sem þýðir í raun og veru að Zetor 9540. Tuttugu af þessum vélum koma hingaö í fyrstu send- ingunni nú í mars. Magnús Ingþórsson, sölustjóri hjá búvéladeild Globus hf. Globus hf. er í sókn á búvélamarkaðinum: 50% aukning á markaðshlutdeild Globus hf. hefur átt vaxandi viðskipti við bændur undanfarin ár, en fyrirtækið flytur inn Zetor- (ásamt dótturfyrirtæki sínu ístékk), og Fiatagri-dráttarvélar, breiða línu af heyvinnuvélum, dreifara fyrir tilbúinn áburð og húsdýraáburð, rafmagnsgirðingar, rúllubaggaplast og svo mætti áfram telja. Að sögn Magnús- ar Ingþórssonar sölustjóra hefur markaðshlutdeild fyrirtækisins á sviði búvéla og þjónustu við bændur vaxið yfír 50% á síðustu tveimur árum. „Okkar hlutdeild hefur vaxið mjög á undanförnum árum," segir Magn- ús. „Við höfum til dæmis verið að selja um það bil helminginn af öllum nýjum dráttarvélum, sem fluttar eru til landsins. Fyrirtækið hefur upp á mjög mikla breidd að bjóða á því sviði, bæði hvað snertir verð og út- búnað, en það vegur ekki síður þungt að við höfum lagt ríka áherslu á góða viðgerðarþjónustu. Þannig erum við með þjálfaðan mannskap til þess að gera við vélar og tæki frá okkur hringinn í kringum landið. Globus hf. hefur einnig haft afger- andi forystu í sölu á rúllubindivél- um, en Welger, sem við höfum um- boð fyrir, hefur undanfarin ár verið stærsti framleiðandi rúllubindivéla í heiminum. Hér á landi eru þetta einnig mest seldu vélarnar. Af öðr- um þáttum má nefna moksturstæki fyrir dráttarvélar, en við erum líklega með helmings markaðshlutdeild þar. Við höfum einnig selt mikið af rúllu- baggagreipum og amerísku bagga- plasti, en af því seldum við á þriðja hundrað tonn á síðasta ári. Jafn- framt þessu höfum við boðið upp á ýmsa smávöru, s.s. rafgirðingar og fleira." Magnús segir að fyrirtækið hafi haft verulegan meðbyr undanfarið, en á hverju byggist hann? „Það er að sjálfsögðu grundvallarat- riði að geta boðið upp á góða vöru,“ segir Magnús. „Við höfum einnig mjög trausta og góða umboðs- og þjónustuaðila um allt land og það er undirstaðan undir okkar velgengni."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.