Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 Oflugri rúllubindi- vél frá WELGER Ein af nýjungum þessa árs á sviði heyvinnuvéla er rúllubindivél frá Welger, en það merki hefur náð talsverðum hluta af rúllubindivélamarkaðinum hér- lendis undanfarin ár. Þessi nýja vél hefur verið í þróun undanfarin þrjú ár, og kemur hingað f tveimur útfærslum. Ann- ars vegar er svokölluð „standard- gerð“, þar sem stærðin á bagga- hólfinu hefur verið aukin um 10%, auk þess sem ferilhraði baggans inni í vélinni hefur verið aukinn, þannig að hún er fljótari að mata sig. Sópvindan hefur verið stækk- uð og sömuleiðis hluti af drifkeðj- unum. Þessi vél er með tvöföldu bindikerfi. Innbyggt í það er sér- stakt sparnaðarkerfi fyrir bindi- garn og við bestu aðstæður getur vélin farið niður í sjö til átta vind- inga utan yfir hvern bagga. Þetta kerfi er hægt að gangsetja með stýribúnaði inni í dráttarvélinni, eða láta það vinna sjálfvirkt. Hin útfærslan er byggð á sama grunni og „standardgerðin", en kemur að auki með svokölluðum mataravalsi, sem eykur heymagn- ið í bagganum um 10% til viðbót- ar, og breiðari og öflugri sópvindu. Valsinn treður heyinu inn í bindi- vélina um leið og hún matar sig. Til viðbótar við mataravalsinn er síðan hægt að fá fjórtán skurðar- hnífa í vélina til að saxa heyið nið- ur. Sá búnaður eykur heymagn baggans um önnur 10%, þannig að mesta möguleg aukning er 30% frá því sem var í eldri vélunum. Þessi nýja rúllubindivél frá Wel- ger ber seríunúmerið RP 200. Hún verður aflfrekari en eldri vélamar, en um leið fljótvirkari. Verð bindi- vélanna er hagstætt, en „standard- gerðin" mun kosta um 800 þús- und og með mataravalsi og breið- ari sópvindu hækkar sú upphæð um tæplega 150 þúsund. Það er Globus hf. sem flytur vélamar inn. Nýr Econoline Globus hf. kynnti á dögunum nýjan sendiferðabíl, sem er arftaki gamla góða Ford Econoline. Sá bfll er að góðu þekktur, ekki hvað síst á meðal jeppadellumanna, sem hafa sett í hann aukalega fjórhjóladrif, hækkað upp og breytt þessum upprunalegu am- erísku asfaltvinnujálkum í magn- aða fjallabfla. Þótt hinn nýi Econoline sé breyttur í útliti frá þeim gamla, má enn sjá sterkan svip með þeim. Innréttingum og sætum hefur sömuleiðis verið breytt í þeim tilgangi að gera bflinn enn þægilegri. Verðið er nokkuð hæ- agstætt, eða um 1.650 þúsund á styttri gerðinni og rúm 1.770 þúsund á þeirri lengri. Það skal tekið fram að þá er miðað við að bflarnir séu bara með afturdrifi. Sturtuvagnar og kerrur í fjölbreyttu úrvali > 7 tonna vagn með föstum skjölborðum • Tveimur veltihásingum • Sjálfvirk opnun á aftur gafli Verð kr. 360 þús. án vsk. • 7 tonna vagn með tvískiptum skjólborðum • Tveimur veltihásingum 'y'' í ' ' s • Sturtum á þijá vegu Verð kr. 360 þús. án vsk. • 3,5 tonna vagn með tvískiptum skjólborðum • Einni hásingu • Sturtum á þrjá vegu Verð kr. 260 þús. án vsk. ATH. Allir vagnarnir eru útbúnir meö vökvabremsum, fullkomnum Ijósabúnaöi, stööufót, flotmiklum hjólböröum og eru mjög öflugir ATH. PÖNTUN TÍMANLEGA TRYGGIR AFGREIDSLU □ Í7 OQ Járnhálsi 2 Sími 683266 110 Reykjavík Það eru ekki mörg ár síðan íslensk- ir bændur kynntust þeirri dráttarvél, . sem hefur verið sú mest selda í Evr- ópu síðan 1979. Hún heitir Fiatagri og er með 16%-17% markaðshlut- deild í álfunni, en Globus hf. hóf að flytja þær inn fyrir nokkrum árum. Viðtökur íslenskra bænda við Fiat- dráttarvélunum eru góðar og á síð- asta ári seldi umboðið á milli 50 og 60 vélar, þrátt fyrir að ekki væri unnt að bjóða upp á þær nema á öðrum helmingi ársins. Beinn innflutningur Sú breyting hefur orðið hjá um- boðinu að nú flytja þeir vélarnar beint inn frá verksmiðjunum á ítal- íu, en áður fóru þær í gegnum um- boðið í Bretlandi. Þetta hefur þá kosti í för með sér að biðtími eftir Fi- atagri styttist, og jafnframt hafa samningar náðst um hagstæðara innkaupsverð. Globus hf. kynnir á þessu vori nýja vél frá Fiat, sem er byggð á sama grunni og 80 hestafla vélin, þ.e. Fiat- agri 80-90. Þetta er 85 hestafla vél og kemur með nýjum gírkassa, sem er með samhæfðum vendigír og vökva- skiptum yfirgír er gefur möguleika á 18% hraðaaukningu. Fiatvélarnar eru meðal annars þekktar fyrir háan ökuhraða, en hámarkshraði þeirra eru 40 km á klukkustund. Annað séreinkenni Fiat er að þessar drátt- arvélar eru með bremsur á öllum hjólum. Þetta stóreykur öryggi í akstri, sér í lagi þegar verið er að draga þunga vagna eða tæki, sem ekki eru með sjálfstæðum bremsum. 40 ára reynsla af fjórhjóladrifi Framleiðendur og seljendur vél- anna eru þó kannski hvað hreykn- astir af því þróaða fjórhjóladrifi, sem þær eru búnar. Fiatagri hefur fram- Íeitt fjórhjóladrifnar dráttarvélar frá árinu 1952, og búa þar af Ieiðandi yf- ir 40 ára reynslu af smíði fjórhjóía- drifsvéla. Þessar dráttarvélar eru hannaðar frá grunni með fjórhjóla- drifi. Það eru engir hjöruliðir á drif- skaftinu til framöxulsins og það ligg- ur í lokuðu húsi. Út í hjólin eru síð- an tvöfaldir hjöruliðir og plánetugír. Hönnun framöxulsins gerir það að verkum að unnt er að leggja 50% á vélarnar, en þetta gerir það að verk- um að fjórhjóladrifnar Fiatdráttar- vélar eru álíka liprar og venjulegar afturdrifsvélar. Þessi dráttarvél kemur til með að kosta í kringum 1.950 þúsund krón- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.