Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 Þórólfur Sveinsson, bóndi og varaformaður Stéttarsambands bænda, í spjalli um breytta tíma í landbúnaði: Bændur búa sig undir erlenda samkeppni Innan bændasamtakanna beinist athygli manna fyrst og fremst að rrí hvernig hægt sé að lækka verð á landbúnaðarvörum til neytenda. því skyni er horft til bænda sjálfra, hvernig þeir geti framleitt ódýr- ari vöru, og jafnframt til vinnslustöðva fyrir afurðir þeirra. Þórólfur Sveinsson, varaformaður Stéttarsambands bænda, segir það óhjá- kvæmilegt að fækka afurðastöðvunum. Hann segir einnig að með búvörusamningum síðasta vor hafi bændur í raun byrjað að búa sig undir hugsanlega samkeppni frá innfluttum landbúnaðarvörum. Þórólfur Sveinsson „Ef litið er til framtíðar, hvað land- búnaðinn varðar, munu næstu ár ein- kennast af viðleitni til þess að mæta kröfum um lægra búvöruverð. Þetta mun koma alls staðar við: hjá fram- leiðendum, milliliðum og afurða- stöðvum. Það, sem snýr að bændum, er að reyna að ná fram hagstæðara rekstrar- umhverfi með lækkun á álögum og ýmsum gjöldum, sem á reksturinn hafa verið Iögð. Þetta kemur einnig niður á afurðastöðvum. Það er ekki hægt að komast hjá því að hagræða í þeim geira og mun ugglaust hafa áhrif á fjölda afurðastöðva, bæði mjólkur- samlaga og sláturhúsa." — Fækkar þá mjólkursamlögum og sláturhúsum? „Já, væntanlega. Þessi geiri getur ekki mætt þeim kröfúm, sem til hans eru gerðar um lækkað verð, öðruvísi en að minnka fastan kostnað, og það segir okkur að afurðastöðvum mun fækka." — Hvað með núverandi verðábyrgð- ir? „Við munum að sjálfsögðu reyna að halda eins og við mögulega getum nú- verandi staðgreiðsluákvæðum, sem sett voru með afurðalögunum 1985. Hversu lengi við getum það, fer eftir þeim ytri starfsskilyrðum sem land- búnaðinum verða sköpuð. Þessi ákvæði voru mikil réttarbót á sínum tíma. Ef við förum einhvem tíma á komandi árum inn í fyrirkomulag þar sem leyfður verður óheftur innflutn- ingur einhverra vörutegunda hvað magn varðar, verður mjög erfitt, ef ekki alveg útilokað, að halda uppi stað- greiðslukerfi. Það skiptir öllu máli með hvaða hætti samkeppni, bein eða óbein, frá hugs- anlegum innflutningi, kemur fram. Það er grundvallarmunur á því hvort verið er að tala um innflutning sem háður er magntakmörkunum, eins og ríkisstjómin gerði kröfur til í umsögn sinni um tillögur Dunkels varðandi GATT, eða hvort við erum að tala um ótakmarkað magn, en háð verndartoll- um.“ — Em bændasamtökin farin að búa sig undir innflutning landbúnaðaraf- HÖFÐABAKKA 9 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-670000 Barka-fj árklippur Fjár- og kúaklippur meÖ mótor í handfangi Brýnsluvélar tengdar vid barkaklippur GOn VERÐ WlésOiífý ister. urða? „í rauninni byrjuðu menn á að reyna að bregðast við hugsanlegum inn- flutningi með búvörusamningnum í fyrravor, að því leyti að það var gert ráð fyrir verðlækkun. En fyrst og fremst finnum við fyrir innlendum þrýstingi um að lækka verðið." Mikil skeröing í haust? „Það var gerður búvömsamningur um sauðféð á síðasta vetri. í þessum samningi var ákveðið að útflutnings- bætur féllu niður frá og með þessu verðlagsári að telja, og jafnframt var ákveðið að fara út í aðlögun að innan- landsmarkaðinum. Þessi aðlögun stendur nú yfir; fyrri hlutanum er lok- ið, en framundan er niðurfærsla á framleiðslurétti kindakjöts í haust.“ — Hve mikil verður skerðingin í haust? „Það bendir allt til þess að hún verði mikil. Um mjólkurframleiðsluna er það að segja að um nokkur meginatriði, er hana varða, var gerður búvömsamn- ingur á síðasta vetri. Þetta samkomu- lag — eins og sá hluti búvömsamn- ingsins er fjallar um kindakjötið — felur það í sér að útflutningsbætur falla niður frá næsta verðlagsári að telja. Þetta mun gilda fyrir báðar greinamar frá og með 1. september 1992. Þetta eitt og sér breytir vemlega miklu fyrir bændur. Á síðastliðnum tíu ámm hafa miklar breytingar gengið yfir í landbúnaðinum, en ég held að það sé fullljóst að þær verða enn meiri á næstu tíu ámm. Þróunin virðist vera í átt til aukinnar sérhæfingar, blönd- uðu búin em á undanhaldi og búum fækkar jafnframt sem þau stækka. Sala mjólkurvara hefur yfirleitt nokk- um veginn staðið í stað og því miður ekki haldið í við fólksfjölgun, þannig að neysla á hvem íbúa hefur minnk- að.“ — Er mjólkurframleiðslan í jafnvægi, miðað við innanlandsmarkað? „Nei, hún er það ekki. Hún þarf að dragast saman um nálægt 5% til þess að vera í jafnvægi við innanlandsmark- að. Miðað við þær framleiðsluheimild- ir, sem bændur hafa á þessu ári, er hún heldur ekki í eins góðu jafnvægi og hún hefur verið undangengin verð- lagsár. Það lítur út fyrir að bændur hafi nýtt fullvirðisréttinn hraðar í vetur heldur en gerst hefur áður. Ég óttast að það verði allnokkrir bændur, sem ekki hafa fullvirðisrétt fyrir þónokkum hluta af mjólkurframleiðslunni í sum- ar. En þegar á heildina er litið blasir við að það þarf að færa mjólkurfram- leiðsluheimildirnar um nálægt 5% eða um fimm milljónir lítra.“ Framleiðsla á mjólk er fimm þúsund tonnum meiri en salan: Birgöasöfnun í mjólkinni Framleiðsla á mjólk á síðasta ári varð 105,5 þúsund tonn. Salan varð hins vegar 100,5 þúsund tonn. Um birgðasöfnun var því að ræða á liðnu ári. Sala á mjólkurvörum minnkaði um tæplega 0,5% á árinu, en fram- leiðsla minnkaði um 1,4%. Birgðir mjólkurvara í árslok, umreiknaðar í mjólk, voru 20.725 þúsund lítrar, sem er 1.683 þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra. Birgðasöfn- unin er8,8%. Eins og áður hefur komið fram í Tímanum, minnkaði sala á kinda- kjöti á síðasta ári um 6,7%. Sala á öðrum kjöttegundum jókst hins vegar. Neysla á alifuglakjöti og nautakjöti jókst mest. Vegna þess hvað kindakjötsneysla er mikill hluti af heildarkjötneyslu lands- manna, minnkaði kjötneyslan í heild um 1,7%. Á síðasta ári borðaði Meðalíslend- ingurinn tæplega 31 kfló af kinda- kjöti. Árið 1990 var neyslan á mann 34,3 kfló, en árið 1980 var neyslan 45 kfló. Stöðugt hefur dregið úr kindakjötsneyslu á síðasta áratug, en neysla á öðrum kjöttegundum hefur aukist. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.