Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 16
16Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 Búvélar hafa flutt inn Fendt-dráttarvélar frá ár- inu 1983. Júlíus Halldórsson framkvæmdastjóri: Orkufyrirtæki neita að lækka verð á raforku til fiskeldisfyrirtækja: Lán til fisk- eldis fryst í 2-4 ár? Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði á Alþingi í vikunni, að leitað hefði verið eftir því við Stofn- lánadeild landbúnaðarins, Byggða- sjóð, Framkvæmdasjóð og Fisk- veiðasjóð að langb'malán til fiskeld- is verði fryst, þannig að ekki verði borgað af þeim í 2-4 ár. Hann sagði að þessari málaleitan hefði verið vel tekið. Halldór sagði jafnframt að Lands- virkjun hefði um nokkurt skeið veitt 50% afslátt af heildsöluverði raf- magns til fiskeldisfyrirtækja sem nota minnst eina gígavattstund á ári. Síðastliðið vor nutu 11 eldisstöðvar þessa afsláttar, en hann var hugsaður af hálfu Landsvirkjunar sem tíma- bundinn styrkur til fiskeldis. AIIs nam styrkurinn 37 milljónum króna á árinu 1990. Veitustofnanir hafa ekki gefið hliðstæðan afslátt af þjón- ustu sinni. Þær bera því við að þær hafi orðið fyrir verulegum áföllum vegna vanskila og gjaldþrota fiskeld- isfyrirtækja. Síðastliðið haust ræddi landbúnaðarráðherra við orkufyrir- tæki um möguleika á að lækka frek- ar orkukostnað fiskeldisfyrirtækja. Þeirri málaleitan var hafnað. Þessar upplýsingar komu fram þeg- ar Össur Skarphéðinsson alþingis- maður spurði ráðherra um aðgerðir í fiskeldi. Össur gagnrýndi harðlega afstöðu orkufyrirtækja. Hann sagði að eftir þá gjaldþrotahrinu, sem gengið hefur yfir fiskeldisfyrirtæki, væru það smáfyrirtæki sem héldu greininni uppi. Þessi fyrirtæki nytu ekki afsláttar hjá Landsvirkjun. Fleiri þingmenn tóku undir gagn- rýni Össurar. -EÓ Hlaöinn nyjungum Kemur í mars í Þýskalandi Búvélar, sem er innflutningsaðili á landbúnaðartækjum, hefur frá ár- inu 1983 flutt inn þýsku Fendt- dráttarvélarnar. Júlíus Halldórsson framkvæmdastjóri segir að þær séu búnar að vera söluhæstu dráttarvél- amar í Þýskalandi frá því árið 1985. Markaðurinn í Þýskalandi sé sá kröfuharðasti í Evrópu, og því sé það mikil viðurkenning á Fendt- vélinni sem hágæðavél. Fendt-verksmiðjumar þýsku sér- hæfa sig í dráttarvélum, og eru þær um 95% af framleiðslu fyrirtækis- ins. Þá hefur fyrirtækið orð á sér fyr- ir að vera í fararbroddi í dráttarvéla- framleiðslu, og hafa Fendt-vélamar gengið á undan í ýmsum nýjungum sem ffam hafa komið. Júlíus bendir á að í vélinni sé vökvakúpling, til viðbótar hinni venjulegu gírskipti- kúplingu, sem geri verkhæfni vélar- innar einstaka. En gæðin kosta pen- inga, segir Júlíus, en sem betur fer em bændur að gera sér grein fyrir að gæða- og endingarmiklar vélar borga sig. Þær em ánægjulegri í meðfömm, verkhæfnin mun betri og endingin á að gera gæfumuninn. Júlíus bendir á að ekki sé hægt að benda á vélar á íslandi til sönnunar um endinguna, þar sem þær hafa einungis verið fluttar inn í níu ár, en hins vegar hafi verið fluttar inn 20 ára gamlar notaðar vélar og hafa þótt gersemar. Úrvalið frá Fendt er mikið og fjöl- breytt og getur viðskiptavinurinn valið á milli um 20 tegunda, allt frá 40 hestafla, loftkældum vélum knúnum dieselhreyfli, upp í 160 hestafla, vatnskældar vélar. Getur bóndinn valið nákvæmlega þá vél sem hentar honum. Júlíus segir að íslenskir bændur viti nákvæmlega hvað þeir vilja og séu kröfuharðir, en það sé ávallt gaman að geta afgreitt vömna eins og menn vilja hafa hana og sérstaklega sé ánægjulegt að sjá hve menn em ánægðir. Afgreiðslu- frestur vélanna er 3-5 vikur og á þeim tíma er vélin framleidd ná- kvæmlega eftir óskum kaupandans. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.