Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 29. febrúar 1992 Tíminn 17 r Plóg- suga Vísindamenn velta því æ meira fyr- ir sér hvemig unnt sé að nytja nátt- úruna án þess að valda henni tjóni, og skila því til baka sem frá henni hefur verið tekið. Haugsugan, sem við sjáum hér, er „vistvæn", að því leyti að hún skilar húsdýraáburðin- um betur en aðrir skítdreifarar og sparar um leið tilbúinn áburð. Galdurinn felst í því að húsdýra- áburðurinn er plægður ofaní jörð- ina. Aftan á þessari haugsugu er plógur með tuttugu plóghjólum, sem hvert um sig er búið sjálfstæðu vökvakerfi, sem lyftir hjólinu þegar fyrirstaða verður fyrir því. Skurðirn- ir eftir plóghjólin eru um 20 sentí- metrar á dýpt, og aftan við hvert hjól er dælustútur fyrir áburðinn. Vinnslubreidd þeirrar haugsugu, sem hér um ræðir, er 4,4 metrar, en hægt er að fá mismunandi stórar haugsugur. Þetta er að sjálfsögðu dýrara tæki en venjuleg haugsuga, en kostirnir eru einnig margir. Þetta minnkar verulega notkun tilbúins áburðar og einnig er hægt að bera á hvenær sem er, en enginn skítur lendir ofan á jörðinni. Nánari upplýsingar er hægt að fá um tækið hjá Vélum og þjónustu, en innflutningur á því er að hefjast. Offramboö veldur lögbroti Markaðslögmálin hafa heldur betur gripið fram fyrir hendumar á sex- mannanefnd, sem ákveður verð- lagningu á nautakjöti. Þeir bændur, er framleiða kýrkjöt og nautakjöt, hafa undanfarið mátt þola allt að þriðjungs skerðingu á verði afurða sinna, vegna offramboðs. Þessi verðlækkun er knúin í gegn af smásöluaðilum og spurningin er hvort hún rennur einungis í þeirra eigin vasa eða hvort neytendur fá að njóta hennar í einhverjum mæli. Viðmælendur Tímans innan Félags kúabænda fullyrða að neytendur fái ekki að njóta hennar nema að litlu leyti. Samkvæmt heimildum okkar hefur Hagkaup gengið lengst, með því að bjóða 30% undir grundvallarverði fyrir kýrkjöt til vinnslu. Að þessu gekk stærsti viðskiptaaðili Hagkaups á sviði kjötvinnslu. Hér er um brot á búvörusamningnum að ræða, sem þó hefur ekki verið kært, en þau svör fengust hjá umræddri afurðastöð að þetta væri sérstakt febrúartilboð. Og þá er bara að bíða og sjá hvort unnar kjötvörur frá Hagkaup lækka. YAMAHA Vatnaþotur, ýmsar stærðir Vélsleðar, margar gerðir Mótorhjól Frá 2,5 hestöfl til 145 hestöfl Utanborðsmótorar frá 2 hö. til 250 ha. Bœndur - Björgunarsveitir Verktakar - Utitífsmenn ÞIÐ GETIÐ TREYST Að venju bjóðum við mikið úrval hinna viðurkenndu YAMAHA- aukahluta — ásamt hlífðar- og öryggisfatnaði YAMAHA- meridð tryggir að hér er tim úrvalsvöru aðneða VENTURETF HOFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVIK ■ SIMI 91-670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.