Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 18

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 18
18Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 Tíminn heim- sækir Vélar og þjónustu, en fyr- irtækið flytur inn fjölbreytt úrval bú- og vinnu- véla, auk ann- arra hluta sem notaðir eru í landbúnaðinum: Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Véla og þjónustu. Björgvin Pálsson sölustjóri meö plastfilmuna. Hún er sterk þessil! að vélagarðurinn er svo fjölskrúðug- ur, að við getum ekki reiknað með að afgreiða alla hluti beint af lager, en erum þá fljótir að ná þessu frá stærri lagerum erlendis. Við störfum sex í varahlutadeild, auk þess sem við höf- um sendil. Pað gengur oft mikið á, enda þarf að hafa hraðar hendur, og vil mælast til þess við viðskiptavini að þeir komi hingað í heimsókn og sjái aðstöðu okkar og læri betur á samskipti við fyrirtækið og hvernig best sé að haga viðskiptum við okk- ur, sérstaklega yfir háannatíma á sumrin. Næst hittum við Karl Sighvatsson og Berg Ketilsson þjónustustjóra, en þeir stýra verkstæðinu og þar mátti sjá fjölbreytta þjónustu í viðgerð á smærri og ekki síður stærri tækjum, vökvalyfturum, vökvaskiptingum og tjökkum ásamt nýsmíði og breyting- um. Hver er stefna ykkar á verkstæð- inu? Við reynum að vera sem mest sjálf- bjarga, og tökum því þátt í nám- skeiðum og höldum námskeið til að viðhalda og efla þekkingu á viðhaldi og viðgerðarþjónustu. Við erum því Vélar og þjónusta hafa skapað sér gott orð við sölu og þjónustu við íslenskan landbúnað í 17 ár. Blaðamaður Tímans hitti Gunnar Gunnarsson, framkvæmdar- stjóra fyrirtækisins, að máli. Hvað er helst umleikis hjá ykkur? Okkar athafnir snúast um sölu og þjónustu við fjölbreytt úrval af bú- og vinnuvélum. Helstu umboð eru Case IH og svo allt í rúllu- tækni, Krone, Carraro, rúllubaggatækin og filman, auk hefðbund- ins framboðs af heyvinnuvélum, diska- og sláttuþyrlum — vagnar og snjóruðningstæki. Vöruvelta okkar var rúmlega 500 milljónir á síðastliðnu ári og starfs- menn eru rétt um 30 hér, auk um- boðsmanna sem vinna með okkur víðsvegar um landið. Hvað er fyrirtækið þekktast fyrir? Það hefur nú starfað á 17. ár, hefur þróast hratt og er með um fjórðung vinnuvélaviðskipta og ríflega það í bútækni hér á landi og ég mundi telja það „þekktast fyrir þjónustuna". Þú ættir að líta hér yfir verkstæðið og sérhæfingu þess, auk varahluta- deildarinnar sem veitir einnig víð- tæka þjónustu. Auk þess erum við með verkstæðisbíl, sem fer um land- ið, vélaflutningabíl með sérbúnum palli, og sendibíla, auk stórs athafna- svæðis hér að Járnhálsi og húsnæðis undir véla- og rekstrarvörulager. Vélar og þjónusta eru þar með eina af sérhæfðustu og bestu aðstöðu, sem fyrirtæki í þessari viðskipta- grein hefúr hérlendis og þó víðar væri leitað. Svarið er því: Við erum „þekkt fyrir þjónustu", og hún er mjög mikilvæg í ljósi þeirrar þróun- ar til tæknitaka í verklegum fram- kvæmdum og þá ekki síst í landbún- aðinum. Það hefur orðið ör þróun til hagkvæmni í búvöruframleiðslunni og vegur þar einna mest á síðustu ár- um stóraukið öryggi í kjölfar rúllu- baggatækni. Hún skapar öryggi og gæði, sem bændur tileinka sér og ná sífellt betri tökum á, til framleiðni- auka í landbúnaði. Auk þess eru rúll- umar vistvænar, því það er ekki bara að menn og skepnur losni við ryk og óþverra, heldur ætti nú að hverfa sú sýn að illa hirt og hrakin hey liggi úti um allar jarðir, auk þess sem vot- heyssafi gæti mengað jarðvatn, ár og læki. Það má því leggja áherslu á hagkvæmni aðferðarinnar, sem er stór liður í átt til hagkvæms búskap- ar hér á landi. Vegna stærðar fyrirtækisins og um- svifa náum við oft á tíðum mjög hag- kvæmum samningum, sem við- skiptavinir sjá í verðþróun hjá fyrir- tækinu og kemur til með að vega þungt í vaxandi samkeppni, sem bændur, verktakar og vinnuvélaeig- endur verða að mæta. Næstan hittum við að máli Guðjón Ágústsson, verslunarstjóra í vara- hlutadeild. Guðjón, það er mikiö í hillunum. Já, við seljum hér fyrir rétt um 100 milljónir og má segja að margt smátt geri eitt stórt, en auðvitað er það svo Bergur Ketilsson viö þjónustubllinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.